Lífeyrissjóðir lána mun meira til húsnæðiskaupa

Lífeyrissjóðir hafa lánað mun hærri upphæðir til húsnæðiskaupa að undanförnu miðað við síðustu ár. Nær fjórfalt meira var lánað með sjóðsfélagalánum á fyrstu tveimur mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra.

Talið er að líklegasta skýringin á auknum vinsældum sjóðsfélagalána séu hagstæðari kjör lánanna.
Talið er að líklegasta skýringin á auknum vinsældum sjóðsfélagalána séu hagstæðari kjör lánanna.
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóðir hafa lánað mun hærri upp­hæðir til hús­næð­is­kaupa að und­an­förnu miðað við síð­ustu ár. Sjóð­irnir lán­uðu nær fjór­falt meira til sjóðs­fé­laga sinna á fyrstu tveimur mán­uðum árs­ins miðað við sama tíma í fyrra. Hag­fræð­ingur segir líf­eyr­is­sjóð­ina nán­ast einu aðil­ana hér á landi sem geti lánað fjár­magn til langs tíma í ein­hverjum mæli. Þetta kemur fram í Frétta­blað­inu í dag. 

Þar segir að sjóðs­fé­laga­lán líf­eyr­is­sjóð­anna námu 12 millj­örðum króna frá byrjun des­em­ber til loka febr­ú­ar, en það er hærri upp­hæð en lánuð var út allt árið 2014.

Haft er eftir Ásgeiri Jóns­syni hag­fræð­ingi að líf­eyr­is­sjóðir séu með lengri fjár­mögnun en bank­arn­ir. Skuld­bind­ingar líf­eyr­is­sjóða til sjóðs­fé­laga séu ekki greiddar út fyrr en sjóðs­fé­lagar fari á eft­ir­laun, sem sé ára­tugum eftir að þeir hefji að greiða líf­eyri, öfugt við bank­ana sem séu mest megnis fjár­magn­aðir með óbundnum inni­stæð­um. Það geri líf­eyr­is­sjóðum auð­veld­ara fyrir en bönk­unum að lána út til langs tíma. 

Auglýsing

Af sem áður var

Fram kom í Frétta­blað­inu í gær að íbúðum í eigu Íbúða­lána­sjóðs hafi fækkað um tæp fjöru­tíu pró­sent á síð­ustu tveimur árum. Eign­irnar voru tæp­lega 1.300 í lok mars 2016, sam­an­borið við rúm­lega 2.100 í mars árið 2014. Fram kom í blað­inu að stefnt sé að því að þær verði 750 í árs­lok. 

Ásgeir segir að áður hafi líf­eyr­is­sjóðir einmitt að mestu leyti lánað félögum í gegn um Íbúða­lána­sjóð, sem aftur lán­aði um 60 pró­sent allra íbúða­lána Íslandi, oft­ast með skulda­bréfum sem líf­eyr­is­sjóðir keypt­u. 

Þórður Snær Júlíusson
Tækifærið er núna
Kjarninn 23. ágúst 2019
WOW air gríman fallin
Skiptastjórar þrotabús WOW air telja að flugfélagið hafi í síðasta lagi verið ógjaldfært um mitt síðasta ár. Þrátt fyrir það réðist WOW air í skuldabréfaútgáfu sem byggði á upplýsingum um annað.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None