Fjármálaeftirlitið hnýtir í tvo lífeyrissjóði eftir vettvangsathuganir

Í kjölfar vettvangsathugana Fjármálaeftirlitsins hjá Íslenska lífeyrissjóðnum og Eftirlaunasjóði FÍA fyrr á þessu ári voru gerðar nokkrar athugasemdir við ákveðna þætti í rekstri beggja sjóða.

Fjármálaeftirlit Seðlabankans gerði í september athugasemdir við nokkra þætti í rekstri tveggja lífeyrissjóða.
Fjármálaeftirlit Seðlabankans gerði í september athugasemdir við nokkra þætti í rekstri tveggja lífeyrissjóða.
Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­litið hefur gert athuga­semdir við nokkra þætti í starf­semi tveggja líf­eyr­is­sjóða, Íslenska líf­eyr­is­sjóðs­ins og Eft­ir­launa­sjóði FÍA, eftir að hafa fyrr á árinu ráð­ist í vett­vangs­at­hug­anir hjá báðum sjóð­un­um, meðal ann­ars til þess að kanna þætti tengda útvistun á rekstri sjóð­anna.

Íslenski líf­eyr­is­sjóð­ur­inn er rek­inn af Lands­bank­anum og Eft­ir­launa­sjóður FÍA (Fé­lags íslenskra atvinnu­flug­manna) er rek­inn af Arion banka.

Hjá báðum sjóðum gerir Fjár­mála­eft­ir­litið athuga­semdir við það að sjóð­irnir hafi ekki með full­nægj­andi hætti greint og metið hugs­an­lega hags­muna­á­rekstra vegna útvist­unar á innri end­ur­skoðun sjóðs­ins til rekstr­ar­að­ila hans.

Að auki eru gerðar athuga­semdir við að skrif­legir verk­ferlar vegna til­kynn­inga á frá­vikum í rekstri upp­lýs­inga­kerfa sjóð­anna voru ekki til staðar á þeim tíma sem athug­unin var fram­kvæmd. Eft­ir­launa­sjóður FÍA hefur þegar brugð­ist við þessu með við­un­andi hætti, sam­kvæmt því sem segir í gagn­sæ­istil­kynn­ingu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins sem birt var í dag.

Seta fram­kvæmda­stjóra á fundum end­ur­skoð­un­ar­nefnda gegn lögum

Fjár­mála­eft­ir­litið gerir svo athuga­semdir við það, hjá báðum sjóð­um, að fram­kvæmda­stjórar sjóð­anna sætu alla fundi end­ur­skoð­un­ar­nefndar líf­eyr­is­sjóðs­ins frá upp­hafi til enda.

Auglýsing

Þetta telur Fjár­mála­eft­ir­litið að sam­rým­ist ekki ákvæðum laga um árs­reikn­inga.

Enn frek­ari athuga­semdir hjá Íslenska

Í gagn­sæ­istil­kynn­ingu frá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu má sjá að gerðar voru fleiri athuga­semdir við Íslenska líf­eyr­is­sjóð­inn en Eft­ir­launa­sjóð FÍA.

Fjár­mála­eft­ir­litið segir að hjá Íslenska hafi útvist­un­ar­stefnu skort á þeim tíma sem skoð­unin átti sér stað, auk þess sem við­bún­að­ar­um­gjörð til að bregð­ast við mögu­legum áföllum upp­lýs­inga­kerfa hafi ekki verið til stað­ar.

Þá seg­ist Fjár­mála­eft­ir­litið hafa gert athuga­semdir við það að fund­ar­gerðir sjóðs­ins voru ekki nægi­lega ítar­leg­ar, auk þess sem grein­ing á hags­muna­á­rekstrum vegna rekstr­ar­fyr­ir­komu­lags sjóðs­ins hafi ekki verið til stað­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku
Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.
Kjarninn 19. október 2021
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent