Heilögu kýrnar í stjórnum lífeyrissjóðanna

Kristbjörn Árnason fjallar um lífeyrissjóðina og vexti en hann segir að stefna launafólks sé sú að sjóðirnir eigi einvörðungu að vera eftirlaunasjóðir fyrir fjölskyldur launafólks.

Auglýsing

Undanfarna daga hafa fjölmargir þóttafullir aðilar haft stór orð um þá ákvörðun stjórnar og fulltrúaráðs VR að skipta um fulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Því er jafnvel haldið fram af hagsmunaaðilum tengdum atvinnurekendum að ákvörðun VR sé ólögleg. Þar hafa sig auðvitað mest í frammi hagsmunagæsluaðilar frá samtökum atvinnurekenda. 


Látið er að því liggja að verkalýðsfélögin eigi ekki að hafa stefnu er varðar starfsemi og ákvarðanatöku stjórna lífeyrissjóðanna hverju sinni. Þ.e.a.s. stjórnarmenn sjóðanna eigi að vera ósnertanlega verur og eigi aðeins að þjóna ráðandi öflum í sjóðunum. Síðan má auðvitað spyrja hvaða öfl það eru sem eru ráðandi á þeim bæjum. 

Auglýsing


Árni Stefánsson fulltrúi atvinnurekenda í stjórn LV, skrifar 28.6.2019 í Vísi.is með mikilli vandlætingu um þá ákvörðun VR að skipta um fulltrúa í stjórn LV sem hafa vakið upp sterk flokkspólitísk viðbrögð og er andófinu haldi uppi af félögum í samtökum atvinnurekenda. Það er ekki eins og stjórnir í þessum lífeyrissjóði í gegnum tíðina  hafi alltaf tekið réttar ákvarðanir. Launafólki er auðvitað í fersku minni stóru útlánatöpin sem komu í ljós við „hrunið“. 


Þá fullyrðir þessi ágæti aðili að útlánsvextir í lánaflokknum um „breytilega vextir“ eigi að hækka um 0,5% sem er auðvitað rangt. Hið rétta er, að fyrirhuguð hækkun á að vera upp á um nærri 10% sem er engin smá hækkun á einu bretti á sama tíma og vextir fara almennt lækkandi í samfélaginu. Ef dæmið er reiknað með einföldum prósentureikningi.


Síðan er ruglað með ávöxtunarkröfur lífeyrissjóðanna sem blandað er inn í umræðuna og búið til dæmi um nær þriðjungs lækkun á ávöxtunarkröfum lífeyrissjóðanna sem hefði auðvitað mjög mikil áhrif. En er ekki hluti af þessari umræðu.


Ekki gengur að loka augunum fyrir þeirri staðreynd, að afkoma eftirlaunafólks ræðst af lífeyri úr sjóðunum en ræðst einnig af vaxtakjörum á húsnæðislánum. Eldra fólk býr í vaxandi mæli í leiguhúsnæði. Þá eru það vissulega eftirlaun frá TR, skattar og óeðlilegar skerðingar.


Vert væri í þessu sambandi að skoða hvernig áhrif útlánatapana hefur verið síðustu t.d. 12 árin á ávöxtun sjóðanna. Það er algjörlega nauðsynlegt að mati launafólks. Allt eru þetta atriði sem verkalýðsfélögin þurfa fyrir hönd umbjóðenda sinna að rannsaka nánar.


Einnig væri fræðandi að rannsaka hver áhrif samtaka atvinnurekenda hefur verið á fulltrúa sína í stjórnum lífeyrissjóðanna frá upphafi. Það vill svo til, að stefna atvinnurekenda um þessa sjóði er, að þeir eigi að vera fjárfestingalánasjóðir og þeir eigi jafnvel að lána til áhættufjárfestinga.


Svipuð stefna hefur iðulega verið borin uppi af fjölmörgum alþingismönnum í gegnum tíðina. Það á sér stað mikil miðstýring innan samtaka atvinnurekenda á öllum sviðum og einnig er varðar störf fulltrúa þeirra í stjórnum sjóðanna fyrir þeirra hönd.


Stefna launafólks er að sjóðirnir eigi einvörðungu að vera eftirlaunasjóðir fyrir fjölskyldur launafólks. Nokkuð sem sjóðirnir hafa staðið illa undir. Þá hefur ríkisvaldið alla tíð nartað í sjóðina og refsað sjóðsfélögum.


 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar