Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu

Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.

Hús
Auglýsing

Frá árinu 2010 og út síð­asta ár jókst eigið fé íslenskra heim­ila, mun­ur­inn á eignum og skuldum þeirra, um 3.450 millj­arða króna. Sú aukn­ing er að langstærstu leyti til­komin vegna þess að virði fast­eigna, í flestum til­fellum heim­ila fólks, hefur hækkað gríð­ar­lega á tíma­bil­inu. Alls má rekja næstum 76 pró­sent af aukn­ing­unni á eigin fé til hækk­andi fast­eigna­verðs. 

Þetta má lesa út úr nýlegum tölum Hag­stofu Íslands um eignir og skuldir lands­manna. 

Miklar hækk­anir á hús­næð­is­verði í ár hafa verið stærsta breytan í sívax­andi verð­bólgu, sem mælist nú 9,9 pró­sent og stefnir í tveggja stafa tölu. Miklar stýri­vaxta­hækk­anir og tak­mark­anir á aðgengi að lánsfé til fast­eigna­kaupa eiga að gera það að verkum að hægj­ast fari á þessum upp­takti og hann jafn­vel hætti. Í Sví­þjóð hefur það til að mynda gerst að hús­næð­is­verð hefur hríð­lækkað á skömmum tíma. Í höf­uð­borg­inni Stokk­hólmi hefur það lækkað um 8,2 pró­sent á þremur mán­uð­u­m. 

Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hér hefur hús­næð­is­verð hins vegar hækkað um rúm 16 pró­sent frá því í des­em­ber í fyrra. Í Morg­un­blað­inu í morgun er haft eftir Má Wolf­gang Mixa, lektor í fjár­málum við Háskóla Íslands, að það sé ekki ólík­legt að fast­eigna­verð hér­lendis muni taka dýfu. Það hafi gerst áður – verðið lækk­aði um 20 pró­sent milli 2007 og 2010 – sam­hliða mik­illi verð­bólg­u. 

Gangi það eftir mun bók­fært eigið fé flestra lands­manna, sem er að uppi­stöðu bundið í steypu, lækka sam­hliða. 

Hlut­fallið hækkað

Af þeirri upp­­hæð sem Íslend­ingar áttu í eigið fé árið 2010 var 1.146 millj­­arðar króna bundnir í steypu, eða 73,2 pró­­sent. Hlut­fallið hefur auk­ist frá þeim tíma – það er nú 75 pró­sent – sam­hliða því að fast­­eigna­­bóla hefur verið blásin upp á Íslandi og fast­eigna­verð hækkað gríð­­ar­­lega. Á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu hefur vísi­tala íbúð­ar­verðs til að mynda hækkað um 210 pró­sent frá lokum árs 2010 og fram til dags­ins í dag. 

Auglýsing
Þetta hefur skilað því að eigið fé sem bundið er í fast­­eignum hefur auk­ist um 3.450 millj­­arða króna, eða rúm­lega þre­fald­ast, frá 2010 og til síð­ustu ára­móta. Af þess­­ari aukn­ingu á virði fast­­eigna sem skráðar eru á Íslandi lentu 2.343 millj­­arðar króna hjá þeim fimmt­ungi lands­­manna sem á mest fé, eða 68 pró­­sent af allri aukn­ingu sem varð á virði fast­­eigna á tíma­bil­inu.

45 pró­sent til efstu tíund­ar­innar

Ef ein­ungis er skoðað hvað rík­­­ustu tíu pró­­sent lands­­manna, hópur sem telur 23.040 ein­stak­l­inga, þá sýna tölur Hag­­stof­unnar að virði fast­­eigna hans hafi auk­ist um 1.551 millj­­arða króna á ára­tug og að 45 pró­­sent allrar hækk­­unar á fast­eigna­verði hafi farið til þessa hóps. 

Sá hópur er bæði lík­leg­astur til að búa í dýrasta hús­næð­inu sem í boði er og að eiga fleiri en eina fast­eign.

Sam­­kvæmt tölum frá Þjóð­­skrá Íslands eiga á fimmta þús­und ein­stak­l­ingar og lög­­að­il­ar fleiri en eina íbúð. Sá hópur á alls um 53 þús­und íbúð­­ir. Í lok síð­­asta árs áttu alls 71 ein­stak­l­ingar og 382 lög­­­að­ilar fleiri en sex íbúð­ir, 155 ein­stak­l­ingar og 101 lög­­­að­ilar eiga fimm íbúðir og 579 ein­stak­l­ingar og 165 lög­­­að­ilar eiga fjórar íbúð­­­ir. Fjöldi þeirra ein­stak­l­inga sem eiga þrjár íbúðir er 2.974 og fjöldi lög­­­að­ila sem eiga sama magn íbúða er 285. Þá eiga 16.501 ein­stak­l­ingur og 688 lög­­­að­ilar tvær íbúð­­­ir. 

Flestir lands­menn með eigið féð bundið í steypu

Kjarn­inn greindi frá því nýverið að á árinu 2021 hafi orðið til 608 nýir millj­­arðar króna í eigið fé hjá íslenskum heim­il­­um. Sá hópur lands­­manna sem til­­heyrir þeim tíu pró­­sentum sem höfðu hæstu tekj­­urnar jók eign sína á árinu um 331 millj­­arð króna. Það þýðir að 54,4 pró­­sent af nýjum auð sem varð til í fyrra lenti hjá þessum hópi, sem telur 23.040 fjöl­­skyld­­ur. 

Þegar þróun á eignum og skuldum þjóð­­ar­innar er skoðað aftur í tím­ann kemur í ljós að á árunum 2010 til 2020, á einum ára­tug, tók þessi efsta tíund að með­­al­tali til sín 43,5 pró­­sent af öllum nýjum auð sem varð til á ári. Því átti sú þróun sér stað á síð­­asta ári að rík­­­ustu tíu pró­­sent lands­­manna tóku til sín mun hærra hlut­­fall af nýjum auð en hóp­­ur­inn hefur að jafn­­aði gert ára­tug­inn á und­­an.

Þegar rýnt er í töl­urnar kemur í ljós að þau 80 pró­sent lands­manna sem eiga minnst eru með 85 pró­sent af sínu eigin fé bundið í fast­eignum á meðan að það hlut­fall er rúm­lega 55 pró­sent hjá efstu tíund­inni, sem á til að mynda mun meira af hluta­bréfum og öðrum fjár­muna­eignum en aðrir hópar í land­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun samningsins.
Ríkið kaupir hluta nýrra höfuðstöðva Landsbankans á 6 milljarða króna
Íslenska ríkið mun festa kaup á hluta af nýjum höfuðstöðvum Landsbankans fyrir 6 milljarða króna. Þar á að koma fyrir utanríkisráðuneytinu, auk þess sem hluta rýmisins á að nýta undir sýningar Listasafns Íslands.
Kjarninn 29. september 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent