Mynd: Pexels

Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum

Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.

Sím­inn jók for­skot sitt á far­síma­mark­aði á fyrri hluta árs­ins 2019. Mark­aðs­hlut­deild félags­ins jókst úr 34,5 pró­sent um síð­ustu ára­mót í 36,9 pró­sent um mitt þetta ár. Alls hefur Sím­inn bætt við sig 8.331 við­skipta­vinum frá júnílokum 2018 og fram að sama tíma á þessu ári. Alls voru 173.428 manns í við­skiptum við fyr­ir­tækið um mitt ár 2019. 

Á sama tíma­bili hafa bæði Nova og Voda­fo­ne, sem til­heyrir Sýn, tapað við­skipta­vinum og þar með mark­aðs­hlut­deild. Þetta kemur fram í nýrri töl­fræði­skýrslu Póst- og fjar­skipta­stofn­unar um fjar­skipta­mark­að­inn. 

Nova er nú með 160.286 við­skipta­vini sem er 5.764 færri en um mitt ár í fyrra og mark­aðs­hlut­deild fyr­ir­tæk­is­ins er nú 32,1 pró­sent. Nova var um nokk­urra ára skeið stærsti leik­and­inn á íslenskum fjár­skipta­mark­aði eftir að hafa náð þeirri stöðu á árinu 2015. Sím­inn, sem hafði verið leið­andi á mark­aðnum frá því að hann varð til, og var til að mynda með 56,6 pró­sent mark­aðs­hlut­deild árið 2008, náði topp­sæt­inu á ný á síð­asta ári. Um tíma, á árinu 2017, náðu bæði Nova og Voda­fone að verða stærri en Sím­inn á þessum mark­aði. Sá tími virð­ist lið­inn. 

Voda­fone er nú með 130.119 við­skipta­vini og 27,8 pró­sent mark­aðs­hlut­deild. Við­skipta­vinum fyr­ir­tæk­is­ins fækk­aði um 2.941 frá júnílokum í fyrra og fram á mitt ár 2019. 

265fald­ast á ára­tug

Nú eru 78,4 pró­sent allra virkra síma­korta á far­síma­neti 4G kort. Um mitt ár 2014 voru 14,8 pró­sent allra síma­korta þannig, en 4G-væð­ingin hófst af alvöru á Íslandi á því ári. 4G teng­ingar innan far­síma­nets­ins fela í sér tíu sinnum meiri hraða en 3G teng­ingar gera. Þær eru auk þess um þrisvar sinnum hrað­ari en hröð­ustu ADS­L-teng­ing­ar. 

Notkun á gagna­magni hefur marg­fald­ast sam­hliða þess­ari þró­un. Nú þykir enda ekk­ert til­töku­mál að horfa til að mynda á bíó­myndir eða þætti í sím­anum sínum í gegnum far­síma­net­ið, en hér áður fyrr, þegar gagna­flutn­ingur var mun hæg­ari, var slíkt ómögu­legt og gat auk þess verið fok­dýrt. Þá má ekki van­meta þátt almennrar inter­net­notk­un­ar, hlað­varpa, notk­unar á sam­fé­lags­miðlum á borð við Face­book, Twitter og Instagram og streym­isveitna á borð við Spotify í aukn­ingu á notkun á gagna­magn­i. 

Á fyrri hluta árs 2009 not­uðu íslenskir far­síma­not­endur 90 þús­und gíga­bæti af gagna­magni. Á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2019 not­uðu þeir 23,8 millj­ónir gíga­bæti. Á þessum ára­tug hefur aukn­ingin því 265fald­ast. 

Þessi aukn­ing er enn að eiga sér stað. Frá júnílokum 2018 og fram á mitt ár 2019 jókst gagna­magns­notkun á Íslandi um 50 pró­sent. Vert er að taka fram að mikil aukn­ing á fjölda ferða­manna, sem hefur farið úr um hálfri milljón á ári árið 2010 í um 2,3 millj­ónir í fyrra, spilar líka rullu í hinni miklu aukn­ingu á notkun gagna­magns, enda flestir þeirra með far­síma sem þeir nota á ferða­lögum sínum til Íslands. 

Búast má við því að aukn­ingin muni halda áfram með inn­leið­ingu 5G, en Nova tók í febr­úar á þessu ári í notkun fyrsta slíka send­inn á land­inu. Enn skortir á að flesti sím­tæki geti borið slík kort en 5G býður upp á tíu sinnum hrað­ari net­hraða en 4G. Áætl­anir gera ráð fyrir að inn­leið­ing 5G muni hefj­ast að fullri alvöru á kom­andi ári, 2020. 

Nova með yfir­burði í notkun á gagna­magni

Nova hefur alltaf haft mikið for­skot þegar kemur að notkun við­skipta­vina fjar­skipta­fyr­ir­tækj­anna á gagna­magni. Á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2015 not­uðu þeir sem keyptu far­síma­þjón­ustu af Nova til að mynda 74 pró­sent af öllu gagna­magni. Það þarf þó að taka fram að þar er um að ræða þá notkun sem fer fram í gegnum far­síma­net­ið, ekki þá sem nýtt er með teng­ingu við beini (WiFi), en margir far­símar tengj­ast slíkum beini heima hjá not­anda og/eða á vinnu­stað hans. Sím­inn er það fyr­ir­tæki sem er með flesta við­skipta­vini þegar kemur að hefð­bundnum inter­netteng­ing­um.

Þótt dregið hafi úr yfir­burðum Nova þá eru þeir enn umtals­verð­ir. Fyr­ir­tækið var með 60,4 pró­sent mark­aðs­hlut­deild þegar kom að gagna­magns­notkun á far­síma­neti á fyrstu sex mán­uðu­m­yf­ir­stand­andi árs og bætti við hlut­deild sína frá sama tíma­bili í fyrra. Sím­inn kemur þar á eftir með 24,6 pró­sent hlut­deild en Voda­fone rekur lest­ina hjá þremur stóru fjar­skipta­fyr­ir­tækj­unum með 12,7 pró­sent mark­aðs­hlut­deild. 

Aðrir minni leik­endur eru svo með 2,3 pró­sent hlut­deild.

Erf­iður mark­aður og tekju­sam­dráttur

Með­al­verð á ein­stak­lings­mark­aði fyrir fjar­skipta­þjón­ustu hefur verið að lækka skarpt á und­an­förnum árum, þótt að það hafi þok­ast lít­il­lega upp á síð­ari hluta þessa árs. Fyr­ir­tækja­mark­að­ur­inn er þó ekk­ert mikið skárri og Orri Hauks­­son, for­­stjóri Sím­ans, sagði þegar upp­gjör fyrir þriðja árs­fjórð­ung fyr­ir­tæk­is­ins var birt í lok októ­ber að enn sjái ekki fyr­ir­ end­ann á verð­­þrýst­ingi á hon­um. Til marks um þetta má benda á að tekjur Sím­ans af far­síma- og tal­síma­­þjón­­ustu dróg­ust saman á þriðja árs­fjórð­ungi miðað við sama tíma­bil í fyrra. Raunar er annað hvort sam­­dráttur eða stöðnun í þróun tekna á nán­­ast öllum tekju­sviðum sam­­stæð­unnar nema einni: í sjón­­varps­­rekstri. Um hann verður fjallað í frétta­skýr­ingu sem birt­ist á Kjarn­anum á morg­un, sunnu­dag. 

Tekj­ur Voda­fo­ne ­vegna far­síma­þjón­ustu dróg­ust líka saman á fyrstu níu mán­uðum þessa árs, eða alls um eitt pró­sent miðað við sama tíma­bil í fyrra. Tekjur vegna fast­línu dróg­ust saman um 18 pró­sent milli ára. Nova er ekki skráð á markað og birtir þar af leið­andi ekki árs­fjórð­ungs­leg ­upp­gjör. Því er ekki hægt að sjá hvernig tekjur þess fyr­ir­tækis af far­síma­þjón­ustu hafa þró­ast það sem af er ári. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar