Lántakar flýja lífeyrissjóðina – Uppgreiðslur umfram ný lán 5,1 milljarður í júlí

Breytt vaxtakjör bankanna, í kjölfar lækkaðra stýrivaxta, hafa leitt til þess að sjóðsfélagar lífeyrissjóða eru að greiða upp húsnæðislán hjá sjóðunum í miklu magni og taka ný lán hjá bönkum í staðinn. Eðlisbreyting hefur orðið á húsnæðislánamarkaði.

Lántakendur hafa verið að hlaupa frá lífeyrissjóðunum, og til viðskiptabanka, undanfarna mánuði.
Lántakendur hafa verið að hlaupa frá lífeyrissjóðunum, og til viðskiptabanka, undanfarna mánuði.
Auglýsing

Sjóðs­fé­lagar líf­eyr­is­sjóða greiddu upp lán hjá þeim fyrir rúm­lega 5,1 millj­arð króna umfram það sem sjóð­irnir lán­uðu út í ný lán í júlí mán­uði. Þetta er í annað sinn frá því í byrjun árs 2009 sem að upp­greiðslur líf­eyr­is­sjóða­lána eriu meiri en nýjar lán­tök­ur, en lánin eru tekin af sjóðs­fé­lögum til hús­næð­is­kaupa. Hinn mán­uð­ur­inn sem þetta hefur gerst var júní 2020, en þá námu upp­greiðslur 333 millj­ónum krónum umfram ný veitt lán. Upp­greiðslur lána í júlí voru því rúm­lega fimmtán sinnum meiri en í júní­mán­uð­i. 

Þetta kemur fram í nýjum tölum Seðla­­banka Íslands, en sam­an­­tektir hans á nýjum útlánum líf­eyr­is­­sjóða til heim­ila ná ein­ungis aftur til jan­úar 2009.

Alls voru greidd upp verð­­tryggð lán hjá líf­eyr­is­­sjóðum fyrir 3.858 millj­­ónum krónum meira en slík lán voru tek­in. Í fyrsta sinn frá því að Seðla­bank­inn fór að halda utan um tölur um útlán líf­eyr­is­sjóða greiddu sjóðs­fé­lagar upp meira af óverð­tryggðum lánum en þeir tóku hjá sjóð­un­um. Mun­ur­inn var alls 1.270 millj­ónir króna. 

Hröð vaxta­lækkun banka

Ástæðan fyrir þess­­ari stöðu er nokkuð ein­­föld, vaxta­­lækk­­­anir stóru bank­ana þriggja: Lands­­bank­ans, Íslands­­­banka og Arion banka, á hús­næð­is­lánum á síð­­­ustu mán­uðum hafa gert hús­næð­is­lán þeirra þau hag­­stæðustu, ef frá eru talin hús­næð­is­lán sem Birta líf­eyr­is­­­sjóður býður sjóð­­­fé­lögum sín­­­um. Lán Birtu eru hins vegar að hámarki fyrir 65 pró­­­sent af kaup­verði á meðan að bank­­­arnir lána fyrir 70 pró­­­sent þess.

Auglýsing
Breytilegir óverð­­tryggðir vextir á hús­næð­is­lánum Lands­­bank­ans og Íslands­banka eru nú til að mynda 3,5 pró­­sent.  Á sam­­­bæri­­­legum lánum hjá Arion banka verða vext­irnir 3,54 pró­­­sent. 

Einu lánin í þessum flokki sem bera lægri vexti eru, eins og áður seg­ir, hjá Birtu líf­eyr­is­­­sjóði. Lán með breyt­i­­­legum óverð­­­tryggðum vöxtum hjá Birtu eru 2,10 pró­­­sent. Vaxta­­­kjörin hjá þeim líf­eyr­is­­­sjóðum sem bjóða upp á óverð­­­tryggð lán eru almennt óhag­­­stæð­­­ari en hjá bönk­­­un­um, en óverð­­tryggð lán eru nú mun eft­ir­­sókn­­ar­verð­­ari val­­kostur en verð­­tryggð lán. Verð­­bólga er enda 3,2 pró­­sent og óverð­­tryggðu lánin mörg hver hag­­stæð­­ari, að minnsta kosti sem stend­­ur, en þau verð­­tryggðu sem standa til boða, eftir hraða vaxta­lækkun Seðla­banka Íslands und­an­farið rúmt ár. Frá því í maí í fyrra hafa stýri­vextir hans lækkað um 3,75 pró­sentu­stig og eru nú eitt pró­sent. 

­Vegna þessa varð júní síð­ast­lið­inn umsvifa­­mesti ein­staki mán­uð­­ur­inn, að minnsta kosti frá árinu 2013, í hreinum nýjum íbúða­lánum hjá bönk­­un­­um. Ný óverð­­tryggð íbúða­lán banka á breyt­i­­legum vöxtum námu alls 31 millj­­arði króna, að frá­­­dregnum upp­­greiðsl­um, í þeim mán­uði. Óverð­­tryggð lán á föstum vöxtum til þriggja eða fimm ára voru nei­­kvæð um sem nemur þremur millj­­örðum króna og upp­­greiðslur á verð­­tryggðum lánum námu einum millj­­arði umfram ný óverð­­tryggð útlán.

Lýsti yfir áhyggjum

Rann­veig Sig­­urð­­ar­dótt­ir, vara­­seðla­­banka­­stjóri pen­inga­­mála í Seðla­­banka Íslands, lýsti yfir áhyggjur af þess­ari þróun á blaða­­manna­fundi sem hald­inn var í lok ágúst í til­­efni af nýlegri stýri­­vaxta­á­kvörð­un. „Það sem maður hefur áhyggjur af, bæði út frá pen­inga­­stefn­unni og fjár­­­mála­­stöð­ug­­leika, er að heim­ilin séu að skuld­­setja sig of mikið á breyt­i­­legum vöxt­­um. Von­andi verðum við ekki með svona lága vexti til fram­­tíð­­ar. Það er kannski það sem maður hefur mestar áhyggjur af í dag varð­andi mið­l­un­ina til heim­ila.“

Ásgeir Jóns­­son seðla­­banka­­stjóri sagði á sama fundi að það hefði gengið mjög vel að miðla vaxta­­lækk­­unum bank­ans til heim­ila. Við­brögð þeirra við hvata til frek­­ari lán­­töku á skap­­legri kjörum hefði verið meiri en bank­inn átti von á. Það ýti undir einka­­neyslu. „Það hefur verið framar von­­um.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM hafa samþykkt að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja.
Kjarninn 28. september 2020
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar