Samherji telur að kyrrsetning Heinaste standist ekki namibísk lög

„Við teljum að endurnýjuð kyrrsetning skipsins standist ekki namibísk lög og við munum grípa til ráðstafana til að hnekkja henni fyrir namibískum dómstólum ef nauðsyn krefur,“ segir Björgólfur Jóhannsson starfandi forstjóri Samherja.

Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja.
Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja.
Auglýsing

Björgólfur Jóhanns­son, starf­andi for­stjóri Sam­herja, segir að fyr­ir­tækið telji að end­ur­nýjuð kyrr­setn­ing verk­smiðju­tog­ar­ans Heinaste stand­ist ekki namibísk lög. Það muni grípa til ráð­staf­ana til að hnekkja henni fyrir namibískum dóm­stólum ef nauð­syn kref­ur. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Sam­herja í dag.

Fram kom í fréttum í síð­ustu viku að Heinaste hefði verið kyrr­settur á ný á grund­velli laga um skipu­lagða glæp­a­starf­semi. Ein­ungis er heim­ilt að beita slíkri kyrr­setn­ingu ef rök­studdur grunur er um að til standi að fjar­lægja umrædda eign.

Eitt skip eftir í Namibíu

Í til­kynn­ingu Sam­herja segir að af þeim þremur skipum sem stundar hafa veiðar í namibískri lög­sögu und­an­farið ár, Geys­ir, Heinaste og Saga, sé aðeins eitt eftir í Namibíu og sé þar um að ræða verk­smiðju­togar­ann Heinaste. Mark­miðið hafi verið að hafa skipið áfram í Namibíu í því skyni að selja það eða leigja áfram til namibískra aðila sem stunda útgerð í land­inu svo verja mætti störf þeirra sjó­manna sem hafa verið í áhöfn skips­ins.

Auglýsing

„Að­eins aðilar sem hafa verið sak­felldir geta þurft að þola hald­lagn­ingu á eignum sínum sam­kvæmt namibískum lög­um. Eig­andi Heinaste hefur ekki verið ákærður eða sak­felldur fyrir refsi­verða hátt­semi. Sam­herji hafði áður lýst yfir ánægju með að mál vegna Heinaste og skip­stjóra þess hefði verið leitt til lykta fyrir dómi í Wal­vis Bay hinn 5. febr­úar síð­ast­lið­inn. Skip­stjór­inn ját­aði sök í þremur ákæru­liðum um að hafa stundað veiðar á svæði þar sem sjáv­ar­dýpt var minni en 200 metrar sem gengur í ber­högg við þau skil­yrði sem gilda um rétt­hafa úthlut­aðs kvóta sem Heinaste var að veiða í umrætt sinn. 

Skip­stjór­inn var sektaður en dóm­stóll­inn hafn­aði kröfu namibíska rík­is­ins um hald­lagn­ingu skips­ins því ekki þótti sannað að eig­andi þess, Heinaste Invest­ments (Pty) Ltd., sem Sam­herji á ráð­andi hlut í, hefði ekki gripið til allra við­eig­andi úræða til að koma í veg fyrir að skipið væri notað á ólög­mætan hátt. Af þess­ari ástæðu var það nið­ur­staða dóm­stóls­ins að afhenda bæri eig­anda Heinaste þau skips­gögn sem höfðu verið hald­lögð,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Namibíska lög­reglan vís­vit­andi hunsað dóms­úr­skurð­inn

Björgólfur segir enn fremur að for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafi áhyggjur af því að namibíska lög­reglan hafi vís­vit­andi hunsað dóms­úr­skurð­inn og neitað að skila papp­írum skips­ins til eig­anda þess eins og dóm­stóll­inn hafi fyr­ir­skipað að ætti að gera. Þetta muni seinka áformum um end­ur­ráðn­ingu áhafnar skips­ins til hags­bóta fyrir namibískt sam­fé­lag.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent