Samherji telur að kyrrsetning Heinaste standist ekki namibísk lög

„Við teljum að endurnýjuð kyrrsetning skipsins standist ekki namibísk lög og við munum grípa til ráðstafana til að hnekkja henni fyrir namibískum dómstólum ef nauðsyn krefur,“ segir Björgólfur Jóhannsson starfandi forstjóri Samherja.

Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja.
Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja.
Auglýsing

Björgólfur Jóhanns­son, starf­andi for­stjóri Sam­herja, segir að fyr­ir­tækið telji að end­ur­nýjuð kyrr­setn­ing verk­smiðju­tog­ar­ans Heinaste stand­ist ekki namibísk lög. Það muni grípa til ráð­staf­ana til að hnekkja henni fyrir namibískum dóm­stólum ef nauð­syn kref­ur. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Sam­herja í dag.

Fram kom í fréttum í síð­ustu viku að Heinaste hefði verið kyrr­settur á ný á grund­velli laga um skipu­lagða glæp­a­starf­semi. Ein­ungis er heim­ilt að beita slíkri kyrr­setn­ingu ef rök­studdur grunur er um að til standi að fjar­lægja umrædda eign.

Eitt skip eftir í Namibíu

Í til­kynn­ingu Sam­herja segir að af þeim þremur skipum sem stundar hafa veiðar í namibískri lög­sögu und­an­farið ár, Geys­ir, Heinaste og Saga, sé aðeins eitt eftir í Namibíu og sé þar um að ræða verk­smiðju­togar­ann Heinaste. Mark­miðið hafi verið að hafa skipið áfram í Namibíu í því skyni að selja það eða leigja áfram til namibískra aðila sem stunda útgerð í land­inu svo verja mætti störf þeirra sjó­manna sem hafa verið í áhöfn skips­ins.

Auglýsing

„Að­eins aðilar sem hafa verið sak­felldir geta þurft að þola hald­lagn­ingu á eignum sínum sam­kvæmt namibískum lög­um. Eig­andi Heinaste hefur ekki verið ákærður eða sak­felldur fyrir refsi­verða hátt­semi. Sam­herji hafði áður lýst yfir ánægju með að mál vegna Heinaste og skip­stjóra þess hefði verið leitt til lykta fyrir dómi í Wal­vis Bay hinn 5. febr­úar síð­ast­lið­inn. Skip­stjór­inn ját­aði sök í þremur ákæru­liðum um að hafa stundað veiðar á svæði þar sem sjáv­ar­dýpt var minni en 200 metrar sem gengur í ber­högg við þau skil­yrði sem gilda um rétt­hafa úthlut­aðs kvóta sem Heinaste var að veiða í umrætt sinn. 

Skip­stjór­inn var sektaður en dóm­stóll­inn hafn­aði kröfu namibíska rík­is­ins um hald­lagn­ingu skips­ins því ekki þótti sannað að eig­andi þess, Heinaste Invest­ments (Pty) Ltd., sem Sam­herji á ráð­andi hlut í, hefði ekki gripið til allra við­eig­andi úræða til að koma í veg fyrir að skipið væri notað á ólög­mætan hátt. Af þess­ari ástæðu var það nið­ur­staða dóm­stóls­ins að afhenda bæri eig­anda Heinaste þau skips­gögn sem höfðu verið hald­lögð,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Namibíska lög­reglan vís­vit­andi hunsað dóms­úr­skurð­inn

Björgólfur segir enn fremur að for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafi áhyggjur af því að namibíska lög­reglan hafi vís­vit­andi hunsað dóms­úr­skurð­inn og neitað að skila papp­írum skips­ins til eig­anda þess eins og dóm­stóll­inn hafi fyr­ir­skipað að ætti að gera. Þetta muni seinka áformum um end­ur­ráðn­ingu áhafnar skips­ins til hags­bóta fyrir namibískt sam­fé­lag.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á Terra Nova
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent