Eru 2+2= 5?

Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, skrifar um þriðja orkupakkann.

Auglýsing

Það hefur verið skrýt­ið að fylgj­ast með umræð­unni um þriðja orku­pakk­ann að und­an­förnu. Ótrú­legt magn af mis­vísandi og jafn­vel röngum upp­lýs­ingum hefur verið haldið að lands­mönn­um. Sann­leik­ur­inn virð­is­t ekki skipta sum­a ­máli heldur er haldið áfram að hamra á áróðr­inum eins og það muni eitt­hvað breyta stað­reynd­um. Jafn­vel for­ystu­menn stjórn­mála­flokka koma fram í fjöl­miðlum og halda frammi full­yrð­ingum sem stand­ast enga skoð­un.  Málið er að 2+2 eru alltaf 4 alveg sama þótt ein­hverjir hamist við að reyna að sann­færa fólk að talan sé 5.

Kíkjum á helstu full­yrð­ingar sem hefur verið haldið á lofti í umræð­unn­i. 

  1. Ísland tapar yfir­ráðum yfir auð­lindum sín­um. Þetta er rangt. Ísland heldur áfram fullu for­ræði yfir orku­auð­lind­inni. Erlendur aðili getur ekki fyr­ir­skipað lagn­ingu sæstrengs eða hvernig eigi að hátta eign­ar­haldi með orku á Íslandi. Stað­reyndin er sú að þriðji orku­pakk­inn hefur engin áhrif á for­ræði Íslend­inga yfir orku­auð­lind­inni.
  2. Orku­pakk­inn stang­ast á við stjórn­ar­skrána. Þetta er rangt. Nán­ast allir lög­spek­ingar stað­festa það. Meira að segja Stefán Már Stef­áns­son og Frið­rik Árni Hir­st, sem and­stæð­ingar Orku­pakk­ans hafa vísað mikið til, segja: ,,Eng­inn lög­fræði­legur vafi er á því að sú leið sem við lögðum til og lögð er til grund­vallar í þings­á­lykt­un­ar­til­lögur utan­rík­is­ráð­herra er í sam­ræmi við stjórnarskrá.“
    Auglýsing
  3. Orku­pakk­inn skuld­bindur íslensk stjórn­völd til að einka­væða Lands­virkj­un­ar. Þetta er rangt. Hvorki Evr­ópu­sam­bandið né ESA hafa neinar vald­heim­ildir til að skipta upp eða einka­væða íslensk orku­fyr­ir­tæki. Engin nýmæli eru í þriðja orku­pakk­anum sem geta stuðlað að slíku. Stað­reyndin er sú að þriðji orku­pakk­inn hefur enga þýð­ingu gagn­vart einka­væð­ingu, eign­ar­haldi eða upp­skipt­ingu íslenskra orku­fyr­ir­tækja.
  4. Ísland þarf að sam­þykkja lagn­ingu sæstrengs til Evr­ópu. Þetta er rangt. Það er ekk­ert sem skuld­bindur Íslend­inga til að leggja sæstreng til eða taka á móti sæstreng frá Evr­ópu. Stað­reyndin er sú að þriðji orku­pakk­inn leggur engar skyldur á herðar Íslands að sam­þykkja lagn­ingu sæstrengs.
  5. Orku­pakk­inn felur í sér fram­sal vald­heim­ilda til Brus­sel. Þetta er rangt. Ákvæði þriðja orku­pakk­ans um vald­fram­sal hafa enga þýð­ingu á Íslandi þar sem engin teng­ing er við innri raf­orku­markað Evr­ópu.
  6. Ekk­ert sé minnst á orku­mál í EES samn­ingnum og því eigi að hafna þessu máli. Þetta er rangt.  Í 24. gr. EES samn­ings­ins eru sér­stök ákvæði og fyr­ir­komu­lag varð­andi orku­mál. Sér­stak­lega í lV. Við­auka.  Þar seg­ir: ,,Innan ESB hefur ekki þró­ast nema í mjög tak­mörk­uðu mæli sam­eig­in­leg stefna í orku­mál­u­m...­Sam­eig­in­legar reglur verða þó um gagn­kvæma til­kynn­ing­ar­skyldu um fjár­fest­ingar á sviði jarð­ol­íu, jarð­gass og raf­orku, blöndun ann­ars elds­neytis í olíu og aðgang að orku­flutn­inga­neti. Hið síð­asta gæti komið að gagni ef og þegar af útflutn­ingi orku frá Íslandi til Evr­ópu með sæstreng ef verð­ur.“
  7. Orku­verð mun hækka með sam­þykkt orku­pakk­ans. Þetta er mjög vafasöm full­yrð­ing. Skýrsla sem verk­fræði­stofan Efla hefur unnið fyrir for­sæt­is­ráðu­neytið bendir til að orku­kostn­aður heim­ila hafi fylgt almennri verð­lags­þróun frá árinu 2005. Orku­veita Reykja­víkur hækk­aði að vísu verð undir lok árs 2010 vegna rekstr­ar­vanda þess tíma. Sú hækkun hafði ekk­ert með orku­pakk­ana að gera né upp­skipt­ingu Orku­veit­unn­ar. Stað­reyndin er sú að þriðji orku­pakk­inn eykur neyt­enda­vernd, stuðlar  að auk­inni sam­keppni og jafn­ræði milli aðila sem ætti almennt að stuðla að lægra verði en ekki hærra.
  8. Við getum hafnað Orku­pakk­anum án nokk­urra afleið­inga fyrir EES sam­starf­ið. Þetta er mjög vafasöm full­yrð­ing.  Gunnar Dofri Ólafs­son lög­fræð­ingur kom með skemmti­lega sam­lík­ingu í grein í Kjarn­anum nýlega. Þar sagð­ist hann hafa fullan rétt á því að koma blind­fullur heim til kærust­unnar sinnar á hverri nóttu.  Það væri hins vegar öruggt að sú fram­koma myndi örugg­lega hafa áhrif á sam­band sitt við hana. Á margan hátt má bera þetta saman við sam­starfið innan EES. Ein­hver er ástæða fyrir því að ekk­ert aðild­ar­land hefur beitt neit­un­ar­valdi frá upp­hafi.  Fundin er mála­miðlun í sam­eig­in­legu EES nefnd­inni ef löndin telja að þjóð­hags­lega mik­il­vægt mál sé að ræða. Stað­reyndin er sú að þriðji orku­pakk­inn er búinn að vera í þing­legri með­ferð síðan 2010. Árið 2017 var málið afgreitt frá Sam­eig­in­legu EES nefnd­inni án athuga­semda íslenskra stjórn­valda. Svo mæta hérna ein­hverjir norskir Mið­flokks­menn og þá verður allt vit­laust. Þeir vita mæta­vel að ef málið er fellt hér þá tekur það ekki heldur gildi í Nor­egi. Þeim mistókst að stoppa málið i Nor­egi og reyna því að hafa áhrif á umræð­una hér á landi. En við eigum að skoða þetta út frá íslenskum hags­munum en ekki áhuga norskra Mið­flokks­manna að trufla EES sam­starf­ið.

Það er eðli­legt að vera ekki alltaf sam­mála í póli­tík. En að næra lýð­skrumið með full­yrð­ingum sem eiga sér enga stoð í raun­veru­leik­anum er óboð­legt í opin­berri umræðu. Sér­stak­lega þegar óprút­tnum aðferðum er beitt til að hafa áhrif á skoð­anir almenn­ing. Dæmi um slíkan ófögnuð er að gróu­sögu um per­sónu­lega hags­muni utan­rík­is­ráð­herra og maka hans er fleytt inn í umræð­una á mjög Brexít­iskan hátt. Þrátt fyrir að þetta hafi verið margleið­rétt þá dúkkar þetta hvað eftir annað upp í rök­semd­ar­færslum and­stæð­inga orku­pakk­ans.  

Það verður að hrósa þing­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks­ins og þá sér­stak­lega ráð­herr­unum Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni og Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dóttur fyrir mál­efna­lega umræðu í þessu hita­máli. Þau hafa verið óþreyt­andi að koma réttum upp­lýs­ingum á fram­færi þrátt fyrir mikla pressu frá fyrr­ver­andi áhrifa­fólki í flokkn­um.

Þetta fram­tak ásamt skrifum ýmissa for­ráða­manna sam­taka og fyr­ir­tækja virð­ist hafa skilað árangri. Í nýj­ustu skoð­ana­könnun varð­andi þetta mál kom í ljós að eftir því sem fólk kynnti sér málið betur því betur gerði það sér grein fyrir stað­reyndum máls­ins. Það er því von að lýð­skrum og fals­fréttir eiga ekki upp á pall­borðið hjá Íslend­ing­um.

Höf­undur er með M.Sc. gráðu í Evr­ópu­fræðum frá London School of Economics og hefur starfað að Evr­ópu­málum í 25 ár.

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar