Marel hækkaði um 66 prósent í fyrra – Icelandair lækkaði um 21 prósent

Markaðsvirði hlutabréfa í íslensku Kauphöllinni var 30 prósent hærra í lok liðins árs en ári áður. Velta jókst um rúman fimmtung milli ára en langmest var verslað með bréf í Marel annars vegar og Arion banka hins vegar. Icelandair lækkaði mest.

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel. Félagið er það langverðmætasta sem skráð er í íslensku Kauphöllina og hækkaði mikið á árinu sem var að líða.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel. Félagið er það langverðmætasta sem skráð er í íslensku Kauphöllina og hækkaði mikið á árinu sem var að líða.
Auglýsing

Alls námu heild­ar­við­skipti með hluta­bréf í Kaup­höll Íslands 612 millj­örðum króna í fyrra. Lang­mest við­skipti voru með bréf í Mar­el, 118 millj­arðar króna, og í Arion banka, 98 millj­arðar króna. Sam­an­lagt námu við­skipti með hluta­bréf þess­ara tveggja verð­mæt­ustu félaga sem skráð eru á íslenskan hluta­bréfa­markað því 216 millj­örðum króna og voru 35,3 pró­sent af heild­ar­við­skiptum með hluta­bréf í henni á árinu 2019. 

Hluta­bréf í Marel voru tekin til við­skipta í E­uro­­next-­­Kaup­höll­inni í Amster­dam í byrjun júlí og eru því tví­skráð. Í aðdrag­anda skrán­ing­­ar­innar fór fram hluta­fjár­­út­­­boð hjá Marel þar sem félagið seldi 100 milljón nýja hluti. Þeir hlutir jafn­­­gilda 15 pró­­sent af heild­­ar­hlutafé Mar­el. Arion banki er einnig tví­skráður á mark­að, hér­lendis og í Sví­þjóð.  

Alls varð veltu­aukn­ing upp á 21,3 pró­sent í fyrra, en heild­ar­við­skipti á árinu 2018 voru 506 millj­arðar króna. Heild­ar­við­skiptin voru samt sem áður minni en þau voru árið 2017 þegar þau náðu hámarki sínu eftir banka­hrun og voru 632 millj­arðar króna. 

Þetta má lesa úr við­skipta­yf­ir­liti fyrir árið 2019 sem Nas­daq Iceland, sem rekur íslensku Kaup­höll­ina, hefur birt.

Flest félög hækk­uðu í virði

Mark­aðsvirði skráðra hluta­bréfa var í árs­lok 1.251 millj­arður króna sem er 30 pró­sent hærra en í lok árs 2018. Í lok árs 2019 voru alls 24 félög skráð á mark­að, 20 á Aðal­markað og fjögur á Nas­daq First Nort­h. 

Auglýsing
Úrvalsvísitalan hækk­aði um 31,4 pró­sent á árinu 2019.

Marel hækk­aði lang­mest allra félaga á árinu, eða um 65,9 pró­sent. Mark­aðsvirði félags­ins í lok árs var 473,4 millj­arðar króna. Ekk­ert annað félag í Kaup­höll­inni kemst nálægt því að vera svo verð­mætt. Næst verð­mætasta félagið er Arion banki sem metið er á 156,5 millj­arða króna, en bréf í bank­anum hækk­uðu um 22,4 pró­sent á árinu 2019.  Bréf í Sím­anum hækk­uðu hlut­falls­lega næst mest, eða um 43,2 pró­sent. 

Bréf alls 13 félaga sem skráð eru á Aðal­markað hækk­uðu á árinu og bréf í tveimur til við­bót­ar, í fast­eigna­fé­lög­unum Reitum og Eik, lækk­uðu undir eitt pró­sent. Þau félög sem fóru verst út úr árinu og lækk­uðu umtals­vert voru Hagar (virði bréfa lækk­aði um 6,0 pró­sent), Sýn (virði bréfa lækk­aði um 16,3 pró­sent), Eim­skip (virði bréfa lækk­aði um 16,9 pró­sent) og Icelandair Group, sem lækk­aði mest allra eða um 21,2 pró­sent. 

Ávöxtun talin góð

Í til­kynn­ingu frá Nas­daq OMX er haft eftir Finn­boga Rafni Jóns­syni, for­stöðu­manni við­skipta, að Kaup­höllin sé sátt með gang mála á árinu. „Ávöxtun á árinu var alveg sér­stak­lega góð, en Úrvals­vísi­talan hækk­aði um rúmt 31 pró­sent á árinu og heild­ar­vísi­talan um 24,5 pró­sent. Sama á við um skulda­bréfa­markað þar sem vextir fóru á áður óþekktar slóðir og hækk­aði sem dæmi óverð­tryggða skulda­bréfa­vísi­talan um tæp 15 pró­sent. Velta á hluta­bréfa­mark­aði jókst einnig tölu­vert á milli ára, eða um 21 pró­sent.“

Fast­eigna­þró­un­ar­fé­lagið Kalda­lón var skráð á First North á árinu og Kvika banki og Iceland Seafood International færðu sig bæði frá First North yfir á Aðal­mark­að­inn. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent