Boris Johnson skellir í lás fram yfir jól

Til stóð að slaka aðeins á samkomutakmörkunum rétt í kringum jól á Englandi. Víða verða tilslakanir til staðar á jóladag en í suðausturhluta Englands verða engar tilslakanir þessi jólin. Svipaða sögu er að segja víðar í Evrópu.

Bresk mæðgin fylgjast með ávarpi Borisar fyrr í dag.
Bresk mæðgin fylgjast með ávarpi Borisar fyrr í dag.
Auglýsing

Frá og með mið­nætti í kvöld taka nýjar tak­mark­anir gildi á stóru svæði á suð­aust­ur­hluta Eng­lands. Tak­mark­an­irnar eru kenndar við hið svo­kall­aða fjórða við­bún­að­ar­stig (e. Tier four) og ná tak­mark­an­irnar meðal ann­ars til London og svæð­anna þar í kring, Kent, Essex og Bed­fords­hire. Íbúum á þessum svæðum er meinað að hitta fólk sem það deilir ekki heim­ili með frá með morg­un­deg­inum til 30. des­em­ber.  Þessar aðgerðir kynnti Boris John­son á blaða­manna­fundi fyrr í dag og hægt er að lesa um þær á vef BBC.Á fund­inum greindi John­son frá því að vís­inda­menn þar í landi hefðu greint nýtt afbrigði veirunnar sem dreifði sér mun hraðar heldur en áður þekkt afbrigði henn­ar. Hann tók fram á fund­inum að ekki væri útlit fyrir að fólk sem smit­að­ist af þessu nýja afbrigði hefði veikst meira heldur en aðrir sem smit­ast höfðu af COVID-19 og að dán­ar­tíðni væri ekki hærri meðal þeirra sem smit­uð­ust af þessu nýja veiru­af­brigði.

Auglýsing


Til stóð að rýmka sam­komu­tak­mark­anir á Englandi í kringum jól, dag­ana 23. des­em­ber til og með 27. des­em­ber. Nú hefur það tíma­bil verið stytt niður í einn dag, sjálfan jóla­dag. Íbúar á þeim svæðum þar sem fjórða við­bún­að­ar­stig verður í gildi munu hins vegar þurfa að halda sig heima til og með 30. des­em­ber, líkt og áður seg­ir.Jóla­hald með óhefð­bundnu sniði víðar í Evr­ópu 

Eng­lend­ingar bæt­ast þar með í hóp ann­arra Evr­ópu­þjóða sem þurfa að sætta sig við það að halda sig heima yfir hátíð­irn­ar. Guiseppe Conte for­sæt­is­ráð­herra kynnti í gær hertar aðgerðir sem munu gilda á Ítalíu yfir jól og ára­mót. Frá 24. til 27. des­em­ber, frá 31. des­em­ber til 3. jan­úar og loks dag­ana 5. og 6. jan­úar mega Ítalir ein­ungis ferð­ast frá heim­ilum sínum til þess að sinna vinnu, kaupa nauð­synjar eða sækja lækn­is­þjón­ustu. Hvert heim­ili má þó taka við tveimur full­orðnum gestum á meðan þessar tak­mark­anir eru í gild. Þar gildir enn fremur útgöngu­bann milli klukkan tíu á kvöldin og til fimm á morgn­anna.Á vef BBC má lesa um hvaða aðgerðir eru í gildi í hinum ýmsu löndum Evr­ópu. Þar segir að nauð­syn­legri verslun og þjón­ustu verði lokað fram í jan­úar í Hollandi og Þýska­landi. Yfir jólin mun þýskum fjöl­skyldum þó leyfast að taka á móti allt að fjórum nánum fjöl­skyldu­með­lim­um.Í Aust­ur­ríki taka sam­bæri­legar lok­anir gildi frá og með 26. des­em­ber og ferða­lög fólks verða veru­legum tak­mörk­unum háð. Þá er í umfjöllun BBC fjallað um til­mæli sænskra yfir­valda er snúa að grímunotk­un. Þar í landi er fólki nú ráð­lagt að nota and­lits­grímur í almenn­ings­sam­göngum á háanna­tím­um. Þá hefur hámarks­fjöldi gesta á hverju borði sænskra veit­inga­staða verið lækk­aður úr átta í fjóra og sala áfengis eftir klukkan átta á kvöldin verið bönn­uð.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent