VR stefn­ir Fjár­mála­eft­ir­lit­inu

Stjórn VR hefur samþykkt að stefna stofn­un­inni fyr­ir að viður­kenna ekki lög­mæti ákvörðunar full­trúaráðs VR um að aft­ur­kalla umboð stjórn­ar­manna í Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Full­­trú­ar VR af­hentu Hér­aðs­dómi Reykja­vík­­ur stefnu á hend­ur Fjár­­­mála­eft­ir­lit­inu í dag. Stjórn VR sam­þykkti að stefna stofn­un­inni fyr­ir að við­ur­­­kenna ekki lög­­­mæti ákvörð­unar full­­trúa­ráðs VR um að aft­­ur­­kalla umboð stjórn­­­ar­­manna í Líf­eyr­is­­sjóði verzl­un­­ar­­manna. Mbl.is greinir fyrst frá.

„Mark­miðið er fyrst og fremst að fá þenn­an úr­sk­­urð FME dæmd­an ógild­an,“ seg­ir Ragn­ar Þór í sam­tali við mbl.is og vís­ar til þess að FME lít­ur svo á að ákvörðun um aft­­ur­köll­un­ina sé ekki gild þar sem hún hafi ekki, að mati stofn­un­­ar­inn­­ar, verið tek­in af stjórn VR eins og sam­þykkt­ir Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­­ar­­manna gera ráð fyr­­ir.

­Greint var frá því í fréttum í byrjun júlí að FME teldi aft­ur­köllun á til­nefn­ingu stjórn­ar­manna sjóða vega að sjálf­stæði stjórna þeirra. Fjár­­­mála­eft­ir­litið hefur beint því með dreifi­bréfi til stjórna líf­eyr­is­­sjóða að taka sam­­þykktir sínar til skoð­unar með það að leið­­ar­­ljósi að skýra hvort og þá við hvaða aðstæður sé mög­u­­legt að aft­­ur­­kalla umboð stjórn­­­ar­­manna sem kjörn­ir/til­­nefndir hafa ver­ið.

Auglýsing

Auk þess kom fram í til­­kynn­ing­u frá Fjár­mála­efn­ir­lit­inu í byrjun júlí að sam­­kvæmt lögum um skyld­u­­trygg­ingu líf­eyr­is­rétt­inda og starf­­semi líf­eyr­is­­sjóða skuli meðal ann­­ars kveða á um hvernig vali stjórn­­­ar­­manna líf­eyr­is­­sjóðs­ins og kjör­­tíma­bili þeirra skuli hátt­að. Hins vegar væri ekki frekar kveðið á um hvernig að til­­­nefn­ingu eða kjöri skuli staðið eða hvort aft­­ur­köllun sé heim­il.

Enn fremur taldi Fjár­­­mála­eft­ir­litið að val stjórn­­­ar­­manna færi eftir ákvæðum í sam­­þykktum líf­eyr­is­­sjóða sem væru þó „al­­mennt hljóðar um hvort og þá við hvaða aðstæður umboð stjórn­­­ar­­manna verði aft­­ur­­kall­að. Óskýrar sam­­þykktir hvað þetta varðar gera ferli við val og mög­u­­lega aft­­ur­köllun á umboði stjórn­­­ar­­manna ógagn­­sætt.“

Umboð stjórn­­­ar­­manna VR aft­­ur­­kallað

Á fundi sem hald­inn var í full­­­­­­­trú­a­ráð­i VR í Líf­eyr­is­­­­­­­sjóð­i verzl­un­­­ar­­­manna ­í júní síð­­­ast­liðnum var sam­­­­­­­þykkt að aft­­­­­­­ur­­­­­­­kalla umboð stjórn­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­manna VR í stjórn Líf­eyr­is­­­­­­­sjóðs verzl­un­­­ar­­­manna og var að auki sam­­­­­­­þykkt til­­­­­­­laga um nýja stjórn­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­menn til­­­­­ bráða­birgða. Áður­­­­­ hafði stjórn­­­­­ VR­­­ lýst yfir trún­­­­­­­að­­­­­­­ar­bresti gagn­vart stjórn­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­mönnum félags­­­­­­­ins hjá sjóðnum vegna sam­­­­­­­þykktar stjórnar hans um hækkun breyt­i­­­­­­­legra vaxta verð­­­­­­­tryggðra sjóð­­­­­­­fé­laga­lána sem gengur í ber­högg við hina miklu áherslu sem lögð var á vaxta­­­­­­­lækk­­­­­­­­­­­­­anir í nýgerðum kjara­­­­­­samn­ing­i. VR­ hefur lýst því yfir að þessi að­­­gerð félags­­­ins sé full­kom­­­lega lög­­­­­leg.

Ragnar Þór Ing­­­ólfs­­­son, for­­­mað­­­ur­ VR, sagði í stöð­u­­­færslu á Face­­­book að það væri ekk­ert í lögum sem banni sér og stjórn­­ VR­­ að skipta út stjórn­­­­­ar­­­­mönnum í líf­eyr­is­­­­­sjóð­­­um. Hann benti á að stjórn­­­­­ar­­­­menn í LIVE væru ekki kosnir á aðal­­­­fundi heldur skip­aður af þeim aðilum sem að sjóðnum standa. „Ég treysti því fólki, sem full­­­trú­a­ráðið valdi, full­kom­­­lega til að taka mál­efna­­­lega og sjálf­­­stæða afstöðu í þeim málum sem kunna að koma á borð stjórn­­­­­ar­innar fram að þeim tíma.“

Hann sagði jafn­­framt lík­­­­­lega væri það eina ­leiðin til raun­veru­­­­legra breyt­inga að sjóð­­­­fé­lagar líf­eyr­is­­­­­sjóð­anna kjósi stjórnir þeirra beint. Þannig væri hægt að aftengja atvinn­u­lífið og verka­lýðs­hreyf­­­ing­una sem hann sagði að væri í ákveð­inn­i ­mót­­­sögn við sjálfa sig sem fjár­­­­­magns­eig­anda.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent