Hlutur ríkisins í stærsta eiganda Marels var færður til LSR

Á meðal þeirra eigna íslenska ríkisins sem færðar voru til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins var hlutur í Eyri Invest, í Nýja Norðurturninum og í Internet á Íslandi.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Á meðal þeirra eigna sem íslenskra ríkið ráð­staf­aði til Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins (LSR) í byrjun árs var 10,44 pró­sent hlutur í Eyri Invest hf. Það félag á meðal ann­ars 25,88 pró­sent hlut í Marel og sam­kvæmt árs­reikn­ingi fyrir árið 2017 var eigið fé Eyris Invest 368,6 millj­ónir evra, eða um 45,4 millj­arðar króna, um síð­ustu ára­mót. Virði Marel hefur hækkað um 20 pró­sent frá ára­mót­um.

Aðrar eignir í hluta­fé­lögum sem ráð­stafað var til LSR í sam­komu­lag­inu voru 19,2 pró­sent hlutur í Nýja Norð­ur­turn­inum ehf., félagi utan um 15. hæða turn við Smára­lind sem hýsir meðal ann­ars höf­uð­stöðvar Íslands­banka, 4,7 pró­sent hlutur í Auði 1 fag­fjár­festa­sjóði og 1,9 pró­sent hlutur í Inter­net á Íslandi hf., félagi sem sér um skrán­ingu léna undir land­s­lén­inu .is.

Auk þess fékk LSR fram­seldar lána­eignir á átta aðila. Ekki hefur verið upp­lýst um hverjir lán­tak­end­urnir eru.

Auglýsing
Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Ólafs Ísleifs­son­ar, þing­mann Flokks fólks­ins, um ráð­stöfun á eignum íslenska rík­is­ins til LSR úr safni félags­ins Lind­ar­hvols ehf., sem hefur ann­­ast fulln­­ustu og sölu á stöð­ug­­leika­­eignum rík­­is­­sjóðs.

Skuld rík­is­ins minnkar ef eign­irnar hækka í verði

Alls var virði þeirra eigna sem fram­seldar voru frá Lind­ar­hvoli til LSR metið á 19 millj­arða króna. Í raun skiptir matsvirðið samt sem áður ekki sköpum þar sem eign­irnar fara upp í skuld rík­is­ins við B-deild LSR, en ófjár­magn­aðar líf­eyr­is­skuld­bind­ingar rík­is­sjóðs voru 611 millj­arðar króna í lok síð­asta árs. Til að sam­ein­aður sjóður geti staðið við þær þyrftu árleg fram­lög rík­­­is­­­sjóðs til sjóðs­ins að vera sjö millj­­­arðar króna á ári að jafn­­­aði næstu 30 árin í stað þeirra fimm millj­­­arða króna sem nú er ráð­stafað til þeirra á ári.Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, er einn af helstu eigendum Eyris Invest ásamt föður sínum, Þórði Magnússyni. MYND: MarelLíkt og stendur í svari Bjarna: „Standi umræddar eignir ekki undir því verð­mati sem sett er á þær nú hefur það að óbreyttu áhrif til hækk­unar á ófjár­mögn­uðum skuld­bind­ingum rík­is­sjóðs í fram­tíð­inni. Ef umræddar eignir skila að sama skapi meiri verð­mætum í fram­tíð­inni en núver­andi mat segir til um hefur það að óbreyttu jákvæð áhrif á skuld­bind­ingu rík­is­sjóðs til lækk­unar í fram­tíð­inn­i.[...]Komi í ljós við end­an­lega lúkn­ingu eigna­safns­ins að verð­mæti þeirra reyn­ist að lokum hærra eða lægra en sem nemur fjár­hæð­inni verður fjár­hæðin aðlöguð til sam­ræmis og þannig mun skuld­bind­ing rík­is­sjóðs gagn­vart LSR lækka eða hækka sem því nem­ur.“

Rík­is­end­ur­skoðun fékk afrit

Ólafur vildi samt sem áður fá að vita hvað aðgerðum hefði verið beitt við að verð­meta eign­irnar og hverjir hefðu fram­kvæmt verð­mat­ið. Í svar­inu kemur fram að verð­matið byggi á mati LSR og Lind­ar­hvols. Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hafi ekki kallað til utan­að­kom­andi aðila til þess að meta eign­irnar en veit ekki hvort LSR gerði slíkt.    

Rík­is­end­ur­skoðun fékk afrit af verð­mati eign­anna og samn­ingnum við LSR. Í svar­inu segir að unnið sé að því að ljúka upp­gjöri rík­is­sjóðs fyrir 2017 og end­ur­skoðun árs­reikn­ings og gera megi ráð fyrir að þeirri vinnu verði lokið á vor­mán­uðum eða í byrjun sum­ars. „Full­trúar Rík­is­end­ur­skoð­unar sem koma að end­ur­skoðun árs­reikn­ings B-deildar LSR hafa fengið kynn­ingu á verð­mati eign­anna sem notað var við skrán­ingu þeirra í verð­bréfa­kerfi sjóðs­ins.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent