Heilögu kýrnar í stjórnum lífeyrissjóðanna

Kristbjörn Árnason fjallar um lífeyrissjóðina og vexti en hann segir að stefna launafólks sé sú að sjóðirnir eigi einvörðungu að vera eftirlaunasjóðir fyrir fjölskyldur launafólks.

Auglýsing

Undanfarna daga hafa fjölmargir þóttafullir aðilar haft stór orð um þá ákvörðun stjórnar og fulltrúaráðs VR að skipta um fulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Því er jafnvel haldið fram af hagsmunaaðilum tengdum atvinnurekendum að ákvörðun VR sé ólögleg. Þar hafa sig auðvitað mest í frammi hagsmunagæsluaðilar frá samtökum atvinnurekenda. 


Látið er að því liggja að verkalýðsfélögin eigi ekki að hafa stefnu er varðar starfsemi og ákvarðanatöku stjórna lífeyrissjóðanna hverju sinni. Þ.e.a.s. stjórnarmenn sjóðanna eigi að vera ósnertanlega verur og eigi aðeins að þjóna ráðandi öflum í sjóðunum. Síðan má auðvitað spyrja hvaða öfl það eru sem eru ráðandi á þeim bæjum. 

Auglýsing


Árni Stefánsson fulltrúi atvinnurekenda í stjórn LV, skrifar 28.6.2019 í Vísi.is með mikilli vandlætingu um þá ákvörðun VR að skipta um fulltrúa í stjórn LV sem hafa vakið upp sterk flokkspólitísk viðbrögð og er andófinu haldi uppi af félögum í samtökum atvinnurekenda. Það er ekki eins og stjórnir í þessum lífeyrissjóði í gegnum tíðina  hafi alltaf tekið réttar ákvarðanir. Launafólki er auðvitað í fersku minni stóru útlánatöpin sem komu í ljós við „hrunið“. 


Þá fullyrðir þessi ágæti aðili að útlánsvextir í lánaflokknum um „breytilega vextir“ eigi að hækka um 0,5% sem er auðvitað rangt. Hið rétta er, að fyrirhuguð hækkun á að vera upp á um nærri 10% sem er engin smá hækkun á einu bretti á sama tíma og vextir fara almennt lækkandi í samfélaginu. Ef dæmið er reiknað með einföldum prósentureikningi.


Síðan er ruglað með ávöxtunarkröfur lífeyrissjóðanna sem blandað er inn í umræðuna og búið til dæmi um nær þriðjungs lækkun á ávöxtunarkröfum lífeyrissjóðanna sem hefði auðvitað mjög mikil áhrif. En er ekki hluti af þessari umræðu.


Ekki gengur að loka augunum fyrir þeirri staðreynd, að afkoma eftirlaunafólks ræðst af lífeyri úr sjóðunum en ræðst einnig af vaxtakjörum á húsnæðislánum. Eldra fólk býr í vaxandi mæli í leiguhúsnæði. Þá eru það vissulega eftirlaun frá TR, skattar og óeðlilegar skerðingar.


Vert væri í þessu sambandi að skoða hvernig áhrif útlánatapana hefur verið síðustu t.d. 12 árin á ávöxtun sjóðanna. Það er algjörlega nauðsynlegt að mati launafólks. Allt eru þetta atriði sem verkalýðsfélögin þurfa fyrir hönd umbjóðenda sinna að rannsaka nánar.


Einnig væri fræðandi að rannsaka hver áhrif samtaka atvinnurekenda hefur verið á fulltrúa sína í stjórnum lífeyrissjóðanna frá upphafi. Það vill svo til, að stefna atvinnurekenda um þessa sjóði er, að þeir eigi að vera fjárfestingalánasjóðir og þeir eigi jafnvel að lána til áhættufjárfestinga.


Svipuð stefna hefur iðulega verið borin uppi af fjölmörgum alþingismönnum í gegnum tíðina. Það á sér stað mikil miðstýring innan samtaka atvinnurekenda á öllum sviðum og einnig er varðar störf fulltrúa þeirra í stjórnum sjóðanna fyrir þeirra hönd.


Stefna launafólks er að sjóðirnir eigi einvörðungu að vera eftirlaunasjóðir fyrir fjölskyldur launafólks. Nokkuð sem sjóðirnir hafa staðið illa undir. Þá hefur ríkisvaldið alla tíð nartað í sjóðina og refsað sjóðsfélögum.


 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar