Framkvæmdastjóri Stapa í Panamaskjölunum - búinn að segja upp störfum

Kári Arnór Kárason hættir sem framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs vegna tveggja félaga hans í Panamaskjölunum. Hann segir ekki boðlegt að maður í sinni stöðu tengist slíkum félögum og biðst afsökunar.

peningar_opt.jpg
Auglýsing

Kári Arnór Kára­son, fram­kvæmda­stjóri Stapa líf­eyr­is­sjóðs, hefur sagt upp störfum hjá líf­eyr­is­sjóðnum vegna tveggja félaga sem hann átti og fund­ust í Panama­skjöl­un­um. Frá þessu greinir Kári sjálfur á vef­síðu líf­eyr­is­sjóðs­ins í dag. 

„Fyrir skömmu fékk ég upp­hring­ingu frá Kast­ljósi þar sem mér var tjáð að nafn mitt sé í hinum svoköll­uðu Panama­skjölum og teng­ist þar tveimur félög­um,“ skrifar Kári Arn­ór. Ann­ars vegar hafi verið félag stofnað af Kaup­þingi í Lúx­em­borg árið 1999 og hins vegar félag sem MP banki stofn­aði fyrir hans hönd árið 2004. Fyrra félagið hafi starfað í þrjú ár, en starfs­menn Kaup­þings hafi haft fullt og óskorað umboð til að eiga við­skipti fyrir hönd þess. „Senni­lega hafa fjár­fest­ingar þess ekki gengið vel. Raunar hef ég engin gögn um við­skipti þessa félags. Kast­ljós hefur ein­hver gögn um félagið en vill ekki veita mér aðgang að þeim.“

Hitt félagið var aldrei not­að, að sögn Kára. „Það var talið fram á fram­tölum á verð­mæti stofn­kostn­aðar og afskrifað þremur árum síð­ar, sem tapað fé. Ég hafði því engan ávinn­ing af þessum félögum og þau tengj­ast engum skattaund­anskot­u­m.“ 

Auglýsing

Kári segir að honum hafi eflaust borið að til­kynna um til­vist þess­ara félaga til yfir­manna sinna, hann telji víst að svo hafi ekki verið gert og að því leyti hafi hann ekki upp­fyllt starf­skyldur sín­ar. 

Það voru mörg gylli­boð í gangi hér á Íslandi á ára­tugnum fyrir banka­hrun­ið. Á þessu má sjá að ég hef ekki verið ónæmur fyrir slíku þótt í þessum til­fellum væru það ekki ferðir til fjár. Ég er ekki stoltur af því að hafa látið glepjast af slíkum boð­um. Ég vil þó taka fram að með því er ég ekki afsaka sjálfan mig enda við engan annan að sakast í þessu efni. Ég ber sjálfur ábyrgð á mínum gjörð­u­m.“ 

Þótt deila megi um alvar­leika þess­ara hluta, segir Kári, metur hann það sem svo að umræðan í sam­fé­lag­inu sé þannig að ekki sé boð­legt að maður sem er for­stöðu­maður aðila sem varslar líf­eyr­is­sparnað fyrir almenn­ing hafi tengst slíkum félög­um. „Skiptir þá engu máli þótt langt sé um lið­ið, hvort þetta var lög­legt eða ólög­legt eða hvort við­kom­andi hafi hagn­ast á slíkum við­skiptum eða ekki. Í ljósi þessa hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem fram­kvæmda­stjóri Stapa líf­eyr­is­sjóðs. Það er að mínu mati eina leiðin sem mér er fær til að axla ábyrgð, enda teng­ist vinnu­veit­andi minn ekki á neinn hátt þessum mál­u­m.“ 

Kári seg­ist leiður yfir mál­inu og biður fjöl­skyldu, vini, sam­starfs­fólk og kollega afsök­unar „á þeim óþæg­indum sem þau munu eflaust verða fyrir vegna umræðu um þennan dóm­greind­ar­brest minn.“ 

Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None