Lífeyrissjóður verzlunarmanna endurgreiðir hluta sjóðsfélaga ofgreidda vexti

Stjórn næst stærsta lífeyrissjóðs landsins hefur ákveðið að endurgreiða fjölda lántakenda oftekna vexti sem reiknaðir hafa verið á húsnæðislán þeirra frá síðasta sumri. Vextir hópsins munu auk þess lækka umtalsvert, miðað við stöðu mála í dag.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna er til heimilis í húsi verslunarinnar.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna er til heimilis í húsi verslunarinnar.
Auglýsing

Stjórn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna ákvað á fundi þann 23. jan­úar síð­ast­lið­inn að end­ur­greiða öllum lán­tökum sem tekið hafa verð­tryggð lán með breyti­legum vöxtum á tíma­bil­inu frá árs­byrjun 2001 til apríl 2017 ofgreidda vexti sem þeir hafa greitt frá og með júní 2019.

­Með þessu er sjóð­ur­inn að bregð­ast við ákvörðun Neyt­enda­stofu frá des­em­ber 2019 um sjóð­ur­inn hafi ekki mátt breyta því hvernig verð­­tryggðir breyt­i­­legir vextir hluta hús­næð­is­lána sjóðs­fé­laga hans voru reikn­aðir út. Það hafi verið í and­­stöðu við ákvæði eldri laga um neyt­enda­lán. 

Alls hefur ákvörðun Neyt­enda­­stofu áhrif á öll lán með verð­­tryggða breyt­i­­lega vexti sem gefin voru út frá árs­­byrjun 2001 til apríl 2017 og varðar vaxta­greiðslur frá maí 2019. Um er að ræða átta pró­­sent af öllum sjóðs­­fé­lags­lánum Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­ar­manna.

Í frétt á vef Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­ar­manna frá því snemma í jan­úar segir að gert sé ráð fyrir því, með fyr­ir­vara um nán­­ari skoð­un, kostn­aður sjóðs­ins vegna þessa sé innan við 30 millj­­ónir króna, eða að með­­al­tali um tíu þús­und krónur á hvert lán. 

Auglýsing
Forsaga máls­ins er sú að stjórn Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­ar­manna tók þá ákvörðun 24. maí síð­­ast­lið­inn að hækka vexti á breyt­i­­legum verð­­tryggðum hús­næð­is­lánum úr 2,06 pró­­sent í 2,26 pró­­sent frá og með ágúst­­byrjun 2019. Sam­hliða var ákveðið að hætta að að láta ávöxt­un­­­­ar­­­­kröfu ákveð­ins skulda­bréfa­­­­­­­flokks stýra því hverjir vext­irnir eru og í stað þess myndi stjórn sjóðs­ins ákveða þá. 

Þetta sagði Neyt­enda­stofa að væri ólög­legt að gera gagn­vart þeim sem tóku lán fyrir hjá Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna fyrir apríl 2017. 

í til­kynn­ingu á vef sjóðs­ins segir að á stjórn­ar­fund­inum 23. jan­úar síð­ast­lið­inn hafi verið ákveðið „að færa vaxta­við­mið aftur til fyrra horfs og þar sem vextir sam­kvæmt því við­miði hafa reynst lægri en þeir vextir sem til­kynntir voru í maí 2019 mun sjóð­ur­inn end­ur­greiða lán­tökum mis­mun­inn.“

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá sjóðnum munu þeir lán­takar sem breyt­ingin snertir fá send bréf fyrir febr­ú­ar­lok um áhrifin á lán þeirra auk þess sem nán­ari upp­lýs­ingar verða birtar á sjóð­fé­laga­vef við­kom­andi lán­tak­enda.

Þótt áhrifin á umrædda lán­tak­endur hafi verið lítil frá því að ákvörð­unin tók gildi, í ágúst í fyrra, þá geta þau verið mikið til fram­tíð­ar. Lán þeirra munu enda halda áfram að miða við ávöxt­un­ar­kröfu skulda­bréfa­flokks­ins HFF150434 að við­bættu 0,75 pró­sentu­stiga álagi. Í dag myndi það þýða að breyti­legir verð­tryggðir vextir hóps­ins væri 1,73 pró­sent, eða 30 pró­sent lægri en þeir vextir sem bjóð­ast þeim sem tóku breyti­leg verð­tryggð lán hjá sjóðnum eftir apríl 2017.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á Terra Nova
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent