Telur málflutning þingmanna Samfylkingarinnar pólitíska spillingu

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins skýtur föstur skotum að þingmönnum Samfylkingarinnar og segir orðræðu þeirra ekkert annað en aðför að réttarríkinu.

Brynjar Níelsson
Brynjar Níelsson
Auglýsing

„Orðræða sumra stjórnmálamanna í umræðunni er í mínum huga ekkert annað en aðför að réttarríkinu og með góðum rökum má kalla það pólitíska spillingu.“

Þetta segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag.

Þar fjallar hann um þátt Kveiks, þar sem fram komu ásakanir um alvarleg brot Samherja, og segir Brynjar að þátturinn hafi eðlilega kveikt upp neikvæðar tilfinningar landsmanna. Hann segir að þegar slíkt gerist hoppi Samfylkingin strax á vagn sýndarmennskunnar og slái í hvert sinn eigið met.

Auglýsing

„Auðvitað kom breytingatillaga við fjárlögin frá Samfylkingunni um aukið fé til skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara án þess að nokkur krafa hafi komið frá embættunum auk þess sem auknu fé hefur verið varið til rannsókna á peningaþvætti og skattsvikum. Síðan kom krafa um kyrrsetningu allra eigna Samherja án þess að lagaskilyrði væru fyrir því auk þess að það myndi valda félaginu, hundruðum fjölskyldna og þjóðinni allri verulegu tjóni. Reynt var að blanda saman við þetta mál fiskveiðistjórnunarkerfinu og gráa lista FATF í pólitískum tilgangi. Kæmi ekki á óvart að Samfylkingin gæti skráð sýndarmennskuna í þessu máli í heimsmetabók Guinness,“ skrifar Brynjar.

Vonar að „þessu fólki“ verði ekki falið mikilvægt vald í framtíðinni

Hann segir að Íslendingar hafi stofnanir til að rannsaka mál og ákæra og dæma eftir atvikum. Mikilvægt sé að þessar stofnanir fái að vinna sitt verk án upphrópana og sýndarmennsku stjórnamálamanna og telur Brynjar að landinn verði að læra af reynslunni í þeim efnum.

„Svo er ég alltaf jafn undrandi á að kjörnir fulltrúar leggi sérstaka áherslu á í málflutningi sínum að sverta Ísland um allan heim. Er Samfylkingin kominn fram úr Pírötum í þeim efnum. Vona innilega að þessu fólki verði ekki falið mikilvægt vald í framtíðinni til að gæta hagsmuna þjóðarinnar,“ skrifar hann að lokum.

Þáttur Kveiks, þar sem fram komu ásakanir um alvarleg brot Samherja, kveikti eðlilega upp neikvæðar tilfinningar...

Posted by Brynjar Níelsson on Friday, November 15, 2019

Ósammála um hvort Ísland væri spillingarbæli

Kjarninn greindi frá því Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­son, hefðu tekist á í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í gær. 

Logi sagði að hann ótt­að­ist að Ísland væri að teikn­ast upp sem spill­ing­ar­bæli í augum umheims­ins. 

Bjarni svar­aði og sagði að honum fynd­ist það alvar­legt mál þegar for­maður stjórn­mála­flokks stigi í pontu Alþingis og teldi það rétta lýs­ingu á Íslandi að því væri líkt við spill­ing­ar­bæli.

Vill að eignir Samherja verði frystar

Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði í stöðu­upp­færslu á Face­book í fyrradag að í hennar huga kæmi ekk­ert annað til greina en að eignir Sam­herja yrðu frystar núna strax á meðan á rann­sókn stæði. „Um er að ræða rann­sókn á mögu­legu mútu­broti, pen­inga­þvætti og skatta­laga­brot­um. Hér er ekki um ein­hverja sjoppu að ræða heldur millj­arða­fyr­ir­tæki með umtals­verð umsvif í fjölda ríkja og skatta­skjóls­svæð­u­m.“

Hún minnti auk þess á að eignir dæg­ur­laga­hljóm­sveit­ar­innar Sig­ur­rósar hefðu verið frystar vegna rann­sóknar á meintum skatta­laga­brotum hljóm­sveit­ar­með­lima sem varð­aði nokkra tugi eða hund­ruð millj­óna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent