Marel hækkaði um 66 prósent í fyrra – Icelandair lækkaði um 21 prósent

Markaðsvirði hlutabréfa í íslensku Kauphöllinni var 30 prósent hærra í lok liðins árs en ári áður. Velta jókst um rúman fimmtung milli ára en langmest var verslað með bréf í Marel annars vegar og Arion banka hins vegar. Icelandair lækkaði mest.

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel. Félagið er það langverðmætasta sem skráð er í íslensku Kauphöllina og hækkaði mikið á árinu sem var að líða.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel. Félagið er það langverðmætasta sem skráð er í íslensku Kauphöllina og hækkaði mikið á árinu sem var að líða.
Auglýsing

Alls námu heild­ar­við­skipti með hluta­bréf í Kaup­höll Íslands 612 millj­örðum króna í fyrra. Lang­mest við­skipti voru með bréf í Mar­el, 118 millj­arðar króna, og í Arion banka, 98 millj­arðar króna. Sam­an­lagt námu við­skipti með hluta­bréf þess­ara tveggja verð­mæt­ustu félaga sem skráð eru á íslenskan hluta­bréfa­markað því 216 millj­örðum króna og voru 35,3 pró­sent af heild­ar­við­skiptum með hluta­bréf í henni á árinu 2019. 

Hluta­bréf í Marel voru tekin til við­skipta í E­uro­­next-­­Kaup­höll­inni í Amster­dam í byrjun júlí og eru því tví­skráð. Í aðdrag­anda skrán­ing­­ar­innar fór fram hluta­fjár­­út­­­boð hjá Marel þar sem félagið seldi 100 milljón nýja hluti. Þeir hlutir jafn­­­gilda 15 pró­­sent af heild­­ar­hlutafé Mar­el. Arion banki er einnig tví­skráður á mark­að, hér­lendis og í Sví­þjóð.  

Alls varð veltu­aukn­ing upp á 21,3 pró­sent í fyrra, en heild­ar­við­skipti á árinu 2018 voru 506 millj­arðar króna. Heild­ar­við­skiptin voru samt sem áður minni en þau voru árið 2017 þegar þau náðu hámarki sínu eftir banka­hrun og voru 632 millj­arðar króna. 

Þetta má lesa úr við­skipta­yf­ir­liti fyrir árið 2019 sem Nas­daq Iceland, sem rekur íslensku Kaup­höll­ina, hefur birt.

Flest félög hækk­uðu í virði

Mark­aðsvirði skráðra hluta­bréfa var í árs­lok 1.251 millj­arður króna sem er 30 pró­sent hærra en í lok árs 2018. Í lok árs 2019 voru alls 24 félög skráð á mark­að, 20 á Aðal­markað og fjögur á Nas­daq First Nort­h. 

Auglýsing
Úrvalsvísitalan hækk­aði um 31,4 pró­sent á árinu 2019.

Marel hækk­aði lang­mest allra félaga á árinu, eða um 65,9 pró­sent. Mark­aðsvirði félags­ins í lok árs var 473,4 millj­arðar króna. Ekk­ert annað félag í Kaup­höll­inni kemst nálægt því að vera svo verð­mætt. Næst verð­mætasta félagið er Arion banki sem metið er á 156,5 millj­arða króna, en bréf í bank­anum hækk­uðu um 22,4 pró­sent á árinu 2019.  Bréf í Sím­anum hækk­uðu hlut­falls­lega næst mest, eða um 43,2 pró­sent. 

Bréf alls 13 félaga sem skráð eru á Aðal­markað hækk­uðu á árinu og bréf í tveimur til við­bót­ar, í fast­eigna­fé­lög­unum Reitum og Eik, lækk­uðu undir eitt pró­sent. Þau félög sem fóru verst út úr árinu og lækk­uðu umtals­vert voru Hagar (virði bréfa lækk­aði um 6,0 pró­sent), Sýn (virði bréfa lækk­aði um 16,3 pró­sent), Eim­skip (virði bréfa lækk­aði um 16,9 pró­sent) og Icelandair Group, sem lækk­aði mest allra eða um 21,2 pró­sent. 

Ávöxtun talin góð

Í til­kynn­ingu frá Nas­daq OMX er haft eftir Finn­boga Rafni Jóns­syni, for­stöðu­manni við­skipta, að Kaup­höllin sé sátt með gang mála á árinu. „Ávöxtun á árinu var alveg sér­stak­lega góð, en Úrvals­vísi­talan hækk­aði um rúmt 31 pró­sent á árinu og heild­ar­vísi­talan um 24,5 pró­sent. Sama á við um skulda­bréfa­markað þar sem vextir fóru á áður óþekktar slóðir og hækk­aði sem dæmi óverð­tryggða skulda­bréfa­vísi­talan um tæp 15 pró­sent. Velta á hluta­bréfa­mark­aði jókst einnig tölu­vert á milli ára, eða um 21 pró­sent.“

Fast­eigna­þró­un­ar­fé­lagið Kalda­lón var skráð á First North á árinu og Kvika banki og Iceland Seafood International færðu sig bæði frá First North yfir á Aðal­mark­að­inn. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent