Gildi setur 60 milljóna króna hámark á lánsupphæð

Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur þrengt lánaskilyrði sín og set þak á þá upphæð sem hann lánar til íbúðarkaupa. Stærstu sjóðir landsins hafa allir reynt að draga úr vexti lána til sjóðsfélaga síðustu misserin.

snjobylur-i-reykjavik_16036327155_o.jpg
Auglýsing

Stjórn Gildis líf­eyr­is­sjóðs ákvað í síð­asta mán­uði að setja 60 milljón króna hámark á sjóðs­fé­lags­lán. Áður var ekk­ert þak á þeirri upp­hæð sem sjóð­ur­inn lán­aði til sjóðs­fé­laga. 

Um er að ræða enn eitt skrefið sem þessi þriðji stærsti líf­eyr­is­sjóður lands­ins hefur stigið til að hemja útlán sín til íbúð­ar­kaupa. Stórt skref var stigið í þá átt í upp­hafi árs í fyrra þegar Gildi ákvað að þrengja lána­skil­yrði sín umtals­vert. Þá var meðal ann­ars veð­hlut­fall sjóðs­fé­lags­lána lækkað niður í 70 pró­sent, og fylgdi Gildi þar með í spor hinna tveggja stóru líf­eyr­is­sjóða lands­ins, Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins (LSR) og Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna. 

Ástæðan fyrir þessum aðgerðum er sú að sjóðs­fé­laga­lán Gildis hafa auk­ist mjög skarpt á und­an­förnum árum. Í árs­­lok 2015 voru þau 2,2 millj­­arðar króna en höfðu tífald­­ast í lok árs 2018 og voru orðin 22 millj­­arðar króna. Þar af bætt­ust 9,2 millj­­arðar króna, eða rétt tæpur helm­ingur við­­bót­­ar­inn­­ar, við á árinu 2018. Fjöldi veittra lána jókst líka mjög hratt og fór úr því að vera 230 árið 2015 í að vera 1.366 allt árið 2018.

Auglýsing
Eftir að lána­skil­yrðin voru þrengd tókst Gildi að hemja frek­ari útlána­vöxt.  Á fyrstu tíu mán­uðum árs­ins 2019 lán­aði Gildi 17,2 millj­­arða króna í sjóðs­­fé­laga­lán, sem er 200 millj­­ónum krónum minna en sjóð­­ur­inn gerði á sama tíma­bili árið áður. Auk þess hefur hann veitt 12 færri lán á þessu tíma­bili í fyrra en á árinu 2018, eða alls 1.072 tals­ins. 

Lægstu vextir sem Gildi býður nú eru á verð­­tryggðum breyt­i­­legum lán­um, en þeir eru 2,46 pró­­sent ef við­kom­andi tekur 70 pró­sent lán. Sjö líf­eyr­is­­sjóðir bjóða sínum sjóðs­fé­lögum upp á betri vexti en það. Lægstu vext­irnir sem eru í boði í þeim lána­­flokki eru hjá Birtu, 1,64 pró­­sent, en þar er hámarks­­lánið reyndar 65 pró­­sent af kaup­verð­i. 

Sam­hliða því að hámark var sett á útlán hjá Gildi var tekin ákvörðun um að lækka vexti á óverð­tryggðum grunn-­sjóðs­fé­laga­lánum úr 5,2 pró­sent í 5,1 pró­sent, en þau eru veitt upp að 60 pró­sent veð­hlut­falli. Í ljósi þess að verð­bólga mælist nú ein­ungis tvö pró­sent er staðan þó þannig að verð­tryggðu lánin sem sjóð­ur­inn veitir eru hag­stæð­ari eins og staðan er í dag. 

Verzl­un­ar­menn hafa haldið vöxtum óbreyttum í fimm mán­uði

Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­ar­manna, næst stærsti líf­eyr­is­­sjóður lands­ins, hefur líka gripið til aðgerða til að hamla lán­­töku hjá sér. Hann hefur nú haldið breyt­i­­legum verð­­tryggðum vöxtum sínum óbreyttum frá því í ágúst­­byrj­­un, eða í fimm mán­uði. Þá var ákveðið að breyta því hvernig vext­irnir væru ákveðnir og fallið frá því að láta ávöxtun ákveð­ins skulda­bréfa­­flokks ráða þeirri för. Þess í stað er ein­fald­­lega um ákvörðum stjórnar líf­eyr­is­­sjóðs­ins að ræða, en ekki hefur verið greint frá því hvort hún byggi á ein­hverju öðru en ein­ungis vilja þeirra sem í stjórn­­inni sitja. 

Frá því í nóv­­em­ber 2018 og fram í maí 2019 lækk­­uðu breyt­i­­legir verð­­tryggðir vextir Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­ar­manna úr 2,62 pró­­sent í 2,06 pró­­sent, eða um 0,56 pró­­sent­u­­stig. Þá tók stjórn sjóðs­ins ákvörðun um að frysta þá fram í ágúst og hækka þá svo upp í 2,26 pró­­sent, þar sem þeir hafa verið síð­­­an.

Í októ­ber ákvað sjóð­­ur­inn svo að breyta lána­­reglum sínum þannig að skil­yrði fyrir lán­­töku voru veru­­lega þrengd og hámarks­­fjár­­hæð lána var lækkuð um tíu millj­­ónir króna. Auk þess var ákveðið að hætta að lána nýjum lán­tak­endum verð­­­tryggð lán á breyt­i­­­legum vöxt­um, en þau hafa verið einna hag­­­kvæm­­­ustu lánin sem í boði hafa verið á und­an­­­förnum árum.

Þetta var gert með þeim rökum að sjóð­­ur­inn væri komin út fyrir þau þol­­mörk sem hann ræður við að lána til íbúð­­ar­­kaupa. Frá haustinu 2015 og fram í októ­ber­­byrjun 2019 juk­ust sjóðs­­fé­lags­lán úr því að vera sex pró­­sent af heild­­ar­­eignum sjóðs­ins í að verða 13 pró­­sent.

Alls námu sjóðs­­­fé­laga­lánin um 107 millj­­­örðum króna í byrjun októ­ber 2019 og um 25 millj­­­arðar króna til við­­­bótar voru sagðir vera að bæt­­­ast við þá tölu þegar tekið væri til­­­lit til fyr­ir­liggj­andi umsókna um end­­­ur­fjár­­­­­mögn­un. 

Það voru ein­fald­­lega ekki til lausir pen­ingar til að halda áfram á sömu braut og líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­ar­manna hefði þurft að losa um aðrar eignir að óbreyttu til að þjón­usta eft­ir­­spurn­ina eftir íbúða­lán­­um. Það var stjórn hans ekki til­­­búin að gera.

Líf­eyr­is­sjóðir lána meira en bankar

Frá því að líf­eyr­is­­sjóðir lands­ins komu af fullum krafti inn á hús­næð­is­lána­­mark­að­inn að nýju haustið 2015 hafa útlán þeirra til hús­næð­is­­kaupa næstum þre­fald­­ast. Þau voru 171,5 millj­­arðar króna í októ­ber 2015 en í sama mán­uði fjórum árum síðar voru þau orðin 497,5 millj­­arðar króna. 

Hjá inn­­láns­­stofn­un­um, bönk­­unum og spari­­­sjóð­um, hefur vöxt­­ur­inn verið mun hæg­­ari. Þar eru lang­­fyr­ir­­ferða­­mestir stóru við­­skipta­­bank­­arnir þrír: Lands­­bank­inn, Íslands­­­banki og Arion banki. 

Frá októ­ber 2015 og fram til sama mán­aðar í fyrra juk­ust útlán bank­anna til hús­næð­is­­kaupa úr 733 millj­­örðum króna í 960 millj­­arða króna, að teknu til­­liti til sölu Arion banka á 50 millj­­arða lána­safni til Íbúða­lána­­sjóðs í haust. 

Upp­­hæð íbúða­lána sem eru í eigu inn­­láns­­stofn­ana, þ.e. banka og spari­­­sjóða, er því 31 pró­­sent hærri í fyrra­haust en hún var fjórum árum áður.

Aukn­ing þeirra hjá inn­­láns­­stofn­unum var í krónum talið er 227 millj­­arðar króna. Á sama tíma hefur umfang lána líf­eyr­is­­sjóða auk­ist um 326 millj­­arða króna, eða 99 millj­­örðum krónum meira en hjá bönkum og spari­­­sjóð­­um.

Til við­­bótar við þessar tvær teg­undir lán­veit­endenda þá hefur Íbúða­lána­­sjóður líka lánað hús­næð­is­lán, en ekki á sam­keppn­is­hæfum kjör­u­m. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Framlágir sperrileggir
Leslistinn 26. maí 2020
Ró hefur verið yfir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu vikur. Það kann að breytast í sumar.
„Verðum tilbúin þegar flugfélögin koma“
Isavia segist geta brugðist hratt við þegar flugfélög vilja hefja flug til Íslands að nýju. „Við erum þegar tilbúin að taka við vélum og verðum tilbúin þegar flugfélögin koma,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.
Kjarninn 26. maí 2020
Hluti ríkisstjórnar Íslands.
Fylgisaukning ríkisstjórnarinnar að mestu gengin til baka
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú sameiginlega með 40,5 prósent fylgi. Það er nánast sama fylgi og Píratar, Samfylking og Viðreisn mælast sameiginlega með. Mestu munar um lítinn stuðning við Framsóknarflokkinn.
Kjarninn 26. maí 2020
Myrka Ísland
Myrka Ísland
Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví
Kjarninn 26. maí 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent