Telur málflutning þingmanna Samfylkingarinnar pólitíska spillingu

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins skýtur föstur skotum að þingmönnum Samfylkingarinnar og segir orðræðu þeirra ekkert annað en aðför að réttarríkinu.

Brynjar Níelsson
Brynjar Níelsson
Auglýsing

„Orð­ræða sumra stjórn­mála­manna í umræð­unni er í mínum huga ekk­ert annað en aðför að rétt­ar­rík­inu og með góðum rökum má kalla það póli­tíska spill­ing­u.“

Þetta segir Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, á Face­book-­síðu sinni í dag.

Þar fjallar hann um þátt Kveiks, þar sem fram komu ásak­anir um alvar­leg brot Sam­herja, og segir Brynjar að þátt­ur­inn hafi eðli­lega kveikt upp nei­kvæðar til­finn­ingar lands­manna. Hann segir að þegar slíkt ger­ist hoppi Sam­fylk­ingin strax á vagn sýnd­ar­mennsk­unnar og slái í hvert sinn eigið met.

Auglýsing

„Auð­vitað kom breyt­inga­til­laga við fjár­lögin frá Sam­fylk­ing­unni um aukið fé til skatt­rann­sókn­ar­stjóra og hér­aðs­sak­sókn­ara án þess að nokkur krafa hafi komið frá emb­ætt­unum auk þess sem auknu fé hefur verið varið til rann­sókna á pen­inga­þvætti og skattsvik­um. Síðan kom krafa um kyrr­setn­ingu allra eigna Sam­herja án þess að laga­skil­yrði væru fyrir því auk þess að það myndi valda félag­inu, hund­ruðum fjöl­skyldna og þjóð­inni allri veru­legu tjóni. Reynt var að blanda saman við þetta mál fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu og gráa lista FATF í póli­tískum til­gangi. Kæmi ekki á óvart að Sam­fylk­ingin gæti skráð sýnd­ar­mennsk­una í þessu máli í heims­meta­bók Guinness,“ skrifar Brynj­ar.

Vonar að „þessu fólki“ verði ekki falið mik­il­vægt vald í fram­tíð­inni

Hann segir að Íslend­ingar hafi stofn­anir til að rann­saka mál og ákæra og dæma eftir atvik­um. Mik­il­vægt sé að þessar stofn­anir fái að vinna sitt verk án upp­hrópana og sýnd­ar­mennsku stjórna­mála­manna og telur Brynjar að land­inn verði að læra af reynsl­unni í þeim efn­um.

„Svo er ég alltaf jafn undr­andi á að kjörnir full­trúar leggi sér­staka áherslu á í mál­flutn­ingi sínum að sverta Ísland um allan heim. Er Sam­fylk­ingin kom­inn fram úr Pírötum í þeim efn­um. Vona inni­lega að þessu fólki verði ekki falið mik­il­vægt vald í fram­tíð­inni til að gæta hags­muna þjóð­ar­inn­ar,“ skrifar hann að lok­um.

Þáttur Kveiks, þar sem fram komu ásak­anir um alvar­leg brot Sam­herja, kveikti eðli­lega upp nei­kvæðar til­finn­ing­ar...

Posted by Brynjar Níels­son on Fri­day, Novem­ber 15, 2019


Ósam­mála um hvort Ísland væri spill­ing­ar­bæli

Kjarn­inn greindi frá því Logi Ein­­ar­s­­son, for­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, og fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­­son, hefðu tek­ist á í óund­ir­­búnum fyr­ir­­spurna­­tíma á Alþingi í gær. 

Logi sagði að hann ótt­að­ist að Ísland væri að teikn­­ast upp sem spill­ing­­ar­bæli í augum umheims­ins. 

Bjarni svar­aði og sagði að honum fynd­ist það alvar­­legt mál þegar for­­maður stjórn­­­mála­­flokks stigi í pontu Alþingis og teldi það rétta lýs­ingu á Íslandi að því væri líkt við spill­ing­­ar­bæli.

Vill að eignir Sam­herja verði frystar

Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, sagði í stöð­u­­upp­­­færslu á Face­­book í fyrra­dag að í hennar huga kæmi ekk­ert annað til greina en að eignir Sam­herja yrðu frystar núna strax á meðan á rann­­sókn stæði. „Um er að ræða rann­­sókn á mög­u­­legu mút­u­broti, pen­inga­þvætti og skatta­laga­brot­­um. Hér er ekki um ein­hverja sjoppu að ræða heldur millj­­arða­­fyr­ir­tæki með umtals­verð umsvif í fjölda ríkja og skatta­­skjóls­­svæð­u­m.“

Hún minnti auk þess á að eignir dæg­­ur­laga­hljóm­­sveit­­ar­innar Sig­­ur­rósar hefðu verið frystar vegna rann­­sóknar á meintum skatta­laga­brotum hljóm­­sveit­­ar­­með­­lima sem varð­aði nokkra tugi eða hund­ruð millj­­óna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Telur Reykjavíkurborg reyna að gera Sundabraut óarðbæra
Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir tímabært og mikilvægt að ráðast í samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar eigi enn eftir að skýrast hvernig 120 milljarða samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga verði fjármagnaður.
Kjarninn 20. september 2020
Sungið um samband í öfugri og réttri tímaröð
Til stendur að setja upp söngleikinn Fimm ár í Kaldalóni í Hörpu í október. Safnað er fyrir uppsetningunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Þórólfur: Ekki tilefni til harðari aðgerða
Sóttvarnarlæknir mun leggja til að krár og skemmtistaðir verði áfram lokaðir fram yfir næstu helgi. Ekki sé þó tilefni til að grípa til harðari takmarkana á allt landið en þeim sem eru við lýði.
Kjarninn 20. september 2020
Víðir Reynisson var viðmælandi hjá Rás 2 nýverið. Starfsmaður útvarpsstöðvarinnar hefur greinst með COVID-19 og Víðir er kominn í sóttkví.
Starfsmaður Rásar 2 greindist með kórónuveirusmit og sendi Víði í sóttkví
Sex starfsmenn Rásar 2 eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður útvarpsstöðvarinnar greindist með COVID-19 í gærkvöldi.
Kjarninn 20. september 2020
Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Sigríður Andersen segir til umhugsunar hvort Vinstri græn séu stjórntækur flokkur
Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að það hafi verið horft í forundran á það innan Sjálfstæðisflokks að hluti þingmanna samstarfsflokks styddu ekki ríkisstjórnina. Þeir væru oft með óbragð í munni vegna ýmissa mála sem hafi samt fengið framgang.
Kjarninn 20. september 2020
Smitum fækkar á milli daga – 38 greindust með veiruna í gær
Und­an­farna fimm daga hafa 166 smit greinst inn­an­lands. Mun færri sýni voru tekin í gær en daginn áður.
Kjarninn 20. september 2020
Mun NATO þola annað kjörtímabil af Trump?
Nýjar ógnir – Almannaöryggi og vopnakapphlaup
COVID-19 hefur beint sjónum að því hversu viðkvæm öflugustu ríki heims, sem byggja öryggi sitt meðal annrs á hernaðarlegum mætti, eru gagnvart slíkum ógnum. Að þegar límið sem heldur samfélaginu saman þverr, er hinu samfélagslega öryggi ógnað.
Kjarninn 20. september 2020
Bill Clinton og Poul Nyrup Rasmussen.
Leyndarmálið í skjalaskápnum
Árið 1997 kom Bill Clinton í heimsókn til Danmerkur, fyrstur bandarískra forseta. Með hástemmdum lýsingarorðum, þakkaði forsetinn Dönum gott fordæmi, en sagði ekki fyrir hvað. Þangað til nú hafa einungis örfáir vitað hvað hann meinti.
Kjarninn 20. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent