Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli

Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.

Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Auglýsing

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­son, tók­ust á í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Logi sagði að hann ótt­að­ist að Ísland væri að teikn­ast upp sem spill­ing­ar­bæli í augum umheims­ins. „Skemmst er að minn­ast að Ísland lenti á gráum lista vegna skeyt­ing­ar­leysis gagn­vart pen­inga­þvætti og þar er Ísland á meðal ell­efu ann­arra ríkja og Namibía er ekki meðal þeirra. Þá muna ein­hverjir eftir Panama­skjöl­unum þar sem rík­asti hluti þjóð­ar­innar kom eignum sínum undan til þess að forð­ast skatt­greiðslur sem almenn­ingur þarf að inna af hendi. Loks má minna á 10 ára afmæli Hruns­ins þegar gráð­ugir fjár­glæfra­menn komu land­inu næstum því í þrot og allar spill­ing­ar­flétt­urnar í kringum það.“

Hann sagði að eitt fyr­ir­tæki væri nú að rústa orð­spori Íslend­inga ef sakir reyn­ist sannar – þetta væri óboð­leg hegðun gagn­vart fátæk­asta fólki í Afr­íku. Þar vísar hann í svo­kallað Sam­herj­a­mál sem hefur verið áber­andi í fjöl­miðlum síð­ustu daga síðan Kveiks-þátt­ur­inn og umfjöllun Stund­ar­innar birt­ist um mál­ið.

Auglýsing

Logi spurði Bjarna hvort hann hefði áhyggjur af því að fyr­ir­tæki sem treyst hefði verið til að nýta sam­eig­in­lega auð­lind þjóð­ar­innar bregð­ist því trausti og þeim skyldum með jafn afger­andi hætti og nú væri að teikn­ast upp og gæti lengt veru Íslend­inga á gráa lista FATF.

„Telur hæst­virtur ráð­herra að svo mik­ill auður geti safn­ast hjá einu fyr­ir­tæki að það geti skapað bæði orð­spor­s­vanda og kerf­is­á­hættu fyrir heila þjóð og haft áhrif á önnur útflutn­ings­fyr­ir­tæki?“ spurði Logi. Að lokum spurði hann ráð­herr­ann hvort hann myndi styðja það að láta aukið fé til hér­aðs­sak­sókn­ara og rík­is­skatt­rann­sókn­ar­stjóra til að upp­lýsa þessi mál.

„Engin inni­stæða fyrir svona dramat­ískum orð­um“

Bjarni svar­aði og sagði að honum fynd­ist það alvar­legt mál þegar for­maður stjórn­mála­flokks stigi í pontu Alþingis og teldi það rétta lýs­ingu á Íslandi að því væri líkt við spill­ing­ar­bæli.

„Ég tel að það sé engin inni­stæða fyrir svona dramat­ískum orðum og þess­ari lýs­ingu á land­inu okk­ar. Og að það sé algjör­lega með ólík­indum í til­efni af því máli sem við ætlum að taka alvar­lega og láta við­eig­andi stofn­anir rann­saka og kom­ast til botn um hvernig málum er háttað í þessu til­viki að þá vil ég miklu frekar færa fram í umræð­una þá sýn á þetta mál að sýn umheims­ins á Ísland og sýn okkar Íslend­inga hvers konar þjóð við erum – í hvers konar landi við búum – ræðst ekki af ein­stökum svona málum heldur hvernig við tökum á þeim. Hvort við tökum þeim alvar­lega, hvort stjórn­völd bregð­ast við, hvort við höfum stofn­anir til þess að taka á málum – rann­saka, ákæra og dæma þegar það á við – en ekki af ein­hverjum ótrú­legum útlegg­ingum Sam­fylk­ing­ar­fólks sem ég hef fengið að fylgj­ast með núna síð­asta sól­ar­hring­inn um að rót alls vanda þessa máls liggi í sjálfu fisk­veiði­stjórnunar­kerf­inu sem er mært um allan heim fyrir að færa íslensku þjóð­inni umfram verð­mæti af nýt­ingu auð­lindar borið saman við aðrar þjóð­ir. Betri nýt­ingu á hverjum fiski. Meiri verð­mæta­sköpun fyrir hvern fisk dreg­inn á land,“ sagði ráð­herr­ann.

Hann sagði að að sjálf­sögðu hefði hann áhyggjur af Sam­herj­a­mál­inu. Að sjálf­sögðu hefði hann áhyggjur af orð­spori Íslend­inga sem gæti beðið hnekki vegna þessa máls. „En það ræðst af því hvernig við tökum á mál­inu hvernig úr því spil­ast. Og ef eft­ir­lits­stofn­anir þurfa aukið fé þá munu þær fá aukið fé.“

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Kom eins og stormsveipur
Kobe Bryant var fyrirmynd ungra íþróttaiðkenda. Hann lagði sig fram um að tengjast fyrirmyndum í ólíkum íþróttagreinum, til að hafa jákvæð áhrif um allan heim. Körfuboltaheimurinn er í sjokki eftir andlát hans.
Kjarninn 27. janúar 2020
Hildur Guðnadóttir vann Grammy-verðlaun fyrir Chernobyl
Hildur Guðnadóttir bætti enn einum stórverðlaununum í sarpinn í kvöld þegar hún hlaut Grammy-verðlaun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent