Telur málflutning þingmanna Samfylkingarinnar pólitíska spillingu

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins skýtur föstur skotum að þingmönnum Samfylkingarinnar og segir orðræðu þeirra ekkert annað en aðför að réttarríkinu.

Brynjar Níelsson
Brynjar Níelsson
Auglýsing

„Orð­ræða sumra stjórn­mála­manna í umræð­unni er í mínum huga ekk­ert annað en aðför að rétt­ar­rík­inu og með góðum rökum má kalla það póli­tíska spill­ing­u.“

Þetta segir Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, á Face­book-­síðu sinni í dag.

Þar fjallar hann um þátt Kveiks, þar sem fram komu ásak­anir um alvar­leg brot Sam­herja, og segir Brynjar að þátt­ur­inn hafi eðli­lega kveikt upp nei­kvæðar til­finn­ingar lands­manna. Hann segir að þegar slíkt ger­ist hoppi Sam­fylk­ingin strax á vagn sýnd­ar­mennsk­unnar og slái í hvert sinn eigið met.

Auglýsing

„Auð­vitað kom breyt­inga­til­laga við fjár­lögin frá Sam­fylk­ing­unni um aukið fé til skatt­rann­sókn­ar­stjóra og hér­aðs­sak­sókn­ara án þess að nokkur krafa hafi komið frá emb­ætt­unum auk þess sem auknu fé hefur verið varið til rann­sókna á pen­inga­þvætti og skattsvik­um. Síðan kom krafa um kyrr­setn­ingu allra eigna Sam­herja án þess að laga­skil­yrði væru fyrir því auk þess að það myndi valda félag­inu, hund­ruðum fjöl­skyldna og þjóð­inni allri veru­legu tjóni. Reynt var að blanda saman við þetta mál fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu og gráa lista FATF í póli­tískum til­gangi. Kæmi ekki á óvart að Sam­fylk­ingin gæti skráð sýnd­ar­mennsk­una í þessu máli í heims­meta­bók Guinness,“ skrifar Brynj­ar.

Vonar að „þessu fólki“ verði ekki falið mik­il­vægt vald í fram­tíð­inni

Hann segir að Íslend­ingar hafi stofn­anir til að rann­saka mál og ákæra og dæma eftir atvik­um. Mik­il­vægt sé að þessar stofn­anir fái að vinna sitt verk án upp­hrópana og sýnd­ar­mennsku stjórna­mála­manna og telur Brynjar að land­inn verði að læra af reynsl­unni í þeim efn­um.

„Svo er ég alltaf jafn undr­andi á að kjörnir full­trúar leggi sér­staka áherslu á í mál­flutn­ingi sínum að sverta Ísland um allan heim. Er Sam­fylk­ingin kom­inn fram úr Pírötum í þeim efn­um. Vona inni­lega að þessu fólki verði ekki falið mik­il­vægt vald í fram­tíð­inni til að gæta hags­muna þjóð­ar­inn­ar,“ skrifar hann að lok­um.

Þáttur Kveiks, þar sem fram komu ásak­anir um alvar­leg brot Sam­herja, kveikti eðli­lega upp nei­kvæðar til­finn­ing­ar...

Posted by Brynjar Níels­son on Fri­day, Novem­ber 15, 2019


Ósam­mála um hvort Ísland væri spill­ing­ar­bæli

Kjarn­inn greindi frá því Logi Ein­­ar­s­­son, for­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, og fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­­son, hefðu tek­ist á í óund­ir­­búnum fyr­ir­­spurna­­tíma á Alþingi í gær. 

Logi sagði að hann ótt­að­ist að Ísland væri að teikn­­ast upp sem spill­ing­­ar­bæli í augum umheims­ins. 

Bjarni svar­aði og sagði að honum fynd­ist það alvar­­legt mál þegar for­­maður stjórn­­­mála­­flokks stigi í pontu Alþingis og teldi það rétta lýs­ingu á Íslandi að því væri líkt við spill­ing­­ar­bæli.

Vill að eignir Sam­herja verði frystar

Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, sagði í stöð­u­­upp­­­færslu á Face­­book í fyrra­dag að í hennar huga kæmi ekk­ert annað til greina en að eignir Sam­herja yrðu frystar núna strax á meðan á rann­­sókn stæði. „Um er að ræða rann­­sókn á mög­u­­legu mút­u­broti, pen­inga­þvætti og skatta­laga­brot­­um. Hér er ekki um ein­hverja sjoppu að ræða heldur millj­­arða­­fyr­ir­tæki með umtals­verð umsvif í fjölda ríkja og skatta­­skjóls­­svæð­u­m.“

Hún minnti auk þess á að eignir dæg­­ur­laga­hljóm­­sveit­­ar­innar Sig­­ur­rósar hefðu verið frystar vegna rann­­sóknar á meintum skatta­laga­brotum hljóm­­sveit­­ar­­með­­lima sem varð­aði nokkra tugi eða hund­ruð millj­­óna.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sanna Magdalena Mörtudóttir
Láglaunastefnan gerir mann svangan
Kjarninn 19. febrúar 2020
Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna
Ísland er eitt besta landið í veröldinni fyrir börn en samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, WHO og læknaritsins Lancet dregur mikil losun gróðurhúsalofttegunda okkur niður listann yfir sjálfbærni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi og líkast til verðandi forstjóri Samherja.
Búist við að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja í næsta mánuði
Tímabundnu leyfi Þorsteins Más Baldvinssonar frá forstjórastóli Samherja virðist vera að fara að ljúka. Sitjandi forstjóri reiknar með að hann snúi aftur í næsta mánuði. Engin niðurstaða liggur fyrir í rannsókn Samherjamálsins hérlendis.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Útvegsmenn vilja að sjómenn greiði hlutdeild í veiðigjaldi til stjórnvalda
Ein af nítján kröfum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er að sjómenn greiði hlut í veiðigjaldi og kolefnisgjaldi. Formanni Sjómannasambands Íslands líst ekki kröfurnar „frekar en endranær.“
Kjarninn 19. febrúar 2020
Hluthafar Arion banka gætu tekið út tugi milljarða úr bankanum í ár
Áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað eru allt leiðir sem er verið að fullnýta til að auka getu Arion banka til að greiða út eigið fé bankans í vasa hluthafa.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Forstjóri Samherja vill aftur í stjórn Sjóvá
Tímabundinn forstjóri Samherja steig úr stól stjórnarformanns Sjóvá í nóvember í fyrra vegna anna. Hann sækist nú eftir því að setjast aftur í stjórnina á komandi aðalfundi. Samherji á tæpan helming í stærsta eiganda Sjóvá.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Kristín Þorsteinsdóttir.
Fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins vill í stjórn Sýnar
Á meðal þeirra sem vilja taka sæti í stjórn eins stærsta fjölmiðlafyrirtækis Íslands er fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi stjórnarformaður VÍS.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Raskaði rónni
Kjarninn 18. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent