Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli

Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.

Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Auglýsing

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­son, tók­ust á í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Logi sagði að hann ótt­að­ist að Ísland væri að teikn­ast upp sem spill­ing­ar­bæli í augum umheims­ins. „Skemmst er að minn­ast að Ísland lenti á gráum lista vegna skeyt­ing­ar­leysis gagn­vart pen­inga­þvætti og þar er Ísland á meðal ell­efu ann­arra ríkja og Namibía er ekki meðal þeirra. Þá muna ein­hverjir eftir Panama­skjöl­unum þar sem rík­asti hluti þjóð­ar­innar kom eignum sínum undan til þess að forð­ast skatt­greiðslur sem almenn­ingur þarf að inna af hendi. Loks má minna á 10 ára afmæli Hruns­ins þegar gráð­ugir fjár­glæfra­menn komu land­inu næstum því í þrot og allar spill­ing­ar­flétt­urnar í kringum það.“

Hann sagði að eitt fyr­ir­tæki væri nú að rústa orð­spori Íslend­inga ef sakir reyn­ist sannar – þetta væri óboð­leg hegðun gagn­vart fátæk­asta fólki í Afr­íku. Þar vísar hann í svo­kallað Sam­herj­a­mál sem hefur verið áber­andi í fjöl­miðlum síð­ustu daga síðan Kveiks-þátt­ur­inn og umfjöllun Stund­ar­innar birt­ist um mál­ið.

Auglýsing

Logi spurði Bjarna hvort hann hefði áhyggjur af því að fyr­ir­tæki sem treyst hefði verið til að nýta sam­eig­in­lega auð­lind þjóð­ar­innar bregð­ist því trausti og þeim skyldum með jafn afger­andi hætti og nú væri að teikn­ast upp og gæti lengt veru Íslend­inga á gráa lista FATF.

„Telur hæst­virtur ráð­herra að svo mik­ill auður geti safn­ast hjá einu fyr­ir­tæki að það geti skapað bæði orð­spor­s­vanda og kerf­is­á­hættu fyrir heila þjóð og haft áhrif á önnur útflutn­ings­fyr­ir­tæki?“ spurði Logi. Að lokum spurði hann ráð­herr­ann hvort hann myndi styðja það að láta aukið fé til hér­aðs­sak­sókn­ara og rík­is­skatt­rann­sókn­ar­stjóra til að upp­lýsa þessi mál.

„Engin inni­stæða fyrir svona dramat­ískum orð­um“

Bjarni svar­aði og sagði að honum fynd­ist það alvar­legt mál þegar for­maður stjórn­mála­flokks stigi í pontu Alþingis og teldi það rétta lýs­ingu á Íslandi að því væri líkt við spill­ing­ar­bæli.

„Ég tel að það sé engin inni­stæða fyrir svona dramat­ískum orðum og þess­ari lýs­ingu á land­inu okk­ar. Og að það sé algjör­lega með ólík­indum í til­efni af því máli sem við ætlum að taka alvar­lega og láta við­eig­andi stofn­anir rann­saka og kom­ast til botn um hvernig málum er háttað í þessu til­viki að þá vil ég miklu frekar færa fram í umræð­una þá sýn á þetta mál að sýn umheims­ins á Ísland og sýn okkar Íslend­inga hvers konar þjóð við erum – í hvers konar landi við búum – ræðst ekki af ein­stökum svona málum heldur hvernig við tökum á þeim. Hvort við tökum þeim alvar­lega, hvort stjórn­völd bregð­ast við, hvort við höfum stofn­anir til þess að taka á málum – rann­saka, ákæra og dæma þegar það á við – en ekki af ein­hverjum ótrú­legum útlegg­ingum Sam­fylk­ing­ar­fólks sem ég hef fengið að fylgj­ast með núna síð­asta sól­ar­hring­inn um að rót alls vanda þessa máls liggi í sjálfu fisk­veiði­stjórnunar­kerf­inu sem er mært um allan heim fyrir að færa íslensku þjóð­inni umfram verð­mæti af nýt­ingu auð­lindar borið saman við aðrar þjóð­ir. Betri nýt­ingu á hverjum fiski. Meiri verð­mæta­sköpun fyrir hvern fisk dreg­inn á land,“ sagði ráð­herr­ann.

Hann sagði að að sjálf­sögðu hefði hann áhyggjur af Sam­herj­a­mál­inu. Að sjálf­sögðu hefði hann áhyggjur af orð­spori Íslend­inga sem gæti beðið hnekki vegna þessa máls. „En það ræðst af því hvernig við tökum á mál­inu hvernig úr því spil­ast. Og ef eft­ir­lits­stofn­anir þurfa aukið fé þá munu þær fá aukið fé.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýtt fjölmiðlafrumvarp komið fram – Endurgreiðsluhlutfall lækkað í 18 prósent
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt nýtt frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Endurgreiðsluhlutfall verður lækkað en frekar. Það átti upphaflega að vera 25 prósent en verður 18 prósent.
Kjarninn 6. desember 2019
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent