Björgólfur verið forstjóri Samherja í tæpa þrjá mánuði en er ekki með prókúru

Samherji tilkynnti fyrst um breyta prókúru hjá fyrirtækinu eftir forstjóraskipti þann 30. janúar 2020, tveimur og hálfum mánuði eftir að þau áttu sér stað. Athugasemdir voru gerðar við tilkynninguna og hún ekki tekin gild.

Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, sem steig niður úr forstjórastólnum tímabundið í nóvember 2019.
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, sem steig niður úr forstjórastólnum tímabundið í nóvember 2019.
Auglýsing

Þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið um að Björgólfur Jóhannsson tæki við tímabundið sem forstjóri Samherja þann 14. nóvember 2019, fyrir tæpum þremur mánuðum síðan, er hann hvorki skráður í framkvæmdastjórn fyrirtækisins né með prókúru, sem veitir heimild til úttektar af bankareikningum, fyrir það í hlutafélagaskrá ríkisskattstjóra. 

Í svari við fyrirspurn Kjarnans um málið segir talskona Samherja að fyrirtækið hafi tilkynnt um breytta prókúru hinn 30. janúar síðastliðinn í samræmi við ákvörðun stjórnar Samherja um ráðningu hins nýja forstjóra. Það komu hins vegar fram athugasemdir við tilkynninguna sem Samherji þurfti að bregðast við og er verið að vinna í því að senda inn nýja tilkynningu sem við teljum að komi til móts við þær athugasemdir sem bárust. Ákvörðun stjórnar Samherja frá 14. nóvember sl. um ráðningu nýs forstjóra tímabundið stendur og hefur Björgólfur Jóhannsson verið forstjóri félagsins frá þeim tíma.“

Samkvæmt skráningu í hlutafélagaskrá er Þorsteinn Már Baldvinsson, sem steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja á sama tíma og Björgólfur var ráðinn, enn skráður í framkvæmdastjórn bæði Samherja hf. og Samherja Holding ehf., sem saman mynda uppistöðu Samherjasamstæðunnar. Hann er einnig skráður með prókúru hjá báðum félögum ásamt Jóni Rafni Ragnarssyni, fjármálastjóra samstæðunnar. Aðspurð um þessa skráningu segir talskona Samherja að Þorsteinn Már hafi látið af störfum sem forstjóri þann 14. nóvember og hafi „ekki verið í framkvæmdastjórn frá þeim tíma. Prókúra hans féll niður frá sama tíma.“

Auglýsing
Samherjasamstæðunni var skipt upp í áðurnefnd tvö félög á árinu 2018. Sameiginlegur hagn­aður þeirra vegna árs­ins 2018 nam sam­tals um 11,9 millj­örðum króna. Eigið fé sam­stæð­unnar var 110,7 millj­arðar króna í lok þess árs. Því er um risavaxið fyrirtæki að ræða með starfsemi í fjölmörgum löndum. 

Steig til hliðar eftir Kveik

Þann 12. nóvember 2019 birtist umfjöllun Kveiks, Stund­­­­ar­inn­­­­ar, Al Jazeera og Wikileaks um mút­­­u­greiðsl­­­­ur, meint pen­inga­þvætti og skattsnið­­­­göngu Sam­herja, sem byggði að mestu á tug­­­­þús­undum gagna og upp­­­­­­­ljóstrun Jóhann­esar Stef­áns­­­­son­­­­ar, fyrr­ver­andi starfs­­­­manns Sam­herja í Namib­­­­íu. 

Tveimur dögum síðar tilkynnti Samherji að Þorsteinn Már, sem er aðaleigandi Samherja ásamt frænda sínum Kristjáni Vilhelmssyni og fyrrverandi eiginkonu sinni Helgu S. Guðmundsdóttur, hefði stigið tímabundið til hliðar sem forstjóri og að Björgólfur tæki við, sömuleiðis tímabundið. 

Í tilkynningunni var haft eftir Eiríki S. Jóhann­essyni, stjórn­ar­for­manni Sam­herja, að þetta skref væri stigið til að tryggja sem best hlut­leysi rann­sókn­ar­ norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein á ætluðum brotum Samherja. „Við viljum stunda heið­ar­leg við­skipti og leggjum okkur fram um að starfa í sam­ræmi við gild­andi lög og regl­ur.“

Rannsókn Wikborg Rein heyrir beint undir stjórn Samherja og fyrirtækið greiðir fyrir hana. 

Ekki útilokað að Þorsteinn Már snúi aftur

Samkvæmt upplýsingum Kjarnans er stefnt að því að niðurstöður Wikborg Rein liggi fyrir í apríl næstkomandi. Yfir­völd í Namib­íu, Angóla, Íslandi og í Nor­egi eru einnig að rann­saka mál tengd Sam­herj­a og fjölmargir hafa verið ákærðir fyrir spillingu og önnur efnahagsbrot nú þegar í Namibíu vegna Samherjamálsins, meðal annars tveir fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn landsins.

Í viðtali við norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv sem birt var um miðjan desember í fyrra sagði Björgólfur að hann byggist við því að hann myndi ljúka hlut­verki sínu sem tíma­bund­inn for­stjóri Sam­herja á fyrsta árs­fjórð­ungi árs­ins 2020. 

Í viðtali við vefmiðilinn Intrafish, sem sér­hæfir sig í umfjöllun um sjáv­ar­út­vegs­mál, ­sem birt var í janúar var hafði sá tími sem Björgólfur vænti þess að vera í starfi þó lengst. Þar sagðist hann ekki reikna með því að sitja í forstjórastólnum lengur en fram á mitt ár 2020. Þar útilokaði Björgólfur enn fremur ekki að Þorsteinn Már myndi snúa aftur í stólinn. „Hann hefur verið starf­andi í sjáv­ar­út­vegi á Íslandi í mörg ár og er lík­lega sá náungi sem veit mest um sjáv­ar­út­veg á Íslandi og í Evr­ópu,“ sagði Björgólfur um Þor­stein Má.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lífskjarasamningurinn leiðir launaþróun en ekki opinberir starfsmenn
Kjarninn 6. maí 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent