Telur málflutning þingmanna Samfylkingarinnar pólitíska spillingu

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins skýtur föstur skotum að þingmönnum Samfylkingarinnar og segir orðræðu þeirra ekkert annað en aðför að réttarríkinu.

Brynjar Níelsson
Brynjar Níelsson
Auglýsing

„Orð­ræða sumra stjórn­mála­manna í umræð­unni er í mínum huga ekk­ert annað en aðför að rétt­ar­rík­inu og með góðum rökum má kalla það póli­tíska spill­ing­u.“

Þetta segir Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, á Face­book-­síðu sinni í dag.

Þar fjallar hann um þátt Kveiks, þar sem fram komu ásak­anir um alvar­leg brot Sam­herja, og segir Brynjar að þátt­ur­inn hafi eðli­lega kveikt upp nei­kvæðar til­finn­ingar lands­manna. Hann segir að þegar slíkt ger­ist hoppi Sam­fylk­ingin strax á vagn sýnd­ar­mennsk­unnar og slái í hvert sinn eigið met.

Auglýsing

„Auð­vitað kom breyt­inga­til­laga við fjár­lögin frá Sam­fylk­ing­unni um aukið fé til skatt­rann­sókn­ar­stjóra og hér­aðs­sak­sókn­ara án þess að nokkur krafa hafi komið frá emb­ætt­unum auk þess sem auknu fé hefur verið varið til rann­sókna á pen­inga­þvætti og skattsvik­um. Síðan kom krafa um kyrr­setn­ingu allra eigna Sam­herja án þess að laga­skil­yrði væru fyrir því auk þess að það myndi valda félag­inu, hund­ruðum fjöl­skyldna og þjóð­inni allri veru­legu tjóni. Reynt var að blanda saman við þetta mál fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu og gráa lista FATF í póli­tískum til­gangi. Kæmi ekki á óvart að Sam­fylk­ingin gæti skráð sýnd­ar­mennsk­una í þessu máli í heims­meta­bók Guinness,“ skrifar Brynj­ar.

Vonar að „þessu fólki“ verði ekki falið mik­il­vægt vald í fram­tíð­inni

Hann segir að Íslend­ingar hafi stofn­anir til að rann­saka mál og ákæra og dæma eftir atvik­um. Mik­il­vægt sé að þessar stofn­anir fái að vinna sitt verk án upp­hrópana og sýnd­ar­mennsku stjórna­mála­manna og telur Brynjar að land­inn verði að læra af reynsl­unni í þeim efn­um.

„Svo er ég alltaf jafn undr­andi á að kjörnir full­trúar leggi sér­staka áherslu á í mál­flutn­ingi sínum að sverta Ísland um allan heim. Er Sam­fylk­ingin kom­inn fram úr Pírötum í þeim efn­um. Vona inni­lega að þessu fólki verði ekki falið mik­il­vægt vald í fram­tíð­inni til að gæta hags­muna þjóð­ar­inn­ar,“ skrifar hann að lok­um.

Þáttur Kveiks, þar sem fram komu ásak­anir um alvar­leg brot Sam­herja, kveikti eðli­lega upp nei­kvæðar til­finn­ing­ar...

Posted by Brynjar Níels­son on Fri­day, Novem­ber 15, 2019


Ósam­mála um hvort Ísland væri spill­ing­ar­bæli

Kjarn­inn greindi frá því Logi Ein­­ar­s­­son, for­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, og fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­­son, hefðu tek­ist á í óund­ir­­búnum fyr­ir­­spurna­­tíma á Alþingi í gær. 

Logi sagði að hann ótt­að­ist að Ísland væri að teikn­­ast upp sem spill­ing­­ar­bæli í augum umheims­ins. 

Bjarni svar­aði og sagði að honum fynd­ist það alvar­­legt mál þegar for­­maður stjórn­­­mála­­flokks stigi í pontu Alþingis og teldi það rétta lýs­ingu á Íslandi að því væri líkt við spill­ing­­ar­bæli.

Vill að eignir Sam­herja verði frystar

Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, sagði í stöð­u­­upp­­­færslu á Face­­book í fyrra­dag að í hennar huga kæmi ekk­ert annað til greina en að eignir Sam­herja yrðu frystar núna strax á meðan á rann­­sókn stæði. „Um er að ræða rann­­sókn á mög­u­­legu mút­u­broti, pen­inga­þvætti og skatta­laga­brot­­um. Hér er ekki um ein­hverja sjoppu að ræða heldur millj­­arða­­fyr­ir­tæki með umtals­verð umsvif í fjölda ríkja og skatta­­skjóls­­svæð­u­m.“

Hún minnti auk þess á að eignir dæg­­ur­laga­hljóm­­sveit­­ar­innar Sig­­ur­rósar hefðu verið frystar vegna rann­­sóknar á meintum skatta­laga­brotum hljóm­­sveit­­ar­­með­­lima sem varð­aði nokkra tugi eða hund­ruð millj­­óna.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki tímabært að fella niður ívilnun á tengiltvinnbíla
Efnahags- og viðskiptanefnd telur ekki tilefni til þess að skattaívilnunin á tengiltvinnbílum falli niður með öllu í lok árs 2020. Nefndin leggur í staðinn til að fjárhæðarmark ívilnunarinnar lækki í nokkrum áföngum.
Kjarninn 16. desember 2019
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent