Prófkjörsbarátta Diljár Mistar kostaði rúmar 4,5 milljónir króna

Diljá Mist Einarsdóttir náði miklum árangri sem nýliði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í sumar og hafnaði í þriðja sæti. Hún varði 4,5 milljónum í prófkjörsbaráttu sína samkvæmt uppgjöri framboðs hennar.

Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins á nýliðadegi í þinginu fyrr í vikunni.
Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins á nýliðadegi í þinginu fyrr í vikunni.
Auglýsing

Próf­kjörs­bar­átta Diljár Mis­tar Ein­ars­dóttur þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins kost­aði rúm­lega 4,5 millj­ónir króna, sam­kvæmt upp­gjöri fram­bjóð­and­ans, sem hún lét Kjarn­anum í té. Þar af fóru tæpar 2 millj­ónir króna í aug­lýs­ingar og tæp 1,8 milljón í rekst­ur­kosn­inga­skrif­stofu, auk þess sem starfs­manna­kostn­aður var 800 þús­und krón­ur.

Fram­bjóð­endur í próf­kjörum stjórn­mála­flokk­anna hafa þrjá mán­uði frá próf­kjörs­degi til þess að ýmist skila inn upp­gjöri eða yfir­lýs­ingu um að kostn­aður þeirra við fram­boðs­bar­átt­una hafi verið undir 500 þús­und krón­um. Próf­kjör Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík fór fram í byrjun júní.

Dilja Mist seg­ist vera búin að skila inn upp­gjöri sínu til Rík­is­end­ur­skoð­unar og það er und­ir­ritað þann 10. sept­em­ber, en stofn­unin hafði þó ekki birt upp­gjör hennar á þar til gerðu vef­svæði síð­degis í gær.

Þar má nú nálg­ast upp­gjör eða yfir­lýs­ingar lang­flestra þeirra sem sótt­ust eftir efstu sætum í próf­kjörum Sjálf­stæð­is­flokks­ins, en ekk­ert var þar þó að finna varð­andi fram­boð Diljar Mis­tar né Vil­hjálms Árna­son­ar, sem laut lægra haldi í próf­kjörs­bar­áttu í Suð­ur­kjör­dæmi gegn Guð­rúnu Haf­steins­dótt­ur.

Diljá Mist rak áberandi kosningabaráttu sem fór af stað með opnuauglýsingum í dagblöðum.

Sam­kvæmt upp­gjöri fram­boðs Diljár Mis­tar fékk hún 2,5 millj­ónir í fram­lög frá alls 17 ein­stak­ling­um. Þar af veittu Einar Sveinn Hálf­dán­ar­son faðir Diljár og Regína Gréta Páls­dóttir bæði 400 þús­und króna fram­lag til fram­boðs­ins.

Níu fyr­ir­tæki styrktu fram­boð Diljár Mis­tar um sam­tals 1,75 millj­ón, en þar af veittu End­ur­skoð­un­ar/lög­manns­stofan sf., sem er í meiri­hluta­eigu Ein­ars Sveins og Tak­anawa ehf., sem er í fullri eigu Bolla Skúla­sonar Thor­orodd­sen, hámarks­styrk, sem er 400 þús­und krón­ur.

Auglýsing

Dilja Mist lagði síðan sjálf rúmar 200 þús­und krónur til fram­boðs­ins til þess að mæta rekstr­ar­gjöldum sem voru umfram fengin fram­lög frá ein­stak­lingum og fyr­ir­tækj­um.

Í sam­floti með Guð­laugi Þór í bar­átt­unni

Diljá Mist, sem hefur und­an­farin ár verið aðstoð­ar­maður Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar utan­rík­is­ráð­herra, náði þeim árangri sem hún stefndi að í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, en hún sótt­ist eftir og náði þriðja sæt­inu. Hún rak áber­andi kosn­inga­bar­áttu sem hófst með opnu­aug­lýs­ingum í dag­blöðum og fyrir kosn­ingar var mikið hringt út til sjálf­stæð­is­manna fyrir hennar hönd, í sam­starfi við Guð­laug Þór.

Guð­laugur Þór var einmitt sá fram­bjóð­andi í öllum próf­kjörum Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem varði mestu fé í bar­áttu sína, en hann sótt­ist eftir og náði fyrsta sæti í próf­kjör­inu í Reykja­vík. Hann varði rúmum 11 millj­ónum króna í slag­inn um fyrsta sætið gegn Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mál­ara­ráð­herra, sem sjálf setti 8,7 millj­ónir króna í bar­átt­una.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku
Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.
Kjarninn 19. október 2021
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent