Allskonar ömurlegt í boði lífeyrissjóðanna

Aðalbjörn Sigurðsson segir að umræða um lífeyriskerfið sé þörf og að gagnrýni geti skilað sér í breytingum sem stuðli að bótum. Sú gagnrýni þurfi þó að vera rétt og málefnaleg.

Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eru stórir og öfl­ugir og um þá spinn­ast oft umræð­ur. Því miður seil­ast menn oft ansi langt til að setja út á sjóð­ina og mála þá í dökkum lit­um. Tökum tvö nýleg dæmi.  

Birgir Þór­ar­ins­son, þing­maður Mið­flokks­ins birti 24. febr­úar grein í Frétta­blað­inu undir fyr­ir­sögn­inni „Flétta vog­un­ar­sjóða um Arion banka“. Í grein­inni veltir Birgir því meðal ann­ars fyrir sér hvers vegna vog­un­ar­sjóðir hafi áhuga á að kaupa hlut rík­is­ins í bank­an­um. „Fyrir því eru tvær meg­in­á­stæð­ur“ segir Birg­ir. „Í fyrsta lagi er hlut­ur­inn ódýr miðað við hin miklu verð­mæti í dótt­ur­fé­lögum bank­ans, eins og Valitor og Stefni. … Í öðru lagi er nauð­syn­legt fyrir vog­un­ar­sjóð­ina að losna við ríkið úr hlut­hafa­hópn­um, svo hægt sé að búta bank­ann niður og selja verð­mæt dótt­ur­fé­lög hans. Þegar því er lokið verða líf­eyr­is­sjóðir lands­manna látnir kaupa rest­ina og vog­un­ar­sjóð­irnir verða með fullar hendur fjár“.

Flétta vog­un­ar­sjóð­anna

Þarna tekst Birgi að gefa tvennt til kynna. Ann­ars vegar að vog­un­ar­sjóðir hafi á ein­hvern hátt vald­boð yfir því í hvaða fyr­ir­tækjum líf­eyr­is­sjóðir lands­ins fjár­festa. Sem er auð­vitað frá­leitt. En sínu verri er sú ályktun sem draga má af orðum hans að hjá líf­eyr­is­sjóð­unum starfi tómir kjánar sem muni stökkva til þegar vog­un­ar­sjóðir hafa merg­sogið Arion banka og dótt­ur­fé­lög, og kaupi þá fyr­ir­tækin á upp­sprengdu verði með til­heyr­andi tapi fyrir líf­eyr­is­sjóð­ina.

Auglýsing

Af skrifum Birgis má ráða að eng­inn hafi séð í gegnum þessa fléttu nema hann og flokks­fé­lagar hans í Mið­flokkn­um. Mig langar að full­vissa Birgi og félaga að ef ein­hver flétta er á teikni­borði vog­un­ar­sjóð­anna sem hann nær að sjá í gegn­um, þá eru örugg­lega hópur fólk starf­andi hjá líf­eyr­is­sjóð­unum sem hefur vits­muni til að gera það líka.

Ofur­laun banka­manna í boði líf­eyr­is­sjóða

Á dög­unum var fjallað um laun lyk­il­stjórn­enda Lands­bank­ans, Íslands­banka og Arion banka sem eru ekki bara há heldur hafa þau einnig hækkað tals­vert milli ára. Í einni frétt um málið var rætt við Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­mann VR, sem segir grát­legt að mörg þess­ara fyr­ir­tækja á fjár­mála­mark­aði séu í eigu líf­eyr­is­sjóða fólks­ins eða rík­is­ins. Hann bætir við; „Það er óþol­andi að fylgj­ast með þess­ari taum­lausu græðgi þegar hinum almenna launa­manni er gert að sýna hóf­semi. Það virð­ist alltaf vera svig­rúm til að moka undir topp­ana“.

Ragnar segir ekki beinum orðum að launa­hækk­anir banka­starfs­mann­anna séu í boði líf­eyr­is­sjóð­anna, en það þarf tals­vert ímynd­un­ar­afl til að kom­ast hjá því að draga þá álykt­un. Stað­reyndin er hins vegar sú að eng­inn líf­eyr­is­sjóður á í við­skipta­bönk­unum þrem­ur. Ekki krónu. Ein­hverjir líf­eyr­is­sjóðir eiga í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, t.d. Kviku banka, en þau fyr­ir­tæki voru alls ekki til umræðu í umræddri frétt. Hvernig nið­ur­staðan verður að ofur­laun – sem ég tek undir með Ragn­ari Þór – að eru úr öllu korti, séu í boði líf­eyr­is­sjóð­anna er óskilj­an­leg.

Umræða um líf­eyr­is­kerfið er þörf enda er það í stöðugri þró­un. Kerfið er ekki full­komið og gagn­rýni getur skilað sér í breyt­ingum sem stuðla að bót­um. En sú gagn­rýni þarf að vera rétt og mál­efna­leg.

Höf­undur er for­stöðu­maður upp­lýs­inga­mála hjá Gildi líf­eyr­is­sjóði.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar