Sumir lántakar hjá sjóði verzlunarmanna að greiða vexti sem hafa ekki sést áður

Hópur lántakenda hjá næst stærsta lífeyrissjóði landsins, sem varð fyrir vaxtabreytingu, sem reyndist síðar óheimili fær brátt ofgreiddar greiðslur endurgreiddar. Vextir á lánum þeirra munu reiknast eftir fyrri reglu, og eru undir tveimur prósentum.

Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins framkvæmdu ólögmæta breytingu á útreikningum á vöxtum á breytilegum verðtryggðum lánum í fyrra.
Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins framkvæmdu ólögmæta breytingu á útreikningum á vöxtum á breytilegum verðtryggðum lánum í fyrra.
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna hefur boðið þeim sjóðs­fé­lögum sem ofrukk­aðir voru vegna vaxta­hækk­unar á verð­tryggðum lánum þeirra í fyrra sem stóðst ekki lög, að end­ur­greiða þeim upp­hæð­ina sem um ræðir eða nýta hana til að greiða niður höf­uð­stól láns þeirra.

Auk þess hefur vaxta­út­reikn­ingur lána þeirra verður færður til fyrra horfs. Það þýðir að verð­tryggðir vextir þessa hóps eru nú 1,89 pró­sent, eða 16 pró­sent lægri ein ann­arra lán­taka sjóðs­ins sem áfram þurfa að borga nýju vext­ina, sem eru 2,26 pró­sent. 

Stjórn Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­ar­manna tók þá ákvörðun 24. maí í fyrra að hækka vexti á breyt­i­­legum verð­­tryggðum hús­næð­is­lánum úr 2,06 pró­­sent í 2,26 pró­­sent frá og með ágúst­­byrjun 2019. Sam­hliða var ákveð­ið  að hætta að að láta ávöxt­un­­­­ar­­­­kröfu ákveð­ins skulda­bréfa­­­­­­­flokks stýra því hverjir vext­irnir eru og í stað þess myndi stjórn sjóðs­ins ákveða þá. 

Ein­hverjir sjóðs­fé­lagar töldu þetta illa stand­­ast og sendu ábend­ingar til Neyt­enda­­stofu. 

Neyt­enda­stofa sagði nei

Neyt­enda­­stofa birti í jan­úar ákvörðun þess efnis að Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­ar­manna og Líf­eyr­is­­sjóður starfs­­manna rík­­is­ins (LS­R), sem breytti líka útrekn­ingi á sínum vöxt­um, hafi ekki mátt breyta því hvernig verð­­tryggðir breyt­i­­legir vextir hluta hús­næð­is­lána sjóðs­fé­laga þeirra voru reikn­aðir út. Það hafi verið í and­­stöðu við ákvæði eldri laga um neyt­enda­lán. 

Alls hefur ákvörðun Neyt­enda­­stofu áhrif á öll lán með verð­­tryggða breyt­i­­lega vexti sem gefin voru út frá árs­­byrjun 2001 til apríl 2017 og varðar vaxta­greiðslur frá maí 2019. Um er að ræða átta pró­­sent af öllum sjóðs­­fé­lags­lánum Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­ar­manna en ekki liggur enn fyrir hversu mikil áhrifin eru á LSR. 

Auglýsing
Í frétt sem birt­ist a vef Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­ar­manna í síð­asta mán­uði sagði að gert væri ráð fyrir því að kostn­aður sjóðs­ins vegna þessa sé innan við 30 millj­­ónir króna, eða að með­­al­tali um tíu þús­und krónur á hvert lán.

Ákvörðun Neyt­enda­stofu þýðir að allir sem tekið höfðu hús­næð­is­lán á breyti­legum verð­tryggðum vöxtum hjá Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna fyrir 1. apríl 2017 höfðu verið ofrukk­aðir um vexti í nokkra mán­uði. Þeir fengu til­kynn­ingu fyrir helgi um að sjóð­ur­inn bauð þeim end­ur­greiðslu á því sem oftekið hafði verið og inni á sjóðs­fé­laga­vef hvers og eins er hægt að velta hvort við­kom­andi lán­taki vill láta leggja upp­hæð­ina, sem í flestum til­fellum er nokkrir tugir þús­und króna, inn á banka­reikn­ing sinn eða hvort að sjóð­ur­inn eigi að ráð­stafa henni til nið­ur­greiðslu á höf­uð­stól hús­næð­is­láns. 

Þótt upp­hæðin sem end­ur­greidd er sé lág í flestu sam­hengi, enda ofrukk­aði Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna hóp­inn ein­ungis í nokkra mán­uði, þá er annað mik­il­væg­ara sem telur mjög fyrir þann hóp sem við á. Í bréfi sem sent var út til þeirra sem breyt­ingin nær til segir að stjórn líf­eyr­is­sjóðs­ins hafi, með vísan til þess sem fram kom í ákvörðun Neyt­enda­stofu, ákveðið að „færa við­mið fyrir vexti af láni þínu, þar sem það fellur undir ákvörðun stofn­un­ar­inn­ar, til fyrra horfs. Við­miðið verður því upp­haf­legt við­mið, þ.e. vaxta­flokk­ur­inn HFF150434, að við­bættu 0,75 pró­sentu­stiga álag­i.“

Ávöxt­un­ar­krafan sem lækkar og lækkar

Skulda­bréfa­flokk­ur­inn sem um ræðir hefur þró­ast þannig að við­skipti með hann hafa farið minnkandi, og sam­hliða hefur ávöxt­un­ar­krafa flokks­ins lækkað mik­ið. Það er helsta ástæðan fyrir því að stjórn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna tók ákvörðun um að hætta að binda vaxta­þróun við flokk­inn. Vext­irnir voru ein­fald­lega orðnir of lág­ir. 

En þeir hafa haldið áfram að lækka. Og sam­kvæmt greiðslu­seðli fyrir næstu afborgun sem lán­tak­endum sem ákvörðun Neyt­enda­stofu á við um barst í vik­unni eru vextir lána þeirra fyrir tíma­bili 3. febr­úar til 3. mars 1,89 pró­sent, eða rúm­lega 16 pró­sent lægri en vextir þeirra sem tóku verð­tryggt lán á breyti­legum vexti hjá sama sjóði eftir 1. apríl 2017. Þeir borga 2,26 pró­sent vexti.

Auglýsing
Í byrjun viku náði svo ávöxt­un­ar­krafa umrædds flokks sögu­legum lág­punkti, þegar hún var rétt undir 0,72 pró­sent. Ef sú krafa yrði við­mið fyrir vexti lán­tak­enda væru verð­tryggðir vextir þeirra, sam­kvæmt reikni­regl­unni sem nú hefur verið end­ur­vak­in, 1,47 pró­sent. Til sam­an­burðar eru lægstu verð­tryggðu vextir sem bjóð­ast á hús­næð­is­lána­mark­aði í dag 1,69 pró­sent, hjá Birtu líf­eyr­is­sjóði.

Vert er að taka fram að ávöxt­un­ar­krafan getur auð­vitað líka hækkað ef við­skipti með flokk­inn aukast, jafn­vel þannig að vextir þeirra sem eru með lán sín bundin við þróun hans fari yfir 2,26 pró­sent. Það hefur þó ekki gerst frá því snemma í mars í fyrra. 

Á sama tíma er verð­bólga, sem leggst ofan á verð­tryggða lán­ið, nú um stundir 1,7 pró­sent, og því tölu­vert undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­miði. Hún hefur ekki verið lægri frá því síðla árs 2017.  

Þótt ómögu­legt sé að spá fyrir um hvernig verð­bólga þró­ast til fram­tíðar þá hefur tek­ist að halda henni að mestu undir verð­bólgu­mark­miði frá því í febr­úar 2014 og fram til dags­ins í dag, ef undan er skilið rúm­lega eins árs tíma­bil frá miðju ári 2018 og fram til nóv­em­ber í fyrra. Spár gera ráð fyrir því að hún hald­ist lág í nán­ustu fram­tíð.

Hættur að lána verð­tryggt á breyti­legum vöxtum

Í októ­ber greindi Kjarn­inn frá því að Líf­eyr­is­­sjóð­ur­ verzl­un­ar­manna hefði breytt lána­­reglum sínum þannig að skil­yrði fyrir lán­­töku voru þrengd mjög og hámarks­­­fjár­­­hæð láns var lækkuð um tíu millj­­­ónir króna. Hámarks­­lán er nú 40 millj­­ónir króna. Þá ákvað sjóð­­­ur­inn að hætta að lána nýjum lán­tak­endum verð­­­tryggð lán á breyt­i­­­legum vöxt­­­um.

Um var að ræða við­bragð við því að Líf­eyr­is­­­sjóð­ur­ verzl­un­ar­manna var kom­inn út fyrir þol­­­mörk þess sem hann réð við að lána til íbúð­­­ar­­­kaupa. Sjóð­­­ur­inn greindi sam­hliða frá því að eft­ir­­­spurn eftir sjóðs­­­fé­laga­lánum hefði auk­ist mikið frá því að lána­­­reglur voru rýmkaðar í októ­ber 2015. Á þeim tíma voru sjóðs­­­fé­laga­lán um sex pró­­­sent af heild­­­ar­­­eignum sjóðs­ins en í októ­ber í fyrra voru þau um 13 pró­­­sent. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar