Lífeyriseign landsmanna rúmlega sex þúsund milljarðar

Lífeyrissparnaður landsmanna jókst um 773 milljarða króna á síðasta ári þrátt fyrir óvissu á fjármálamörkuðum. Hlutfall erlendra gjaldmiðla af heildareignum samtryggingardeilda hefur aldrei verið hærra.

Samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands er lífeyriseign landsmanna á við tvöfalda landsframleiðslu.
Samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands er lífeyriseign landsmanna á við tvöfalda landsframleiðslu.
Auglýsing

Líf­eyr­is­sparn­aður lands­manna nam um 6.050 millj­örðum við lok síð­asta árs. Þetta kemur fram í nýjum tölum Fjár­mála­eft­ir­lits Seðla­banka Íslands um heild­ar­eignir sam­trygg­ing­ar- og sér­eigna­sparn­að­ar. Í sam­an­tekt bank­ans um gögnin kemur fram að líf­eyr­is­sparn­aður lands­manna hafi auk­ist um 773 millj­arða króna á síð­asta ári, „þrátt fyrir erf­ið­leika og óvissu á fjár­mála­mörk­uðum vegna heims­far­ald­urs COVID-19.“ Þessi aukn­ing er til­komin bæði vegna ávöxt­unar og inn­greiðslna.

Auglýsing

Í sam­an­tekt­inni er líf­eyr­is­eign lands­manna sett í sam­hengi við lands­fram­leiðslu síð­asta árs en sam­kvæmt nýlegri áætlun frá Hag­stof­unni var lands­fram­leiðsla tæpir þrjú þús­und millj­arðar á síð­asta ári. Líf­eyr­is­eignir lands­manna jafn­gilda því tvö­faldri lands­fram­leiðslu. 

Eignir í sam­trygg­ing­ar­deildum líf­eyr­is­sjóða voru 5.119 millj­arðar við árs­lok í fyrra en eignir í sér­eigna­deildum sjóð­anna  nam 595 millj­örð­um. Eignir hjá inn­lendum vörslu­að­ilum sér­eigna­sparn­aðar nam 247 millj­örð­um. Þá er áætlað að 100 millj­arðar til við­bótar séu hjá erlendum aðilum sem bjóða sér­eigna­sparn­að.Rúm­lega tvö þús­und millj­arðar í erlendum gjald­eyri

Í sam­an­tekt­inni segir að helsta breyt­ingin í eigna­flokkum á árinu hafi verið sú að eignir í erlendum gjald­miðlum juk­ust um 426 millj­arða króna eða um 25 pró­sent. Hlut­deild erlendra gjald­miðla í eigna­söfnum líf­eyr­is­sjóða var rúm­lega 35 pró­sent við lok síð­asta árs, eða um 2.103 millj­arðar króna. Hjá sam­trygg­ing­ar­deildum nam hlut­fallið 37 pró­sentum af heild­ar­eignum og hefur það aldrei verið hærra. Gengi krónu gagn­vart erlendum gjald­miðlum lækk­aði á síð­asta ári og spilar geng­is­breyt­ingin að ein­hverju leyti þar inn.Heild­ar­eignir sam­trygg­ing­ar­deilda voru um 5.119 millj­arðar við lok síð­asta árs og juk­ust þær um 673 millj­arða króna sem jafn­gildir um 15 pró­senta aukn­ingu. Í áður­nefndri sam­an­tekt er farið yfir helstu breyt­ingar á eigna­flokkum sam­trygg­ing­ar­deilda. Þannig hækk­uðu eignir í hlut­deild­ar­skír­teinum verð­bréfa­sjóða um 325 millj­arða króna eða um tæp­lega 32 pró­sent. Sér­tryggð skulda­bréf í eigna­söfnum sjóð­anna juk­ust um 24 pró­sent eða um 46 millj­arða króna. Eignir í hluta­bréfum félaga juk­ust um 19 pró­sent og í skulda­bréfum félaga um 17 pró­sent, sam­tals um 135 millj­örðum króna. 

Dregið hefur úr aukn­ingu sér­eignar

Heild­ar­eignir sér­eigna­sparn­aðar í vörslu inn­lendra aðila námu 842 millj­örðum króna við lok síð­asta árs og juk­ust þær um tæp­lega 101 millj­arð í fyrra. Fram kemur í sam­an­tekt Seðla­bank­ans að vegna auk­inna heim­ilda til úttekta sér­eigna­sparn­aðar hefur dregið úr aukn­ingu eigna.Líkt og hjá sam­trygg­ing­ar­deildum var mest aukn­ing eigna í hlut­deild­ar­skír­teinum verð­bréfa­sjóða en hún nam rúmum 41 millj­arði króna eða 27 pró­sent­um. Mesta hækk­unin hlut­falls­lega var í eignum í skulda­bréfum og pen­inga­mark­aðs­skjölum en í þeim flokki nam hækk­unin 44 pró­sentum eða 15 millj­örðum króna. Við árs­lok var fjórð­ungur eigna sér­eigna­sparn­að­ar­er­lendur gjald­eyrir eða um 211 millj­arðar króna. Aukn­ingin í þeim flokki nam tæp­lega 44 millj­örðum á síð­asta ári.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent