Boris Johnson skellir í lás fram yfir jól

Til stóð að slaka aðeins á samkomutakmörkunum rétt í kringum jól á Englandi. Víða verða tilslakanir til staðar á jóladag en í suðausturhluta Englands verða engar tilslakanir þessi jólin. Svipaða sögu er að segja víðar í Evrópu.

Bresk mæðgin fylgjast með ávarpi Borisar fyrr í dag.
Bresk mæðgin fylgjast með ávarpi Borisar fyrr í dag.
Auglýsing

Frá og með mið­nætti í kvöld taka nýjar tak­mark­anir gildi á stóru svæði á suð­aust­ur­hluta Eng­lands. Tak­mark­an­irnar eru kenndar við hið svo­kall­aða fjórða við­bún­að­ar­stig (e. Tier four) og ná tak­mark­an­irnar meðal ann­ars til London og svæð­anna þar í kring, Kent, Essex og Bed­fords­hire. Íbúum á þessum svæðum er meinað að hitta fólk sem það deilir ekki heim­ili með frá með morg­un­deg­inum til 30. des­em­ber.  Þessar aðgerðir kynnti Boris John­son á blaða­manna­fundi fyrr í dag og hægt er að lesa um þær á vef BBC.Á fund­inum greindi John­son frá því að vís­inda­menn þar í landi hefðu greint nýtt afbrigði veirunnar sem dreifði sér mun hraðar heldur en áður þekkt afbrigði henn­ar. Hann tók fram á fund­inum að ekki væri útlit fyrir að fólk sem smit­að­ist af þessu nýja afbrigði hefði veikst meira heldur en aðrir sem smit­ast höfðu af COVID-19 og að dán­ar­tíðni væri ekki hærri meðal þeirra sem smit­uð­ust af þessu nýja veiru­af­brigði.

Auglýsing


Til stóð að rýmka sam­komu­tak­mark­anir á Englandi í kringum jól, dag­ana 23. des­em­ber til og með 27. des­em­ber. Nú hefur það tíma­bil verið stytt niður í einn dag, sjálfan jóla­dag. Íbúar á þeim svæðum þar sem fjórða við­bún­að­ar­stig verður í gildi munu hins vegar þurfa að halda sig heima til og með 30. des­em­ber, líkt og áður seg­ir.Jóla­hald með óhefð­bundnu sniði víðar í Evr­ópu 

Eng­lend­ingar bæt­ast þar með í hóp ann­arra Evr­ópu­þjóða sem þurfa að sætta sig við það að halda sig heima yfir hátíð­irn­ar. Guiseppe Conte for­sæt­is­ráð­herra kynnti í gær hertar aðgerðir sem munu gilda á Ítalíu yfir jól og ára­mót. Frá 24. til 27. des­em­ber, frá 31. des­em­ber til 3. jan­úar og loks dag­ana 5. og 6. jan­úar mega Ítalir ein­ungis ferð­ast frá heim­ilum sínum til þess að sinna vinnu, kaupa nauð­synjar eða sækja lækn­is­þjón­ustu. Hvert heim­ili má þó taka við tveimur full­orðnum gestum á meðan þessar tak­mark­anir eru í gild. Þar gildir enn fremur útgöngu­bann milli klukkan tíu á kvöldin og til fimm á morgn­anna.Á vef BBC má lesa um hvaða aðgerðir eru í gildi í hinum ýmsu löndum Evr­ópu. Þar segir að nauð­syn­legri verslun og þjón­ustu verði lokað fram í jan­úar í Hollandi og Þýska­landi. Yfir jólin mun þýskum fjöl­skyldum þó leyfast að taka á móti allt að fjórum nánum fjöl­skyldu­með­lim­um.Í Aust­ur­ríki taka sam­bæri­legar lok­anir gildi frá og með 26. des­em­ber og ferða­lög fólks verða veru­legum tak­mörk­unum háð. Þá er í umfjöllun BBC fjallað um til­mæli sænskra yfir­valda er snúa að grímunotk­un. Þar í landi er fólki nú ráð­lagt að nota and­lits­grímur í almenn­ings­sam­göngum á háanna­tím­um. Þá hefur hámarks­fjöldi gesta á hverju borði sænskra veit­inga­staða verið lækk­aður úr átta í fjóra og sala áfengis eftir klukkan átta á kvöldin verið bönn­uð.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent