Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli

Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.

Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Auglýsing

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­son, tók­ust á í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Logi sagði að hann ótt­að­ist að Ísland væri að teikn­ast upp sem spill­ing­ar­bæli í augum umheims­ins. „Skemmst er að minn­ast að Ísland lenti á gráum lista vegna skeyt­ing­ar­leysis gagn­vart pen­inga­þvætti og þar er Ísland á meðal ell­efu ann­arra ríkja og Namibía er ekki meðal þeirra. Þá muna ein­hverjir eftir Panama­skjöl­unum þar sem rík­asti hluti þjóð­ar­innar kom eignum sínum undan til þess að forð­ast skatt­greiðslur sem almenn­ingur þarf að inna af hendi. Loks má minna á 10 ára afmæli Hruns­ins þegar gráð­ugir fjár­glæfra­menn komu land­inu næstum því í þrot og allar spill­ing­ar­flétt­urnar í kringum það.“

Hann sagði að eitt fyr­ir­tæki væri nú að rústa orð­spori Íslend­inga ef sakir reyn­ist sannar – þetta væri óboð­leg hegðun gagn­vart fátæk­asta fólki í Afr­íku. Þar vísar hann í svo­kallað Sam­herj­a­mál sem hefur verið áber­andi í fjöl­miðlum síð­ustu daga síðan Kveiks-þátt­ur­inn og umfjöllun Stund­ar­innar birt­ist um mál­ið.

Auglýsing

Logi spurði Bjarna hvort hann hefði áhyggjur af því að fyr­ir­tæki sem treyst hefði verið til að nýta sam­eig­in­lega auð­lind þjóð­ar­innar bregð­ist því trausti og þeim skyldum með jafn afger­andi hætti og nú væri að teikn­ast upp og gæti lengt veru Íslend­inga á gráa lista FATF.

„Telur hæst­virtur ráð­herra að svo mik­ill auður geti safn­ast hjá einu fyr­ir­tæki að það geti skapað bæði orð­spor­s­vanda og kerf­is­á­hættu fyrir heila þjóð og haft áhrif á önnur útflutn­ings­fyr­ir­tæki?“ spurði Logi. Að lokum spurði hann ráð­herr­ann hvort hann myndi styðja það að láta aukið fé til hér­aðs­sak­sókn­ara og rík­is­skatt­rann­sókn­ar­stjóra til að upp­lýsa þessi mál.

„Engin inni­stæða fyrir svona dramat­ískum orð­um“

Bjarni svar­aði og sagði að honum fynd­ist það alvar­legt mál þegar for­maður stjórn­mála­flokks stigi í pontu Alþingis og teldi það rétta lýs­ingu á Íslandi að því væri líkt við spill­ing­ar­bæli.

„Ég tel að það sé engin inni­stæða fyrir svona dramat­ískum orðum og þess­ari lýs­ingu á land­inu okk­ar. Og að það sé algjör­lega með ólík­indum í til­efni af því máli sem við ætlum að taka alvar­lega og láta við­eig­andi stofn­anir rann­saka og kom­ast til botn um hvernig málum er háttað í þessu til­viki að þá vil ég miklu frekar færa fram í umræð­una þá sýn á þetta mál að sýn umheims­ins á Ísland og sýn okkar Íslend­inga hvers konar þjóð við erum – í hvers konar landi við búum – ræðst ekki af ein­stökum svona málum heldur hvernig við tökum á þeim. Hvort við tökum þeim alvar­lega, hvort stjórn­völd bregð­ast við, hvort við höfum stofn­anir til þess að taka á málum – rann­saka, ákæra og dæma þegar það á við – en ekki af ein­hverjum ótrú­legum útlegg­ingum Sam­fylk­ing­ar­fólks sem ég hef fengið að fylgj­ast með núna síð­asta sól­ar­hring­inn um að rót alls vanda þessa máls liggi í sjálfu fisk­veiði­stjórnunar­kerf­inu sem er mært um allan heim fyrir að færa íslensku þjóð­inni umfram verð­mæti af nýt­ingu auð­lindar borið saman við aðrar þjóð­ir. Betri nýt­ingu á hverjum fiski. Meiri verð­mæta­sköpun fyrir hvern fisk dreg­inn á land,“ sagði ráð­herr­ann.

Hann sagði að að sjálf­sögðu hefði hann áhyggjur af Sam­herj­a­mál­inu. Að sjálf­sögðu hefði hann áhyggjur af orð­spori Íslend­inga sem gæti beðið hnekki vegna þessa máls. „En það ræðst af því hvernig við tökum á mál­inu hvernig úr því spil­ast. Og ef eft­ir­lits­stofn­anir þurfa aukið fé þá munu þær fá aukið fé.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent