Stýrivextir óbreyttir og verða áfram eitt prósent

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum sínum á sama stað og þeir hafa verið frá því í maí.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Auglýsing

Pen­inga­­stefn­u­­nefnd Seðla­­banka Íslands hefur ákveðið að meg­in­vextir bank­ans verði áfram eitt pró­sent. Vextir hafa verið lækk­­­aðir þrisvar sinnum frá því að yfir­­stand­andi efna­hags­á­­stand vegna COVID-19 far­ald­­ur­s­ins hóf­st, síð­ast í maí, og alls hafa stýri­vextir lækkað um 3,75 pró­­­­­­sent­u­­­­­­stig frá því í maí í fyrra. 

Þeir hafa aldrei verið lægri í Íslands­­­sög­unni.

Í yfir­lýs­ingu nefnd­ar­innar segir að sam­kvæmt nýrri þjóð­hags­spá Seðla­bank­ans sem birt er í ágúst­hefti rits­ins ­Pen­inga­mála ­séu horfur á að lands­fram­leiðslan drag­ist saman um sjö pró­sent í ár og útlit er fyrir að atvinnu­leysi verði komið í um tíu pró­sent undir lok árs­ins. „Þótt horfur fyrir seinni hluta árs­ins séu heldur lak­ari en spáð var í maí er talið að sam­drátt­ur­inn á árinu öllu verði nokkru minni en þá var gert ráð fyr­ir. Þar vegur þyngst að einka­neysla var kröft­ugri í vor og sum­ar. Óvissan er hins vegar óvenju mikil og þróun efna­hags­mála mun ráð­ast af fram­vindu far­sótt­ar­inn­ar.“

Auglýsing
Verðbólga mælist sem stendur yfir 2,5 pró­sent mark­miði Seðla­bank­ans, og er þrjú pró­sent. Sam­kvæmt spá Seðla­bank­ans er gert ráð fyrir að verð­bólga verði í kringum þrjú pró­sent það sem eftir lifir árs en að mik­ill slaki í þjóð­ar­bú­inu og lítil alþjóð­leg verð­bólga geri það að verkum að hún taki að hjaðna á næsta ári og verði um tvö pró­sent að með­al­tali á seinni hluta spá­tím­ans.

Traust­ari kjöl­festa verð­bólgu­vænt­inga hafi gert pen­inga­stefnu­nefnd kleift að bregð­ast við versn­andi efna­hags­horfum með afger­andi hætti. „Lægri vextir og aðrar aðgerðir bank­ans sem gripið var til á vor­mán­uðum hafa stutt við inn­lenda eft­ir­spurn. Áhrif þeirra eiga þó eftir að koma fram að fullu og munu þær áfram styðja við þjóð­ar­bú­skap­inn og stuðla að því að efna­hags­bat­inn verði hrað­ari en ella. Pen­inga­stefnu­nefnd mun áfram fylgj­ast grannt með fram­vindu efna­hags­mála og nota þau tæki sem nefndin hefur yfir að ráða til að styðja við þjóð­ar­bú­skap­inn og tryggja að laus­ara taum­hald pen­inga­stefn­unnar miðlist með eðli­legum hætti til heim­ila og fyr­ir­tækja.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Þórólfur: Ekki hægt að ganga að því vísu að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót
Sóttvarnalæknir hvetur til raunhæfrar bjartsýni þegar kemur að tímasetningu bólusetningar við COVID-19 á Íslandi. Það megi ekki láta jákvæðar fréttir leiða til þess að landsmenn passi sig ekki í sóttvörnum.
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Vilhjálmsson
Lítil eru geð guma – Um Landsrétt og Sjálfstæðisflokkinn
Kjarninn 3. desember 2020
Borgarfulltrúi vill ráðningarbann hjá Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg ætlar að verja milljarði króna til að búa til ný störf fyrir fólk sem annars þyrfti fjárhagsaðstoð eða færi á atvinnuleysisbætur. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, vill ráðningarbann í borginni.
Kjarninn 3. desember 2020
Bóluefni Pfizer og BioNTech fer í dreifingu í Bretlandi í næstu viku. Risastór áfangi. En munu nægilega margir vilja láta bólusetja sig?
Þegar bóluefnið lendir mun enn þurfa að sannfæra marga
Breskir ráðamenn stíga nú fram og segjast tilbúnir að láta bólusetja sig í beinni útsendingu til að auka tiltrú á bóluefnum. Ný dönsk samanburðarrannsókn sýnir mismikinn bólusetningarvilja á milli ríkja og að traust í garð yfirvalda ráði miklu þar um.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent