Tæpur helmingur erlendra eigna í Lífeyrissjóði Verslunarmanna í áhættusömum sjóðum

Helmingur erlendra eigna Lífeyrissjóðs verslunarmanna er bundinn í hlutabréfasjóðum sem teljast frekar eða mjög áhættusamir.

Áhættusamar erlendar fjárfestingar ná 12% af heildareignum
Áhættusamar erlendar fjárfestingar ná 12% af heildareignum
Auglýsing

Flestir erlendu hluta­bréfa­sjóðir sem Líf­eyr­is­sjóður Versl­un­ar­manna hefur fjár­fest í telj­ast frekar eða mjög áhættu­samar meðal fjár­festa. Almanna­tengsla­full­trúi Líf­eyr­is­sjóðs­ins segir sjóð­ina valda út frá ára­tuga reynslu

Í síð­asta árs­reikn­ingi Líf­eyr­is­sjóðs Versl­un­ar­manna kemur fram að millj­örðum hafi verið veitt í fjár­fest­ingum erlend­is, þar af 71 millj­arður í hluta­bréfa­sjóði. Hluta­bréfa­sjóð­irnir skil­uðu margir hverjir yfir 4%  ávöxt­un, en eru flestir taldir frekar eða mjög áhættu­samir sam­kvæmt lýs­ingu sjóð­anna. 

Hjá sjóð­unum er gjarnan gefið út svo­kallað áhætt­u-­á­vöxt­un­ar­stig (SRRI) á gefnu bili þar sem lágt stig þýðir litla áhættu og minni líkur á ávöxt­un, en hátt stig þýðir mikla áhættu og hærri vænta ávöxt­un. Mæli­kvarð­inn er fund­inn út frá flökti fjár­fest­ing­ar­innar á síð­ustu fimm árum. 

Auglýsing

Hér að neðan eru hluta­bréfa­sjóð­irnir sem Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna hefur fjár­fest í erlendis og koma fram á árs­reikn­ingi líf­eyr­is­sjóðs­ins. Áhætt­u-­á­vöxt­un­ar­stig hvers sjóðs er ýmist á bil­inu 1-5 eða 1-7. Fundnar voru upp­lýs­ingar um alla sjóði að einum und­an­skild­um. Hluta­bréfa­sjóð­irnir eru allir taldir frekar eða mjög áhættu­samir með háu áhætt­u-­á­vöxt­un­ar­stigi. Áhættu­stigið er í sviga fyrir aftan nafn hvers sjóðs:

 • Vangu­ard Global Stock (4 af 5) 

 • Mer­i­dian – Global Concentrated (5 af 7)

 • Mer­i­dian – Global Equtity Fund (5 af 7)

 • State Street North Amer­ican Fund (5 af 7)

 • GS N11 (5 af 7)

 • AB FCP I (fannst ekki)

 • Atl­antis China Fund (Flokkað sem Hig­h-risk)

 • Morgan St­an­ley Asian Fund (6 af 7) 

 • Coupland Car­diff Japan Fund (6 af 7)

 • JP Morgan Korea Equity (6 af 7)

 • JP Morgan Taiwan Fund (7 af 7)

 • LFP China Value (6 af 7)

Eignir í hluta­bréfa­sjóð­unum sam­svarar um 45% af erlendum eignum og 12% af heild­ar­eignum Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna.  Á heima­síðu sinni segir að líf­eyr­is­sjóð­ur­inn forð­ist áhættu hverju sinni ef hún er ekki nauð­syn­leg til að ná mark­miðum um ávöxt­un. 

Þór­hall­ur B. Jós­eps­son, almanna­tengsla­full­trúi líf­eyr­is­sjóðs­ins, segir allar þær erlendu fjár­fest­ingar sem líf­eyr­is­sjóð­ur­inn hefur farið í fela í sér minni áhættu þar sem þær hafa allar dreift eigna­safn og eru valdar með hlið­sjón af reynslu und­an­far­inna ára­tuga. 

Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent