Segir skynsamlegt að lífeyrissjóðir taki þátt í innviðauppbyggingu

Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs, segir að lífeyrissjóðir gætu tekið þátt í fjármögnun margra innviðaverkefna. Aðkoma lífeyrissjóða að slíkum verkefnum gæti aukið fjölbreytni sjóðanna og dregið úr fjárfestingaáhættu.

Ólafur Sigurðsson er framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs.
Ólafur Sigurðsson er framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs.
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóðir ættu að geta komið meira að fjár­mögnun inn­viða­verk­efna og fjöldi slíkra verk­efna er tækur í sam­starf með fjár­festum að mati Ólafs Sig­urðs­sonar fram­kvæmda­stjóra Birtu Líf­eyr­is­sjóðs en hann var gestur Sprengisands á Bylgj­unni í morg­un. Að hans mati þarf fjár­mögnun slíkra verk­efna ekki endi­lega að vera öll á fjár­lög­um. Ólafur nefndi ISA­VIA og Lands­net sem dæmi um rík­is­rekin fyr­ir­tæki sem þurfa á fjár­magni að halda til upp­bygg­ing­ar, fjár­magni sem gæti komið frá Líf­eyr­is­sjóð­un­um. „Það er fullt af verk­efnum sem er brýn þörf á að fara í og við höfum horft á þetta sem fjár­fest­ingu sem gæti skilað hag­vexti til fram­tíð­ar, að inn­við­irnir verði skil­virk­ari,“ sagði Ólaf­ur.Það sem hefur í staðið í vegi fyrir þess­ari þróun að mati Ólafs eru stjórn­mál­in: „Þetta er einka­væð­ing eins og svo er kall­að. Okkur hefur líka mögu­lega vantað formið til að fara í sam­rekst­ur. Þetta er ekki endi­lega spurn­ing um að þetta þurfi að fara að fullu í eigu einka­að­ila. Þetta er spurn­ing um það hvort að stjórn­völd, sveit­ar­fé­lög og ríki, sjái sér hag í því að eiga suma hluti með einka­að­il­um, með líf­eyr­is­sjóðum og öðr­um.“

Auglýsing


Hann sagði aðkomu líf­eyr­is­sjóða að slíkum verk­efnum auka fjöl­breytni eigna sjóð­anna og í því fælist þar af leið­andi áhættu­dreif­ing. Í upp­hafi við­tals­ins ræddu þeir Krist­ján Krist­jáns­son, stjórn­andi þátt­ar­ins, og Ólafur um þann vanda sem líf­eyr­is­sjóð­irnir standa frammi fyrir í því lág­vaxtaum­hverfi sem nú er til stað­ar; að skila við­un­andi ávöxt­un.Umhverf­is­málin sífellt mik­il­væg­ari

Að sögn Ólafs eru umhverf­is­málin sífellt ofar á baugi, sér­stak­lega þegar horft er langt fram í tím­ann líkt og líf­eyr­is­sjóðir þurfa að gera í sínum fjár­fest­ing­um. Þá geti líf­eyr­is­sjóðir sem fjár­festar haft áhrif þegar kemur að umhverf­is­mál­um. „Áhrifin sem fjár­festar geta haft, ef þeir vilja hafa áhrif geta verið ann­ars vegar að snið­ganga það sem vont er eða þá að fara inn í það sem þykir ekki gott og hafa jákvæð áhrif til breyt­inga. Enda skilar það við­un­andi ávöxtun og þetta verður hver sjóður fyrir sig að meta,“ sagði hann.„Við erum á þess­ari veg­ferð að við viljum hafa jákvæð áhrif hvar sem við berum nið­ur. Við viljum taka þátt í hlut­hafa­fundum og segja skoðun okk­ar. Við vonum að hún auki ávöxt­un, dragi úr áhættu og leiði til verð­mæta­sköp­un­ar,“ sagði Ólafur um stefnu Birtu. Hann sagði auk þess að þau fyr­ir­tæki sem horfi til umhverf­is­mála geti dregið úr kostn­aði. Það hafi auk þess oft og tíðum í för með sér aukna fram­legð.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Segir að nú þurfi „að hvetja frjósemisgyðjuna til dáða“ og hækka þar með fæðingartíðni
Þingmaður Viðreisnar hvatti fólk til að ferðast í svefnherberginu á þingi í dag því velferðarsamfélagið geti ekki staðið undir sér ef fólk hættir að eignast börn. Fæðingartíðni er nú um 1,7 en þarf að vera 2,1 til að viðhalda mannfjöldanum.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs.
Samþykkt að lækka hámarkshraðann víða í Reykjavíkurborg
Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu um að lækka hámarkshraða á götum á forræði borgarinnar niður í 40 eða 30 víðast hvar, til dæmis á Suðurlandsbraut, Bústaðavegi og víðar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent