Boris Johnson skellir í lás fram yfir jól

Til stóð að slaka aðeins á samkomutakmörkunum rétt í kringum jól á Englandi. Víða verða tilslakanir til staðar á jóladag en í suðausturhluta Englands verða engar tilslakanir þessi jólin. Svipaða sögu er að segja víðar í Evrópu.

Bresk mæðgin fylgjast með ávarpi Borisar fyrr í dag.
Bresk mæðgin fylgjast með ávarpi Borisar fyrr í dag.
Auglýsing

Frá og með mið­nætti í kvöld taka nýjar tak­mark­anir gildi á stóru svæði á suð­aust­ur­hluta Eng­lands. Tak­mark­an­irnar eru kenndar við hið svo­kall­aða fjórða við­bún­að­ar­stig (e. Tier four) og ná tak­mark­an­irnar meðal ann­ars til London og svæð­anna þar í kring, Kent, Essex og Bed­fords­hire. Íbúum á þessum svæðum er meinað að hitta fólk sem það deilir ekki heim­ili með frá með morg­un­deg­inum til 30. des­em­ber.  Þessar aðgerðir kynnti Boris John­son á blaða­manna­fundi fyrr í dag og hægt er að lesa um þær á vef BBC.Á fund­inum greindi John­son frá því að vís­inda­menn þar í landi hefðu greint nýtt afbrigði veirunnar sem dreifði sér mun hraðar heldur en áður þekkt afbrigði henn­ar. Hann tók fram á fund­inum að ekki væri útlit fyrir að fólk sem smit­að­ist af þessu nýja afbrigði hefði veikst meira heldur en aðrir sem smit­ast höfðu af COVID-19 og að dán­ar­tíðni væri ekki hærri meðal þeirra sem smit­uð­ust af þessu nýja veiru­af­brigði.

Auglýsing


Til stóð að rýmka sam­komu­tak­mark­anir á Englandi í kringum jól, dag­ana 23. des­em­ber til og með 27. des­em­ber. Nú hefur það tíma­bil verið stytt niður í einn dag, sjálfan jóla­dag. Íbúar á þeim svæðum þar sem fjórða við­bún­að­ar­stig verður í gildi munu hins vegar þurfa að halda sig heima til og með 30. des­em­ber, líkt og áður seg­ir.Jóla­hald með óhefð­bundnu sniði víðar í Evr­ópu 

Eng­lend­ingar bæt­ast þar með í hóp ann­arra Evr­ópu­þjóða sem þurfa að sætta sig við það að halda sig heima yfir hátíð­irn­ar. Guiseppe Conte for­sæt­is­ráð­herra kynnti í gær hertar aðgerðir sem munu gilda á Ítalíu yfir jól og ára­mót. Frá 24. til 27. des­em­ber, frá 31. des­em­ber til 3. jan­úar og loks dag­ana 5. og 6. jan­úar mega Ítalir ein­ungis ferð­ast frá heim­ilum sínum til þess að sinna vinnu, kaupa nauð­synjar eða sækja lækn­is­þjón­ustu. Hvert heim­ili má þó taka við tveimur full­orðnum gestum á meðan þessar tak­mark­anir eru í gild. Þar gildir enn fremur útgöngu­bann milli klukkan tíu á kvöldin og til fimm á morgn­anna.Á vef BBC má lesa um hvaða aðgerðir eru í gildi í hinum ýmsu löndum Evr­ópu. Þar segir að nauð­syn­legri verslun og þjón­ustu verði lokað fram í jan­úar í Hollandi og Þýska­landi. Yfir jólin mun þýskum fjöl­skyldum þó leyfast að taka á móti allt að fjórum nánum fjöl­skyldu­með­lim­um.Í Aust­ur­ríki taka sam­bæri­legar lok­anir gildi frá og með 26. des­em­ber og ferða­lög fólks verða veru­legum tak­mörk­unum háð. Þá er í umfjöllun BBC fjallað um til­mæli sænskra yfir­valda er snúa að grímunotk­un. Þar í landi er fólki nú ráð­lagt að nota and­lits­grímur í almenn­ings­sam­göngum á háanna­tím­um. Þá hefur hámarks­fjöldi gesta á hverju borði sænskra veit­inga­staða verið lækk­aður úr átta í fjóra og sala áfengis eftir klukkan átta á kvöldin verið bönn­uð.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent