Hlutur ríkisins í stærsta eiganda Marels var færður til LSR

Á meðal þeirra eigna íslenska ríkisins sem færðar voru til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins var hlutur í Eyri Invest, í Nýja Norðurturninum og í Internet á Íslandi.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Á meðal þeirra eigna sem íslenskra ríkið ráð­staf­aði til Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins (LSR) í byrjun árs var 10,44 pró­sent hlutur í Eyri Invest hf. Það félag á meðal ann­ars 25,88 pró­sent hlut í Marel og sam­kvæmt árs­reikn­ingi fyrir árið 2017 var eigið fé Eyris Invest 368,6 millj­ónir evra, eða um 45,4 millj­arðar króna, um síð­ustu ára­mót. Virði Marel hefur hækkað um 20 pró­sent frá ára­mót­um.

Aðrar eignir í hluta­fé­lögum sem ráð­stafað var til LSR í sam­komu­lag­inu voru 19,2 pró­sent hlutur í Nýja Norð­ur­turn­inum ehf., félagi utan um 15. hæða turn við Smára­lind sem hýsir meðal ann­ars höf­uð­stöðvar Íslands­banka, 4,7 pró­sent hlutur í Auði 1 fag­fjár­festa­sjóði og 1,9 pró­sent hlutur í Inter­net á Íslandi hf., félagi sem sér um skrán­ingu léna undir land­s­lén­inu .is.

Auk þess fékk LSR fram­seldar lána­eignir á átta aðila. Ekki hefur verið upp­lýst um hverjir lán­tak­end­urnir eru.

Auglýsing
Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Ólafs Ísleifs­son­ar, þing­mann Flokks fólks­ins, um ráð­stöfun á eignum íslenska rík­is­ins til LSR úr safni félags­ins Lind­ar­hvols ehf., sem hefur ann­­ast fulln­­ustu og sölu á stöð­ug­­leika­­eignum rík­­is­­sjóðs.

Skuld rík­is­ins minnkar ef eign­irnar hækka í verði

Alls var virði þeirra eigna sem fram­seldar voru frá Lind­ar­hvoli til LSR metið á 19 millj­arða króna. Í raun skiptir matsvirðið samt sem áður ekki sköpum þar sem eign­irnar fara upp í skuld rík­is­ins við B-deild LSR, en ófjár­magn­aðar líf­eyr­is­skuld­bind­ingar rík­is­sjóðs voru 611 millj­arðar króna í lok síð­asta árs. Til að sam­ein­aður sjóður geti staðið við þær þyrftu árleg fram­lög rík­­­is­­­sjóðs til sjóðs­ins að vera sjö millj­­­arðar króna á ári að jafn­­­aði næstu 30 árin í stað þeirra fimm millj­­­arða króna sem nú er ráð­stafað til þeirra á ári.Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, er einn af helstu eigendum Eyris Invest ásamt föður sínum, Þórði Magnússyni. MYND: MarelLíkt og stendur í svari Bjarna: „Standi umræddar eignir ekki undir því verð­mati sem sett er á þær nú hefur það að óbreyttu áhrif til hækk­unar á ófjár­mögn­uðum skuld­bind­ingum rík­is­sjóðs í fram­tíð­inni. Ef umræddar eignir skila að sama skapi meiri verð­mætum í fram­tíð­inni en núver­andi mat segir til um hefur það að óbreyttu jákvæð áhrif á skuld­bind­ingu rík­is­sjóðs til lækk­unar í fram­tíð­inn­i.[...]Komi í ljós við end­an­lega lúkn­ingu eigna­safns­ins að verð­mæti þeirra reyn­ist að lokum hærra eða lægra en sem nemur fjár­hæð­inni verður fjár­hæðin aðlöguð til sam­ræmis og þannig mun skuld­bind­ing rík­is­sjóðs gagn­vart LSR lækka eða hækka sem því nem­ur.“

Rík­is­end­ur­skoðun fékk afrit

Ólafur vildi samt sem áður fá að vita hvað aðgerðum hefði verið beitt við að verð­meta eign­irnar og hverjir hefðu fram­kvæmt verð­mat­ið. Í svar­inu kemur fram að verð­matið byggi á mati LSR og Lind­ar­hvols. Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hafi ekki kallað til utan­að­kom­andi aðila til þess að meta eign­irnar en veit ekki hvort LSR gerði slíkt.    

Rík­is­end­ur­skoðun fékk afrit af verð­mati eign­anna og samn­ingnum við LSR. Í svar­inu segir að unnið sé að því að ljúka upp­gjöri rík­is­sjóðs fyrir 2017 og end­ur­skoðun árs­reikn­ings og gera megi ráð fyrir að þeirri vinnu verði lokið á vor­mán­uðum eða í byrjun sum­ars. „Full­trúar Rík­is­end­ur­skoð­unar sem koma að end­ur­skoðun árs­reikn­ings B-deildar LSR hafa fengið kynn­ingu á verð­mati eign­anna sem notað var við skrán­ingu þeirra í verð­bréfa­kerfi sjóðs­ins.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent