Þingmenn halda áfram, fjölmiðlastjórnendur funduðu með Sigmundi og bréf til forseta

alþingi þing
Auglýsing

Vikan hefur verið við­burða­rík á Kjarn­an­um, líkt og í sam­fé­lag­inu. Fjöl­margar frétta­skýr­ing­ar, frétt­ir, hlað­vörp og pistlar hafa birst í vik­unni og hér verður farið yfir brot af því besta. 

Kjarn­inn kann­aði afstöðu allra sitj­andi þing­manna og ráð­herra til næsta kjör­tíma­bils og komst að því að meiri­hluti sitj­andi þing­manna ætlar sér að bjóða fram krafta sína á ný. Nokkrir eru óákveðn­ir, aðrir neita að svara og örfáir eru búnir að ákveða að hætta. 

Kjarn­inn birti líka fyrstu frétta­skýr­ingar sínar upp úr Panama­skjöl­un­um, í sam­starfi við Reykja­vík Media. Fyrstu skýr­ing­arnar fjalla um Jón Ásgeir Jóhann­es­son og Ingi­björgu Pálma­dótt­ur, og félög sem notuð hafa verið til að fjár­magna ýmis verk­efni þeirra. Hér má skoða alla umfjöllun Kjarn­ans úr Panama­skjöl­un­um. 

Auglýsing

For­set­inn veldur usla

Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti Íslands, hélt blaða­manna­fund í byrjun viku og til­kynnti að í sjötta skipti myndi hann bjóða fram krafta sína í for­seta­emb­ætt­ið. Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­sæt­is­ráð­herra, og Ásmundur Einar Daða­son, þing­flokks­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, fögn­uðu báðir ákvörð­un­inni.

Aðrir voru minna hrifn­ir, meðal ann­ars rit­höf­und­ur­inn Jón Kal­mann Stef­áns­son, sem skrif­aði bréf til for­set­ans þar sem hann sagði meðal ann­ars: „Þeir sem kjósa þig eru þar með að kjósa hið gamla Ísland, þeir eru að kjósa sam­­fé­lag Dav­­íðs Odds­­son­­ar, Sig­­mundar Dav­­íðs og Ólafs Ragn­­ars. Þeir eru ein­fald­­lega að kjósa gegn fram­­tíð­inn­i.“ 

Þrír fram­bjóð­endur hafa dregið fram­boð sín til baka eftir ákvörðun Ólafs Ragn­ars. Farið var yfir það í frétta­skýr­ingu hvernig til­kynn­ing hans snéri kosn­inga­bar­átt­unni á haus.

Brugð­ist við umboðs­manni

For­sæt­is­ráðu­neytið hefur brugð­ist við ábend­ingum umboðs­manns Alþingis í kjöl­far Leka­máls­ins. Unnið er að nýjum siða­reglum í sam­ráði við öll ráðu­neyti og búið er að upp­færa reglur um sam­skipti og erind­is­bréf fyrir aðstoð­ar­menn. Þetta var til­kynnt í vik­unni, en rúmt ár er liðið frá því að umboðs­maður Alþingis beindi til­mæl­unum til ráðu­neyt­is­ins. 

Eft­ir­lits­stofnun EFTA, ESA, úrskurð­aði í vik­unni að íslensk stjórn­­völd þurfi að setja lög sem krefj­­ast þess að alltaf sé greitt mark­aðs­verð þegar orku­­fyr­ir­tækjum eru veitt rétt­indi til að nýta nátt­úru­auð­lindir í almanna­eigu. Farið var ítar­lega yfir þetta mál í þess­ari frétt. ESA kveður einnig á um að íslensk stjórn­­völd verði að end­­ur­­skoða alla gild­andi samn­inga um nýt­ingu nátt­úru­auð­linda til að tryggja að orku­­fyr­ir­tæki greiði mark­aðs­verð það sem eftir lifir af gild­is­­tíma samn­ing­anna. 

Og greint var frá því í vik­unni að þegar Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son var for­sæt­is­ráð­herra kall­aði hann fjöl­miðla­stjórn­endur á sinn fund. Hann hitti hitti þáver­andi útvarps­­­stjóra RÚV, frétta­­stjóra 365 og rit­­stjóra 365. Sig­ur­jón Magnús Egils­son greindi frá því að fundur hans með for­sæt­is­ráð­herr­anum hafi snú­ist um fréttaum­fjöllun hans. Greint var ítar­lega frá þessu máli í Kjarn­an­um. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None