Mynd: Pexels

Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum

Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.

Sím­inn jók for­skot sitt á far­síma­mark­aði á fyrri hluta árs­ins 2019. Mark­aðs­hlut­deild félags­ins jókst úr 34,5 pró­sent um síð­ustu ára­mót í 36,9 pró­sent um mitt þetta ár. Alls hefur Sím­inn bætt við sig 8.331 við­skipta­vinum frá júnílokum 2018 og fram að sama tíma á þessu ári. Alls voru 173.428 manns í við­skiptum við fyr­ir­tækið um mitt ár 2019. 

Á sama tíma­bili hafa bæði Nova og Voda­fo­ne, sem til­heyrir Sýn, tapað við­skipta­vinum og þar með mark­aðs­hlut­deild. Þetta kemur fram í nýrri töl­fræði­skýrslu Póst- og fjar­skipta­stofn­unar um fjar­skipta­mark­að­inn. 

Nova er nú með 160.286 við­skipta­vini sem er 5.764 færri en um mitt ár í fyrra og mark­aðs­hlut­deild fyr­ir­tæk­is­ins er nú 32,1 pró­sent. Nova var um nokk­urra ára skeið stærsti leik­and­inn á íslenskum fjár­skipta­mark­aði eftir að hafa náð þeirri stöðu á árinu 2015. Sím­inn, sem hafði verið leið­andi á mark­aðnum frá því að hann varð til, og var til að mynda með 56,6 pró­sent mark­aðs­hlut­deild árið 2008, náði topp­sæt­inu á ný á síð­asta ári. Um tíma, á árinu 2017, náðu bæði Nova og Voda­fone að verða stærri en Sím­inn á þessum mark­aði. Sá tími virð­ist lið­inn. 

Voda­fone er nú með 130.119 við­skipta­vini og 27,8 pró­sent mark­aðs­hlut­deild. Við­skipta­vinum fyr­ir­tæk­is­ins fækk­aði um 2.941 frá júnílokum í fyrra og fram á mitt ár 2019. 

265fald­ast á ára­tug

Nú eru 78,4 pró­sent allra virkra síma­korta á far­síma­neti 4G kort. Um mitt ár 2014 voru 14,8 pró­sent allra síma­korta þannig, en 4G-væð­ingin hófst af alvöru á Íslandi á því ári. 4G teng­ingar innan far­síma­nets­ins fela í sér tíu sinnum meiri hraða en 3G teng­ingar gera. Þær eru auk þess um þrisvar sinnum hrað­ari en hröð­ustu ADS­L-teng­ing­ar. 

Notkun á gagna­magni hefur marg­fald­ast sam­hliða þess­ari þró­un. Nú þykir enda ekk­ert til­töku­mál að horfa til að mynda á bíó­myndir eða þætti í sím­anum sínum í gegnum far­síma­net­ið, en hér áður fyrr, þegar gagna­flutn­ingur var mun hæg­ari, var slíkt ómögu­legt og gat auk þess verið fok­dýrt. Þá má ekki van­meta þátt almennrar inter­net­notk­un­ar, hlað­varpa, notk­unar á sam­fé­lags­miðlum á borð við Face­book, Twitter og Instagram og streym­isveitna á borð við Spotify í aukn­ingu á notkun á gagna­magn­i. 

Á fyrri hluta árs 2009 not­uðu íslenskir far­síma­not­endur 90 þús­und gíga­bæti af gagna­magni. Á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2019 not­uðu þeir 23,8 millj­ónir gíga­bæti. Á þessum ára­tug hefur aukn­ingin því 265fald­ast. 

Þessi aukn­ing er enn að eiga sér stað. Frá júnílokum 2018 og fram á mitt ár 2019 jókst gagna­magns­notkun á Íslandi um 50 pró­sent. Vert er að taka fram að mikil aukn­ing á fjölda ferða­manna, sem hefur farið úr um hálfri milljón á ári árið 2010 í um 2,3 millj­ónir í fyrra, spilar líka rullu í hinni miklu aukn­ingu á notkun gagna­magns, enda flestir þeirra með far­síma sem þeir nota á ferða­lögum sínum til Íslands. 

Búast má við því að aukn­ingin muni halda áfram með inn­leið­ingu 5G, en Nova tók í febr­úar á þessu ári í notkun fyrsta slíka send­inn á land­inu. Enn skortir á að flesti sím­tæki geti borið slík kort en 5G býður upp á tíu sinnum hrað­ari net­hraða en 4G. Áætl­anir gera ráð fyrir að inn­leið­ing 5G muni hefj­ast að fullri alvöru á kom­andi ári, 2020. 

Nova með yfir­burði í notkun á gagna­magni

Nova hefur alltaf haft mikið for­skot þegar kemur að notkun við­skipta­vina fjar­skipta­fyr­ir­tækj­anna á gagna­magni. Á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2015 not­uðu þeir sem keyptu far­síma­þjón­ustu af Nova til að mynda 74 pró­sent af öllu gagna­magni. Það þarf þó að taka fram að þar er um að ræða þá notkun sem fer fram í gegnum far­síma­net­ið, ekki þá sem nýtt er með teng­ingu við beini (WiFi), en margir far­símar tengj­ast slíkum beini heima hjá not­anda og/eða á vinnu­stað hans. Sím­inn er það fyr­ir­tæki sem er með flesta við­skipta­vini þegar kemur að hefð­bundnum inter­netteng­ing­um.

Þótt dregið hafi úr yfir­burðum Nova þá eru þeir enn umtals­verð­ir. Fyr­ir­tækið var með 60,4 pró­sent mark­aðs­hlut­deild þegar kom að gagna­magns­notkun á far­síma­neti á fyrstu sex mán­uðu­m­yf­ir­stand­andi árs og bætti við hlut­deild sína frá sama tíma­bili í fyrra. Sím­inn kemur þar á eftir með 24,6 pró­sent hlut­deild en Voda­fone rekur lest­ina hjá þremur stóru fjar­skipta­fyr­ir­tækj­unum með 12,7 pró­sent mark­aðs­hlut­deild. 

Aðrir minni leik­endur eru svo með 2,3 pró­sent hlut­deild.

Erf­iður mark­aður og tekju­sam­dráttur

Með­al­verð á ein­stak­lings­mark­aði fyrir fjar­skipta­þjón­ustu hefur verið að lækka skarpt á und­an­förnum árum, þótt að það hafi þok­ast lít­il­lega upp á síð­ari hluta þessa árs. Fyr­ir­tækja­mark­að­ur­inn er þó ekk­ert mikið skárri og Orri Hauks­­son, for­­stjóri Sím­ans, sagði þegar upp­gjör fyrir þriðja árs­fjórð­ung fyr­ir­tæk­is­ins var birt í lok októ­ber að enn sjái ekki fyr­ir­ end­ann á verð­­þrýst­ingi á hon­um. Til marks um þetta má benda á að tekjur Sím­ans af far­síma- og tal­síma­­þjón­­ustu dróg­ust saman á þriðja árs­fjórð­ungi miðað við sama tíma­bil í fyrra. Raunar er annað hvort sam­­dráttur eða stöðnun í þróun tekna á nán­­ast öllum tekju­sviðum sam­­stæð­unnar nema einni: í sjón­­varps­­rekstri. Um hann verður fjallað í frétta­skýr­ingu sem birt­ist á Kjarn­anum á morg­un, sunnu­dag. 

Tekj­ur Voda­fo­ne ­vegna far­síma­þjón­ustu dróg­ust líka saman á fyrstu níu mán­uðum þessa árs, eða alls um eitt pró­sent miðað við sama tíma­bil í fyrra. Tekjur vegna fast­línu dróg­ust saman um 18 pró­sent milli ára. Nova er ekki skráð á markað og birtir þar af leið­andi ekki árs­fjórð­ungs­leg ­upp­gjör. Því er ekki hægt að sjá hvernig tekjur þess fyr­ir­tækis af far­síma­þjón­ustu hafa þró­ast það sem af er ári. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar