Raunávöxtun Lífeyrissjóðs verzlunarmanna neikvæð í fyrra

Lífeyrissjóður verzlunarmanna á gríðarlegt magn af innlendum hlutabréfum. Raunávöxtun þeirra var neikvæð í fyrra og tryggingafræðileg staða sjóðsins versnaði.

fólk - mynd rakel tómasdóttir
Auglýsing

Raun­á­vöxtun Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna var nei­kvæð um 1,2 pró­sent í fyrra. Þar skiptir mest máli ann­ars vegar að raun­á­vöxtun á inn­lendu hluta­bréfa­safni sjóðs­ins var nei­kvæð um tvö pró­sent og að raun­á­vöxtun erlendrar verð­bréfa­eign­ar, sem er um 26 pró­sent af eignum sjóðs­ins, var nei­kvæð um 9,7 pró­sent vegna mik­illar styrk­ingar íslensku krón­unn­ar. Á móti kom að raun­á­vöxtun á skulda­bréfa­eign sjóðs­ins var jákvæð um 4,4 pró­sent. Ávöxtun sjóðs­ins í heild var jákvæð um 0,9 pró­sent. Þetta kemur fram í afkomutil­kynn­ingu sjóðs­ins sem send var út í gær. 

Allt þetta leiddi til þess að trygg­inga­fræði­leg staða Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna versn­aði umtals­vert á síð­asta ár. Hún er nú 4,2 pró­sent en var 8,7 pró­sent árið áður. Breyt­ing­arnar skýr­ast einkum á slakri ávöxtun síð­asta árs og því að lífaldur sjóðs­fé­laga er að hækka.

Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna er ásamt Líf­eyr­is­sjóði starfs­manna rík­is­ins (LSR) stærsti líf­eyr­is­sjóður lands­ins. Greið­andi sjóð­fé­lagar voru um 50 þús­und á síð­asta ári og námu iðgjalda­greiðslur til sjóðs­ins um 25 millj­örðum króna. Eignir sjóðs­ins nema nú um 602 millj­örðum króna.

Auglýsing

Um 22 pró­sent af eignum sjóðs­ins, 132,4 millj­arðar króna, eru bundnar í inn­lendum hluta­bréf­um. Heild­ar­virði skráðra félaga í Kaup­höll Íslands er oft­ast nær um eða yfir eitt þús­und millj­arðar króna um þessar mundir og því ljóst að Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna er stór leik­andi á því sviði. Sjóð­ur­inn er á meðal stærstu hlut­hafa í Eik fast­eigna­fé­lagi, Reit­um, Sím­an­um, HB Granda, N1, TM, VÍS, Fjar­skiptum (Voda­fone á Ísland­i), Eim­skip, Reg­inn, Hög­um, Nýherja, Icelandair og Mar­el. Eigna­flokk­ur­inn hefur gefið sjóðnum mjög góða ávöxtun á und­an­förnum árum, þ.e. þangað til í fyrra þegar raun­á­vöxtun var nei­kvæð.

Mesta verð­fallið hefur verið á hluta­bréfum í Icelanda­ir. Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­­ar­­manna er stærsti ein­staki hlut­hafi félags­ins með­14,7 pró­­sent hlut. Mark­aðsvirði bréfa í Icelandair hefur lækkað um tæp­lega 110 millj­arða króna frá því í apríl í fyrra, og er í dag um 83 millj­arðar króna. Þegar mark­aðsvirði Icelandair lækk­aði um 24 pró­sent á einum degi, eftir að félagið sendi frá sér afkomu­við­vör­un, sendi Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna frá sér til­kynn­ingu. Í henni var bent á að meiri­hluti þess hluta­fjár sem sjóð­­ur­inn á í Icelandair hafi verið keyptur árið 2010 á geng­inu 2,5, en það er nú 16,8 krónur á hlut. 

Vegið kaup­­gengi allra hluta í Icelandair sé 3,7 og miðað við það sé virði hluta­bréf­anna enn meira en fjór­falt kaup­virði þeirra. „Þegar tekið hefur verið til­­lit til 1.523 mkr arð­greiðslna er raun­á­vöxtun þess­­arar fjár­­­fest­ingar frá 2010 til dags­ins í dag 32,34 pró­sent, sem telst mjög góð afkom­a.“

Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None