Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán

Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“

Ragnar Þór Ingólfsson
Auglýsing

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka Iðnaðarins og varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, tilkynnti VR það í bréfi sem er dagsett í gær að hún ætli ekki að boða til stjórnarfundar með nýrri stjórn sjóðsins að svo stöddu. VR skipaði í síðustu viku fjóra nýja stjórnarmenn til að sitja fyrir sína hönd í stjórninni. 

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir frá þessu í stöðuuppfærslu á Facebook. Þar segir hann enn fremur að að inngrip Guðrúnar sé „í eðli sínu ekkert nema valdarán og gróft brot á samþykktum sjóðsins með því að neita skipunaraðilum að skipa í stjórn sjóðsins. Hún telur sig geta stjórnað því hverjir koma inn í stjórn sjóðsins fyrir hönd þeirra sem skipa hana, sem er án fordæma.“

Það sé skiljanlegt að Samtök atvinnulífsins vildi halda áfram að „hafa sjóðina nokkurn veginn útaf fyrir sig svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks. Í það minnsta án afskipta verkalýðshreyfingarinnar.“ Ragnar Þór spyr hvort að það sé virkilega vilji verkalýðshreyfingarinnar og skjólstæðinga hennar að atvinnurekendur stjórni lífeyrissjóðunum og þar af leiðandi peningum vinnandi fólks og lífeyrisþega og biður fólk að deila færslunni sinn ief það telur að atvinnurekendur eigi að víkja úr sjóðum lífeyrissjóðanna. 

Vildu skipta um stjórnarmenn

VR til­­­­­­­nefnir helm­ing stjórn­­­­­­­ar­­­­manna í Líf­eyr­is­­­sjóði verzlunarmanna en sam­tök ýmissa atvinn­u­rek­enda hinn helm­ing­inn. Sem stendur er stjórn­­­­­­­ar­­­­for­­­­mað­­­­ur­ sjóðs­ins, Ólafur Reimar Gunn­­­ar­s­­­son, úr röðum þeirra sem VR til­­­­­­­nefn­­­­ir. Hann er einn þeirra fjög­­urra sem VR hefur reynt að víkja úr stjórn líf­eyr­is­­sjóðs­ins.

Auglýsing
Á fundi sem hald­inn var í full­­­­­­­­trú­a­ráð­i VR í Líf­eyr­is­­­­­­­­sjóð­i verzlunarmanna ­í júní síð­­­­ast­liðnum var sam­­­­­­­­þykkt að aft­­­­­­­­ur­­­­­­­­kalla umboð stjórn­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­manna VR í stjórn Líf­eyr­is­­­­­­­­sjóðs verzlunarmanna og var að auki sam­­­­­­­­þykkt til­­­­­­­­laga um nýja stjórn­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­menn til­­­­­­ bráða­birgða. Áður­­­­­­ hafði stjórn­­­­­­ VR­­­ lýst yfir trún­­­­­­­­að­­­­­­­­ar­bresti gagn­vart stjórn­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­mönnum félags­­­­­­­­ins hjá sjóðnum vegna sam­­­­­­­­þykktar stjórnar hans um hækkun breyt­i­­­­­­­­legra vaxta verð­­­­­­­­tryggðra sjóð­­­­­­­­fé­laga­lána sem gengur í ber­högg við hina miklu áherslu sem lögð var á vaxta­­­­­­­lækk­­­­­­­­­­­­­­­anir í nýgerðum kjara­­­­­­­samn­ing­i. VR­ hefur lýst því yfir að þessi að­­­­gerð félags­­­­ins sé full­kom­­­­lega lög­­­­­­­leg.

FME stígur inn

Greint var frá því í fréttum í byrjun júlí að Fjár­mála­eft­ir­litið teldi aft­­ur­köllun á til­­­nefn­ingu stjórn­­­ar­­manna sjóða vega að sjálf­­stæði stjórna þeirra. VR sætti sig ekki við þetta heldur stendi Fjár­mála­eft­ir­lit­inu í lok júlí síð­ast­lið­ins fyrir að við­ur­kenna ekki lög­­­­mæti ákvörð­unar full­­­trú­a­ráðs VR um að aft­­­ur­­­kalla umboð stjórn­­­­­ar­­­manna í Líf­eyr­is­­­sjóði verzlunarmanna.

Í síðustu viku skipaði stjórn VR svo nýja stjórnarmenn til bráðabirgða. Þeir eru Guð­rún Johnsen, Bjarni Þór Sig­urðs­son, Helga Ing­ólfs­dóttir og Stefán Svein­björns­son. 

Á meðan að stjórn sjóðsins kemur ekki saman geta þessir stjórnarmenn hins vegar ekki tekið til starfa. 

Vakna af værum blundi

Ragnar Þór rekur í stöðuuppfærslu sinni ástæður þess að hann telur að Samtök atvinnulífsins vinni harkalega gegn því að verkalýðshreyfingin sé að „vakna af værum blundi innan stjórnar lífeyrissjóðsins.“ 

Hann rekur síðan dæmi um fjárfestingu lífeyrissjóða í flugfélaginu Icelandair, en fyrrverandi forstjóri þess félags, Björgólfur Jóhannsson var einnig formaður Samtaka atvinnulífsins. 

Síðan rekur hann fjárfestingar sem tengjast uppbyggingu lúxushótels á Landssímareitnum svokallaða. Hægt er að lesa færslu Ragnars Þórs í heild sinni hér að neðan. 

Vinsamlega deildu ef þú telur að atvinnurekendur eigi að víkja úr stjórnum lífeyrissjóðanna. Valdarán Samtaka...

Posted by Ragnar Þór Ingólfsson on Tuesday, August 20, 2019


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent