Heilögu kýrnar í stjórnum lífeyrissjóðanna

Kristbjörn Árnason fjallar um lífeyrissjóðina og vexti en hann segir að stefna launafólks sé sú að sjóðirnir eigi einvörðungu að vera eftirlaunasjóðir fyrir fjölskyldur launafólks.

Auglýsing

Undanfarna daga hafa fjölmargir þóttafullir aðilar haft stór orð um þá ákvörðun stjórnar og fulltrúaráðs VR að skipta um fulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Því er jafnvel haldið fram af hagsmunaaðilum tengdum atvinnurekendum að ákvörðun VR sé ólögleg. Þar hafa sig auðvitað mest í frammi hagsmunagæsluaðilar frá samtökum atvinnurekenda. 


Látið er að því liggja að verkalýðsfélögin eigi ekki að hafa stefnu er varðar starfsemi og ákvarðanatöku stjórna lífeyrissjóðanna hverju sinni. Þ.e.a.s. stjórnarmenn sjóðanna eigi að vera ósnertanlega verur og eigi aðeins að þjóna ráðandi öflum í sjóðunum. Síðan má auðvitað spyrja hvaða öfl það eru sem eru ráðandi á þeim bæjum. 

Auglýsing


Árni Stefánsson fulltrúi atvinnurekenda í stjórn LV, skrifar 28.6.2019 í Vísi.is með mikilli vandlætingu um þá ákvörðun VR að skipta um fulltrúa í stjórn LV sem hafa vakið upp sterk flokkspólitísk viðbrögð og er andófinu haldi uppi af félögum í samtökum atvinnurekenda. Það er ekki eins og stjórnir í þessum lífeyrissjóði í gegnum tíðina  hafi alltaf tekið réttar ákvarðanir. Launafólki er auðvitað í fersku minni stóru útlánatöpin sem komu í ljós við „hrunið“. 


Þá fullyrðir þessi ágæti aðili að útlánsvextir í lánaflokknum um „breytilega vextir“ eigi að hækka um 0,5% sem er auðvitað rangt. Hið rétta er, að fyrirhuguð hækkun á að vera upp á um nærri 10% sem er engin smá hækkun á einu bretti á sama tíma og vextir fara almennt lækkandi í samfélaginu. Ef dæmið er reiknað með einföldum prósentureikningi.


Síðan er ruglað með ávöxtunarkröfur lífeyrissjóðanna sem blandað er inn í umræðuna og búið til dæmi um nær þriðjungs lækkun á ávöxtunarkröfum lífeyrissjóðanna sem hefði auðvitað mjög mikil áhrif. En er ekki hluti af þessari umræðu.


Ekki gengur að loka augunum fyrir þeirri staðreynd, að afkoma eftirlaunafólks ræðst af lífeyri úr sjóðunum en ræðst einnig af vaxtakjörum á húsnæðislánum. Eldra fólk býr í vaxandi mæli í leiguhúsnæði. Þá eru það vissulega eftirlaun frá TR, skattar og óeðlilegar skerðingar.


Vert væri í þessu sambandi að skoða hvernig áhrif útlánatapana hefur verið síðustu t.d. 12 árin á ávöxtun sjóðanna. Það er algjörlega nauðsynlegt að mati launafólks. Allt eru þetta atriði sem verkalýðsfélögin þurfa fyrir hönd umbjóðenda sinna að rannsaka nánar.


Einnig væri fræðandi að rannsaka hver áhrif samtaka atvinnurekenda hefur verið á fulltrúa sína í stjórnum lífeyrissjóðanna frá upphafi. Það vill svo til, að stefna atvinnurekenda um þessa sjóði er, að þeir eigi að vera fjárfestingalánasjóðir og þeir eigi jafnvel að lána til áhættufjárfestinga.


Svipuð stefna hefur iðulega verið borin uppi af fjölmörgum alþingismönnum í gegnum tíðina. Það á sér stað mikil miðstýring innan samtaka atvinnurekenda á öllum sviðum og einnig er varðar störf fulltrúa þeirra í stjórnum sjóðanna fyrir þeirra hönd.


Stefna launafólks er að sjóðirnir eigi einvörðungu að vera eftirlaunasjóðir fyrir fjölskyldur launafólks. Nokkuð sem sjóðirnir hafa staðið illa undir. Þá hefur ríkisvaldið alla tíð nartað í sjóðina og refsað sjóðsfélögum.


 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar