Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán

Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“

Ragnar Þór Ingólfsson
Auglýsing

Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, for­maður Sam­taka Iðn­að­ar­ins og vara­for­maður stjórnar Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna, til­kynnti VR það í bréfi sem er dag­sett í gær að hún ætli ekki að boða til stjórn­ar­fundar með nýrri stjórn sjóðs­ins að svo stöddu. VR skip­aði í síð­ustu viku fjóra nýja stjórn­ar­menn til að sitja fyrir sína hönd í stjórn­inn­i. 

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, segir frá þessu í stöðu­upp­færslu á Face­book. Þar segir hann enn fremur að að inn­grip Guð­rúnar sé „í eðli sínu ekk­ert nema valda­rán og gróft brot á sam­þykktum sjóðs­ins með því að neita skip­un­ar­að­ilum að skipa í stjórn sjóðs­ins. Hún telur sig geta stjórnað því hverjir koma inn í stjórn sjóðs­ins fyrir hönd þeirra sem skipa hana, sem er án for­dæma.“

Það sé skilj­an­legt að Sam­tök atvinnu­lífs­ins vildi halda áfram að „hafa sjóð­ina nokkurn veg­inn útaf fyrir sig svo hægt sé að halda brask­inu áfram með pen­inga og fjár­muni launa­fólks. Í það minnsta án afskipta verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar.“ Ragnar Þór spyr hvort að það sé virki­lega vilji verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og skjól­stæð­inga hennar að atvinnu­rek­endur stjórni líf­eyr­is­sjóð­unum og þar af leið­andi pen­ingum vinn­andi fólks og líf­eyr­is­þega og biður fólk að deila færsl­unni sinn ief það telur að atvinnu­rek­endur eigi að víkja úr sjóðum líf­eyr­is­sjóð­anna. 

Vildu skipta um stjórn­ar­menn

VR til­­­­­­­­­nefnir helm­ing stjórn­­­­­­­­­ar­­­­­manna í Líf­eyr­is­­­­sjóði verzl­un­ar­manna en sam­tök ýmissa atvinn­u­rek­enda hinn helm­ing­inn. Sem stendur er stjórn­­­­­­­­­ar­­­­­for­­­­­mað­­­­­ur­ sjóðs­ins, Ólafur Reimar Gunn­­­­ar­s­­­­son, úr röðum þeirra sem VR til­­­­­­­­­nefn­­­­­ir. Hann er einn þeirra fjög­­­urra sem VR hefur reynt að víkja úr stjórn líf­eyr­is­­­sjóðs­ins.

Auglýsing
Á fundi sem hald­inn var í full­­­­­­­­­trú­a­ráð­i VR í Líf­eyr­is­­­­­­­­­sjóð­i verzl­un­ar­manna ­í júní síð­­­­­ast­liðnum var sam­­­­­­­­­þykkt að aft­­­­­­­­­ur­­­­­­­­­kalla umboð stjórn­­­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­manna VR í stjórn Líf­eyr­is­­­­­­­­­sjóðs verzl­un­ar­manna og var að auki sam­­­­­­­­­þykkt til­­­­­­­­­laga um nýja stjórn­­­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­menn til­­­­­­­ bráða­birgða. Áður­­­­­­­ hafði stjórn­­­­­­­ VR­­­ lýst yfir trún­­­­­­­­­að­­­­­­­­­ar­bresti gagn­vart stjórn­­­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­mönnum félags­­­­­­­­­ins hjá sjóðnum vegna sam­­­­­­­­­þykktar stjórnar hans um hækkun breyt­i­­­­­­­­­legra vaxta verð­­­­­­­­­tryggðra sjóð­­­­­­­­­fé­laga­lána sem gengur í ber­högg við hina miklu áherslu sem lögð var á vaxta­­­­­­­­lækk­­­­­­­­­­­­­­­­­anir í nýgerðum kjara­­­­­­­­samn­ing­i. VR­ hefur lýst því yfir að þessi að­­­­­gerð félags­­­­­ins sé full­kom­­­­­lega lög­­­­­­­­­leg.

FME stígur inn

Greint var frá því í fréttum í byrjun júlí að Fjár­­­mála­eft­ir­litið teldi aft­­­ur­köllun á til­­­­­nefn­ingu stjórn­­­­­ar­­­manna sjóða vega að sjálf­­­stæði stjórna þeirra. VR sætti sig ekki við þetta heldur stendi Fjár­­­mála­eft­ir­lit­inu í lok júlí síð­­ast­lið­ins fyrir að við­­ur­­kenna ekki lög­­­­­­mæti ákvörð­unar full­­­­trú­a­ráðs VR um að aft­­­­ur­­­­kalla umboð stjórn­­­­­­­ar­­­­manna í Líf­eyr­is­­­­sjóði verzl­un­ar­manna.

Í síð­ustu viku skip­aði stjórn VR svo nýja stjórn­ar­menn til bráða­birgða. Þeir eru Guð­rún Johnsen, Bjarni Þór Sig­­urðs­­son, Helga Ing­­ólfs­dóttir og Stefán Svein­­björns­­son. 

Á meðan að stjórn sjóðs­ins kemur ekki saman geta þessir stjórn­ar­menn hins vegar ekki tekið til starfa. 

Vakna af værum blundi

Ragnar Þór rekur í stöðu­upp­færslu sinni ástæður þess að hann telur að Sam­tök atvinnu­lífs­ins vinni harka­lega gegn því að verka­lýðs­hreyf­ingin sé að „vakna af værum blundi innan stjórnar líf­eyr­is­sjóðs­ins.“ 

Hann rekur síðan dæmi um fjár­fest­ingu líf­eyr­is­sjóða í flug­fé­lag­inu Icelanda­ir, en fyrr­ver­andi for­stjóri þess félags, Björgólfur Jóhanns­son var einnig for­maður Sam­taka atvinnu­lífs­ins. 

Síðan rekur hann fjár­fest­ingar sem tengj­ast upp­bygg­ingu lúx­us­hót­els á Lands­símareitnum svo­kall­aða. Hægt er að lesa færslu Ragn­ars Þórs í heild sinni hér að neð­an. 

Vin­sam­lega deildu ef þú telur að atvinnu­rek­endur eigi að víkja úr stjórnum líf­eyr­is­sjóð­anna. ­Valda­rán Sam­taka...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Tues­day, Aug­ust 20, 2019Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent