Hluturinn sem var seldur í Íslandsbanka í júní hefur hækkað um 31 milljarð króna

Bréf í Íslandsbanka hafa hækkað um 56 prósent frá útboði á hlutabréfum bankans, sem lauk fyrir tveimur mánuðum. Þúsundir hafa þegar selt hlutina sína og leyst út skjótfenginn gróða.

Íslandsbanki var skráður á markað í júní.
Íslandsbanki var skráður á markað í júní.
Auglýsing

Í gær voru tveir mán­uðir liðnir frá því að hluta­fjár­út­boði Íslands­banka lauk, en bank­inn var skráður á markað viku síð­ar, eða 22. júní 2021. Í útboð­inu var 35 pró­sent hlutur í bank­anum seldur á 79 krónur á hlut. Heild­ar­sölu­and­virðið er 55,3 millj­arðar króna og rennur það að uppi­stöðu, eftir að búið er að draga frá kostnað vegna útboðs­ins, í rík­is­sjóð þar sem íslenska ríkið var eini eig­andi bank­ans fyrir útboð­ið. Áætlað mark­aðsvirði Íslands­banka miðað við þetta var 158 millj­arðar króna. 

Níföld eft­ir­spurn var eftir bréf­un­um, enda var það almennt mat grein­ing­ar­að­ila að þau væru und­ir­verð­lögð og gætu hækkað hratt þegar almenn við­skipti með þau myndu hefj­ast. Það reynd­ist rétt og nú tveimur mán­uðum eftir að hluta­fjár­út­boð­inu lauk hafa bréfin hækkað um 56 pró­sent.

20 keyptu rúm­lega helm­ing

Þegar fyrsti hlut­haf­alisti Íslands­banka eftir skrán­ingu var birtur kom í ljóst að þeir 20 fjár­festar – erlendir sjóð­ir, líf­eyr­is­sjóðir og aðrir fag­fjár­festar – sem keyptu mest í útboð­inu áttu sam­tals 18 pró­sent hlut í bank­an­um. Það þýðir að hinir þátt­tak­end­urnir í útboð­inu, en þeir alls voru um 24 þús­und tals­ins, keyptu sam­an­lagt 17 pró­sent hlut.

Auglýsing
Lögð var áhersla á það að dreifa eign­ar­að­ild í því skrefi sem stigið var í söl­unni nú, og til marks um það var hægt að skrá sig fyrir hlut upp á 50 þús­und krón­ur, sem er lágt í flestum sam­an­burði. Auk þess var gefið út að allir sem skráðu sig fyrir því að kaupa fyrir eina milljón króna eða minna myndu ekki skerð­ast ef eft­ir­spurn yrði umfram fram­boð, að fjórum horn­steins­fjár­fest­unum und­an­skild­um. Það leiddi til þess að hlut­hafar voru 24 þús­und eftir að útboð­inu lauk.

Þús­undir hafa þegar selt bréf

Bréfin hækk­uðu strax á fyrsta degi við­skipta um 20 pró­sent. Síðan þá hafa þau haldið áfram að hækka og ljóst að margir smærri fjár­festar hafa selt hluti sína til að leysa út skjót­feng­inn gróða. Tæpum mán­uði eftir að útboð­inu lauk hafði hlut­höfum í Íslands­banka fækkað um fjögur þús­und. Þá höfðu bréfin hækkað um 35 pró­sent sem þýddi að þeir sem keyptu fyrir eina milljón króna gátu selt bréfin sín með 350 þús­und króna hagn­aði.

Síðan þá hafa bréfin haldið áfram að hækka og nemur hækk­unin nú, líkt og áður sagði, um 56 pró­sent­u­m. 

Miðað við það er mark­aðsvirði Íslands­banka í dag um 246,5 millj­arðar króna, og hefur hækkað um 88,5 millj­arða króna á tveimur mán­uð­um. Af þeirri virð­is­aukn­ingu hefur um 31 millj­arður króna lent hjá þeim sem keyptu 35 pró­sent hlut af íslenska rík­inu á 79 krónur á hlut um miðjan júní­mán­uð. 

Vill selja rest­ina á næsta kjör­tíma­bili

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hefur oft­sinnis lýst því yfir á kjör­tíma­bil­inu að hann vilji selja allt hlutafé í Íslands­banka og allt að helm­ing í hinum rík­is­bank­an­um, Lands­bank­an­um. 

Í síð­ustu viku mærði hann, á blaða­manna­fundi rík­is­stjórn­ar­innar sem hald­inn var á Suð­ur­nesjum, sölu rík­is­eigna á kjör­tíma­bil­inu, en þar átti hann sýni­lega við sölu á 35 pró­sent hlut í Íslands­banka í sum­ar. 

Bjarni sagði að í sínum huga væri aug­ljós­lega hægt að treysta rík­is­fjár­málin á kom­andi kjör­tíma­bili með því að halda áfram á þeirri braut, og selja meira í bank­an­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent