Framkvæmdastjóri Stapa í Panamaskjölunum - búinn að segja upp störfum

Kári Arnór Kárason hættir sem framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs vegna tveggja félaga hans í Panamaskjölunum. Hann segir ekki boðlegt að maður í sinni stöðu tengist slíkum félögum og biðst afsökunar.

peningar_opt.jpg
Auglýsing

Kári Arnór Kára­son, fram­kvæmda­stjóri Stapa líf­eyr­is­sjóðs, hefur sagt upp störfum hjá líf­eyr­is­sjóðnum vegna tveggja félaga sem hann átti og fund­ust í Panama­skjöl­un­um. Frá þessu greinir Kári sjálfur á vef­síðu líf­eyr­is­sjóðs­ins í dag. 

„Fyrir skömmu fékk ég upp­hring­ingu frá Kast­ljósi þar sem mér var tjáð að nafn mitt sé í hinum svoköll­uðu Panama­skjölum og teng­ist þar tveimur félög­um,“ skrifar Kári Arn­ór. Ann­ars vegar hafi verið félag stofnað af Kaup­þingi í Lúx­em­borg árið 1999 og hins vegar félag sem MP banki stofn­aði fyrir hans hönd árið 2004. Fyrra félagið hafi starfað í þrjú ár, en starfs­menn Kaup­þings hafi haft fullt og óskorað umboð til að eiga við­skipti fyrir hönd þess. „Senni­lega hafa fjár­fest­ingar þess ekki gengið vel. Raunar hef ég engin gögn um við­skipti þessa félags. Kast­ljós hefur ein­hver gögn um félagið en vill ekki veita mér aðgang að þeim.“

Hitt félagið var aldrei not­að, að sögn Kára. „Það var talið fram á fram­tölum á verð­mæti stofn­kostn­aðar og afskrifað þremur árum síð­ar, sem tapað fé. Ég hafði því engan ávinn­ing af þessum félögum og þau tengj­ast engum skattaund­anskot­u­m.“ 

Auglýsing

Kári segir að honum hafi eflaust borið að til­kynna um til­vist þess­ara félaga til yfir­manna sinna, hann telji víst að svo hafi ekki verið gert og að því leyti hafi hann ekki upp­fyllt starf­skyldur sín­ar. 

Það voru mörg gylli­boð í gangi hér á Íslandi á ára­tugnum fyrir banka­hrun­ið. Á þessu má sjá að ég hef ekki verið ónæmur fyrir slíku þótt í þessum til­fellum væru það ekki ferðir til fjár. Ég er ekki stoltur af því að hafa látið glepjast af slíkum boð­um. Ég vil þó taka fram að með því er ég ekki afsaka sjálfan mig enda við engan annan að sakast í þessu efni. Ég ber sjálfur ábyrgð á mínum gjörð­u­m.“ 

Þótt deila megi um alvar­leika þess­ara hluta, segir Kári, metur hann það sem svo að umræðan í sam­fé­lag­inu sé þannig að ekki sé boð­legt að maður sem er for­stöðu­maður aðila sem varslar líf­eyr­is­sparnað fyrir almenn­ing hafi tengst slíkum félög­um. „Skiptir þá engu máli þótt langt sé um lið­ið, hvort þetta var lög­legt eða ólög­legt eða hvort við­kom­andi hafi hagn­ast á slíkum við­skiptum eða ekki. Í ljósi þessa hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem fram­kvæmda­stjóri Stapa líf­eyr­is­sjóðs. Það er að mínu mati eina leiðin sem mér er fær til að axla ábyrgð, enda teng­ist vinnu­veit­andi minn ekki á neinn hátt þessum mál­u­m.“ 

Kári seg­ist leiður yfir mál­inu og biður fjöl­skyldu, vini, sam­starfs­fólk og kollega afsök­unar „á þeim óþæg­indum sem þau munu eflaust verða fyrir vegna umræðu um þennan dóm­greind­ar­brest minn.“ 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Svein Har­ald Øygard.
20 af 50 stærstu vogunarsjóðum heims komu til Íslands til að hagnast á hruninu
Sjóðir sem keyptu kröfur á íslenska banka á hrakvirði högnuðust margir hverjir gríðarlega á fjárfestingu sinni. Arðurinn kom m.a. úr hækkandi virði skuldabréf og skuldajöfnun en mestur var ágóðinn vegna íslensku krónunnar.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None