Stýrivextir óbreyttir og verða áfram eitt prósent

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum sínum á sama stað og þeir hafa verið frá því í maí.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Auglýsing

Pen­inga­­stefn­u­­nefnd Seðla­­banka Íslands hefur ákveðið að meg­in­vextir bank­ans verði áfram eitt pró­sent. Vextir hafa verið lækk­­­aðir þrisvar sinnum frá því að yfir­­stand­andi efna­hags­á­­stand vegna COVID-19 far­ald­­ur­s­ins hóf­st, síð­ast í maí, og alls hafa stýri­vextir lækkað um 3,75 pró­­­­­­sent­u­­­­­­stig frá því í maí í fyrra. 

Þeir hafa aldrei verið lægri í Íslands­­­sög­unni.

Í yfir­lýs­ingu nefnd­ar­innar segir að sam­kvæmt nýrri þjóð­hags­spá Seðla­bank­ans sem birt er í ágúst­hefti rits­ins ­Pen­inga­mála ­séu horfur á að lands­fram­leiðslan drag­ist saman um sjö pró­sent í ár og útlit er fyrir að atvinnu­leysi verði komið í um tíu pró­sent undir lok árs­ins. „Þótt horfur fyrir seinni hluta árs­ins séu heldur lak­ari en spáð var í maí er talið að sam­drátt­ur­inn á árinu öllu verði nokkru minni en þá var gert ráð fyr­ir. Þar vegur þyngst að einka­neysla var kröft­ugri í vor og sum­ar. Óvissan er hins vegar óvenju mikil og þróun efna­hags­mála mun ráð­ast af fram­vindu far­sótt­ar­inn­ar.“

Auglýsing
Verðbólga mælist sem stendur yfir 2,5 pró­sent mark­miði Seðla­bank­ans, og er þrjú pró­sent. Sam­kvæmt spá Seðla­bank­ans er gert ráð fyrir að verð­bólga verði í kringum þrjú pró­sent það sem eftir lifir árs en að mik­ill slaki í þjóð­ar­bú­inu og lítil alþjóð­leg verð­bólga geri það að verkum að hún taki að hjaðna á næsta ári og verði um tvö pró­sent að með­al­tali á seinni hluta spá­tím­ans.

Traust­ari kjöl­festa verð­bólgu­vænt­inga hafi gert pen­inga­stefnu­nefnd kleift að bregð­ast við versn­andi efna­hags­horfum með afger­andi hætti. „Lægri vextir og aðrar aðgerðir bank­ans sem gripið var til á vor­mán­uðum hafa stutt við inn­lenda eft­ir­spurn. Áhrif þeirra eiga þó eftir að koma fram að fullu og munu þær áfram styðja við þjóð­ar­bú­skap­inn og stuðla að því að efna­hags­bat­inn verði hrað­ari en ella. Pen­inga­stefnu­nefnd mun áfram fylgj­ast grannt með fram­vindu efna­hags­mála og nota þau tæki sem nefndin hefur yfir að ráða til að styðja við þjóð­ar­bú­skap­inn og tryggja að laus­ara taum­hald pen­inga­stefn­unnar miðlist með eðli­legum hætti til heim­ila og fyr­ir­tækja.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent