EIA

Blóðblettir á parketinu

Þau eru úr eik, beyki, hlyni eða furu. Svo falleg með sínar dökku æðar og formfögru kvisti. Parket er án efa eitt vinsælasta gólfefni Vesturlandabúa sem þrá að færa hlýju náttúrunnar inn í stofur stórborganna. En hvaðan kemur allur þessi viður? Göngum við kannski bókstaflega á þjáningum annarra?

Eft­ir­för. Falin mynda­vél. Upp­töku­tæki í penna. Dul­ar­gervi. Full­trúar EIA og sam­starfs­menn lögðu sig í hættu við að afla upp­lýs­inga um glæp­sam­legt athæfi sem stundað er á afviknum stöð­um. Athæfi sem var og er enn að eiga sér stað allt frá Rúss­landi til Kína og frá Rúm­eníu til Perú. Það varð að fara gæti­lega enda ljóst að hinir meintu glæpa­menn svifust einskis til að smygla varn­ingi sínum milli landa og inn á mark­að. Þeir hót­uðu sak­lausu fólki líf­láti og myrtu jafn­vel gagn­rýnendur sína.Hin ólög­lega starf­semi sem reynt var að upp­ræta með þessum leyni­legu aðgerðum og rann­sóknum sner­ist ekki um fíkni­efni, vopna­sölu eða man­sal. Heldur um umfangs­mikið og ólög­legt skóg­ar­högg – arð­rán stór­fyr­ir­tækja og eyði­legg­ingu nátt­úr­unnar í fátækum sam­fé­lögum víðs vegar um heim­inn.Í heim­ild­ar­mynd­inni Wood, sem frum­sýnd var fyrr á þessu ári og er meðal mynda sem sýndar verða á RIFF í ár, er fjallað um ólög­legt skóg­ar­högg og þann umfangs­mikla iðnað sem á því hagn­ast. Hvernig lög og reglur eru þver­brotn­ar, hvernig timbr­inu er smyglað út úr frið­löndum og til ann­arra landa þar sem það er unnið og því svo pakkað í snyrti­legar umbúðir þekktra fram­leið­enda og selt í bygg­inga­vöru­versl­un­um.Auglýsing

Það er lík­lega ekki á allra vit­orði en ólög­legt skóg­ar­högg og smygl á timbri eru fjórðu umfangs­mestu ólög­legu við­skipti sem fara fram í heim­inum um þessar mund­ir. Það er hægt að hagn­ast gríð­ar­lega á við­skiptum með timb­ur. Um það vitna árs­skýrslur stórra fyr­ir­tækja sem slík við­skipti stunda. Gæða timbur er eft­ir­sótt, m.a. í parket sem er eitt vin­sælasta gól­f­efnið í vest­rænu sam­fé­lagi.En hvaðan kemur allt þetta timb­ur? Og geta þeir sem kaupa sér parket til að fegra heim­ili sín verið þess full­vissir að eik­in, hlyn­ur­inn, ask­ur­inn, furan eða beykið hafi verið fellt með vit­und, vilja og leyfi yfir­valda og í sam­ræmi við lög og regl­ur? Að ekki hafi verið gengið á forna og jafn­vel frið­aða skóga – með ósjálf­bærum hætti? Að gegn­heila par­k­et­ið, sem gerir heim­ilið svo hlý­legt með sínum æðum og kvist­um, hafi ekki skilið eftir sig blóð­uga slóð og arð­rán sam­fé­laga fólks sem hafa nytjað skóg­ana í sínu nærum­hverfi? Og að fólk og önnur dýr hafi ekki misst heim­kynni sín vegna skóg­ar­höggs­ins?EIA stendur fyrir Environ­mental Investigation Agency sem eru óháð banda­rísk félaga­sam­tök er stunda rann­sóknir á sviði umhverf­is­mála. Sam­tökin beita óhefð­bundnum aðferð­um, vinna með öðrum sam­tökum og blaða­mönnum um allan heim til að afhjúpa rányrkju og meng­andi starf­semi sem oftar en ekki fer fram á kostnað nátt­úr­unnar og fátæks fólks og frum­byggja svæða þar sem auð­lind­irnar er að finna.

Umhverf­is­fræð­ingur verður rann­sókn­ar­blaða­maður

Fram­kvæmda­stjóri sam­tak­anna er Alex­ander von Bis­marck. Hann er umhverf­is­fræð­ingur frá Harvar­d-há­skóla í Banda­ríkj­unum og með meistara­gráðu í sömu vís­indum frá London School of Economics. Áður en hann hóf störf hjá EIA stund­aði hann rann­sóknir við Harvar­d-há­skóla, m.a. á sam­spili hag­sældar og heil­brigðis vist­kerfa og fólks. Nú fer hann fyrir rann­sóknum EIA, sem gerðar eru víða um heim, m.a. á ólög­legu skóg­ar­höggi, veiði­þjófn­aði og ólög­mætri notkun skað­legra og meng­andi efna í land­bún­aði og iðn­aði.Og það er hann sem leiðir áhorf­endur Wood inn í fágæta frum­skóga Evr­ópu og regn­skóga Amazon í Suð­ur­-Am­er­íku í leit að upp­runa timb­urs­ins sem almenn­ingur á Vest­ur­löndum tekur sem sjálf­sögðum hlut án þess að leiða hug­ann að því hvaðan það kem­ur, hvernig þess er aflað, hverjir njóta ágoð­ans og hverjir skað­ast og hvern­ig.

Í upp­hafi mynd­ar­innar erum við stödd í barr­skóga­belt­inu aust­ast í Rúss­landi á svæði sem er síð­asta nátt­úru­lega heim­kynni Síber­íu­tíg­urs­ins á jörð­inni. Í skóg­inum eru sum staðar risa­vaxin og gömul eik­ar­tré. En á botni hans má finna ummerki eftir manna­ferð­ir. Djúp för eftir dekk stór­virkra vinnu­véla og flutn­inga­bíla. Og aug­ljós merki um skóg­ar­högg. Það er ljóst að þær hafa ekki verið nein smá smíði, eik­urnar sem felldar hafa verið í þessu friðlandi og fluttar á brott. Þeim er smyglað til Kína þar sem timbrið er sagað niður í verk­smiðju og verka­menn sitja saman með fjalir og pússa þær með sand­papp­ír. Að því loknu fara þær í gegnum vél, fá bað í við­ar­vörn og koma út sem áferð­ar­fal­legt eik­arpar­ket. Því er svo pakkað í umbúðir merktar banda­rískri versl­un­ar­keðju. „Hvað sem þú vilt, ég get afgreitt það,“ segir yfir­maður verk­smiðj­unnar við rann­sak­endur EIA sem eru komnir á hans fund undir því yfir­skini að kaupa park­et.

Ein­yrkjarnir sem urðu frá að hverfaFyrir um tveimur ára­tugum voru mörg hund­ruð hús­gagna­smiðir með verk­stæði í næsta nágrenni skóga í Rúm­en­íu. Á næstu árum misstu þeir allir vinn­una. Þeir fengu ekki lengur við­inn sem þeir þurftu. Þá hafði aust­ur­ríska fyr­ir­tæk­inu Schweig­hofer vaxið fiskur um hrygg í land­inu eftir að hafa fengið stórt land­svæði árið 2004 til skóg­ar­höggs og opnað stórar verk­smiðjur til timb­ur­vinnslu.Inn á milli hárra trjánna í einum síð­asta frum­skógi Evr­ópu er eins og felli­bylur hafi farið yfir. Skóg­lendið er ekki sam­fellt leng­ur, í því eru stórar eyður – trjá­laus belti með einu og einu tré, oft beru, á stangli. Þetta er þjóð­garður og þar er stundað umfangs­mikið og ólög­legt skóg­ar­högg. „Allir eru að stela. Jafn­vel þótt að það væri lög­legt að höggva í þessum skógum mætti ekki höggva svo ung tré,“ segir rúm­enskur sam­starfs­fé­lagi EIA. „Og eng­inn gerir neitt til að stöðva þetta.“Skóg­ar­höggs­menn, bæði þeim sem hafa leyfi til skóg­ar­höggs og þeim sem hafa það ekki, vilja selja  Schweig­hofer afrakstur vinnu sinn­ar. Þeir borga best. En trjá­bol­irnir eru keyptir ómerktir án þess að sýna þurfi nokkra papp­íra. Þeir eru jafn­vel affermdir í einni af verk­smiðjum fyr­ir­tæk­is­ins í skjóli næt­ur. Á hverjum sól­ar­hring eru digrir trjá­bolir teknir af 120 risa­stórum flutn­inga­bíl­u­m.  Alex­ander von Bis­marck og sam­starfs­menn hans í Rúm­eníu elta flutn­inga­bíl­ana út úr þjóð­garð­in­um. Upp um þá kemst og þeir þurfa að gæta sín. Vopn­aðir földum mynda­vél­um, í dul­ar­gervi og með falsað nafn­spjald upp á vasann, fara rann­sak­end­urnir á fund for­svars­manna Schweig­hofer. „Ekk­ert mál,“ segja þeir við öllum óskum Bis­marcks og félaga sem þykj­ast vera með mikið magn af greni til sölu, frá svæði sem þarf að ryðja fljótt. Milli­stjórn­endur jafnt sem yfir­menn fyr­ir­tæk­is­ins kinka stöðugt kolli – það er hægt að upp­fylla allar óskir þeirra sem vilja selja trjá­boli án nokk­urra papp­íra.„Á hverju ári er hogg­inn skógur í Rúm­eníu á stærð við höf­uð­borg­ina Búkarest,“ segir Bogdan Micu, frum­kvöð­ull og nátt­úru­vernd­ar­sinni sem barist hefur fyrir vernd skóga með tækni­lausnir að vopni. „Og vissir þú að aðeins um helm­ingur skóg­ar­höggs­ins er lög­leg­ur?“Alexander von Bismarck sker skegg sitt og fer í dulargervi á fund yfirmanna timburverksmiðjanna í Rúmeníu.
EIA

Skóg­ar­höggs­menn­irnir í Rúm­eníu eru ekki endi­lega starfs­menn Schweig­hofer. Þeir sjá sér leik á borði í þessum iðn­aði, fella tré og selja hæst­bjóð­anda. En þeir gætu bráð­lega þurft að finna sér eitt­hvað annað að gera rétt eins og hús­gagna­smið­irnir forðum daga. For­svars­menn Schweig­hofer segja þá stund nálg­ast að finna verði annan mark­að.Það er ekki lengur nægi­legt hrá­efni til timb­ur­fram­leiðsl­unnar í Rúm­en­íu.

Níðst á frum­byggjum PerúEIA-teymið er einnig við rann­sóknir í Perú. Þar er staðan jafn­vel enn verri en í Rúm­eníu því frum­byggjarnir í og við Amazon-­skóg­inn eru mis­not­aðir illi­lega við rányrkj­una. Nöfn þeirra eru notuð og und­ir­skriftir þeirra fals­aðar á umsóknir um leyfi til skóg­ar­höggs. Stjórn­kerfið er allt spillt, segir fólk­ið, bugað and­spænis gríð­ar­sterkum pen­inga­öfl­um.Með þeim hætti eru litlu og fátæku sam­fé­lögin í Perú notuð til að hylma yfir ólög­legu skóg­ar­höggi. Án þess að þau hafi hug­mynd um það. Þannig sjá þau engan ágoða af nýt­ingu nátt­úru­auð­lind­anna sem þau hafa sjálf nýtt með sjálf­bærum hætti í aldir og hafa enn ein leyfi til að nýta. Mót­mæli fólkið er því hótað líf­láti. Það ótt­ast því ekki aðeins um lífs­við­ur­væri sitt heldur líf sitt. „Skóg­ar­höggs­menn­irnir kom­ast upp með allt,“ segir maður sem barist hefur gegn ólög­legu skóg­ar­höggi við þorp sitt í skóg­in­um. „Ef þú ætlar að nýta skóg­ana, gerðu það með lög­legum hætti. Ef þú ætlar að græða pen­inga á skóg­un­um, gerðu það með lög­legum hætti. En þeir hafa ekki rétt til að arð­ræna fátækt fólk.“

Flæðir um alla Evr­ópu„Meira en 50 pró­sent af skóg­ar­höggi í Rúm­eníu er ólög­legt og við­ur­inn flæðir svo um alla Evr­ópu,“ segir Alex­ander von Bis­marck er hann kynnir nið­ur­stöður rann­sóknar EIA á blaða­manna­fundi í Vín­ar­borg. „Það er nauð­syn­legt að þeir sem versla með við­inn viti hver staðan raun­veru­lega er svo þeir geti brugð­ist við. Aðeins þannig mun eitt­hvað breyt­ast í Rúm­en­íu.“Schweig­hofer er risa­stórt á þessum mark­aði í Rúm­en­íu, kaupir meira en helm­ing af öllum trjám sem felld eru. „Það er því aug­ljóst að þeir geta nýtt sér þessa mark­aðs­ráð­andi stöðu til að þrýsta á yfir­völd varð­andi lög og regl­ur. Og þeir hafa ekki verið feimnir við að gera það,“ segir von Bis­marck.Til fund­ar­ins er mætur einn fram­kvæmda­stjóri Schweig­hofer Group, móð­ur­fé­lags­ins sem er með höf­uð­stöðvar sínar í Vín. „Af hverju eruð þið að stela síð­asta frum­skógi í Evr­ópu?“ spyr blaða­maður hann. „Hendur okkar eru hrein­ar,“ svarar hann og bendir á yfir­völd í Rúm­en­íu. „Og starfs­fólk okkar er mjög von­svikið vegna þess­ara ásak­ana. Þetta er virki­lega óþægi­legt. En við fáum aldrei tæki­færi til að útskýra mál­ið. Hags­muna­að­ilar hafa hag af því að kerfið sé svona.“Eruð þið ekki hags­muna­að­il­ar?„Engan veg­inn.“Stófellt og ólöglegt skógarhögg er stundað í Amazon-frumskóginum í Perú.
EIA

Schweig­hofer-­fjöl­skyldan hefur stundað skóg­ar­högg í fjórar aldir en það var þó ekki fyrr en á sjötta ára­tug þeirrar síð­ustu sem hún fór að færa út kví­arnar í þeim efn­um. Ein sög­un­ar­mylla í Aust­ur­ríki var ekki lengur nóg og eftir fjólu­bláu bylt­ing­una og Tékk­land varð til, nýtti fjöl­skyldan tæki­færið og hóf að byggja upp risa­stórt við­skipta­veldi með timbur sem varð það þriðja stærsta á heims­vísu rétt fyrir síð­ustu alda­mót.Við­skipti með timbur hafa því gert kaup­sýslu­mann­inn Ger­ald Schweig­hofer að einum rík­asta manni Aust­ur­rík­is.„Í nokkra daga hefur fyr­ir­tækið okkar og starfs­menn okkar fengið á sig alvar­legar ásak­an­ir,“ segir hann ábúð­ar­fullur í ávarpi sem birt er á net­inu eftir að við­skipta­hættir fyr­ir­tækis hans eru orðnir frétta­efni víða. „Það er gefið í skyn að við, af öllu fólki, séum að skaða skóga í Rúm­eníu með ólög­legum aðferð­um. Þetta er ekki satt sem er ástæðan fyrir því að ég ávarpa ykkur með þessum hætti. Í marga ára­tugi hefur Holzindustrie Schweig­hofer verið frum­kvöð­ull í ábyrgri og sjálf­bærri timb­ur­fram­leiðslu. Leyfið mér að segja af hverju: Það er af því að við lifum á viði. Ég vil bjóða öllum sjálf­stæðum umhverf­is­vernd­ar­sam­tökum að setj­ast niður með mér og koma með til­lögur um hvern­ig  við getum unnið saman að því að vernda skóga og nýta þá með sjálf­bærum hætti. Því það er nákvæm­lega það sem nafnið Schweig­hofer stendur fyr­ir.“

Skóg­arnir eru ekki ykkarBis­marck segir aug­ljóst að ábyrgðin liggi hjá æðstu stjórn­endum fyr­ir­tæk­is­ins. Ekki sé hægt að velta henni yfir á milli­stjórn­endur – þeir hafi ekki vald til að taka ákvarð­anir um kaup á svo umfangs­miklu magni af ólög­legu timbri án vit­undar og vilja sinna yfir­manna. Um stefnu fyr­ir­tæk­is­ins sé að ræða. „Hæst­ráð­endur vita hvað er í gang­i,“ full­yrðir Bis­marck.„Skóg­arnir okkar eru ekki ykkar land,“ hrópa mót­mæl­endur á götum Búkarest í kjöl­far frétta af vinnu­brögðum hins aust­ur­ríska timb­ur­fram­leið­anda. „Scheig­hofer, hypjaðu þig!“Í fram­haldi af rann­sókn EIA og birt­ingu á efni sem sam­tökin öfl­uðu um ólög­lega starf­semi sem teng­ist Schweig­hofer er gerð hús­leit í höf­uð­stöðvum fyr­ir­tæk­is­ins í Rúm­en­íu. For­svars­menn þess eru sak­aðir um að hafa unnið með rúm­ensku mafí­unni í gegnum árin og byggt við­skipta­veldi sitt upp með glæp­sam­legum hætti.Málið enn í rann­sókn

Rann­sókn máls­ins stendur enn yfir. Þá er einnig verið að rann­saka sex morð á skóg­ar­höggs­mönnum sem framin hafa verið und­an­farin ár. Sá síð­asti sem var drep­inn var sjálfur skóg­ar­höggs­maður sem hafði kom­ist á spor ólög­legs höggs í skóg­un­um. Hann var fyrst bar­inn og skot­inn og lík­inu hent í skurð.Fyrr á þessu ári hvatti fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins stjórn­völd í Rúm­eníu til að stöðva ólög­legt skóg­ar­högg í land­inu og fylgja reglu­gerð sam­bands­ins þar um. Í bréfi sem stjórnin sendi kemur fram að rúm­enskum stjórn­völdum hafi mis­tek­ist að rann­saka starf­sem­ina og beita við­eig­andi refsi­að­gerð­um. Þá segir einnig að yfir­völd sem gefa út leyfi til skóg­ar­höggs hafi gert slíkt án þess að kanna fyrst áhrif þess á svæði sem njóta verndar sam­kvæmt reglu­gerðum ESB.Auglýsing

Skömmu áður eða um síð­ustu ára­mót var nafni fyr­ir­tæk­is­ins Holzindustrie Schweig­hofer breytt. Það heitir núna HS Tim­ber Group. Ástæðan er sögð sú að gamla nafnið hafi ekki hentað í alþjóð­legum við­skipt­um.Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan að fyr­ir­tækið opn­aði sína fyrstu timb­ur­verk­smiðju í Sebes í Rúm­eníu árið 2004. Það starf­rækir þar nú nokkrar sög­un­ar­verk­smiðj­ur, þeirra á meðal þá stærstu í heimi. Schweig­hofer rekur einnig hótel í Rúm­en­íu, lúx­us­hót­elið Ger­ald´s Hotel í Radauti.Árið 2018 var velta fyr­ir­tæk­is­ins 374 millj­ónir evra (um 48 millj­arðar króna á með­al­gengi þess árs) og hagn­að­ur­inn nam 7,2 millj­ónum evra eða tæpum millj­arði króna. Aðeins tveimur árum fyrr var veltan rúm­lega helm­ingi meiri og hagn­að­ur­inn sömu­leið­is.

Ótt­ast frek­ari rányrkju vegna COVIDSchweig­hofer Group stundar enn við­skipti með timbur í Rúm­en­íu. Og þó þetta aust­ur­ríska fyr­ir­tæki sé í kast­ljósi heim­ild­ar­mynd­ar­innar Wood þá eru þau fleiri fyr­ir­tækin sem talin eru starfa með sama hætti.Ein af nýj­ustu rann­sóknum EIA bein­ist að frum­skógum Madaga­skar, eins fátæk­asta ríkis heims. Ótt­ast er að rányrkja og eyði­legg­ing nátt­úru­auð­linda og vist­kerfa muni aukast vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar. Fátæk­ustu ríki heims, sem orðið hafa af fjár­munum vegna hruns í ferða­þjón­ustu og ýmsum öðrum geirum efna­hags­lífs­ins, standa örvænt­ing­ar­full frammi fyrir skorti meðal þegna sinna, jafn­vel hungri. Slíkar aðstæður bjóða hættu á mis­notkun heim.Eft­ir­spurnin eftir neyslu­vörum hvers­konar er fyrst og fremst hjá íbúum Vest­ur­landa. Og nú ríður á að neyt­endur séu á varð­bergi og krefj­ist svara um upp­runa alls varn­ings sem þeir kaupa.Veist þú hvaðan par­k­etið þitt kem­ur?Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar