Halldór Benjamín og Davíð biðja Ragnar Þór um að draga „órökstuddar dylgjur“ til baka

Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA og Davíð Þorláksson forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs SA segja Ragnar Þór Ingólfsson formann VR hafa farið fram með órökstuddar dylgjur um þá og fleiri og óska eftir því að hann dragi orð sín til baka.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Auglýsing

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA) og Davíð Þor­láks­son for­stöðu­maður sam­keppn­is­hæfn­is­sviðs SA beina því til Ragn­ars Þór Ing­ólfs­son­ar, for­manns VR að draga full­yrð­ingar sínar um þrýst­ing af hálfu þeirra tveggja vegna fjár­mögn­unar fram­kvæmda á hinum svo­kall­aða Land­símareit til baka.

Einnig fara þeir fram á að Ragnar biðj­ist afsök­un­ar, ella sé „óhjá­kvæmi­legt að þau sem hafa orðið fyrir órök­studdum dylgjum hans íhugi rétt­ar­stöðu sína.“

„Það getur ein­fald­lega ekki annað verið að hann geri það því það er skýrt brot á lands­lögum að ásaka sak­laust fólk um svo alvar­lega hátt­semi sem hann hefur nú gert,“ skrifa Hall­dór Benja­mín og Davíð í grein sem birt­ist í dag á vef Sam­taka atvinnu­lífsins, en til­efnið eru sögð orð Ragnar Þórs í við­tali við Frétta­blaðið á fimmtu­dag­inn.

Auglýsing

Blaðið hafði óbeint eftir honum í inn­gangi greinar sem birt­ist á vef þess að verka­lýðs­for­ing­inn teldi að margt benti til þess að þeir Hall­dór Benja­mín og Davíð hefðu beitt sér fyrir því að líf­eyr­is­sjóð­irnir settu pen­ing inn í Lind­ar­vatn ehf. Ragnar Þór sagð­ist þó ekk­ert vera að full­yrða um það, en sagði að fara þyrfti fram „óháð rann­sókn“ á því hver bæri ábyrgð á mál­inu, sem hann hefur tjáð sig um í löngu máli í Face­book-­færslum að und­an­förnu. Ragnar Þór hefur gert miklar athuga­semdir við stöðu verk­efn­is­ins á Lands­símareitnum og sagt það dæmi um „spill­ingu“ innan líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins.

 Jó­hannes Stef­áns­son, fram­kvæmda­stjóri Lind­ar­vatns ehf., sagði í vik­unni að full­yrð­ingar hans stæð­ust ekki skoð­un. Ragnar Þór svar­aði um hæl og sagði óreiðu hafa verið í rekstri Lind­ar­vatns und­an­farin ár, líf­eyr­is­sjóð­irnir væru lík­lega að fara að tapa fé á fjár­fest­ingu sinni í verk­efn­inu og á því bæru ein­hverjir ábyrgð.

Jóhannes Stef­áns­son fram­kvæmda­stjóri Lind­ar­vatns ehf. svarar af veikum mætti spurn­ingum mínum um fram­kvæmd­ina á...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Tues­day, July 21, 2020

„Er það Hall­­dór Benja­mín eða Davíð Þor­láks­­son? Ég veit það ekki. Eru það stjórn­­endur Icelanda­ir?“ sagði Ragnar Þór, í sam­tali sínu við blaða­mann Frétta­blaðs­ins. „Ég veit ekki hver söku­dólg­ur­inn er í þessu máli en al­­mennt séð er saga at­vinn­u­lífs­ins blóði drifin innan ís­­lenska líf­eyr­is­­­sjóða­­kerf­is­ins,“ bætti hann við. 

Bæði Hall­dór Benja­mín og Davíð störf­uðu áður hjá Icelandair Group, en þeir fara yfir málið í grein sinni í dag og segja að í störfum sínum fyrir félagið hafi þeir hvergi nær komið nálægt kaupum Icelandair á helm­ing hluta­fjár í Linda­vatni árið 2015. „Það voru aðrir starfs­menn félags­ins, auk ytri ráð­gjafa, sem sáu algjör­lega um þetta verk­efn­i,“ segja Hall­dór og Dav­íð, sem segja líka ein­falt að benda á að þeir hafi ekki beitt sér innan SA fyrir því að líf­eyr­is­sjóð­irnir tækju þátt í end­ur­fjár­mögnun Lind­ar­vatns í lok mars árið 2016, enda hafi hvor­ugur þeirra verið byrj­aður að starfa fyrir SA á þeim tíma­punkti.

„Öll þurfum við að þola gagn­rýni. Ekki síst stór­fyr­ir­tæki, stórir fjár­magns­eig­endur eins og líf­eyr­is­sjóð­ir, sam­tök sem til­nefna stjórn­ar­menn líf­eyr­is­sjóða, sem og stjórn­endur slíkra sam­taka. Þegar þú hins vegar brigslar fólki um óheið­ar­leika og alvar­leg lög­brot, án þess að hafa nokkuð fyrir þér, þá ertu komin út fyrir öll mörk. Ekki síst ef þú ert aðili með greiðan aðgang að fjöl­miðlum og að fjölda fólks sem treystir þér og leggur trúnað á orð þín,“ segja Hall­dór Benja­mín og Davíð um orð Ragn­ars Þórs.

Þeir bæta því við að það sé „sorg­leg stað­reynd“ og „um­hugs­un­ar­efni fyrir alla sem styðja opna og lýð­ræð­is­lega umræðu í sam­fé­lag­inu“ að Ragnar Þór hafi ekki aflað sér upp­lýs­inga um málið hjá þeim sjálfum eða nokkrum sem því teng­ist, „áður en hann fór fram með þessar alvar­legu ásak­anir á opin­berum vett­vang­i.“   

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Guð og náttúran
Kjarninn 25. september 2020
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent