Boris Johnson skellir í lás fram yfir jól

Til stóð að slaka aðeins á samkomutakmörkunum rétt í kringum jól á Englandi. Víða verða tilslakanir til staðar á jóladag en í suðausturhluta Englands verða engar tilslakanir þessi jólin. Svipaða sögu er að segja víðar í Evrópu.

Bresk mæðgin fylgjast með ávarpi Borisar fyrr í dag.
Bresk mæðgin fylgjast með ávarpi Borisar fyrr í dag.
Auglýsing

Frá og með mið­nætti í kvöld taka nýjar tak­mark­anir gildi á stóru svæði á suð­aust­ur­hluta Eng­lands. Tak­mark­an­irnar eru kenndar við hið svo­kall­aða fjórða við­bún­að­ar­stig (e. Tier four) og ná tak­mark­an­irnar meðal ann­ars til London og svæð­anna þar í kring, Kent, Essex og Bed­fords­hire. Íbúum á þessum svæðum er meinað að hitta fólk sem það deilir ekki heim­ili með frá með morg­un­deg­inum til 30. des­em­ber.  Þessar aðgerðir kynnti Boris John­son á blaða­manna­fundi fyrr í dag og hægt er að lesa um þær á vef BBC.Á fund­inum greindi John­son frá því að vís­inda­menn þar í landi hefðu greint nýtt afbrigði veirunnar sem dreifði sér mun hraðar heldur en áður þekkt afbrigði henn­ar. Hann tók fram á fund­inum að ekki væri útlit fyrir að fólk sem smit­að­ist af þessu nýja afbrigði hefði veikst meira heldur en aðrir sem smit­ast höfðu af COVID-19 og að dán­ar­tíðni væri ekki hærri meðal þeirra sem smit­uð­ust af þessu nýja veiru­af­brigði.

Auglýsing


Til stóð að rýmka sam­komu­tak­mark­anir á Englandi í kringum jól, dag­ana 23. des­em­ber til og með 27. des­em­ber. Nú hefur það tíma­bil verið stytt niður í einn dag, sjálfan jóla­dag. Íbúar á þeim svæðum þar sem fjórða við­bún­að­ar­stig verður í gildi munu hins vegar þurfa að halda sig heima til og með 30. des­em­ber, líkt og áður seg­ir.Jóla­hald með óhefð­bundnu sniði víðar í Evr­ópu 

Eng­lend­ingar bæt­ast þar með í hóp ann­arra Evr­ópu­þjóða sem þurfa að sætta sig við það að halda sig heima yfir hátíð­irn­ar. Guiseppe Conte for­sæt­is­ráð­herra kynnti í gær hertar aðgerðir sem munu gilda á Ítalíu yfir jól og ára­mót. Frá 24. til 27. des­em­ber, frá 31. des­em­ber til 3. jan­úar og loks dag­ana 5. og 6. jan­úar mega Ítalir ein­ungis ferð­ast frá heim­ilum sínum til þess að sinna vinnu, kaupa nauð­synjar eða sækja lækn­is­þjón­ustu. Hvert heim­ili má þó taka við tveimur full­orðnum gestum á meðan þessar tak­mark­anir eru í gild. Þar gildir enn fremur útgöngu­bann milli klukkan tíu á kvöldin og til fimm á morgn­anna.Á vef BBC má lesa um hvaða aðgerðir eru í gildi í hinum ýmsu löndum Evr­ópu. Þar segir að nauð­syn­legri verslun og þjón­ustu verði lokað fram í jan­úar í Hollandi og Þýska­landi. Yfir jólin mun þýskum fjöl­skyldum þó leyfast að taka á móti allt að fjórum nánum fjöl­skyldu­með­lim­um.Í Aust­ur­ríki taka sam­bæri­legar lok­anir gildi frá og með 26. des­em­ber og ferða­lög fólks verða veru­legum tak­mörk­unum háð. Þá er í umfjöllun BBC fjallað um til­mæli sænskra yfir­valda er snúa að grímunotk­un. Þar í landi er fólki nú ráð­lagt að nota and­lits­grímur í almenn­ings­sam­göngum á háanna­tím­um. Þá hefur hámarks­fjöldi gesta á hverju borði sænskra veit­inga­staða verið lækk­aður úr átta í fjóra og sala áfengis eftir klukkan átta á kvöldin verið bönn­uð.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent