Mikið velti á áhættudreifingu lífeyrissjóðanna

Breytt aldurssamsetning þjóða og áhrif hennar á lífeyrissjóðakerfið eru á meðal þess sem fjallað er um í nýrri skýrslu framtíðarnefndar forsætisráðherra. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að íslenskum lífeyrissjóðum takist vel til í áhættudreifingu.

1. maí 2019 - Hópur af fólki
Auglýsing

Ald­urs­sam­setn­ing íslensku þjóð­ar­innar mun breyt­ast með sífellt fleira fólki í eldri lögum sam­fé­lags­ins. Til að mæta þeirri breyttu ald­urs­sam­setn­ingu er mik­il­vægt að vel tak­ist til við áhættu­dreif­ingu í líf­eyr­is­sjóðum lands­ins. Meðal ann­ars með erlendri fjár­fest­ingu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu fram­tíð­ar­nefnd­ar.

Smáar breyt­ingar í nútíð geti dregið úr stórum breyt­ingum í fram­tíð­inni

For­sæt­is­ráð­herra skip­aði fram­tíð­ar­nefnd um áskor­anir og tæki­færi vegna tækni­breyt­inga í júní 2018. Nefndin er skipuð ell­efu þing­mönnum og er for­maður nefnd­ar­innar Smári McCarthy. Fram­tíð­ar­nefndin er eins­konar til­raun til að fá þing­menn til að hugsa á lengri skala en í kjör­tíma­bilum

Smári McCarthy, þingmaður Pírata. Mynd:Bára Huld BeckFyrsta skýrsla nefnd­ar­innar er komin út og fjallar hún um þróun íslensk sam­fé­lags til næstu 15 til 20 ára með áherslu á atvinn­u-, umhverf­is-, byggða- og lýð­fræði­þætti og áhrif þeirra á tekju- og útgjalda­þróun rík­is­ins.

Fram kemur í skýrsl­unni að fram­tíð­ar­nefndin telji mik­il­vægt að stjórn­völd taki mið af nið­ur­stöðum skýrsl­unnar við stefnu­mótun og laga­setn­ingu á kom­andi árum, með hlið­sjón af því að smáar breyt­ingar í nútíð geti dregið úr þörf á stórum breyt­ingum í framtíðinni.

Auglýsing


Íslend­ingar eru að eld­ast

Í skýrsl­unni segir að gera megi ráð fyrir miklum breyt­ingum á næstu árum. Þar á meðal í ald­urs­sam­setn­ingu íslensku þjóð­ar­inn­ar. Íslend­ingar séu að eld­ast og mun hlut­fall ein­stak­linga á vinnu­mark­aði fara lækk­and­i. ­Fólki eldra en 70 ára muni fjölga mun hraðar en fólki á aldr­inum 20 til 70 ára og að ­fólki undir 20 fjölga hæg­ar. 

Öldrun þjóða hefur marg­vís­leg áhrif á útgjöld hins opin­ber­a. ­Auk­inn heild­ar­kostn­aður við alla þætti öldr­unar á alþjóða­vísu, þar með talið heil­brigð­is­þjón­ustu, er áætl­aður um 2 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu árið 2060.

Þá kemur fram í skýrsl­unni að hlut­falls­lega ­mikil atvinnu­þátt­taka á vinnu­mark­aði í Evr­ópu hafi getað að ein­hverju leyti vegið upp á móti hækkun ald­urs á vinnu­mark­aði. Hins vegar sé talið að eftir árið 2021 muni fjöldi á vinnu­mark­aði byrja að falla og þar með auk­ist þrýst­ingur á líf­eyr­is­kerfin í Evr­ópu.

„Breytt ald­urs­sam­setn­ing þjóð­ar­inn­ar, ásamt breyt­ingum á flæði fólks milli landa, skapar sam­fé­lags­legar áskor­anir sem þarf að leysa. Í þessum breyt­ingum fel­ast einnig mikil tæki­færi sem þarf að nýta mark­vis­st,“ segir í skýrsl­unni.

Líf­eyr­is­sjóða­kerfið skapi Íslandi sér­stöðu

Í skýrsl­unni segir að íslenska líf­eyr­is­sjóða­kerfið skapi Íslandi mikla sér­stöðu við að mæta breyttri ald­urs­sam­setn­ingu þjóð­ar­inn­ar. Líf­eyr­is­sjóða­kerfið byggi á traustum grunni þar sem lögð sé áhersla á lang­tíma­vöxt kerf­is­ins og traust á milli­ kyn­slóða. 

Lífeyrissjóður verslunarmanna.Sam­kvæmt skýrsl­unni mun íslenska líf­eyr­is­sjóða­kerfið áfram byggja á þremur meg­in­þátt­um. Í fyrsta lagi skyldu­að­ild allra starf­andi manna að líf­eyr­is­sjóð­um, í öðru lagi fullri sjóð­söfn­un, í þriðja lagi sam­trygg­ingu sjóð­fé­laga vegna ævi­langra eft­ir­launa sem einnig veitir þeim og fjöl­skyldum þeirra trygg­ingu fyrir tekju­missi af völdum orku­taps og and­láts.

Jafn­framt segir í skýrsl­unni að söfn­un­ar­sjóðslíf­eyr­is­kerfið hér á landi sé lík­legra til að draga úr kostn­aði rík­is­ins til lengri tíma ólíkt gegn­um­streym­is­kerfum sem finna má í ýmsum ESB-­ríkj­u­m. 

Tekjur af fjár­fest­ingum í gegnum líf­eyr­is­sjóði

Aftur á móti segir í skýrsl­unni að mikið velti á því að vel tak­ist til við áhættu­dreif­ingu íslensku líf­eyr­is­sjóð­anna, þar á meðal með­ er­lendri fjár­fest­ingu, sér­stak­lega að teknu til­liti til smæðar íslenska hag­kerf­is­ins og áhættu í rík­is­fjár­málum til lengri tíma. 

Sam­hliða öldrun þjóðar þá fjölgar líf­eyr­is­út­greiðslum á hverjum tíma og sam­kvæmt skýrsl­unni verða líf­eyr­is­út­greiðsl­ur ­meiri en iðgjöld frá miðjum næsta ára­tug. Þó að ríkið muni hafa auknar tekjur af skatt­lagn­ingu líf­eyr­is­tekna þá sé jafn­framt ljóst að kostn­aður mun fara vax­andi.

Einnig kemur fram í skýrsl­unni að í fram­tíð­inni muni vax­andi hluti þjóð­ar­innar hafa tekjur af fjár­fest­ingum og þá aðal­lega í gegnum líf­eyr­is­sjóði en minnk­andi hluti mun hafa tekjur af vinn­u. 

Sjálf­virkni­væð­ing muni allt að fjór­fald­ast

Í skýrsl­unni er fjallað um fjöl­marga aðra áhrifa­þætti sem munu hafa áfram á íslenskt sam­fé­lag á næstu tutt­ugu árum. Þar á meðal aukn­ingu í komu ferða­manna þrátt fyrir tíma­bundna fækkun á þessu ári og fjölgun fólks sem er af erlendu bergi brotið á Ísland­i. 

Þá segir nefndin að búast megi við að íslensk hug­bún­að­ar­fram­leiðsla styrk­ist og að smá­fyr­ir­tækj­um  ein­yrkja og starfs­manna í fjar­vinnu fjölgi veru­lega. ­Jafn­framt muni fram­leiðsla mat­væla í gróð­ur­húsum aukast og sjálf­virkni­væð­ing allt að fjór­fald­ast.

Nefndin telur enn fremur að þegar árið 2040 renni upp þá hafi dreg­ist veru­lega úr nýt­ingu nátt­úru­legrar orku hér á landi og að elstu orku­auð­lindir lands­ins séu jafn­vel að ganga úr sér. Þá kunni fisk­veiðar að hafa dreg­ist saman um allt að þriðj­ung sam­hliða lofts­lags­breyt­ing­um.

Lesa má skýrsl­una í heild sinni hér

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent