Rúmlega 30 þúsund fleiri gestir heimsótt Fjölskyldu- og húsdýragarðinn

Þrátt fyrir fækkun ferðamanna á fyrstu sex mánuðum ársins hafa mun fleiri heimsótt Fjölskyldu- og húsdýragarðinn það sem af er ári miðað við sama tímabili í fyrra. Alls hafa rúmlega hundrað þúsund manns heimsótt garðinn frá því í janúar.

Selur að spóka sig.
Selur að spóka sig.
Auglýsing

Mun fleiri hafa heim­sótt Fjöl­skyldu- og hús­dýra­garð­inn það sem af er ári en í fyrra. Alls heim­sóttu 100.600 manns garð­inn á fyrstu sex mán­uðum árs­ins en það eru um 32 þús­und fleiri en á sama tíma­bili í fyrra. Nýr fall­turn var tek­inn í notkun í Fjöl­skyldu- og hús­dýra­garð­inum í fyrra og unnið er að því gang­setja Sleggj­una svoköll­uðu í garð­in­um.

Fjöl­skyldu og hús­dýra­garð­ur­inn opn­aður fyrir nærri þrjá­tíu árum

Borg­ar­ráð Reykja­víkur ákvað að byggja hús­dýra­garð í Laug­ar­daln­um í apríl árið 1986. Mark­mið borg­ar­innar með garð­inum var að kynna Reyk­vík­ingum íslensk hús­dýr og færa borg­ar­búa nær íslenskum ­bú­skap­ar­hátt­um. Hús­dýra­garð­ur­inn var síðar opn­aður af Davíð Odds­syni, borg­ar­stjóri, þann 19. maí 1990. Þá voru í garð­inum voru rúm­lega tutt­ug­u ­dýra­teg­und­ir, bæði hús­dýr og villt dýr. 

Í kjöl­far góðra við­taka var ákveðið að bæta við að­stöð­u ­fyrir fjöl­skyldur að verja tóm­stundum sínum sem nefndur var Fjöl­skyldu­garð­ur­inn og var opn­aður þremur árum seinna. Garð­arnir tveir, hús­dýra­garð­ur­inn og fjöl­skyldu­garð­ur­inn, eru land­fræði­lega tengdir saman með brúnn­i Bif­röst. 

Auglýsing

Í fyrra sumar opn­aði nýr ­fallt­urn í garð­in­um, sem þykir gott aðdrátta­afl á gesti, en einnig er stefnt að því að gang­setja skemmti­tækið Sleggj­una, ­sem var forðum í Skemmti­garð­inum í Smára­lind, í garð­inum sem fyrst. „Sleggj­an hef­ur aldrei farið í gang. Það hef­ur verið unnið að því að koma henni í gang í allt sum­­­ar. Það þarf að upp­­­fylla alls kyns ör­ygg­is­­­at­riði áður en hún fer í gang. Bæði þessi tæki eru við­kvæm og með fullt af skynj­­ur­um og nem­­um. Þegar eitt­hvað fer er svo­­lítið flókið að kom­­ast að því hvað er að,“ sagði Sig­rún­ T­hor­laci­us, að­stoð­ar­for­­stöðu­maður Hús­­dýra- og fjöl­­skyldug­arðs­ins, í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær. 

Heim­sóknum í garð­inn fjölgar á meðan ferða­mönnum fækkar

Ferðamenn í Reykjavík. Mynd:Birgir Þór Haraldsson.

Sam­kvæmt heima­síðu Fjöl­skyldu- og hús­dýra­garðs­ins heim­sækja að með­al­tali um 170 þús­und gestir garð­inn árlega. Í maí síð­ast­liðnum var hins vegar met­að­sókn í Fjöl­skyldu- og hús­dýra­garð­inn en alls sóttu 26 þús­und garð­inn. Það er tvö­falt fleiri en heim­sóttu garð­inn í maí árið á undan en sá mán­uður var versti í sögu garðs­ins. 

Alls hafa rúm­lega 100 þús­und manns heim­sótt garð­inn það sem af er ári, sem er um þrjá­tíu ­þús­und fleiri en sóttu garð­inn á sama tíma­bili í fyrra. 

Á sama tíma hefur ferða­mönnum fækk­aði ferða­mönnum hér á landi um 12,4 pró­sent á fyrstu sex mán­uðum árs­ins sama­borið við árið á und­an. Í jan­úar fækk­­­aði brott­­­förum ferða­manna um 5,8 pró­­­sent, í febr­­­úar um 6,9 pró­­­sent, í mars um 1,7 pró­­­sent, í apríl um 18,5 pró­­­sent, um 23,6 pró­­­sent í maí og loks 16,7 pró­­sent fækkun í júní eða alls 39 þús­und færri ferða­­menn en árið á und­an­.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Kaupþing felldi niður bótamál gegn fyrrverandi stjórnendum
Kaupþing ehf. samdi í september í fyrra við tryggingafélög vegna stjórnendaábyrgða sem bankinn hafði keypt fyrir bankahrun til að tryggja sig fyrir atferli stjórnenda.
Kjarninn 15. október 2019
Lífeyrissjóðir lánuðu þriðjungi minna í ágúst en í fyrra
Aðgerðir lífeyrissjóða til að þrengja aðgengi að lántökum hjá sér, og kólnandi markaður, leiddu til þess að mun lægri upphæð var tekin að láni hjá þeim til íbúðakaupa í ágústmánuði 2019 en í sama mánuði árin á undan.
Kjarninn 15. október 2019
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent