Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir

Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.

Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Auglýsing

Það verður enn ein­hver bið á því að fólk og önnur dýr á meg­in­landi Evr­ópu geti varpað önd­inni léttar eftir sögu­legar hita­bylgjur sum­ars­ins. Þrátt fyrir að rúm­lega vika sé liðin af ágúst er áfram spáð miklum hita í norð­an- og vest­an­verðri álf­unni þessa vik­una. Spáð er 38 stigum í hluta Frakk­lands og á Spáni frá mið­viku­degi til laug­ar­dags.

Bretar sleppa ekki heldur undan hita­bylgj­unni. Þar er spáð allt að 35 stigum þegar líður á vik­una og jafn­vel talið að nokkuð lang­dregið heitt og þurrt tíma­bil sé framund­an. Hita­met var slegið í Bret­landi í síð­asta mán­uði en þá fór hit­inn upp í 40,3 gráð­ur. Hann verður lægri í þeirri bylgju sem nú ríður yfir en hún mun standa lengur yfir ef veð­ur­spár verða að veru­leika.

Auglýsing

Þurrk­arnir á Bret­landseyjum hafa verið það miklir nú þegar að farið er að skammta vatn og á sumum svæðum bannað að nota garðslöng­ur. Þá er fólk hvatt til að kveikja ekki á grillum því hætta á gróð­ur­eldum er mik­il. „Það er útlit fyrir lang­dregin þurrka­tíma framundan og aug­ljós­lega eru það slæmar fréttir fyrir suð­ur­hluta Eng­lands þar sem rign­ing hefði verið kær­kom­in,“ hefur Sky frétta­stofan eftir veð­ur­fræð­ingi. Sá segir að sem betur fer ætli hit­inn í vik­unni ekki að verða jafn yfir­þyrm­andi og í júlí en engu að síður mun fólk finna fyrir hita­bylgj­unni, hita yfir 30 stigum í fleiri daga sam­fellt.

Veðurspáin fyrir Bretland á miðvikudaginn. Skjáskot/BBC

Ekk­ert vatn í píp­unum

Bret­land er langt í frá eina landið þar sem lang­vinnir þurrkar hafa geis­að. Í Frakk­landi hafa stjórn­völd skipað sér­stakt neyð­arteymi til að bregð­ast við skorti á drykkj­ar­vatni í yfir 100 sveit­ar­fé­lögum í land­inu. Tank­bílar flytja nú vatn til þeirra svæða sem verst hafa orðið úti, „því það er ekki dropi eftir í vatns­lögn­un­um,“ segir Christophe Béchu, ráð­herra umhverf­is­mála. „Þetta er for­dæma­laust ástand og vondu frétt­irnar eru þær að við sjáum ekk­ert sem bendir til þess að því sé að ljúka.“

Franski for­sæt­is­ráð­herr­ann Elisa­beth Borne hefur varað landa sína við því að við blasi mestu þurrkar frá upp­hafi mæl­inga.

Hita­bylgja hefur hangið yfir Frakk­landi síðan í júní. Tré og runnar hafa fellt lauf þar sem þau fá ekki nægan vökva til að þríf­ast. Allt að því haust­legt er því víða um að lit­ast.

Í nokkra daga blés kald­ara lofti yfir sum svæði en nú er enn og aftur að hitna í veðri.

Legið í sólbaði á skrælnuðu grasi á Suður-Englandi. Mynd: EPA

Ekk­ert lát eru heldur á hit­unum á Ítalíu og þar hefur sextán borgum verið skipað á „rauðan lista“ þar sem hiti hefur farið og mun fara yfir 40 gráð­ur.

Sum­arið hefur verið svo þurrt og heitt að ótt­ast er bæði um vín­ekrur og hrís­grjóna­akra í Po-dalnum en grjónin þar eru sér­lega hentug til að gera risottó. Ótt­ast er að hrís­grjóna­upp­skeran verði ekki upp á marga fiska í ár og jafn­vel næstu ár þar sem jarð­veg­ur­inn er orð­inn saltur og plöntur hafa drep­ist. Fleiri land­bún­að­ar­af­urðir eru sann­ar­lega í hættu líka og telur land­bún­að­ar­ráð­herr­ann að mik­ill upp­skeru­brestur kunni að verða enda þurrk­arnir þeir verstu í land­inu í sjö ára­tugi.

Hol­lend­ingar búa einnig við vatns­skort og hefur inn­við­a­ráð­herra lands­ins hvatt fólk til að stytta sturtu­ferðir sínar og til að bíða með að þvo bíla sína og vökva garða. Engin rign­ing er í kort­unum og því má búast við frek­ari erf­ið­leikum við vatns­miðlun í Hollandi.

Hol­lend­ingar eru meðal stærstu útflytj­enda land­bún­að­ar­vara í heim­inum en nú hefur bændum verið bannað að vökva engjar sínar með yfir­borðs­vatni. Í for­gangi er að afla vatns sem hreinsa má til drykkju.

Auglýsing

Vatns­borð Rín­ar­fljóts í Þýska­landi hefur lækkað svo mikið að skip geta ekki lengur siglt full­fermd um það. Þetta hefur leitt til hækk­aðs vöru­verðs. Skipin geta mörg hver aðeins siglt með um 25 pró­sent af hefð­bundnum farmi.

Vatn í Dóná í Rúm­eníu hefur minnkað svo mikið að sand­eyjar hafa mynd­ast í far­vegi henn­ar.

Í síð­ustu viku hvatti fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins aðild­ar­ríkin til að nýta frá­veitu­vatn í borgum til að vökva akra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Blásjór í eðlilegu árferði að hausti. Lónið er nú hálftómt og rafmagnsframleiðslu í virkjununum verið hætt tímabundið.
Stórar virkjanir úti í Noregi vegna vatnsskorts
Skert raforkuframleiðsla vegna vatnsskorts blasir áfram við í mið- og suðurhluta Noregs ef himnarnir fara ekki að opnast almennilega. Í raun þarf úrkoma haustsins að vera óvenjulega mikil til að bæta upp fyrir þurrkatíð sumarsins.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiErlent