Marel hækkaði um 66 prósent í fyrra – Icelandair lækkaði um 21 prósent

Markaðsvirði hlutabréfa í íslensku Kauphöllinni var 30 prósent hærra í lok liðins árs en ári áður. Velta jókst um rúman fimmtung milli ára en langmest var verslað með bréf í Marel annars vegar og Arion banka hins vegar. Icelandair lækkaði mest.

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel. Félagið er það langverðmætasta sem skráð er í íslensku Kauphöllina og hækkaði mikið á árinu sem var að líða.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel. Félagið er það langverðmætasta sem skráð er í íslensku Kauphöllina og hækkaði mikið á árinu sem var að líða.
Auglýsing

Alls námu heild­ar­við­skipti með hluta­bréf í Kaup­höll Íslands 612 millj­örðum króna í fyrra. Lang­mest við­skipti voru með bréf í Mar­el, 118 millj­arðar króna, og í Arion banka, 98 millj­arðar króna. Sam­an­lagt námu við­skipti með hluta­bréf þess­ara tveggja verð­mæt­ustu félaga sem skráð eru á íslenskan hluta­bréfa­markað því 216 millj­örðum króna og voru 35,3 pró­sent af heild­ar­við­skiptum með hluta­bréf í henni á árinu 2019. 

Hluta­bréf í Marel voru tekin til við­skipta í E­uro­­next-­­Kaup­höll­inni í Amster­dam í byrjun júlí og eru því tví­skráð. Í aðdrag­anda skrán­ing­­ar­innar fór fram hluta­fjár­­út­­­boð hjá Marel þar sem félagið seldi 100 milljón nýja hluti. Þeir hlutir jafn­­­gilda 15 pró­­sent af heild­­ar­hlutafé Mar­el. Arion banki er einnig tví­skráður á mark­að, hér­lendis og í Sví­þjóð.  

Alls varð veltu­aukn­ing upp á 21,3 pró­sent í fyrra, en heild­ar­við­skipti á árinu 2018 voru 506 millj­arðar króna. Heild­ar­við­skiptin voru samt sem áður minni en þau voru árið 2017 þegar þau náðu hámarki sínu eftir banka­hrun og voru 632 millj­arðar króna. 

Þetta má lesa úr við­skipta­yf­ir­liti fyrir árið 2019 sem Nas­daq Iceland, sem rekur íslensku Kaup­höll­ina, hefur birt.

Flest félög hækk­uðu í virði

Mark­aðsvirði skráðra hluta­bréfa var í árs­lok 1.251 millj­arður króna sem er 30 pró­sent hærra en í lok árs 2018. Í lok árs 2019 voru alls 24 félög skráð á mark­að, 20 á Aðal­markað og fjögur á Nas­daq First Nort­h. 

Auglýsing
Úrvalsvísitalan hækk­aði um 31,4 pró­sent á árinu 2019.

Marel hækk­aði lang­mest allra félaga á árinu, eða um 65,9 pró­sent. Mark­aðsvirði félags­ins í lok árs var 473,4 millj­arðar króna. Ekk­ert annað félag í Kaup­höll­inni kemst nálægt því að vera svo verð­mætt. Næst verð­mætasta félagið er Arion banki sem metið er á 156,5 millj­arða króna, en bréf í bank­anum hækk­uðu um 22,4 pró­sent á árinu 2019.  Bréf í Sím­anum hækk­uðu hlut­falls­lega næst mest, eða um 43,2 pró­sent. 

Bréf alls 13 félaga sem skráð eru á Aðal­markað hækk­uðu á árinu og bréf í tveimur til við­bót­ar, í fast­eigna­fé­lög­unum Reitum og Eik, lækk­uðu undir eitt pró­sent. Þau félög sem fóru verst út úr árinu og lækk­uðu umtals­vert voru Hagar (virði bréfa lækk­aði um 6,0 pró­sent), Sýn (virði bréfa lækk­aði um 16,3 pró­sent), Eim­skip (virði bréfa lækk­aði um 16,9 pró­sent) og Icelandair Group, sem lækk­aði mest allra eða um 21,2 pró­sent. 

Ávöxtun talin góð

Í til­kynn­ingu frá Nas­daq OMX er haft eftir Finn­boga Rafni Jóns­syni, for­stöðu­manni við­skipta, að Kaup­höllin sé sátt með gang mála á árinu. „Ávöxtun á árinu var alveg sér­stak­lega góð, en Úrvals­vísi­talan hækk­aði um rúmt 31 pró­sent á árinu og heild­ar­vísi­talan um 24,5 pró­sent. Sama á við um skulda­bréfa­markað þar sem vextir fóru á áður óþekktar slóðir og hækk­aði sem dæmi óverð­tryggða skulda­bréfa­vísi­talan um tæp 15 pró­sent. Velta á hluta­bréfa­mark­aði jókst einnig tölu­vert á milli ára, eða um 21 pró­sent.“

Fast­eigna­þró­un­ar­fé­lagið Kalda­lón var skráð á First North á árinu og Kvika banki og Iceland Seafood International færðu sig bæði frá First North yfir á Aðal­mark­að­inn. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent