Vantar 1.000 milljarða til að ná æskilegu hlutfalli Benedikts

Erlendar eignir lífeyrissjóðanna eru langt undir því sem fjármálaráðherra telur æskilegt, en samkvæmt nýjustu tölum ættu sjóðirnir að fjárfesta erlendis fyrir þúsund milljarða til að ná því.

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Hlut­fall erlendra eigna líf­eyr­is­sjóð­anna hefur lækkað nokkuð frá byrjun árs, þrátt fyrir losun gjald­eyr­is­hafta. Sjóð­irnir þyrftu að fjár­festa rúm­lega 1.000 millj­arða erlend­is, vilji þeir ná því hlut­falli sem fjár­mála­ráð­herra telur vera æski­legt.

Bene­dikt Jóhann­es­son fjár­mála­ráð­herra sagði í við­tali við Kjarn­ann í júní að hann teldi hlut­fall erlendra eigna líf­eyr­is­sjóða af heild­ar­eignum ætti að vera um 50%. Einnig sagði hann að það komi vel til greina að grípa til aðgerða við að þrýsta sjóð­unum í frek­ari erlendar fjár­fest­ingar ef þeir hreyfi sig ekki sjálfir í þá átt.

„Hlut­fall þeirra í t.d. inn­lendum hluta­bréfum er orðið óþægi­legt félags­lega. Ég held að það væri heil­brigt að þeir færu meira út og að almenn­ingur færi að huga meira að því að dreifa sinni áhættu með gjald­eyr­is­reikn­ing­um,“ segir Bene­dikt.

Auglýsing

Í byrjun árs 2017 var hlut­fall erlendra eigna líf­eyr­is­sjóð­anna 22,6%. Undir lok maí­mán­aðar hafði það hins vegar lækkað niður í 21,0%, sam­kvæmt nýbirtum tölum Seðla­bank­ans. Vilji líf­eyr­is­sjóð­irnir hækka hlut­fall erlendra eigna upp í 50% þyrftu þeir að færa 1.055 millj­arða úr inn­lendum fjár­fest­ingum út fyrir land­stein­ana. 

Rýrnun erlendra eigna líf­eyr­is­sjóð­anna má að nokkru leyti útskýra með hækkun geng­is­ins, en íslenska krónan hafði styrkst tölu­vert á tíma­bil­inu jan­ú­ar-maí. Þar sem erlendar eignir eru gefnar upp í íslenskum krónum rýrn­uðu þær sam­hliða styrk­ingu krón­unn­ar. 

Sam­kvæmt árs­reikn­ingum líf­eyr­is­sjóð­anna voru hlut­föll erlendu eigna þeirra undir lok árs 2016 eins og sjá má á töflu hér að neð­an. Hlut­fall erlendra fjár­fest­inga þess­ara átta líf­eyr­is­sjóða var oft­ast rúm­lega 20%. Lægst var það hjá Líf­eyr­is­sjóði verk­fræð­inga en hæst hjá Frjálsa líf­eyr­is­sjóðn­um.

Líf­eyr­is­sjóðirHlut­fall erlendra eigna í árs­lok 2016
Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins17%
Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna26%
Gildi26%
Festa18%
Líf­eyr­is­sjóður verk­fræð­inga14%
Almenni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn23%
Stapi24%
Frjálsi28%

Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent