EPA

Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið

Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð. Áhrif þeirra á markaðinn hafi verið skaðleg en ávinningur Símans af þeim hafi verið langt umfram sektina. Síminn er leiðandi á bæði sjónvarpsmiðlunar- og internetmarkaði og hefur styrkt stöðu sína verulega á skömmum tíma.

Það er hart barist á sjón­varps- og inter­net­mark­aði á Íslandi. Tvö stærstu fyr­ir­tækin sem þar takast á, Sím­inn og Sýn, bjóða bæði upp á umfangs­mikla fjöl­miðla­starf­semi, efn­is­fram­leiðslu og keypt vin­sælt efni ásamt því að bjóða píp­urnar til flytja efnið í sjón­varp, eða eftir atvikum önnur tæki, lands­manna. 

Sam­kvæmt nýrri töl­fræði­skýrslu Póst- og fjar­skipta­stofn­unar um íslenska fjar­skipta­mark­að­inn, sem sýnir stöð­una eins og hún var um mitt þetta ár, er Sím­inn ráð­and­i þegar kemur að heild­ar­fjölda þeirra áskrif­enda fjar­skipta­fyr­ir­tækja sem eru með sjón­varp yfir svo­kallað IP-­net. Það þýðir að fleiri eru með mynd­lykla frá Sím­anum en helsta sam­keppn­is­að­il­um. Þar er mark­aðs­hlut­deild hans 59,1 pró­sent en Voda­fo­ne, sem til­heyrir Sýn-­sam­stæð­unni, er með 40,9 pró­sent.

Vöxtur í mynd­lyklum frá Sím­anum hefur hald­ist í hendur við mikla sókn Sjón­varps Sím­ans, efn­is­þjón­ustu fyr­ir­tæk­is­ins, á und­an­förnum árum. 

Líka stærstur í inter­netteng­inum

Þegar kemur að inter­netteng­ingum þá er Sím­inn líka stærst­ur. Hlut­deild hans á mark­aði er 46,9 pró­sent sem er nán­ast sama hlut­fall og verið hefur und­an­farin ár. Fyr­ir­tæk­inu virð­ist ganga ágæt­lega að bæta við sig þeim við­skipta­vinum sem bæt­ast við á hverju ári og halda stöðu sinni.

Voda­fone er hins vegar að tapa hlut­deild milli ára og er nú með 32,3 pró­sent við­skipta­vina sem kaupa inter­netteng­ingar á Íslandi. Staða fyr­ir­tæk­is­ins batn­aði umtals­vert í lok árs 2017 þegar það tók yfir inter­net­starf­semi 365 og fékk með tæp­lega 15 þús­und við­skipta­vini. Sú við­bót gerði það að verkum að fjöldi við­skipta­vina Voda­fone jókst um rúm­lega 40 pró­sent frá miðju ári 2017 og fram á sama tíma í fyrra. Síð­ast­liðið ár hefur þeim hins vegar fækkað um rúm­lega fjögur þús­und auk þess sem fyr­ir­tæk­inu hefur mis­tek­ist að höfða til þeirra við­skipta­vina sem bæst hafa við mark­að­inn, en þeim fjölg­aði um á þriðja þús­und milli ára. 

Nova seldi lengi vel ekki inter­­net­­þjón­­ustu með öðrum hætti en í gegnum far­síma­­kerfi. Á því varð breyt­ing á árinu 2016 þegar að fyr­ir­tæk­ið til­­kynnti að það ætl­­aði að hefja ljós­­leið­­ara­­þjón­ust­u. Síðan þá hefur hlut­deild fyr­ir­tæk­is­ins vaxið hratt. Hún var 3,3 pró­sent um mitt ár 2017 en 10,9 pró­sent í lok júní 2019. Alls fjölg­aði þeim við­skipta­vinum sem keyptu inter­net­þjón­ustu hjá Nova um 50 pró­sent milli ára. 

Hringdu hefur líka komið sér ágæt­lega fyrir á inter­net­mark­aðnum og er með 7,6 pró­sent hlut­deild, sem hefur hald­ist nán­ast óbreytt síð­ast­liðin tvö ár

Sím­inn braut gegn ákvæðum laga

Það er kergja á þessum mörk­uð­um. Sér­stak­lega gagn­vart Sím­an­um, en keppi­nautar hans telja fyr­ir­tækið brjóta vís­vit­andi ákvæði laga til að tryggja sér aukna mark­aðs­hlut­deild í bæði inter­neti og sölu á sjón­varps­þjón­ustu. Það geri hann með því að búa til vöndul úr vör­unum tveim­ur.

Í lok nóv­em­ber síð­ast­lið­ins lagði Póst- og fjar­skipta­stofnun níu millj­óna króna stjórn­valds­sekt á Sím­ann fyrir að hafa ítrekað brotið gegn ­fjöl­miðla­lögum með því að hindra aðra aðila á mark­aði frá því að dreifa ólínu­legu efni Sjón­varps Sím­ans. 

Sam­kvæmt ákvæði þeirra laga á við­skipta­vinur að geta keypt myndefni, eins og til dæmis Sjón­varp Sím­ans, og fjar­skipta­fyr­ir­tæki sem selur inter­net­þjón­ustu eða miðlar sjón­varps­efni í gegnum net og mynd­lyk­il, án þess að binda sig til að kaupa bæði af sama fjar­skipta­fyr­ir­tæk­inu. Þetta er gert til að fyr­ir­tæki sem selja bæði efni og fjar­skipta­þjón­ustu mis­noti ekki aðstöðu sína með því að búa til svo­kall­aðan vöndul úr báðu. Þ.e. vöru sem er sam­þætt sjón­varps- og fjar­skipta­þjón­usta.  

En nákvæm­lega það er Sím­anum gefið að hafa gert. 

Mik­ill ætl­aður ávinn­ingur af brot­inu

Það hafi hann meðal ann­ars náð fram með því að fyrst stöðva dreif­ingu á slíku yfir á kerfi Voda­fone í októ­ber 2015. Eftir þann tíma þurfti að vera með mynd­lykil frá Sím­anum til að geta keypt Sjón­varp Sím­ans. Það þýddi að til að ger­ast áskrif­andi að þeirri þjón­ustu þurfti að gera það í gegnum dreifi­kerfi Sím­ans og að mestu leyti á neti Mílu, sem Sím­inn á að öllu leyt­i. 

Síð­ar, frá sumr­inu 2018 eftir að Póst- og fjar­skipta­stofnun hafði sent frá sér úrskurð um að þetta væri óheim­ilt, er Sím­inn sagður hafa brotið af sér með því að gera við­skipta­vinum sam­keppn­is­að­ila Sím­ans mögu­legt að nálg­ast sjón­varps­þjón­ustu Sím­ans gegn því að leigja mynd­lykil af Sím­anum fyrir 2.200 krónur á mán­uði og borga svo áskrift­ar­gjald að Sjón­varpi Sím­ans ofan á það, en áskrift að svo­kall­aðri Prem­ium áskrift er í dag 6.000 krón­ur. 

Póst- og fjar­skipta­stofnun taldi brot Sím­ans hafa verið með­vituð og mark­viss og sagði í úrskurði sínum að þau hafi haft umtals­verð skað­leg áhrif á fjar­skipta­mark­að­inn. Hámarks­sekt sem stofn­unin gat lagt á Sím­ann fyrir brotin er tíu millj­ónir króna og því sýnir það að Póst- og fjar­skipta­stofnun nán­ast full­nýtti þann ramma hversu alvar­legt stofn­unin telur brotið vera. Hún segir sömu­leiðis í úrskurði sínum að ávinn­ingur Sím­ans af þeim brotum sem fyr­ir­tækið framdi hafi verið langt umfram þær sektir sem hægt væri að leggja á það. Orð­rétt segir í úrskurð­in­um: „Við ákvörðum um upp­hæð sekt­ar­innar verður að horfa til alvar­leika brots­ins og þess ávinn­ings sem ætla má að Sím­inn hafi notið af brot­inu og þess að um ítrekað brot er að ræða.“

Af þessu má ráða að það hafi marg­borgað sig fyrir Sím­ann að brjóta gegn lög­un­um, þar sem hámarks­sekt fyrir athæfið sem lög heim­ila var mun lægri en væntur ávinn­ing­ur.

Sím­inn segir ákvörð­un­ina óskilj­an­lega og hefur sagt að hann muni kæra nið­ur­stöð­una til úrskurð­ar­nefndar fjar­skipta- og póst­mála.

Enski bolt­inn breytti stöð­unni

Setja verður ofan­greint í sam­hengi við það að gríð­ar­legur vöxtur hefur verið í sjón­varps­þjón­ustu Sím­ans á und­an­förnum árum. Áskrif­endur að Sjón­varpi Sím­ans Prem­i­um, helstu áskrift­ar­leið fyr­ir­tæk­is­ins, hefur fjölgað gríð­ar­lega á skömmum tíma. Þeir eru í dag taldir vera um 40 þús­und. 

Ein af árang­urs­rík­ustu leið­unum sem Sím­inn hefur farið til að auka tekjur sínar af sjón­varps­þjón­ustu var sú að kaupa sýn­ing­ar­rétt­inn að enska bolt­anum í þrjú ár frá og með yfir­stand­andi tíma­bili. Greint var frá því að fyr­ir­tækið hefði náð þeim samn­ingi í nóv­em­ber í fyrra. Verðið sem Sím­inn greiddi fyrir að ná þess­ari vin­sælu sjón­varps­vöru af sínum helsta keppi­naut, Sýn, hefur aldrei verið gefið upp en sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans bauð Sím­inn um 30 pró­sent hærra verð en keppi­naut­ur­inn. Við­mæl­endur Kjarn­ans segja að kostn­að­ur­inn við efn­is­kaupin hafi aldrei verið undir einum millj­arði króna.

Það lá hins vegar ekki strax fyrir hvernig Sím­inn ætl­­aði að nýta sér þessa vöru sem hann hafði tryggt sér rétt­inn á, né hvort félag­inu tæk­ist að gera það með arð­væn­­legum hætt­i. 

Hækk­uðu áskrift­ina á alla

Sum­­­arið 2019 var loks sýnt á spil­in. Verð­inu á nýstofn­aðri Sím­inn Sport, sem myndi sýna leiki úr ensku úrvals­deild­inni, yrði stillt í hóf og stök áskrift seld á 4.500 krón­­ur. Á sama tíma var hins vegar greint frá því að allir áskrif­endur að Sjón­­varpi Sím­ans Prem­i­um, sem voru þá þegar 35 til 40 þús­und, myndu fá aðgang að enska bolt­an­­um. Um leið var mán­að­­ar­verðið fyrir þá þjón­­ustu hækkað úr fimm þús­und krónum í sex þús­und krón­­ur. 

Ef vel til tæk­ist, og eng­inn við­­skipta­vinur myndi hætta í Prem­ium áskrift vegna hækk­­un­­ar­inn­­ar, myndi Sím­inn þegar vera búinn að tryggja sér 420 til 480 millj­­ónir króna í við­­bót­­ar­­tekjur á árs­grund­velli með henn­i. Hið minnsta.  

Í ljósi þess að nær ómögu­legt er að vera með Sjón­varp Sím­ans án þess að kaupa inter­net­þjón­ustu að Sím­anum þá eru flestir við­skipta­vinir fyr­ir­tæk­is­ins með svo­kall­aðan „Heim­il­i­s­pakka“, sem inni­heldur inter­net, heima­síma, IPTV aðgang (mynd­lyk­il), Prem­i­um-­pakk­ann og nokkrar erlendrar stöðv­ar. 

Á milli þess tíma sem Sím­inn keypti rétt­inn að enska bolt­anum og þess tíma sem áskrift að honum var bætt inn í Prem­ium áskrift­ar­leið­ina var verð­mið­inn á Heim­il­i­s­pakk­anum hækk­aður tví­veg­is, um sam­tals eitt þús­und krón­ur, ann­ars vegar í byrjun mars 2019 og hins vegar í byrjun ágúst 2019. Lang­flestir Prem­ium áskrif­endur eru með þá áskrift í gegnum Heim­il­i­s­pakk­ann. 

Tekjur upp um 330 millj­ónir milli ára

Áhrifin af þess­ari breyt­ingu á bæði Sím­ann og Sýn hafa verið mik­il. Þau komu fyrst almenni­lega fram á þriðja árs­fjórð­ungi árs­ins 2019, eftir að enski bolt­inn fór að rúlla í ágúst­mán­uði og hækk­anir á bæði Heim­il­i­s­pakka­leið Sím­ans og Prem­i­um-­sjón­varps­á­skrift tóku gild­i.   

Í nýlegri fjár­festa­kynn­ingu Sím­ans vegna þriðja árs­fjórð­ungs sagði að tekjur fyr­ir­tæk­is­ins af  Prem­ium sjón­varps­þjón­ustu hefðu vaxið um 330 millj­ónir króna milli ára, eða um 30 pró­sent. Heim­il­is­pökkum hefði sömu­leiðis fjölgað um 5.100 á sama tíma­bil­i. 

Alls juk­ust tekjur Sím­ans vegna sjón­­varps­­þjón­­ustu um 19,6 pró­­sent á þriðja árs­fjórð­ungnum einum saman miðað við sama tíma­bil í fyrra, eða um 233 millj­­ónir króna. Þær voru í heild 1.423 millj­­ónir króna á árs­fjórð­ungn­­um. 

Í fjár­­­festa­kynn­ingu kom fram að tekju­á­hrif af enska bolt­­anum hefðu verið umfram vænt­ing­­ar, að við­­skipta­vinum sem keyptu Prem­ium áskrift hefði fjölgað um þrjú þús­und frá því að Sím­inn Sport fór í loftið og að aug­lýs­inga­­tekjur hefðu vaxið um 54 pró­­sent á þriðja árs­fjórð­ungi og ell­efu pró­­sent milli ára. 

Bilið í fjöl­miðla­tekjum minnkar veru­lega

Hjá Sýn var sagan önn­­ur. Þar lækk­­uðu tekjur vegna fjöl­miðla­­rekstur um 144 millj­­ónir króna miðað við þriðja árs­fjórð­ung í fyrra, eða um sjö pró­­sent. Sam­tals námu tekjur Sýnar vegna fjöl­miðla 1.946 millj­­ónir króna og engin ein tekju­­stoð félags­­ins dróst meira saman í krónum talið en fjöl­miðla­­rekst­­ur­inn. Hann nær til ann­­arra fjöl­miðla sam­­stæð­unnar en bara sjón­­varps­­stöðva. Miðlar Sýnar eru ­Stöð 2, Stöð2 Sport, Vísi, Bylgj­una, FM957 og Xið 977. Félagið er því líka með umtals­verðar tekjur af útvarps­­­rekstri og rekstri frétta­mið­ils­ins Vís­­is.

Á þriðja árs­fjórð­ungi 2018 höfðu tekjur Sýnar vegna fjöl­miðla verið 76 pró­­sent hærri en tekjur Sím­ans vegna þeirrar tekju­­stoð­­ar. Í ár voru fjöl­miðla­­tekjur Sýnar 37 pró­­sent hærri en helsta keppi­­naut­­ar­ins. Bilið á milli þeirra minn­k­aði 377 millj­­ónir króna. 

Hagn­aður Sím­ans var 2,3 millj­­arðar króna á fyrstu níu mán­uðum þessa árs á meðan að hagn­aður Sýnar var 384 millj­­ónir króna á sama tíma, en hann kemur til vegna þess að bók­­færður var sölu­hagn­aður upp á 817 millj­­ónir króna vegna sam­runa dótt­­ur­­fé­lags í Fær­eyj­­um. Án þessa bók­­­færða sölu­hagnað vegna þeirrar sölu væri tap Sýnar á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 433 millj­­­ónir króna. 

Athuga­semd frá Sím­anum bætt við klukkan 14:01:

„Í hádeg­inu í dag birt­ist á Kjarn­anum frétta­skýr­ing um mál­efni staf­ræns sjón­varps og inter­nets á Íslandi. Því ber að fagna að Kjarn­inn gefi þessum mik­il­vægu þjón­ustu­þáttum gaum og reyni að útskýra þessar marg­þættu atvinnu­greinar á manna­máli. Sím­inn telur að nokkur atriði þurfi að koma fram til við­bótar til að varpa skýru ljósi á mála­flokk­inn:

  • Neyt­endur þurfa ekki að kaupa inter­net þjón­ustu af Sím­anum til að kaupa sjón­varps­þjón­ustu af Sím­an­um. Ekki þarf að kaupa inter­net teng­ingu af Sím­anum til að leigja IPTV mynd­lyk­ill Sím­ans. Þá nýtir þjón­ust­an ­Sjón­varp Sím­ans óháð net­i hið opna inter­net, hvar sem í verður kom­ist, jafn­vel yfir far­síma­kerfi. Sjón­varps­þjón­ustan hjá Sím­anum og sjón­varps­efnið sem Sím­inn selur áskrift að eru því með öllu ótengd því að keypt sé tengi­þjón­usta eða nokkur önnur þjón­usta af Sím­an­um.

  • Sím­inn hefur áfrýjað úrskurði Póst- og fjar­skipta­stofn­unar (PFS) um að Sím­inn hafi í for­tíð­inni vöndlað saman mis­mun­andi þjón­ustu­þáttum í trássi við fjöl­miðla­lög. Jafn­vel þótt Sím­ann og PFS greini á um þennan þátt – og dóm­stólar muni skera úr um þennan ágrein­ing­inn – hefur PFS tekið fram að hið meinta reglu­brot sé ekki lengur við­haft.
  • Sím­inn hefur óskað eftir því að fyr­ir­tæki, sem sam­kvæmt Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu er mark­aðs­ráð­andi í sjón­varps­dreif­ingu á Íslandi, þ.e. Sýn, selji Sím­anum dreif­ingu á vör­unni Sjón­varpi Sím­ans Prem­i­um. Sím­inn reynir þannig að nýta alla inn­viði og öll dreifi­kerfi til að ná til neyt­enda. Sýn hefur því miður hafnað því að selja Sím­anum dreifi­þjón­ustu fyrir Sjón­varp Sím­ans Prem­ium og hefur Sím­inn kvartað yfir þeirri ólög­legu sölu­synjun til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.
  • Sím­inn rekur hina opnu sjón­varps­stöð Sjón­varp Sím­ans sem fjár­magnar rekstur sinn með sölu aug­lýs­inga. Sú starf­semi á í harðri sam­keppni, ekki síst við íslenska rík­ið, þ.e. Rík­is­út­varp­ið. Sím­inn telur að Rík­is­út­varpið hafi rangt við í fyr­ir­komu­lagi aug­lýs­inga­sölu sinnar og hefur Rík­is­end­ur­skoð­andi stað­fest það. Sím­inn kaupir dreifi­þjón­ustu af öllum sem hana selja til að dreifa Sjón­varpi Sím­ans sem víð­ast. Nær allt það efni sem Sím­inn selur áskrift að með ólínu­legum hætti í Sjón­varpi Sím­ans Prem­ium kemur fyrr eða síðar í opinni línu­legri dag­skrá (sem og með tíma­flakki) á sjón­varps­stöð­inni Sjón­varpi Sím­ans.
  • Síma­sam­stæðan á í harðri sam­keppni við fleiri opin­bera aðila á Íslandi en Rík­is­út­varpið og Sím­inn telur ljóst að víðar sé ójafnt gef­ið. Borg­ar­fyr­ir­tækið Gagna­veita Reykja­víkur (GR) hefur fjár­fest fyrir tugi millj­arða í fjar­skipta­kerfi á suð­vestur horni lands­ins. Eft­ir­lits­stofnun EFTA hefur hafið rann­sókn á starf­semi GR vegna gruns um ólög­mæta opin­bera aðstoð. GR fjár­magn­aði starf­semi sína framan af með lánum og hluta­fjár­fram­lögum frá Orku­veitu Reykja­víkur (OR), en hefur und­an­farin ár fengið á annan tug millj­arða að láni frá Lands­bank­an­um. Bank­inn setur lán­veit­ingum sínum það skil­yrði að OR sé meiri­hluta­eig­andi GR, ella geti bank­inn gjald­fellt öll lán­in. PFS hefur úrskurðað að þessi skil­yrði fyrir lán­veit­ingum til GR séu ólög­leg og stand­ist ekki skil­yrði um mein­tan fjár­hags­legan aðskilnað OR og GR.
  • Sím­inn hefur árum saman óskað eftir því að fá að leigja fjar­skipta­lagnir af GR, eins og félagið gerir í til­felli ann­arra net­lagna­fyr­ir­tækja á Íslandi. GR hefur hafnað því, eitt félaga á Íslandi, og selur ein­göngu lok­aða heild­stæða fjar­skipta­þjón­ustu með virkum bún­aði í stað þess að opna á óvirka inn­viði eins og aðrir gera. Þetta hefur valdið því að offjár­fest er í innviðum á suð­vestur horni lands­ins, og liggja millj­arðar óvirkra og ónot­aðra inn­viða í jörðu hér. Á móti er hægar fjár­fest víða úti um lands­byggð­ina en þörf er fyr­ir.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar