Lífeyrissjóðirnir fá að auka erlendar eignir sínar aðeins hraðar, en bara í þrjú ár

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt frumvarp á vef Alþingis þar sem lífeyrissjóðum verður heimilt að auka eignir sínar erlendis upp í 65 prósent af heildareignum fyrir árið 2036, í stað 2038 eins og drög höfðu gert ráð fyrir.

Lífeyrissjóðir landsins, sem eiga að sjá þjóðinni fyrir áhyggjulausu ævikvöldi, vilja komast með stærri hluta eigna sinna úr landi til að forðast eignabólur og dreifa áhættu.
Lífeyrissjóðir landsins, sem eiga að sjá þjóðinni fyrir áhyggjulausu ævikvöldi, vilja komast með stærri hluta eigna sinna úr landi til að forðast eignabólur og dreifa áhættu.
Auglýsing

Breyt­ingar hafa verið gerðar á frum­varpi Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem á að rýmka heim­ildir líf­eyr­is­sjóða til að fjár­festa erlend­is. 

Eins og staðan er í dag hafa þeir heim­ild til að vera með 50 pró­­sent eigna sinna erlend­is. Þegar drög að frum­varp­inu voru kynnt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda nýverið stóð til að hlut­fallið myndi hækka um eitt pró­­sent­u­­stig á ári frá byrjun árs 2024 og til loka 2038. Heim­ildin yrði þá 65 pró­­sent í lok þess árs. 

Í umsögn Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða um drögin kom fram að djúp­stæð óánægja væri meðal full­trúa þeirra sjóða sem væru þegar komnir nálægt núgild­andi þaki með hvers hægt ætti að rýmka heim­ild­irn­ar. Kallað var eftir því að hækka heim­ild­ina strax um næstu ára­­mót og hækka hana um tvö til þrjú pró­­sent­u­­stig á ári þangað til að 65 pró­­sent mark­inu yrði náð. Ef farið yrði að ítr­­ustu kröfum sjóð­anna myndi það tak­­mark nást í árs­­lok 2027 að óbreytt­u. 

Í frum­varp­inu eins og það verður lagt fram á Alþingi hefur verið gerð sú breyt­ing að á árinum 2024, 2025 og 2026 verði heim­ild sjóð­anna í erlendum eignum hækkuð um 1,5 pró­sentu­stig á ári og verði þannig 54,5 pró­sent í lok síð­asta árs­ins. Eftir það á hámarkið að aukast um eitt pró­sentu­stig á ári þar til það nær 65 pró­sentum í byrjun árs 2036. Í frum­varp­inu stendur enn fremur að ráð­herra eigi í síð­asta lagi á árinu 2027 að leggja mat á hvort til­efni sé til að leggja til aðrar breyt­ing­ar. 

Nokkrir sjóðir komnir nálægt hámarki

Lengi hefur legið fyrir að það þurfi að hækka hámark á erlendum eignum líf­eyr­is­­sjóða þannig að íslenska líf­eyr­is­­sjóða­­kerfið geti dreift áhættu sinni bet­­ur. Kerfið er þegar orðið risa­­vax­ið, en eignir þess námu alls 6.550 millj­­örðum króna í jan­ú­­ar. Erlendu eign­­irnar voru metnar á 2.244 millj­­­arða króna, sem þýðir að þær voru 34,3 pró­­­sent allra eigna sjóð­anna. Þær hafa tvö­­­fald­­­ast í krónum talið á rúmum þremur árum.

Auglýsing
Alls eru um tíu líf­eyr­is­­sjóðir komnir með hlut­­fall eigna sinna erlendis í um 35 pró­­sent af heild­­ar­­eignum eða meira. Þar af eru þrír sjóðir komnir með hlut­­fallið yfir 40 pró­­sent og einn, Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­ar­manna, er kom­inn með það nálægt 45 pró­­sent. Sjóð­irnir þora illa að fara með hlut­­fallið hærra þar sem skynd­i­­leg breyt­ing á gengi krónu eða hækk­­­anir á ákveðnum bréfum geta ýtt þeim yfir lög­­­legt hámark.  

Miklu fleiri eru að borga inn í sjóð­ina en að taka út úr þeim, og þeir því, undir venju­­legum kring­um­­stæð­um, alltaf að stækka að umfangi óháð því hvernig fjár­­­fest­ingar þeirra ganga.

Líf­eyr­is­­sjóð­irnir voru bundnir í fjár­­­magns­höftum meira og minna frá haustinu 2008 og til 2017, þótt þeir hafi fengið und­an­þágur til að fara út með eitt­hvað fé. Eignir þeirra í dag eru næstum fimm þús­und millj­­örðum króna meira virði en þær voru síðla árs 2008. Á meðan að á hafta­­tíma­bil­inu stóð þurftu sjóð­irnir því að kaupa nán­­ast allt sem þeir gátu hér inn­­an­lands til að tryggja ávöxt­un. Fyrir vikið eiga þeir, beint og óbeint allt að helm­ing allra skráðra hluta­bréfa í land­inu og stóran hluta af útgefnum skulda­bréf­­um. 

Vilja verja „stöð­ug­­leika“

Yfir­­lýst ástæða þess að fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra vill fara var­­lega í að hleypa sjóð­unum út í fjár­­­fest­ing­­ar, og hækka hámarkið í var­­færnum skrefum yfir langt tíma­bil, er að stærri skref gætu ógnað stöð­ug­­leika gjald­eyr­is­­mark­aðar og greiðslu­­jöfnuð þjóð­­ar­­bús­ins. Því meiri af pen­ingum sem þarf að skipta úr íslenskum krónum yfir í erlenda gjald­miðla fyrir líf­eyr­is­­sjóð­ina því fleiri erlenda pen­inga þarf til að skipta í krónur svo það skap­ist ekki ójafn­­vægi sem veiki íslensku krón­una. Líkt og segir í grein­­ar­­gerð með frum­varps­drög­unum þá á mark­mið þrepa­­skiptrar lækk­­unar að vera „að nýta svig­­rúm greiðslu­­jöfn­uðar fyrir erlendar fjár­­­fest­ingar líf­eyr­is­­sjóða án þess að stefna stöð­ug­­leika í hætt­u“.

Sam­tök atvinn­u­lífs­ins voru á meðal þeirra sem skil­uðu umsögn um frum­varps­drögin og studdu þar nálgun fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra um að hækka þakið á erlendum fjár­­­fest­ingum líf­eyr­is­­sjóða var­­færn­is­­lega og yfir langt tíma­bil. Hlið­­ar­á­hrif af því verða enda þau að stærri hluti af fjár­­munum líf­eyr­is­­sjóða þarf að leita í íslenskt atvinn­u­líf eftir ávöxt­un. 

Seðla­­banki Íslands gerði heldur ekki athuga­­semd í sinni umsögn um drögin við helstu atriði þeirrar leiðar sem ráð­herr­ann vill fara í mál­inu.

Tals­verð hætta á bólu­myndun

Það gerðu hins vegar Lands­sam­tök líf­eyr­is­sjóða. Í umsögn þeirra sagði að full­­trúar þeirra sjóða sem væru næst hámarks­­hlut­­falli eigna erlendis teldu ein­fald­­lega að boðuð skref væru allt of var­­færin og ná yfir of langt tíma­bil. Afar brýnt væri að fara hraðar í breyt­ingar „með hags­muni sjóð­­fé­laga að leið­­ar­­ljósi“.

Í umsögn­inni sagði að ef „hömlur á fjár­­­fest­ingar í erlendum gjald­miðlum gera það að verkum að stórir sjóðir neyð­­ast til að fjár­­­festa í inn­­­lendum eignum umfram það sem þeir telja æski­­legt út frá hags­munum sinna sjóð­­fé­laga verður að sama skapi tals­verð hætta á ruðn­­ings­á­hrifum og bólu­­myndun á inn­­­lendum eigna­­mark­aði sem getur leitt til þess að inn­­­lend eigna­­söfn líf­eyr­is­­sjóða verði að ein­hverju leyti ósjálf­­bær til fram­­tíð­­ar­“. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent