Lífeyrissjóður verzlunarmanna endurgreiðir hluta sjóðsfélaga ofgreidda vexti

Stjórn næst stærsta lífeyrissjóðs landsins hefur ákveðið að endurgreiða fjölda lántakenda oftekna vexti sem reiknaðir hafa verið á húsnæðislán þeirra frá síðasta sumri. Vextir hópsins munu auk þess lækka umtalsvert, miðað við stöðu mála í dag.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna er til heimilis í húsi verslunarinnar.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna er til heimilis í húsi verslunarinnar.
Auglýsing

Stjórn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna ákvað á fundi þann 23. jan­úar síð­ast­lið­inn að end­ur­greiða öllum lán­tökum sem tekið hafa verð­tryggð lán með breyti­legum vöxtum á tíma­bil­inu frá árs­byrjun 2001 til apríl 2017 ofgreidda vexti sem þeir hafa greitt frá og með júní 2019.

­Með þessu er sjóð­ur­inn að bregð­ast við ákvörðun Neyt­enda­stofu frá des­em­ber 2019 um sjóð­ur­inn hafi ekki mátt breyta því hvernig verð­­tryggðir breyt­i­­legir vextir hluta hús­næð­is­lána sjóðs­fé­laga hans voru reikn­aðir út. Það hafi verið í and­­stöðu við ákvæði eldri laga um neyt­enda­lán. 

Alls hefur ákvörðun Neyt­enda­­stofu áhrif á öll lán með verð­­tryggða breyt­i­­lega vexti sem gefin voru út frá árs­­byrjun 2001 til apríl 2017 og varðar vaxta­greiðslur frá maí 2019. Um er að ræða átta pró­­sent af öllum sjóðs­­fé­lags­lánum Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­ar­manna.

Í frétt á vef Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­ar­manna frá því snemma í jan­úar segir að gert sé ráð fyrir því, með fyr­ir­vara um nán­­ari skoð­un, kostn­aður sjóðs­ins vegna þessa sé innan við 30 millj­­ónir króna, eða að með­­al­tali um tíu þús­und krónur á hvert lán. 

Auglýsing
Forsaga máls­ins er sú að stjórn Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­ar­manna tók þá ákvörðun 24. maí síð­­ast­lið­inn að hækka vexti á breyt­i­­legum verð­­tryggðum hús­næð­is­lánum úr 2,06 pró­­sent í 2,26 pró­­sent frá og með ágúst­­byrjun 2019. Sam­hliða var ákveðið að hætta að að láta ávöxt­un­­­­ar­­­­kröfu ákveð­ins skulda­bréfa­­­­­­­flokks stýra því hverjir vext­irnir eru og í stað þess myndi stjórn sjóðs­ins ákveða þá. 

Þetta sagði Neyt­enda­stofa að væri ólög­legt að gera gagn­vart þeim sem tóku lán fyrir hjá Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna fyrir apríl 2017. 

í til­kynn­ingu á vef sjóðs­ins segir að á stjórn­ar­fund­inum 23. jan­úar síð­ast­lið­inn hafi verið ákveðið „að færa vaxta­við­mið aftur til fyrra horfs og þar sem vextir sam­kvæmt því við­miði hafa reynst lægri en þeir vextir sem til­kynntir voru í maí 2019 mun sjóð­ur­inn end­ur­greiða lán­tökum mis­mun­inn.“

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá sjóðnum munu þeir lán­takar sem breyt­ingin snertir fá send bréf fyrir febr­ú­ar­lok um áhrifin á lán þeirra auk þess sem nán­ari upp­lýs­ingar verða birtar á sjóð­fé­laga­vef við­kom­andi lán­tak­enda.

Þótt áhrifin á umrædda lán­tak­endur hafi verið lítil frá því að ákvörð­unin tók gildi, í ágúst í fyrra, þá geta þau verið mikið til fram­tíð­ar. Lán þeirra munu enda halda áfram að miða við ávöxt­un­ar­kröfu skulda­bréfa­flokks­ins HFF150434 að við­bættu 0,75 pró­sentu­stiga álagi. Í dag myndi það þýða að breyti­legir verð­tryggðir vextir hóps­ins væri 1,73 pró­sent, eða 30 pró­sent lægri en þeir vextir sem bjóð­ast þeim sem tóku breyti­leg verð­tryggð lán hjá sjóðnum eftir apríl 2017.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent