Framkvæmdastjóri Stapa í Panamaskjölunum - búinn að segja upp störfum

Kári Arnór Kárason hættir sem framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs vegna tveggja félaga hans í Panamaskjölunum. Hann segir ekki boðlegt að maður í sinni stöðu tengist slíkum félögum og biðst afsökunar.

peningar_opt.jpg
Auglýsing

Kári Arnór Kára­son, fram­kvæmda­stjóri Stapa líf­eyr­is­sjóðs, hefur sagt upp störfum hjá líf­eyr­is­sjóðnum vegna tveggja félaga sem hann átti og fund­ust í Panama­skjöl­un­um. Frá þessu greinir Kári sjálfur á vef­síðu líf­eyr­is­sjóðs­ins í dag. 

„Fyrir skömmu fékk ég upp­hring­ingu frá Kast­ljósi þar sem mér var tjáð að nafn mitt sé í hinum svoköll­uðu Panama­skjölum og teng­ist þar tveimur félög­um,“ skrifar Kári Arn­ór. Ann­ars vegar hafi verið félag stofnað af Kaup­þingi í Lúx­em­borg árið 1999 og hins vegar félag sem MP banki stofn­aði fyrir hans hönd árið 2004. Fyrra félagið hafi starfað í þrjú ár, en starfs­menn Kaup­þings hafi haft fullt og óskorað umboð til að eiga við­skipti fyrir hönd þess. „Senni­lega hafa fjár­fest­ingar þess ekki gengið vel. Raunar hef ég engin gögn um við­skipti þessa félags. Kast­ljós hefur ein­hver gögn um félagið en vill ekki veita mér aðgang að þeim.“

Hitt félagið var aldrei not­að, að sögn Kára. „Það var talið fram á fram­tölum á verð­mæti stofn­kostn­aðar og afskrifað þremur árum síð­ar, sem tapað fé. Ég hafði því engan ávinn­ing af þessum félögum og þau tengj­ast engum skattaund­anskot­u­m.“ 

Auglýsing

Kári segir að honum hafi eflaust borið að til­kynna um til­vist þess­ara félaga til yfir­manna sinna, hann telji víst að svo hafi ekki verið gert og að því leyti hafi hann ekki upp­fyllt starf­skyldur sín­ar. 

Það voru mörg gylli­boð í gangi hér á Íslandi á ára­tugnum fyrir banka­hrun­ið. Á þessu má sjá að ég hef ekki verið ónæmur fyrir slíku þótt í þessum til­fellum væru það ekki ferðir til fjár. Ég er ekki stoltur af því að hafa látið glepjast af slíkum boð­um. Ég vil þó taka fram að með því er ég ekki afsaka sjálfan mig enda við engan annan að sakast í þessu efni. Ég ber sjálfur ábyrgð á mínum gjörð­u­m.“ 

Þótt deila megi um alvar­leika þess­ara hluta, segir Kári, metur hann það sem svo að umræðan í sam­fé­lag­inu sé þannig að ekki sé boð­legt að maður sem er for­stöðu­maður aðila sem varslar líf­eyr­is­sparnað fyrir almenn­ing hafi tengst slíkum félög­um. „Skiptir þá engu máli þótt langt sé um lið­ið, hvort þetta var lög­legt eða ólög­legt eða hvort við­kom­andi hafi hagn­ast á slíkum við­skiptum eða ekki. Í ljósi þessa hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem fram­kvæmda­stjóri Stapa líf­eyr­is­sjóðs. Það er að mínu mati eina leiðin sem mér er fær til að axla ábyrgð, enda teng­ist vinnu­veit­andi minn ekki á neinn hátt þessum mál­u­m.“ 

Kári seg­ist leiður yfir mál­inu og biður fjöl­skyldu, vini, sam­starfs­fólk og kollega afsök­unar „á þeim óþæg­indum sem þau munu eflaust verða fyrir vegna umræðu um þennan dóm­greind­ar­brest minn.“ 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None