Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins

Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.

Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Auglýsing

Eignir íslenskra líf­eyr­is­sjóða voru 6.386 millj­arðar króna í lok júní síð­ast­lið­ins og lækk­uðu um 36 millj­arða króna á milli mán­aða. Þær hafa lækkað um 361 millj­arð króna frá síð­ustu ára­mótum þegar eignir kerf­is­ins voru í met­hæð­um, 6.747 millj­arðar króna.

Þrátt fyrir umtals­verðar lækk­aðir á fyrstu sex mán­uðum árs­ins, aðal­lega vegna lækk­unar á hluta­bréfa­verði inn­an­lands og erlend­is, er langt í að sá vöxtur sem sjóð­irnir hafa upp­lifað á síð­ustu árum sé að étast upp. Á árinu 2021 einu saman juk­ust eignir þeirra um 1.791 millj­arð króna, eða um 36 pró­sent. 

Hluti þeirrar aukn­ingar var til­­kom­inn vegna inn­­greiðslna sjóðs­fé­laga en langstærsti hluti hennar var vegna þess að fjár­­­fest­ing­­ar, aðal­­­lega hluta­bréf, hækk­­uðu í virði. Heild­­ar­­vísi­tala skráðra hluta­bréfa á Íslandi hækk­­aði til að mynda um 24,3 pró­­sent 2020 og um 40,2 pró­­sent í fyrra. Íslenskir líf­eyr­is­­sjóðir eru langstærstu eig­endur slíkra bréfa, og eiga um helm­ing þeirra beint eða óbein­t. Alls eiga sjóð­irnir íslensk hluta­bréf og hlut­deild­ar­skír­teini sem metin voru á 1.059 millj­arða króna í lok júni. Virði eign­ar­flokks­ins hefur lækkað um 102 millj­arða króna frá ára­mót­um.

Styrk­ing krónu lækkar virði erlendra bréfa

Það sem af er þessu ári hefur úrvals­­vísi­tala Kaup­hallar Íslands, sem er sam­an­sett úr gengi bréfa þeirra tíu félaga sem hafa mestan selj­an­­leika, lækkað um tæp 16 pró­­sent. Mest lækk­aði hún í maí þegar vísi­talan lækk­aði um 10,9 pró­sent.  Það er mesta lækkun innan mán­aðar síðan í maí 2010, eða í tólf ár. Lækkun á virði bréfa í Mar­el, lang­verð­­mætasta skráða félags­­ins á íslenskum hluta­bréfa­­mark­aði, hefur leitt þessa þró­un. 

Síðan þá hefur úrvals­vísi­talan þó hækk­að, alls um 5,6 pró­sent. 

Auglýsing
Erlendar eignir líf­eyr­is­sjóð­anna eru að lang­mestu leyti hluta­bréf og hlut­deild­ar­skír­teini í fjár­fest­ing­ar­sjóð­um. Alls eru 96 pró­sent erlendra eigna sjóð­anna í því formi.

Virði erlendra hluta­bréfa og hlut­deild­ar­skír­teina hefur lækkað enn meira en inn­lendu eign­irn­ar. Í lok síð­asta árs var eign­ar­flokk­ur­inn met­inn á 2.317 millj­arða króna en um mitt þetta ár var virðið komið niður í 1.982 millj­arða króna. Á hálfu ári lækk­aði það því um 335 millj­arða króna.

Lækkun erlendra eigna má bæði rekja til við­snún­ings á erlendum eigna­mörk­uðum og til styrk­ingar krón­unnar gagn­vart erlendum gjald­miðl­um.

Farnir að kitla þakið

Alls eru um 67,5 pró­­sent eigna líf­eyr­is­­sjóð­anna inn­­­lendar eign­­ir. Hlut­­fallið hefur hækkað vegna þess verð­­falls sem orðið hefur á erlendu eign­un­um, en auk hluta­bréfa sam­anstendur inn­­­lenda eignin að upp­i­­­stöðu af skulda­bréfum og lánum sem sjóð­irnir hafa veitt sjóðs­fé­lögum til hús­næð­is­­kaupa.

Um liðin ára­­mót voru erlendu eign­­irnar orðnar tæp­­lega 36 pró­­sent af heild­­ar­­eignum sjóð­anna en það hlut­­fall hefur nú fallið niður í 32,5 pró­­sent. Þær hafa þó nán­­ast tvö­­fald­­ast í krónum talið á rúmum þremur árum.

­Sam­­kvæmt gild­andi lögum hafa líf­eyr­is­­sjóð­irnir heim­ild til að vera með 50 pró­­sent eigna sinna erlend­­is. Þeir hafa lengi kallað eftir að þetta hlut­­fall verði hækkað þar sem nokkrir sjóðir eru komnir ískygg­i­­lega nálægt hámark­inu. Í vor voru tíu líf­eyr­is­­­­sjóðir komnir með hlut­­­­fall eigna sinna erlendis í um 35 pró­­­­sent af heild­­­­ar­­­­eignum eða meira. Þar af voru þrír sjóðir komnir með hlut­­­­fallið yfir 40 pró­­­­sent og einn, Líf­eyr­is­­­­sjóður verzl­un­ar­manna, var kom­inn með það nálægt 45 pró­­­­sent. Sjóð­irnir þorðu illa að fara með hlut­­­­fallið hærra þar sem skynd­i­­­­leg breyt­ing á gengi krónu eða hækk­­­­­­­anir á ákveðnum bréfum geta ýtt þeim yfir lög­­­­­­­legt hámark.

Sam­­kvæmt gild­andi lögum hafa líf­eyr­is­­sjóð­irnir heim­ild til að vera með 50 pró­­sent eigna sinna erlend­­is. Þeir hafa lengi kallað eftir að þetta hlut­­fall verði hækkað þar sem nokkrir sjóðir eru komnir ískygg­i­­lega nálægt hámark­inu. Í vor voru tíu líf­eyr­is­­­­sjóðir komnir með hlut­­­­fall eigna sinna erlendis í um 35 pró­­­­sent af heild­­­­ar­­­­eignum eða meira. Þar af voru þrír sjóðir komnir með hlut­­­­fallið yfir 40 pró­­­­sent og einn, Líf­eyr­is­­­­sjóður verzl­un­ar­manna, var kom­inn með það nálægt 45 pró­­­­sent. Sjóð­irnir þorðu illa að fara með hlut­­­­fallið hærra þar sem skynd­i­­­­leg breyt­ing á gengi krónu eða hækk­­­­­­­anir á ákveðnum bréfum geta ýtt þeim yfir lög­­­­­­­legt hámark. 

Frum­varp sem þótti ekki ganga nógu langt ekki afgreitt fyrir þing­­lok

Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, lagði fram frum­varp fyrr á þessu ári sem rýmka átti heim­ildir líf­eyr­is­­sjóða til að fjár­­­festa erlend­­is.

Þegar drög að frum­varp­inu voru kynnt í sam­ráðs­­­gátt stjórn­­­­­valda stóð til að hlut­­­fallið myndi hækka um eitt pró­­­­sent­u­­­­stig á ári frá byrjun árs 2024 og til loka 2038. Heim­ildin yrði þá 65 pró­­­­sent í lok þess árs. 

Í umsögn Lands­­­sam­­­taka líf­eyr­is­­­sjóða um drögin kom fram að djúp­­­stæð óánægja væri meðal full­­­trúa þeirra sjóða sem væru þegar komnir nálægt núgild­andi þaki með hvers hægt ætti að rýmka heim­ild­irn­­­ar. Kallað var eftir því að hækka heim­ild­ina strax um næstu ára­­­­mót og hækka hana um tvö til þrjú pró­­­­sent­u­­­­stig á ári þangað til að 65 pró­­­­sent mark­inu yrði náð. Ef farið yrði að ítr­­­­ustu kröfum sjóð­anna myndi það tak­­­­mark nást í árs­­­­lok 2027 að óbreytt­u. 

Í frum­varp­inu eins og það var lagt fram á Alþingi var gerð sú breyt­ing að á árinum 2024, 2025 og 2026 yrði heim­ild sjóð­anna í erlendum eignum hækkuð um 1,5 pró­­­sent­u­­­stig á ári og yrði þannig 54,5 pró­­­sent í lok síð­­­asta árs­ins. Eftir það ætti hámarkið að aukast um eitt pró­­­sent­u­­­stig á ári þar til það nær 65 pró­­­sentum í byrjun árs 2036. Í frum­varp­inu stóð enn fremur að ráð­herra ætti í síð­­­asta lagi á árinu 2027 að leggja mat á hvort til­­­efni sé til að leggja til aðrar breyt­ing­­­ar. 

Frum­varpið var ekki afgreitt fyrir þing­­lok. Búist er við því að það verði tekið til afgreiðslu snemma á næsta þingi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent