Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán

Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“

Ragnar Þór Ingólfsson
Auglýsing

Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, for­maður Sam­taka Iðn­að­ar­ins og vara­for­maður stjórnar Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna, til­kynnti VR það í bréfi sem er dag­sett í gær að hún ætli ekki að boða til stjórn­ar­fundar með nýrri stjórn sjóðs­ins að svo stöddu. VR skip­aði í síð­ustu viku fjóra nýja stjórn­ar­menn til að sitja fyrir sína hönd í stjórn­inn­i. 

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, segir frá þessu í stöðu­upp­færslu á Face­book. Þar segir hann enn fremur að að inn­grip Guð­rúnar sé „í eðli sínu ekk­ert nema valda­rán og gróft brot á sam­þykktum sjóðs­ins með því að neita skip­un­ar­að­ilum að skipa í stjórn sjóðs­ins. Hún telur sig geta stjórnað því hverjir koma inn í stjórn sjóðs­ins fyrir hönd þeirra sem skipa hana, sem er án for­dæma.“

Það sé skilj­an­legt að Sam­tök atvinnu­lífs­ins vildi halda áfram að „hafa sjóð­ina nokkurn veg­inn útaf fyrir sig svo hægt sé að halda brask­inu áfram með pen­inga og fjár­muni launa­fólks. Í það minnsta án afskipta verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar.“ Ragnar Þór spyr hvort að það sé virki­lega vilji verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og skjól­stæð­inga hennar að atvinnu­rek­endur stjórni líf­eyr­is­sjóð­unum og þar af leið­andi pen­ingum vinn­andi fólks og líf­eyr­is­þega og biður fólk að deila færsl­unni sinn ief það telur að atvinnu­rek­endur eigi að víkja úr sjóðum líf­eyr­is­sjóð­anna. 

Vildu skipta um stjórn­ar­menn

VR til­­­­­­­­­nefnir helm­ing stjórn­­­­­­­­­ar­­­­­manna í Líf­eyr­is­­­­sjóði verzl­un­ar­manna en sam­tök ýmissa atvinn­u­rek­enda hinn helm­ing­inn. Sem stendur er stjórn­­­­­­­­­ar­­­­­for­­­­­mað­­­­­ur­ sjóðs­ins, Ólafur Reimar Gunn­­­­ar­s­­­­son, úr röðum þeirra sem VR til­­­­­­­­­nefn­­­­­ir. Hann er einn þeirra fjög­­­urra sem VR hefur reynt að víkja úr stjórn líf­eyr­is­­­sjóðs­ins.

Auglýsing
Á fundi sem hald­inn var í full­­­­­­­­­trú­a­ráð­i VR í Líf­eyr­is­­­­­­­­­sjóð­i verzl­un­ar­manna ­í júní síð­­­­­ast­liðnum var sam­­­­­­­­­þykkt að aft­­­­­­­­­ur­­­­­­­­­kalla umboð stjórn­­­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­manna VR í stjórn Líf­eyr­is­­­­­­­­­sjóðs verzl­un­ar­manna og var að auki sam­­­­­­­­­þykkt til­­­­­­­­­laga um nýja stjórn­­­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­menn til­­­­­­­ bráða­birgða. Áður­­­­­­­ hafði stjórn­­­­­­­ VR­­­ lýst yfir trún­­­­­­­­­að­­­­­­­­­ar­bresti gagn­vart stjórn­­­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­mönnum félags­­­­­­­­­ins hjá sjóðnum vegna sam­­­­­­­­­þykktar stjórnar hans um hækkun breyt­i­­­­­­­­­legra vaxta verð­­­­­­­­­tryggðra sjóð­­­­­­­­­fé­laga­lána sem gengur í ber­högg við hina miklu áherslu sem lögð var á vaxta­­­­­­­­lækk­­­­­­­­­­­­­­­­­anir í nýgerðum kjara­­­­­­­­samn­ing­i. VR­ hefur lýst því yfir að þessi að­­­­­gerð félags­­­­­ins sé full­kom­­­­­lega lög­­­­­­­­­leg.

FME stígur inn

Greint var frá því í fréttum í byrjun júlí að Fjár­­­mála­eft­ir­litið teldi aft­­­ur­köllun á til­­­­­nefn­ingu stjórn­­­­­ar­­­manna sjóða vega að sjálf­­­stæði stjórna þeirra. VR sætti sig ekki við þetta heldur stendi Fjár­­­mála­eft­ir­lit­inu í lok júlí síð­­ast­lið­ins fyrir að við­­ur­­kenna ekki lög­­­­­­mæti ákvörð­unar full­­­­trú­a­ráðs VR um að aft­­­­ur­­­­kalla umboð stjórn­­­­­­­ar­­­­manna í Líf­eyr­is­­­­sjóði verzl­un­ar­manna.

Í síð­ustu viku skip­aði stjórn VR svo nýja stjórn­ar­menn til bráða­birgða. Þeir eru Guð­rún Johnsen, Bjarni Þór Sig­­urðs­­son, Helga Ing­­ólfs­dóttir og Stefán Svein­­björns­­son. 

Á meðan að stjórn sjóðs­ins kemur ekki saman geta þessir stjórn­ar­menn hins vegar ekki tekið til starfa. 

Vakna af værum blundi

Ragnar Þór rekur í stöðu­upp­færslu sinni ástæður þess að hann telur að Sam­tök atvinnu­lífs­ins vinni harka­lega gegn því að verka­lýðs­hreyf­ingin sé að „vakna af værum blundi innan stjórnar líf­eyr­is­sjóðs­ins.“ 

Hann rekur síðan dæmi um fjár­fest­ingu líf­eyr­is­sjóða í flug­fé­lag­inu Icelanda­ir, en fyrr­ver­andi for­stjóri þess félags, Björgólfur Jóhanns­son var einnig for­maður Sam­taka atvinnu­lífs­ins. 

Síðan rekur hann fjár­fest­ingar sem tengj­ast upp­bygg­ingu lúx­us­hót­els á Lands­símareitnum svo­kall­aða. Hægt er að lesa færslu Ragn­ars Þórs í heild sinni hér að neð­an. 

Vin­sam­lega deildu ef þú telur að atvinnu­rek­endur eigi að víkja úr stjórnum líf­eyr­is­sjóð­anna. ­Valda­rán Sam­taka...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Tues­day, Aug­ust 20, 2019Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson.
Segir eina leið til að þakka Jóhannesi að gefa í baukinn hjá sjóðnum sem styður hann
Óskað eftir fjárhagslegum stuðningi almennings við uppljóstrara eins og Jóhannes Stefánsson. Hann hafi þegar orðið fyrir „heiftarlegum persónuárásum og níði“ og kostnaður við lögfræðikostnað hans sé þegar byrjaður að hrannast upp.
Kjarninn 27. janúar 2020
Fallinn risi mætir örlögum sínum
„Verst geymda leyndarmál Hollywood“ var afhjúpað haustið 2017 og hrinti af byltingu kenndri við metoo. Reynsla yfir hundrað kvenna er sú sama: Harvey Weinstein nýtti sér yfirburðastöðu sína til að áreita þær og beita ofbeldi. Réttarhöldin eru nú hafin.
Kjarninn 27. janúar 2020
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent