Samherji telur að kyrrsetning Heinaste standist ekki namibísk lög

„Við teljum að endurnýjuð kyrrsetning skipsins standist ekki namibísk lög og við munum grípa til ráðstafana til að hnekkja henni fyrir namibískum dómstólum ef nauðsyn krefur,“ segir Björgólfur Jóhannsson starfandi forstjóri Samherja.

Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja.
Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja.
Auglýsing

Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir að fyrirtækið telji að endurnýjuð kyrrsetning verksmiðjutogarans Heinaste standist ekki namibísk lög. Það muni grípa til ráðstafana til að hnekkja henni fyrir namibískum dómstólum ef nauðsyn krefur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja í dag.

Fram kom í fréttum í síðustu viku að Heinaste hefði verið kyrrsettur á ný á grundvelli laga um skipulagða glæpastarfsemi. Einungis er heimilt að beita slíkri kyrrsetningu ef rökstuddur grunur er um að til standi að fjarlægja umrædda eign.

Eitt skip eftir í Namibíu

Í tilkynningu Samherja segir að af þeim þremur skipum sem stundar hafa veiðar í namibískri lögsögu undanfarið ár, Geysir, Heinaste og Saga, sé aðeins eitt eftir í Namibíu og sé þar um að ræða verksmiðjutogarann Heinaste. Markmiðið hafi verið að hafa skipið áfram í Namibíu í því skyni að selja það eða leigja áfram til namibískra aðila sem stunda útgerð í landinu svo verja mætti störf þeirra sjómanna sem hafa verið í áhöfn skipsins.

Auglýsing

„Aðeins aðilar sem hafa verið sakfelldir geta þurft að þola haldlagningu á eignum sínum samkvæmt namibískum lögum. Eigandi Heinaste hefur ekki verið ákærður eða sakfelldur fyrir refsiverða háttsemi. Samherji hafði áður lýst yfir ánægju með að mál vegna Heinaste og skipstjóra þess hefði verið leitt til lykta fyrir dómi í Walvis Bay hinn 5. febrúar síðastliðinn. Skipstjórinn játaði sök í þremur ákæruliðum um að hafa stundað veiðar á svæði þar sem sjávardýpt var minni en 200 metrar sem gengur í berhögg við þau skilyrði sem gilda um rétthafa úthlutaðs kvóta sem Heinaste var að veiða í umrætt sinn. 

Skipstjórinn var sektaður en dómstóllinn hafnaði kröfu namibíska ríkisins um haldlagningu skipsins því ekki þótti sannað að eigandi þess, Heinaste Investments (Pty) Ltd., sem Samherji á ráðandi hlut í, hefði ekki gripið til allra viðeigandi úræða til að koma í veg fyrir að skipið væri notað á ólögmætan hátt. Af þessari ástæðu var það niðurstaða dómstólsins að afhenda bæri eiganda Heinaste þau skipsgögn sem höfðu verið haldlögð,“ segir í tilkynningunni.

Namibíska lögreglan vísvitandi hunsað dómsúrskurðinn

Björgólfur segir enn fremur að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi áhyggjur af því að namibíska lögreglan hafi vísvitandi hunsað dómsúrskurðinn og neitað að skila pappírum skipsins til eiganda þess eins og dómstóllinn hafi fyrirskipað að ætti að gera. Þetta muni seinka áformum um endurráðningu áhafnar skipsins til hagsbóta fyrir namibískt samfélag.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent