VR stefn­ir Fjár­mála­eft­ir­lit­inu

Stjórn VR hefur samþykkt að stefna stofn­un­inni fyr­ir að viður­kenna ekki lög­mæti ákvörðunar full­trúaráðs VR um að aft­ur­kalla umboð stjórn­ar­manna í Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Full­­trú­ar VR af­hentu Hér­aðs­dómi Reykja­vík­­ur stefnu á hend­ur Fjár­­­mála­eft­ir­lit­inu í dag. Stjórn VR sam­þykkti að stefna stofn­un­inni fyr­ir að við­ur­­­kenna ekki lög­­­mæti ákvörð­unar full­­trúa­ráðs VR um að aft­­ur­­kalla umboð stjórn­­­ar­­manna í Líf­eyr­is­­sjóði verzl­un­­ar­­manna. Mbl.is greinir fyrst frá.

„Mark­miðið er fyrst og fremst að fá þenn­an úr­sk­­urð FME dæmd­an ógild­an,“ seg­ir Ragn­ar Þór í sam­tali við mbl.is og vís­ar til þess að FME lít­ur svo á að ákvörðun um aft­­ur­köll­un­ina sé ekki gild þar sem hún hafi ekki, að mati stofn­un­­ar­inn­­ar, verið tek­in af stjórn VR eins og sam­þykkt­ir Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­­ar­­manna gera ráð fyr­­ir.

­Greint var frá því í fréttum í byrjun júlí að FME teldi aft­ur­köllun á til­nefn­ingu stjórn­ar­manna sjóða vega að sjálf­stæði stjórna þeirra. Fjár­­­mála­eft­ir­litið hefur beint því með dreifi­bréfi til stjórna líf­eyr­is­­sjóða að taka sam­­þykktir sínar til skoð­unar með það að leið­­ar­­ljósi að skýra hvort og þá við hvaða aðstæður sé mög­u­­legt að aft­­ur­­kalla umboð stjórn­­­ar­­manna sem kjörn­ir/til­­nefndir hafa ver­ið.

Auglýsing

Auk þess kom fram í til­­kynn­ing­u frá Fjár­mála­efn­ir­lit­inu í byrjun júlí að sam­­kvæmt lögum um skyld­u­­trygg­ingu líf­eyr­is­rétt­inda og starf­­semi líf­eyr­is­­sjóða skuli meðal ann­­ars kveða á um hvernig vali stjórn­­­ar­­manna líf­eyr­is­­sjóðs­ins og kjör­­tíma­bili þeirra skuli hátt­að. Hins vegar væri ekki frekar kveðið á um hvernig að til­­­nefn­ingu eða kjöri skuli staðið eða hvort aft­­ur­köllun sé heim­il.

Enn fremur taldi Fjár­­­mála­eft­ir­litið að val stjórn­­­ar­­manna færi eftir ákvæðum í sam­­þykktum líf­eyr­is­­sjóða sem væru þó „al­­mennt hljóðar um hvort og þá við hvaða aðstæður umboð stjórn­­­ar­­manna verði aft­­ur­­kall­að. Óskýrar sam­­þykktir hvað þetta varðar gera ferli við val og mög­u­­lega aft­­ur­köllun á umboði stjórn­­­ar­­manna ógagn­­sætt.“

Umboð stjórn­­­ar­­manna VR aft­­ur­­kallað

Á fundi sem hald­inn var í full­­­­­­­trú­a­ráð­i VR í Líf­eyr­is­­­­­­­sjóð­i verzl­un­­­ar­­­manna ­í júní síð­­­ast­liðnum var sam­­­­­­­þykkt að aft­­­­­­­ur­­­­­­­kalla umboð stjórn­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­manna VR í stjórn Líf­eyr­is­­­­­­­sjóðs verzl­un­­­ar­­­manna og var að auki sam­­­­­­­þykkt til­­­­­­­laga um nýja stjórn­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­menn til­­­­­ bráða­birgða. Áður­­­­­ hafði stjórn­­­­­ VR­­­ lýst yfir trún­­­­­­­að­­­­­­­ar­bresti gagn­vart stjórn­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­mönnum félags­­­­­­­ins hjá sjóðnum vegna sam­­­­­­­þykktar stjórnar hans um hækkun breyt­i­­­­­­­legra vaxta verð­­­­­­­tryggðra sjóð­­­­­­­fé­laga­lána sem gengur í ber­högg við hina miklu áherslu sem lögð var á vaxta­­­­­­­lækk­­­­­­­­­­­­­anir í nýgerðum kjara­­­­­­samn­ing­i. VR­ hefur lýst því yfir að þessi að­­­gerð félags­­­ins sé full­kom­­­lega lög­­­­­leg.

Ragnar Þór Ing­­­ólfs­­­son, for­­­mað­­­ur­ VR, sagði í stöð­u­­­færslu á Face­­­book að það væri ekk­ert í lögum sem banni sér og stjórn­­ VR­­ að skipta út stjórn­­­­­ar­­­­mönnum í líf­eyr­is­­­­­sjóð­­­um. Hann benti á að stjórn­­­­­ar­­­­menn í LIVE væru ekki kosnir á aðal­­­­fundi heldur skip­aður af þeim aðilum sem að sjóðnum standa. „Ég treysti því fólki, sem full­­­trú­a­ráðið valdi, full­kom­­­lega til að taka mál­efna­­­lega og sjálf­­­stæða afstöðu í þeim málum sem kunna að koma á borð stjórn­­­­­ar­innar fram að þeim tíma.“

Hann sagði jafn­­framt lík­­­­­lega væri það eina ­leiðin til raun­veru­­­­legra breyt­inga að sjóð­­­­fé­lagar líf­eyr­is­­­­­sjóð­anna kjósi stjórnir þeirra beint. Þannig væri hægt að aftengja atvinn­u­lífið og verka­lýðs­hreyf­­­ing­una sem hann sagði að væri í ákveð­inn­i ­mót­­­sögn við sjálfa sig sem fjár­­­­­magns­eig­anda.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent