VR stefn­ir Fjár­mála­eft­ir­lit­inu

Stjórn VR hefur samþykkt að stefna stofn­un­inni fyr­ir að viður­kenna ekki lög­mæti ákvörðunar full­trúaráðs VR um að aft­ur­kalla umboð stjórn­ar­manna í Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Full­­trú­ar VR af­hentu Hér­aðs­dómi Reykja­vík­­ur stefnu á hend­ur Fjár­­­mála­eft­ir­lit­inu í dag. Stjórn VR sam­þykkti að stefna stofn­un­inni fyr­ir að við­ur­­­kenna ekki lög­­­mæti ákvörð­unar full­­trúa­ráðs VR um að aft­­ur­­kalla umboð stjórn­­­ar­­manna í Líf­eyr­is­­sjóði verzl­un­­ar­­manna. Mbl.is greinir fyrst frá.

„Mark­miðið er fyrst og fremst að fá þenn­an úr­sk­­urð FME dæmd­an ógild­an,“ seg­ir Ragn­ar Þór í sam­tali við mbl.is og vís­ar til þess að FME lít­ur svo á að ákvörðun um aft­­ur­köll­un­ina sé ekki gild þar sem hún hafi ekki, að mati stofn­un­­ar­inn­­ar, verið tek­in af stjórn VR eins og sam­þykkt­ir Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­­ar­­manna gera ráð fyr­­ir.

­Greint var frá því í fréttum í byrjun júlí að FME teldi aft­ur­köllun á til­nefn­ingu stjórn­ar­manna sjóða vega að sjálf­stæði stjórna þeirra. Fjár­­­mála­eft­ir­litið hefur beint því með dreifi­bréfi til stjórna líf­eyr­is­­sjóða að taka sam­­þykktir sínar til skoð­unar með það að leið­­ar­­ljósi að skýra hvort og þá við hvaða aðstæður sé mög­u­­legt að aft­­ur­­kalla umboð stjórn­­­ar­­manna sem kjörn­ir/til­­nefndir hafa ver­ið.

Auglýsing

Auk þess kom fram í til­­kynn­ing­u frá Fjár­mála­efn­ir­lit­inu í byrjun júlí að sam­­kvæmt lögum um skyld­u­­trygg­ingu líf­eyr­is­rétt­inda og starf­­semi líf­eyr­is­­sjóða skuli meðal ann­­ars kveða á um hvernig vali stjórn­­­ar­­manna líf­eyr­is­­sjóðs­ins og kjör­­tíma­bili þeirra skuli hátt­að. Hins vegar væri ekki frekar kveðið á um hvernig að til­­­nefn­ingu eða kjöri skuli staðið eða hvort aft­­ur­köllun sé heim­il.

Enn fremur taldi Fjár­­­mála­eft­ir­litið að val stjórn­­­ar­­manna færi eftir ákvæðum í sam­­þykktum líf­eyr­is­­sjóða sem væru þó „al­­mennt hljóðar um hvort og þá við hvaða aðstæður umboð stjórn­­­ar­­manna verði aft­­ur­­kall­að. Óskýrar sam­­þykktir hvað þetta varðar gera ferli við val og mög­u­­lega aft­­ur­köllun á umboði stjórn­­­ar­­manna ógagn­­sætt.“

Umboð stjórn­­­ar­­manna VR aft­­ur­­kallað

Á fundi sem hald­inn var í full­­­­­­­trú­a­ráð­i VR í Líf­eyr­is­­­­­­­sjóð­i verzl­un­­­ar­­­manna ­í júní síð­­­ast­liðnum var sam­­­­­­­þykkt að aft­­­­­­­ur­­­­­­­kalla umboð stjórn­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­manna VR í stjórn Líf­eyr­is­­­­­­­sjóðs verzl­un­­­ar­­­manna og var að auki sam­­­­­­­þykkt til­­­­­­­laga um nýja stjórn­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­menn til­­­­­ bráða­birgða. Áður­­­­­ hafði stjórn­­­­­ VR­­­ lýst yfir trún­­­­­­­að­­­­­­­ar­bresti gagn­vart stjórn­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­mönnum félags­­­­­­­ins hjá sjóðnum vegna sam­­­­­­­þykktar stjórnar hans um hækkun breyt­i­­­­­­­legra vaxta verð­­­­­­­tryggðra sjóð­­­­­­­fé­laga­lána sem gengur í ber­högg við hina miklu áherslu sem lögð var á vaxta­­­­­­­lækk­­­­­­­­­­­­­anir í nýgerðum kjara­­­­­­samn­ing­i. VR­ hefur lýst því yfir að þessi að­­­gerð félags­­­ins sé full­kom­­­lega lög­­­­­leg.

Ragnar Þór Ing­­­ólfs­­­son, for­­­mað­­­ur­ VR, sagði í stöð­u­­­færslu á Face­­­book að það væri ekk­ert í lögum sem banni sér og stjórn­­ VR­­ að skipta út stjórn­­­­­ar­­­­mönnum í líf­eyr­is­­­­­sjóð­­­um. Hann benti á að stjórn­­­­­ar­­­­menn í LIVE væru ekki kosnir á aðal­­­­fundi heldur skip­aður af þeim aðilum sem að sjóðnum standa. „Ég treysti því fólki, sem full­­­trú­a­ráðið valdi, full­kom­­­lega til að taka mál­efna­­­lega og sjálf­­­stæða afstöðu í þeim málum sem kunna að koma á borð stjórn­­­­­ar­innar fram að þeim tíma.“

Hann sagði jafn­­framt lík­­­­­lega væri það eina ­leiðin til raun­veru­­­­legra breyt­inga að sjóð­­­­fé­lagar líf­eyr­is­­­­­sjóð­anna kjósi stjórnir þeirra beint. Þannig væri hægt að aftengja atvinn­u­lífið og verka­lýðs­hreyf­­­ing­una sem hann sagði að væri í ákveð­inn­i ­mót­­­sögn við sjálfa sig sem fjár­­­­­magns­eig­anda.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Kaupþing felldi niður bótamál gegn fyrrverandi stjórnendum
Kaupþing ehf. samdi í september í fyrra við tryggingafélög vegna stjórnendaábyrgða sem bankinn hafði keypt fyrir bankahrun til að tryggja sig fyrir atferli stjórnenda.
Kjarninn 15. október 2019
Lífeyrissjóðir lánuðu þriðjungi minna í ágúst en í fyrra
Aðgerðir lífeyrissjóða til að þrengja aðgengi að lántökum hjá sér, og kólnandi markaður, leiddu til þess að mun lægri upphæð var tekin að láni hjá þeim til íbúðakaupa í ágústmánuði 2019 en í sama mánuði árin á undan.
Kjarninn 15. október 2019
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent