Hlutur ríkisins í stærsta eiganda Marels var færður til LSR

Á meðal þeirra eigna íslenska ríkisins sem færðar voru til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins var hlutur í Eyri Invest, í Nýja Norðurturninum og í Internet á Íslandi.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Á meðal þeirra eigna sem íslenskra ríkið ráð­staf­aði til Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins (LSR) í byrjun árs var 10,44 pró­sent hlutur í Eyri Invest hf. Það félag á meðal ann­ars 25,88 pró­sent hlut í Marel og sam­kvæmt árs­reikn­ingi fyrir árið 2017 var eigið fé Eyris Invest 368,6 millj­ónir evra, eða um 45,4 millj­arðar króna, um síð­ustu ára­mót. Virði Marel hefur hækkað um 20 pró­sent frá ára­mót­um.

Aðrar eignir í hluta­fé­lögum sem ráð­stafað var til LSR í sam­komu­lag­inu voru 19,2 pró­sent hlutur í Nýja Norð­ur­turn­inum ehf., félagi utan um 15. hæða turn við Smára­lind sem hýsir meðal ann­ars höf­uð­stöðvar Íslands­banka, 4,7 pró­sent hlutur í Auði 1 fag­fjár­festa­sjóði og 1,9 pró­sent hlutur í Inter­net á Íslandi hf., félagi sem sér um skrán­ingu léna undir land­s­lén­inu .is.

Auk þess fékk LSR fram­seldar lána­eignir á átta aðila. Ekki hefur verið upp­lýst um hverjir lán­tak­end­urnir eru.

Auglýsing
Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Ólafs Ísleifs­son­ar, þing­mann Flokks fólks­ins, um ráð­stöfun á eignum íslenska rík­is­ins til LSR úr safni félags­ins Lind­ar­hvols ehf., sem hefur ann­­ast fulln­­ustu og sölu á stöð­ug­­leika­­eignum rík­­is­­sjóðs.

Skuld rík­is­ins minnkar ef eign­irnar hækka í verði

Alls var virði þeirra eigna sem fram­seldar voru frá Lind­ar­hvoli til LSR metið á 19 millj­arða króna. Í raun skiptir matsvirðið samt sem áður ekki sköpum þar sem eign­irnar fara upp í skuld rík­is­ins við B-deild LSR, en ófjár­magn­aðar líf­eyr­is­skuld­bind­ingar rík­is­sjóðs voru 611 millj­arðar króna í lok síð­asta árs. Til að sam­ein­aður sjóður geti staðið við þær þyrftu árleg fram­lög rík­­­is­­­sjóðs til sjóðs­ins að vera sjö millj­­­arðar króna á ári að jafn­­­aði næstu 30 árin í stað þeirra fimm millj­­­arða króna sem nú er ráð­stafað til þeirra á ári.Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, er einn af helstu eigendum Eyris Invest ásamt föður sínum, Þórði Magnússyni. MYND: MarelLíkt og stendur í svari Bjarna: „Standi umræddar eignir ekki undir því verð­mati sem sett er á þær nú hefur það að óbreyttu áhrif til hækk­unar á ófjár­mögn­uðum skuld­bind­ingum rík­is­sjóðs í fram­tíð­inni. Ef umræddar eignir skila að sama skapi meiri verð­mætum í fram­tíð­inni en núver­andi mat segir til um hefur það að óbreyttu jákvæð áhrif á skuld­bind­ingu rík­is­sjóðs til lækk­unar í fram­tíð­inn­i.[...]Komi í ljós við end­an­lega lúkn­ingu eigna­safns­ins að verð­mæti þeirra reyn­ist að lokum hærra eða lægra en sem nemur fjár­hæð­inni verður fjár­hæðin aðlöguð til sam­ræmis og þannig mun skuld­bind­ing rík­is­sjóðs gagn­vart LSR lækka eða hækka sem því nem­ur.“

Rík­is­end­ur­skoðun fékk afrit

Ólafur vildi samt sem áður fá að vita hvað aðgerðum hefði verið beitt við að verð­meta eign­irnar og hverjir hefðu fram­kvæmt verð­mat­ið. Í svar­inu kemur fram að verð­matið byggi á mati LSR og Lind­ar­hvols. Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hafi ekki kallað til utan­að­kom­andi aðila til þess að meta eign­irnar en veit ekki hvort LSR gerði slíkt.    

Rík­is­end­ur­skoðun fékk afrit af verð­mati eign­anna og samn­ingnum við LSR. Í svar­inu segir að unnið sé að því að ljúka upp­gjöri rík­is­sjóðs fyrir 2017 og end­ur­skoðun árs­reikn­ings og gera megi ráð fyrir að þeirri vinnu verði lokið á vor­mán­uðum eða í byrjun sum­ars. „Full­trúar Rík­is­end­ur­skoð­unar sem koma að end­ur­skoðun árs­reikn­ings B-deildar LSR hafa fengið kynn­ingu á verð­mati eign­anna sem notað var við skrán­ingu þeirra í verð­bréfa­kerfi sjóðs­ins.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirlitsmynd af öllum fyrirhuguðum landfyllingum og dýpkunarsvæði.
Vilja dýpka Viðeyjarsund og losa efni við Engey
Til að dýpka Viðeyjarsund í 10 og 12,5 metra, líkt og Faxaflóahafnir stefna að, þarf að fjarlægja rúmlega þrjár milljónir rúmmetra af efni af hafsbotni. Hluta efnisins á að nýta í landfyllingar en varpa afganginum í hafið við Engey.
Kjarninn 19. janúar 2021
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Sérstakur transskattur „ósanngjarn og óréttlátur“
Þingmaður gagnrýndi á þingi í dag gjald sem Þjóðskrá rukkar fólk sem vill breyta skráningu á kyni sínu. „Þingið þarf að viðurkenna að þarna varð okkur á í messunni, leiðrétta mistökin og afnema transskattinn strax.“
Kjarninn 19. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent