Það er engin leið að hætta

Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Dana hefur verið áberandi í dönskum fjölmiðlum síðan ný bók hans kom út í síðustu viku. Margir velta fyrir sér hvort Løkke hyggi á endurkomu í stjórnmálin, jafnvel stofna nýjan flokk.

Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur.
Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur.
Auglýsing

Það er engin leið að hætta (að syngja) segir í þekktu lagi Stuð­manna. Lars Løkke Rasmus­sen þekkir lík­lega ekki þetta vin­sæla lag en gæti hins vegar tekið undir við­lag­ið. Í nýrri bók hans „Om de fleste og det meste“ sem kom út fyrir viku, og við­tölum vegna útkomu henn­ar, kemur glögg­lega í ljós að Løkke er mjög ósáttur við hvernig for­mann­s­tíð hans í Ven­stre lauk í fyrra­haust. Og gengur illa að sætta sig við að vera ekki lengur í innsta hring stjórn­mál­anna.

26 ár á þingi

Lars Løkke Rasmus­sen (oft­ast kall­aður Løkke til aðgrein­ingar frá tveimur for­verum sínum á for­sæt­is­ráð­herra­stóli) er 56 ára og 21. sept­em­ber næst­kom­and­i verða 25 ár síðan hann sett­ist á þing. Hann var kos­inn vara­for­maður Ven­stre árið 1998 og var inn­an­rík­is- og heil­brigð­is­ráð­herra frá 2001 til 2007. Þá sett­ist Løkke í  fjár­mála­ráðu­neytið en 5. apríl 2009  tók hann við for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, og for­mennsku í Ven­stre, af And­ers Fogh Rasmus­sen, sem varð fram­kvæmda­stjóri NATO.

Stjórn­ar­and­staða, flug­mið­ar, nær­buxur og dvín­andi vin­sældir

Eftir þing­kosn­ing­arnar í sept­em­ber 2011 tók stjórn jafn­að­ar­manna, undir stjórn Helle Thorn­ing-Schmidt, við völd­um. Lars Løkke kunni illa við sig í stjórn­ar­and­stöð­unni og lýsti því margoft yfir að Helle Thorn­ing væri bara með lyklana að stjórn­ar­ráð­inu í tímbundnu láni, hún myndi þurfa að skila þeim eftir næstu kosn­ing­ar.

Á stjórn­ar­and­stöðu­ár­unum 2011 -2015 varð Lars Løkke margoft umfjöll­un­ar­efni fjöl­miðla. Haustið 2013 hélt hann lengsta frétta­manna­fund í sögu Dan­merk­ur, sá stóð í þrjár og hálfa klukku­stund og var sendur út í sjón­varpi og útvarpi. Lars Løkke var for­maður sam­taka sem styðja við efna­hags­upp­bygg­ingu í fátækum löndum en sam­tökin höfðu borgað flug­miða og hót­elgist­ingu fyrir dóttur hans. Eftir þennan langa frétta­manna­fund, um flug­mið­ann og gist­ing­una, voru þeir sem fylgd­ust með litlu nær.

Auglýsing

Skömmu síðar kom upp mál sem mikið var fjallað um í dönskum fjöl­miðl­um. Það mál sner­ist um að Ven­stre (sem er hægri miðju­flokk­ur) hefði borgað fatnað for­manns­ins, sem hefur í klæða­burði aldrei þótt líta út eins og klipptur úr tísku­blaði. Fjöl­miðl­arnir köll­uðu þetta „nær­buxna­mál­ið“. Lars Løkke sem verið hafði vin­sæl­asti stjórn­mála­maður Dan­merkur var skyndi­lega orð­inn sá óvin­sæl­asti. Margir í for­ystu Ven­stre höfðu áhyggjur af ástand­inu enda kjör­tíma­bilið meira en hálfn­að. 

Bylt­ing­ar­til­raunin og fund­ur­inn í kjall­ar­anum

Í jún­í­byrjun 2014 hélt mið­stjórn Ven­stre fund í Óðins­vé­um. Þar átti að kjósa for­mann. Lars Løkke hafði fengið veður af því að Krist­ian Jen­sen vara­for­maður og stuðn­ings­menn hans hygð­ust láta til skarar skríða og velta for­mann­in­um, Lars Løkke, úr sessi. Litlir kær­leikar voru með for­mann­inum og vara­for­mann­inum og Lars Løkke mátti ekki til þess hugsa að Krist­ian Jen­sen sett­ist í for­manns­stól­inn. Áður en kom að for­manns­kosn­ing­unni brugðu þeir Lars Løkke og Krist­ian Jen­sen sér, ásamt þriðja manni, niður í kjall­ara í ráð­stefnu­hús­inu. Þegar þeir komu aftur upp úr kjall­ar­anum var Krist­ian Jen­sen hættur við for­manns­fram­boðið og lýsti yfir stuðn­ingi við Løkke. Með lyga­merki á putt­unum sagði Ekstra Blað­ið. Krist­ian Jen­sen var áfram vara­for­maður og bylt­ing­ar­til­raunin úr sög­unni.

Aft­ur­sæt­is­bíl­stjór­inn og nýjar hug­myndir Lars Løkke

Eftir þing­kosn­ing­arnar 2015 tók minni­hluta­stjórn Ven­stre við völdum og sat fram að kosn­ingum 2019. Lars Løkke var for­sæt­is­ráð­herra og Krist­ian Jen­sen utan­rík­is­ráð­herra, og síðar fjár­mála­ráð­herra. Tveir minni flokk­ar, Íhalds­flokk­ur­inn og Frjáls­ræð­is­banda­lagið gengu síðar form­lega til liðs við stjórn­ina, sem var þó áfram minni­hluta­stjórn. Sú sér­kenni­lega staða var á þessu kjör­tíma­bili að Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn næst stærsti flokk­ur­inn á þingi (37 þing­menn) vildi ekki eiga aðild að rík­is­stjórn Ven­stre (sem hafði 34 þing­menn) en stjórn­aði úr ,,aft­ur­sæt­inu“ eins og fjöl­miðl­arnir komust iðu­lega að orði. Stjórnin varð nán­ast að sitja og standa eins og Danska Þjóð­ar­flokknum þókn­að­ist. Margir stuðn­ings­menn Danska Þjóð­ar­flokks­ins voru óánægðir með flokks­for­yst­una og í kosn­ing­unum 2019 galt flokk­ur­inn afhroð, fékk 16 þing­menn, tap­aði 21 manni frá kosn­ing­unum 2015. Draumur Lars Løkke um áfram­hald­andi stjórnar­setu var fyrir bí.

Ólga og átök  

Í aðdrag­anda kosn­ing­anna vorið 2019 nefndi Lars Løkke að kannski væri kom­inn tími til að hugsa dönsk stjórn­mál upp á nýtt. Flokk­arnir á danska þing­inu, Fol­ket­in­get, skipt­ast í tvær „blokkir“ bláa og rauða. Þeirri bláu til­heyra hægri flokk­arnir svo­nefndu en vinstri flokk­arnir þeirri rauðu. Utan blokk­anna stendur Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn sem hefur stutt rík­is­stjórnir bláu blokk­ar­inn­ar. Það var þessi blokka­skipt­ing sem Lars Løkke velti fyrir sér hvort kom­inn væri tími til að brjóta upp. Vinna yfir miðj­una eins og hann komst að orði. Þessar hug­myndir féllu í grýttan jarð­veg hjá mörgum flokks­mönnum Ven­stre og Mette Frederik­sen leið­togi jafn­að­ar­manna, lang stærsta flokks rauðu blokk­ar­inn­ar, aftók slíka sam­vinnu.  

Kristian Jensen.

7. ágúst 2019 birti dag­blaðið Berl­ingske langt við­tal við Krist­ian Jen­sen vara­for­mann Ven­stre. Þar vís­aði hann hug­myndum Lars Løkke um að „vinna yfir miðj­una“ á bug. Á árlegum þing­flokks­fundi Ven­stre, svoköll­uðu „sommermøde“, 9. ágúst 2019 gagn­rýndi Claus Hjort Frederiksen, einn helsti áhrifa­maður flokks­ins ummæli Krist­ian Jen­sen og sagði berum orðum að vara­for­mað­ur­inn ætti að segja af sér. Krist­ian Jen­sen beygði sig í duft­ið, lýsti yfir stuðn­ingi við Lars Løkke án þess þó að draga yfir­lýs­ingar sínar í áður­nefndu blaða­við­tali til baka. Danskir stjórn­mála­skýrendur sögðu greini­legt að allt væri upp­í­loft hjá Ven­stre.

Lars Løkke gengur á dyr og dregur Krist­ian Jen­sen með sér

Á fundi Ven­stre 30. ágúst 2019 var hart tek­ist á. Seint um kvöldið var fund­inum frestað til næsta morg­uns. Nið­ur­staða þess fundar var að boða til lands­fundar 21. sept­em­ber, þar yrði eitt mál á dag­skrá: kosn­ing for­manns og vara­for­manns. Lars Løkke vildi fá að flytja lands­fund­inum skýrslu (ber­etn­ing) um for­manns­störf sín. Þeirri kröfu var hafn­að. Lars Løkke fann hvernig landið lá, til­kynnti afsögn sína og gekk á dyr, bak­dyra­megin og var á bak og burt áður en fund­ar­menn höfðu áttað sig. Krist­ian Jen­sen vara­for­maður til­kynnti sömu­leiðis um afsögn sína, draumur hans um for­mennsku í Ven­stre var að engu orð­inn. 

Jakob Ellem­ann-J­en­sen

Þótt Lars Løkke væri horf­inn á braut fór lands­fundur Ven­stre fram 21. sept­em­ber í fyrra eins og ákveðið hafði ver­ið. Þar var Jakob Ellem­ann-J­en­sen kjör­inn for­maður og Inger Støjberg vara­for­mað­ur. Hún er mjög umdeild og þessa dag­ana fer fram sér­stök rann­sókn vegna ákvarð­ana, og fyr­ir­skip­ana, hennar í rík­is­stjórn Lars Løkke en þar var hún ráð­herra inn­flytj­enda­mála. Sú saga verður ekki rakin hér. Innan Ven­stre höfðu margir efa­semdir um val Inger Støjberg en það er líka önnur saga.

Om de fleste og det meste

Eins og getið var um í upp­hafi þessa pistils kom bók Lars Løkke, sem er 56 ára, með ofan­greindum titli í bóka­búðir fyrir viku síð­an. Bók­ar­inn­ar, sem vitað var að væri vænt­an­leg, var beðið með nokk­urri eft­ir­vænt­ingu. Athygli vakti að í útgáfu­teiti vegna bók­ar­innar mætti ein­ungis einn þing­maður Ven­stre.

Í þess­ari nýju bók fer Lars Løkke yfir atburða­rás­ina sem leiddi til afsagnar hans, en bókarýnendur dönsku fjöl­miðl­anna segja hann líka hlaupa yfir margt, sleppa því að greina frá alls kyns bak­tjalda­makki og ótal sím­tölum út og suð­ur. Í til­efni bók­ar­innar tók blaða­maður Berl­ingske langt við­tal við Lars Løkke og spurði hann hvers vegna hann greindi ekki ítar­legar frá þessum mál­um. Lars Løkke svar­aði því til að sær­indin og reiðin vegna þess sem gerð­ist væru enn lok­uð, með and­legum hengilás, eins og hann komst að orði, inni í svörtu boxi í heil­an­um. „Ég vona að eng­inn neyði mig nokkru sinni til að opna þetta box“. 

Það er engin leið að hætta

Þótt frá­sögn Lars Løkke af því hvernig for­mann­s­tíð hans í Ven­stre lauk hafi vakið athygli margra Dana var þó annað í bók­inni sem vakti enn meiri athygli. Þar lætur hann nefni­lega að því liggja, án þess þó að segja það beint, að hann velti því fyrir sér að snúa aftur í fram­línu stjórn­mál­anna. Hann seg­ist enn sann­færður um að hug­myndir sínar um sam­vinnu „yfir miðj­una“ séu væn­legur kost­ur, þrátt fyrir að núver­andi for­maður Ven­stre hafi aftekið slíkt. 

Jakob Ellemann-Jensen Mynd: News Øresund

Margir í hópi núver­andi, og fyrr­ver­andi þing­manna Ven­stre hafa lýst undrun sinni á ýmsu því sem fram kemur í bók­inni og segja Lars Løkke bein­línis reyna að grafa undan núver­andi for­manni flokks­ins, Jakob Ellem­ann-J­en­sen. Ber­tel Haarder, fyrr­ver­andi ráð­herra og einn af þunga­vigt­ar­mönnum flokks­ins, sagði í við­tali við dag­blaðið Politi­ken að Lars Løkke geti verið stoltur af verkum sínum og í stað þess að þyrla upp mold­viðri eigi hann að setj­ast glaður á „fyrr­ver­andi­for­manna­bekk­inn, það er góður félags­skap­ur“.

Sumir af dygg­ustu stuðn­ings­mönnum Lars Løkke vilja ekki tjá sig mikið um bók­ina. Birthe Rønn Horn­bæk fyrr­ver­andi ráð­herra kom sér hjá því að svara spurn­ingu blaða­manns Berl­ingske með því að segja að hún væri ekki búin að fá bók­ina senda í pósti.

Allra mesta athygli í bók­inni vekur það sem ekki er sagt. Spurn­ing­unni um það hvort, ef hann snúi til baka í fram­línu stjórn­mál­anna, muni hann reyna að kom­ast til valda í flokknum á nýjan leik, eða kannski stofna nýjan flokk, svarar Lars Løkke ekki. Blaða­menn hafa gengið á hann en öll slík mál neitar Lars Løkke að ræða. Athygl­is­vert er að hann neitar ekki afdrátt­ar­laust að til greina komi að stofna nýjan flokk. Segir ein­ungis að brátt líði að því að hann þurfi að taka ákvörðun um fram­tíð sína. Rétt er að geta þess að Lars Løkke er enn þing­maður Ven­stre.

Thomas Larsen, stjórn­mála­skýr­andi Berl­ingske sagði í umfjöllun sinni um bók­ina að í henni gæfi Lars Løkke ýmis­legt til kynna um fram­tíð­ina, og ljóst væri að hann ætli sér ekki að sitja með hendur í skauti. „Ef hann ákveður á end­anum að gera ekki neitt er það eitt mesta póli­tíska sjálfs­mark í seinni tíð“.

Ber­tel Haarder sagð­ist í blaða­við­tali ekki trúa því að fyrr­ver­andi for­maður Ven­stre gripi til þess ráðs að stofna nýjan flokk „ég neita algjör­lega að trúa að það geti ger­st“. Flestir innan Ven­stre taka í sama streng, en einn þing­maður sagði „ég ætla ekki að veðja, þegar Lars Løkke er ann­ars­vegar veit maður aldrei“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar