Allskonar ömurlegt í boði lífeyrissjóðanna

Aðalbjörn Sigurðsson segir að umræða um lífeyriskerfið sé þörf og að gagnrýni geti skilað sér í breytingum sem stuðli að bótum. Sú gagnrýni þurfi þó að vera rétt og málefnaleg.

Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eru stórir og öfl­ugir og um þá spinn­ast oft umræð­ur. Því miður seil­ast menn oft ansi langt til að setja út á sjóð­ina og mála þá í dökkum lit­um. Tökum tvö nýleg dæmi.  

Birgir Þór­ar­ins­son, þing­maður Mið­flokks­ins birti 24. febr­úar grein í Frétta­blað­inu undir fyr­ir­sögn­inni „Flétta vog­un­ar­sjóða um Arion banka“. Í grein­inni veltir Birgir því meðal ann­ars fyrir sér hvers vegna vog­un­ar­sjóðir hafi áhuga á að kaupa hlut rík­is­ins í bank­an­um. „Fyrir því eru tvær meg­in­á­stæð­ur“ segir Birg­ir. „Í fyrsta lagi er hlut­ur­inn ódýr miðað við hin miklu verð­mæti í dótt­ur­fé­lögum bank­ans, eins og Valitor og Stefni. … Í öðru lagi er nauð­syn­legt fyrir vog­un­ar­sjóð­ina að losna við ríkið úr hlut­hafa­hópn­um, svo hægt sé að búta bank­ann niður og selja verð­mæt dótt­ur­fé­lög hans. Þegar því er lokið verða líf­eyr­is­sjóðir lands­manna látnir kaupa rest­ina og vog­un­ar­sjóð­irnir verða með fullar hendur fjár“.

Flétta vog­un­ar­sjóð­anna

Þarna tekst Birgi að gefa tvennt til kynna. Ann­ars vegar að vog­un­ar­sjóðir hafi á ein­hvern hátt vald­boð yfir því í hvaða fyr­ir­tækjum líf­eyr­is­sjóðir lands­ins fjár­festa. Sem er auð­vitað frá­leitt. En sínu verri er sú ályktun sem draga má af orðum hans að hjá líf­eyr­is­sjóð­unum starfi tómir kjánar sem muni stökkva til þegar vog­un­ar­sjóðir hafa merg­sogið Arion banka og dótt­ur­fé­lög, og kaupi þá fyr­ir­tækin á upp­sprengdu verði með til­heyr­andi tapi fyrir líf­eyr­is­sjóð­ina.

Auglýsing

Af skrifum Birgis má ráða að eng­inn hafi séð í gegnum þessa fléttu nema hann og flokks­fé­lagar hans í Mið­flokkn­um. Mig langar að full­vissa Birgi og félaga að ef ein­hver flétta er á teikni­borði vog­un­ar­sjóð­anna sem hann nær að sjá í gegn­um, þá eru örugg­lega hópur fólk starf­andi hjá líf­eyr­is­sjóð­unum sem hefur vits­muni til að gera það líka.

Ofur­laun banka­manna í boði líf­eyr­is­sjóða

Á dög­unum var fjallað um laun lyk­il­stjórn­enda Lands­bank­ans, Íslands­banka og Arion banka sem eru ekki bara há heldur hafa þau einnig hækkað tals­vert milli ára. Í einni frétt um málið var rætt við Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­mann VR, sem segir grát­legt að mörg þess­ara fyr­ir­tækja á fjár­mála­mark­aði séu í eigu líf­eyr­is­sjóða fólks­ins eða rík­is­ins. Hann bætir við; „Það er óþol­andi að fylgj­ast með þess­ari taum­lausu græðgi þegar hinum almenna launa­manni er gert að sýna hóf­semi. Það virð­ist alltaf vera svig­rúm til að moka undir topp­ana“.

Ragnar segir ekki beinum orðum að launa­hækk­anir banka­starfs­mann­anna séu í boði líf­eyr­is­sjóð­anna, en það þarf tals­vert ímynd­un­ar­afl til að kom­ast hjá því að draga þá álykt­un. Stað­reyndin er hins vegar sú að eng­inn líf­eyr­is­sjóður á í við­skipta­bönk­unum þrem­ur. Ekki krónu. Ein­hverjir líf­eyr­is­sjóðir eiga í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, t.d. Kviku banka, en þau fyr­ir­tæki voru alls ekki til umræðu í umræddri frétt. Hvernig nið­ur­staðan verður að ofur­laun – sem ég tek undir með Ragn­ari Þór – að eru úr öllu korti, séu í boði líf­eyr­is­sjóð­anna er óskilj­an­leg.

Umræða um líf­eyr­is­kerfið er þörf enda er það í stöðugri þró­un. Kerfið er ekki full­komið og gagn­rýni getur skilað sér í breyt­ingum sem stuðla að bót­um. En sú gagn­rýni þarf að vera rétt og mál­efna­leg.

Höf­undur er for­stöðu­maður upp­lýs­inga­mála hjá Gildi líf­eyr­is­sjóði.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Kaupþing felldi niður bótamál gegn fyrrverandi stjórnendum
Kaupþing ehf. samdi í september í fyrra við tryggingafélög vegna stjórnendaábyrgða sem bankinn hafði keypt fyrir bankahrun til að tryggja sig fyrir atferli stjórnenda.
Kjarninn 15. október 2019
Lífeyrissjóðir lánuðu þriðjungi minna í ágúst en í fyrra
Aðgerðir lífeyrissjóða til að þrengja aðgengi að lántökum hjá sér, og kólnandi markaður, leiddu til þess að mun lægri upphæð var tekin að láni hjá þeim til íbúðakaupa í ágústmánuði 2019 en í sama mánuði árin á undan.
Kjarninn 15. október 2019
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar