Ætla ekki að birta úttekt á samningi við Init í heild sinni

Framkvæmdastjóri Reiknistofu lífeyrissjóða segist ekki geta afhent úttekt á samningi við Init ehf. um rekstur hugbúnaðarkerfisins Jóakims í heild sinni. Stjórn RL hefur enn ekki komist að niðurstöðu um næstu skref.

Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri RL.
Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri RL.
Auglýsing

Stjórn Reikni­stofu líf­eyr­is­sjóða hf. (RL) hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort grípa þurfi til aðgerða eftir að nið­ur­stöður úttektar á samn­ingi milli RL og Init ehf. um rekstur hug­bún­að­ar­kerf­is­ins Jóakims birt­ust í byrjun júlí. Þetta segir Almar Guð­munds­son fram­kvæmda­stjóri RL í sam­tali við Kjarn­ann.

Kjarn­inn óskaði eftir því að fá úttekt­ina í heild sinni en RL birti ein­ungis nið­ur­stöð­urnar þegar þær lágu fyrir fyrr í sum­ar. Í skrif­legu svari fram­kvæmda­stjór­ans kemur fram að hann geti ekki sent blaða­manni úttekt­ina í heild sinni. „Nið­ur­stöður hennar eru aðgengi­legar á vef okk­ar,“ segir í svar­inu.

Tæpur millj­arður fór út úr Init til Ini­t-­rekst­urs á sex árum

Kveikur fjall­aði um málið í lok apríl síð­ast­lið­ins en þar kom fram að þjón­ustu­fyr­ir­tækið Init hefði rukkað líf­eyr­is­sjóði og verka­lýðs­fé­lög um vinnu sem efa­semdir væru um að stæð­ist lög.

Auglýsing

Í þætti Kveiks kom fram að hund­ruð millj­óna króna hefðu streymt út úr félag­inu Init og til ann­ars félags í eigu stjórn­enda Init. Það félag heitir Ini­t-­rekst­ur. Á árunum 2013 til 2019 fór tæpur millj­arður króna út úr Init til Ini­t-­rekst­urs.

Init ann­að­ist rekstur tölvu­kerf­is, sem kall­ast Jóakim og heldur meðal ann­ars utan um öll rétt­indi þeirra sem greiða í líf­eyr­is­sjóði. Jóakim er í eigu tíu líf­eyr­is­sjóða og ýmis verka­lýðs­fé­lög greiða fyrir notkun á kerf­inu.

Samn­ings­brot af hálfu Init

Ernst & Young ehf. (EY) skil­aði, eins og áður seg­ir, af sér úttekt á samn­ingi milli RL og Init ehf. um rekstur hug­bún­að­ar­kerf­is­ins Jóakims en þess má geta að RL sagði upp samn­ingi sínum við Init í byrjun júní. Í fyrr­nefndri úttekt kom meðal ann­ars fram að Init hefði brotið samn­inga við RL. Fram kom hjá RL að þar hefði vegið þyngst við­skipta­sam­band Init ehf. við und­ir­verk­taka án heim­ildar RL, ann­ars vegar við félag með sama eign­ar­hald, Init rekstur ehf., og hins vegar við nokkur félög í eigu stjórn­enda Init.

Fram kom í úttekt­inni að ekki yrði séð að eðli­legur rekstr­ar­til­gangur hefði að öllu leyti legið að baki greiðslum milli umræddra félaga.

Stjórn RL vinnur enn að mál­inu

Í til­kynn­ingu RL, sem birt­ist með nið­ur­stöð­un­um, kom fram að stjórn RL myndi „á næstu vikum fara ítar­lega yfir þessar nið­ur­stöður úttekt­ar­innar og skoða hvort gripið verði til aðgerða á grunni þeirra“.

Fram­kvæmda­stjóri RL, Almar Guð­munds­son, segir í sam­tali við Kjarn­ann að enn sé verið að vinna að mál­inu. Stjórnin hafi enn ekki tekið ákvörðun um fram­haldið en að sér­fræð­ingar á þeirra vegum skoði nú mál­ið.

Varð­andi það að birta skýrsl­una í heild sinni þá segir Almar að þau hafi lagt áherslu á að allar nið­ur­stöður væru opin­ber­aðar og að það hafi þau gert. „Við teljum að það sé nóg,“ segir hann. Hann segir enn fremur að Jóakim sé gríð­ar­lega mik­il­vægt kerfi og þess vegna vinni þau hjá RL að mál­inu nú af festu.

Hann getur ekki nefnt hvenær nákvæm­lega von sé á nið­ur­stöðu stjórnar RL.

Segir lestur úttekt­ar­innar skilja eftir margar spurn­ingar

Viðar Þor­steins­son fram­kvæmda­stjóri Efl­ingar gerði úttekt­ina að umræðu­efni á Face­book-­síðu sinni þegar hún kom út en þar gagn­rýnir hann ýmsa anga máls­ins.

Viðar Þorseinsson Mynd: RÚV

„Því miður er það svo, að lestur þess­arar sam­an­tektar skilur margar spurn­ingar eftir ósvar­að­ar, rétt eins og maður ótt­að­ist. Hvers vegna birta líf­eyr­is­sjóð­irnir til að byrja með ekki skýrslu Ernst & Young í heild sinni, óstytta? Það sem er birt á net­inu er efn­is­rýr, loð­inn og almennur texti, þar sem les­and­inn á þess engan kost að leggja sjálf­stætt mat á eitt eða neitt. Til upp­rifj­unar varð­andi efn­is­at­riði máls­ins, þá er stærsta spurn­ingin sú hvers eðlis fjár­magnstil­færsl­urnar milli Init og ann­arra fyr­ir­tækja í eigu starfs­manna Init, sem end­uðu sem arð­greiðslur í vasa þeirra, voru í reynd,“ skrif­aði hann.

Spyr hann hvaða skýr­ingar hafi komið fram á því við vinnslu úttekt­ar­inn­ar. „Hver er trú­verð­ug­leiki þeirra skýr­inga? Er ástæða til að ætla að t.d. bók­halds­laga­brot eða skatta­laga­brot hafi verið fram­in?“ spyr hann.

„Þessu er ekki í svarað í þess­ari skýrslu sem líf­eyr­is­sjóð­irnir bera nú á borð. Maður hefði haldið að þetta væri aðal­við­fangs­efni skýrsl­unn­ar, það sem málið snýst um. Í raun er það afrek að það hafi tek­ist að svara ekki þessum spurn­ing­um! Hvað fengu Ernst & Young borgað fyrir þetta? Í stað­inn fyrir að svara þessum spurn­ingum tekst þeim þó að þyrla upp ryki í kringum alls kyns auka­at­riði, eins og t.d. „heild­ar­um­gjörð samn­ings­mála er varða per­sónu­vernd­ar­mál“ sem sögð er hafa verið „óljós“!“

Bendir hann að end­ingu á að ekki hafi verið haft sam­band við hann af hálfu Ernst & Young vegna þess­arar úttektar en að frum­kvæði stjórnar Efl­ingar hefði hann haft sam­band við Gildi sum­arið 2020 til að koma á fram­færi sömu upp­lýs­ingum um Init og þeim sem fjallað var um í þætti Kveiks fyrr á þessu ári.

Líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa nú birt stytta útgáfu af skýrsl­unni sem þeir létu Ernst & Young gera fyrir sig vegna...

Posted by Vidar Thor­steins­son on Wed­nes­day, July 7, 2021

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent