Mynd: Arnar Þór Ingólfsson Halldór Benjamín Mynd: Arnar Þór
Mynd: Arnar Þór Ingólfsson

Neitar að horfa á vinnumarkaðinn sem stríðsvöll

Ísland er í alvarlegri efnahagskreppu. Þess er vænst að hundruð milljarða tap verði á rekstri ríkissjóðs í ár, tugir þúsunda sjá fram á að verða án atvinnu og mörg fyrirtæki standa frammi fyrir algjörri óvissu um hvort þau komi til með að lifa eða deyja. Kjarninn hitti fulltrúa bæði atvinnulífs og launafólks og fékk sýn þeirra á stöðu mála. Sá þriðji sem rætt er við er Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Ég neita að líta svo á að kjara­við­ræður eða umbætur á vinnu­mark­aði séu ein­hvers­konar stríð á milli atvinnu­rek­enda og verka­lýðs­hreyf­ing­ar. Við getum farið nokkur ár eða nokkra ára­tugi aftur í tím­ann og séð að hinir raun­veru­legu galdrar í sam­spili atvinnu­rek­enda og verka­lýðs­hreyf­ingar eiga sér stað þegar við náum fram sam­eig­in­legu mark­miði. Ég vil sam­ein­ast verka­lýðs­hreyf­ing­unni um það mark­mið að eyða atvinnu­leysi. Að skapa ný störf og skil­yrði til áfram­hald­andi vaxt­ar.“ 

Þetta segir Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, í sam­tali við Kjarn­ann. Fyrir dyrum hjá honum stendur núna á haust­mán­uðum að ráð­ast í mat á for­sendum lífs­kjara­samn­ing­ins á almennum vinnu­mark­aði, sem und­ir­rit­aður var í apríl árið 2018.

„Grunn­spurn­ingin sem við vorum að spyrja okkur var: „Hvað er til skipt­anna og hvernig eigum við að skipta því? Nið­ur­staðan úr þeim kjara­samn­ingum varð eins og þú veist að fara í krónu­tölu­hækk­an­ir. Krónu­tölu­hækk­anir gagn­ast hlut­falls­lega best þeim sem lægst hafa laun­in, enda hef ég sagt við við­mæl­endur mína og við­hlæj­endur hér inn­an­húss að í lok efna­hags­upp­sveiflu eins og varð fyrir einu og hálfu ári myndi aldrei nást nein sam­fé­lags­leg sátt um annað en að hækka, hlut­falls­lega, lægstu launin mest og það er það sem við gerð­um. Ég get alveg sagt að ég held að bæði verka­lýðs­hreyf­ingin og atvinnu­rek­endur hafi getað vel við unað við lífs­kjara­samn­ing­inn þegar hann var und­ir­rit­að­ur, en það er allt breytt. For­sendur allra í sam­fé­lag­inu eru brostn­ar,“ segir Hall­dór Benja­mín.

Og nú stendur fyrir dyrum að rýna í for­send­urna samn­ing­anna og meta hvort þær hafi hald­ið. „Ég hef stundum vitnað í Jón Gnarr, þegar hann sagði að þetta væri eins og les­hringur þar sem við værum bara að ræða staf­setn­ing­una í bók­inni, en ræðum aldrei efni bók­ar­inn­ar. Og hvað á ég á við með því? Jú, for­sendur allra eru aug­ljós­lega brostn­ar. Ekki bara á Íslandi, heldur á Norð­ur­lönd­um, í Evr­ópu, í Asíu, í Banda­ríkj­un­um. For­sendur allrar áætl­ana­gerðar eru brostnar um allan heim — og þá þurfum við að setj­ast niður og velta fyrir okkur hvort for­sendur séu brostn­ar.“

Auglýsing

Ein af helstu for­sendum samn­ings­ins voru að vextir myndu lækka. Það hefur sann­ar­lega gerst og Hall­dór Benja­mín segir að það telji hann eina mestu kjara­bót sem hægt sé að ná fram fyrir íslensk heim­il­i.  

„Kjara­samn­ingar sem stuðla að lækkun vaxta eða koma í veg fyrir hækkun vaxta, eru sam­kvæmt mínum bókum skil­virkasta leiðin til þess að bæta hag íslenskra heim­ila. Núna sjáum við að íslensk heim­ili hafa verið að end­ur­fjár­magna fast­eigna­lán sín og það skiptir ekki máli hvort að fólk á sitt hús­næði eða er á leigu­mark­aði, lækk­andi vextir skila sér ann­ars­vegar í lækk­andi leigu­verði eða lækk­andi afborg­unum og vöxtum fyrir heim­ilin í land­inu. Og fyrir flesta er lækk­unin á afborg­unum og greiðslu fast­eigna­lána, marg­feldi af þeim launa­hækk­unum sem samið er um í kjara­samn­ing­um. Það sem ég var ánægður með við lífs­kjara­samn­ing­inn var að það náð­ist eins konar svona sam­sett lausn, þar sem aðilar urðu ásáttir um það að launa­hækk­anir væru mik­il­væg­ar, en þær væru ekki eini þátt­ur­inn sem ætti að taka til­lit til í kjara­samn­ing­um. Þessi sam­setta lausn byggði meðal ann­ars á því að skapa skil­yrði fyrir vaxta­lækkun í land­inu, sem sann­ar­lega hefur gengið og það er ein af þeim for­sendum sem sann­ar­lega er upp­fyllt.“ 

Einnig verður litið til þess við end­ur­mat samn­ing­anna hvort kaup­máttur hafi auk­ist á tíma­bil­inu. „Jú, það er rétt á þessum tíma­punkti að þegar við lítum í bak­sýn­is­speg­il­inn þá hefur kaup­máttur sann­ar­lega auk­ist. En ég segi við þig með 100 pró­sent vissu að kaup­máttur mun verða á fallandi fæti á næstu miss­erum og ástæð­urnar fyrir því eru ósköp ein­fald­ar. Eft­ir­spurnin hefur gufað upp úr hag­kerf­inu og á sama tíma hefur gengi krón­unnar gefið eftir með ein­hver­konar nálg­unum um 15 pró­sent og sá und­ir­liggj­andi verð­bólgu­þrýst­ingur sem veik­ing krón­unnar mun mynda mun naga kaup­mátt­inn í burtu eða draga úr honum á næstu miss­erum,“ segir Hall­dór Benja­mín.

Þriðja for­sendan er svo þáttur stjórn­valda – hvort stjórn­völd hafi efnt þau atriði sem fylgdu yfir­lýs­ingu í aðdrag­anda lífs­kjara­samn­ings­ins. SA leggja mat sitt á það og Alþýðu­sam­band Íslands sömu­leið­is. „Síð­ast varð nið­ur­staðan sú að SA mátu sem svo að for­sendur hefðu ekki brost­ið, en Alþýðu­sam­bandið mat sem svo að for­sendur væru brostnar og köll­uðu eftir við­brögðum frá SA til að bregð­ast við því. Svona er ferlið, þetta er verk­efni sem við þurfum að glíma við núna á haust­mán­uðum og höfum nokkrar vikur til að ganga frá.“

Hærra atvinnustig verði að verða for­gangs­at­riði

Það eru við­sjár­verðir tímar í íslensku efna­hags­lífi og mikil óvissa nán­ast hvert sem litið er. Hall­dór Benja­mín segir að með nokk­urri ein­földun megi áætla að allt að fimmti hver ein­stak­lingur verði atvinnu­laus eða hluta­at­vinnu­laus, sé horft til svo­kall­aðs „skugga­at­vinnu­leys­is“ eins og það er fram­sett í nýjustu útgáfu Pen­inga­mála Seðla­banka Íslands.

„Við tveir getum reynt hérna að rýna í krist­alskúlu og spurt okk­ur: „Mun atvinnu­á­standið á Íslandi batna í sept­em­ber, októ­ber og nóv­em­ber?“ Ég skal bara gefa þér mitt afdrátt­ar­lausa svar, að atvinnu­leysið mun halda áfram að aukast alla þessa mán­uði. Allir ábyrgir aðil­ar, hvort sem það eru stjórn­völd, Sam­tök atvinnu­lífs­ins eða verka­lýðs­hreyf­ing­in, hljóta að líta til þess­arar stöðu og þetta atvinnu­leysi hlýtur að marka við­brögð okkar til fram­tíð­ar. Grunn­á­byrgð verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og atvinnu­lífs­ins í sam­ein­ingu hlýtur að vera sú að fólk sem vill vinna geti unn­ið. Við hljótum að reyna að finna leiðir til þess að draga úr þessu atvinnu­leysi, auka atvinnustig á nýjan leik og setja það í for­gang alls sem við gerum á næstu mán­uðum og miss­erum,“ segir Hall­dór Benja­mín. 

Öðru­vísi kreppa en aðrar sem hafa gengið yfir

Blaða­maður spyr hver þessi við­brögð ættu að verða, að mati Hall­dórs, og hvar hann sjái mögu­lega til vaxtar og nýrra starfa, sem gætu til dæmis komið í stað hluta þeirra starfa sem hafa tap­ast eða fyr­ir­séð er að munu tap­ast í ferða­þjón­ustu­geir­an­um. 

„Áður en ég svara þess­ari spurn­ingu held ég að við verðum að velta aðeins fyrir okkur eðli efna­hags­sam­dráttar og kreppa á Ísland og hvernig höfum við kom­ist út úr þeim hingað til. Við getum litið ríf­lega 10 ár aftur í tím­ann til fjár­málakrepp­unnar eða lengra aft­ur, því ég hef stundum sagt að hag­saga Íslands sé blóði drif­in, það skipt­ast á skin og skúr­ir, en hvernig við höfum unnið okkur út úr kreppum for­tíðar hefur eig­in­lega und­an­tekn­inga­laust verið með sama hætti. Krónan hefur gefið eftir og sam­keppn­is­hæfni útflutn­ings­at­vinnu­veg­anna, sem hefur rýrst í gegnum of miklar launa­hækk­an­ir, hefur leið­rétt sig af í gegnum veik­ingu krón­unn­ar. Sam­hliða veik­ingu krón­unnar hefur sam­keppn­is­hæfni úflutn­ings­at­vinnu­veg­anna styrkst og þessir þrír stærstu, sjáv­ar­út­veg­ur, ferða­þjón­usta og stór­iðja, hafa hjálpað okkur út úr krepp­un­um.“

Mynd: Arnar Þór Ingólfsson

Hall­dór Benja­mín segir að honum finn­ist ekki nægi­lega margir hafa áttað sig á því geng­is­leið­rétt­ing og eft­ir­spurn­ar­aukn­ing muni ekki geta orðið bjarg­ræðið með sama hætti og áður út úr þess­ari kreppu. 

„Ef við byrjum á sjáv­ar­út­vegi, þá hefur gengið ágæt­lega í sjáv­ar­út­vegi á und­an­förnum árum en hins vegar er það svo að mark­að­irnir með hæstu verðin eru brot­hætt­ir. Ann­ars vegar veit­inga­húsa­mark­að­irn­ir, sem helg­ast af því að veit­inga­hús víða um heim eru ein­fald­lega lok­uð, sama á við um stór­mark­að­ina fyrir ferskan fisk, þeir eru til staðar en verðin eru því miður ekki á þeim stað sem við vildum sjá. Við­snún­ing­ur­inn þar verður ekki með sama hætti og við höfum séð í for­tíð­inni.Hvað varðar ferða­þjón­ust­una og undra­verðan vöxt hennar á árunum eftir hrun, þar sem gengi krón­unnar vissu­lega hjálp­aði til, þá getum við ekki litið til hennar með sama hætti. Það mun taka tíma fyrir ferða­þjón­ustu í heim­inum að ná fyrri styrk og ég held að allar spár og mat sann­gjarnra aðila geri ráð fyrir því að þetta verði ekki ein­hver svona tví­und­ar­kerf­is­á­kvörð­un, þar sem þrýst verður aftur á „on“-takk­ann, heldur að það muni taka tíma að ná fyrri styrk. Ferða­þjón­ustan mun ekki vaxa jafn hratt og hún hefur gert í for­tíð.

Síðan erum við með stór­iðj­una, sem sann­an­lega hefur átt erfitt upp­dráttar og við sjáum það bara út frá heims­mark­aðs­verðum á þeim afurðum sem fram­leiddar eru hér. Hún mun heldur ekki verða bjarg­ræðið út úr krepp­unn­i,“ segir Hall­dór Benja­mín, sem telur COVID-krepp­una af þessum sökum alvar­legri en margar sem áður hafa sést.

„Fórn­ar­lömbin eru ekki þau sömu, birt­ing­ar­mynd þess­arar kreppu er allt önnur en birt­ing­ar­mynd síð­ustu kreppu. Þá var það efna­hags­reikn­ingur fyr­ir­tækja og heim­ila sem fór algjör­lega á hlið­ina, vegna mjög mik­illar verð­bólgu, hárra stýri­vaxta og hruns krón­unn­ar, þar sem margir voru með geng­is­tryggð lán. En núna er þetta með allt öðrum hætti, þarna voru það nafn­stærðir sem voru að hreyfast, núna eru það raun­stærð­ir. Atvinnu­leysið er mæli­kvarð­inn á þessa kreppu,“ segir Hall­dór Benja­mín.

Eitt­hvað mis­ræmi til staðar sem ekki gangi upp

Í þessu ástandi sem ríkir hafa verið háværar kröfur uppi frá verka­lýðs­hreyf­ing­unni um hækkun grunnatvinnu­leys­is­bóta, en Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa lagst gegn þeim. Stjórn­völd hafa ákveðið að tekju­teng­ing­ar­tíma­bil bóta verði lengt úr þremur mán­uðum í sex en ekki boðað að bætur verði hækk­að­ar. Drífa Snæ­dal for­seti ASÍ hefur nýlega sakað SA um mann­fjand­sam­lega afstöðu.

„Mér finnst svona munn­söfn­uður ekki sæm­andi for­seta ASÍ,“ segir Hall­dór Benja­mín.

„Ég, eins og svo margir, fór hring­inn um Ísland í sumar með börn­in, við fjöl­skyld­an. Og það er alveg sama hvar við drápum niður fæti, atvinnu­rek­endur hring­inn í kringum landið hafa allir sömu sögu að segja, það er erfitt, þrátt fyrir atvinnu­á­stand­ið, að fá fólk til vinnu. Meira að segja í ferða­þjón­ustu hefur ekki tek­ist að full­manna í störf í sumar þrátt fyrir atvinnu­leysi. Við sáum núna nýlega órækan vitn­is­burð frá leik­skól­unum í Reykja­vík að þrátt fyrir und­ir­liggj­andi kjara­samn­inga sem voru umfram lífs­kjara­samn­ing­inn hefur ekki ennþá tek­ist að manna stöð­ur. Staðan núna er verri en fyrir tveimur árum, þegar það ríkti full atvinna á Íslandi. Hér er eitt­hvað mis­ræmi sem aug­ljós­lega gengur ekki upp, en það er fleira sem kemur til­“ ­segir Hall­dór Benja­mín.

Auglýsing

Hann seg­ist um nokk­urt skeið hafa ótt­ast að nátt­úru­leg atvinnu­leys­is­stig á Íslandi, atvinnu­leysi við fulla atvinnu, væri að fara hækk­andi á Íslandi. „Ef við greinum hvar atvinnu­leysið ligg­ur, þá sjáum við til dæmis að atvinnu­leysi á meðal ungs fólks er að aukast mjög mikið og þetta er eitt­hvað sem við höfum ekki séð í for­tíð. Þetta er breyt­ing sem hefur orðið núna á und­an­förnum árum meðal ann­ars vegna breyt­inga á kjara­samn­ing­um,“ segir Hall­dór Benja­mín, sem telur tæki­færi liggja í því að gera breyt­ingar á kjara­samn­ingum með það að mark­miði að minnka atvinnu­leysi.

Sem dæmi um þetta nefnir hann „yf­ir­vinnu­kúlt­úr­inn“ á Íslandi og að Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafi viljað reyna að draga úr vægi yfir­vinnu í heild­ar­launa­greiðslum á Íslandi í síð­ustu kjara­samn­ing­um. 

„Við buðum verka­lýðs­hreyf­ing­unni í síð­ustu kjara­lotu að hækka laun fyrir dag­vinnu þeim mun meira, gegn því að eyða út yfir­vinn­unni, því það er búið að gera þetta á Norð­ur­lönd­un­um. Af heild­ar­launa­greiðslum á Íslandi eru yfir­vinnu­greiðslur á bil­inu fimmt­ungur til fjórð­ung­ur. Á Norð­ur­lönd­unum er hlut­fallið 1-3 pró­sent. Yfir­vinna, í þeim mæli sem unnin er hér á landi þekk­ist ekki á Norð­ur­lönd­um. Það er miklu skil­virkara að beina þessum launa­greiðslum inn í dag­vinnu og láta fólk vinna vinn­una á dag­vinnu­tíma,“ segir Hall­dór Benja­mín. 

Nýsköpun verði drif­kraft­ur­inn

Hall­dór segir ann­ars ljóst að nýsköpun hvers­konar verði drif­kraft­ur­inn í atvinnu­líf­inu á næstu árum, en að það verði ekki hægt að taka stjórn­valds­á­kvarð­anir um að ný nýsköp­un­ar­verk­efni spretti upp og skapi störf á undra­skjótan máta. 

„Stóru fram­far­irnar í öllum atvinnu­greinum á Íslandi byggja á nýsköp­un, hug­viti og tækni­þekk­ingu og það mun halda áfram á næstu árum. Algeng­asta dæmið sem við þekkjum er í sjáv­ar­út­vegi, þar sem manns­höndin er með færri og færri snertifleti á vinnslu­lín­un­um, en við getum líka horft inn í fjár­mála­þjón­ustu. Ég get sagt, fyrir mitt leyti, að ein sú mesta tækni­fram­för sem snertir mig beint á umliðnum árum er að þurfa ekki lengur að ganga með veski, að geta verið með veskið í sím­an­um,“ ­segir Hall­dór Benja­mín.

Hann seg­ist líka hrif­inn af þeirri nýsköpun sem hefur átt sér stað varð­andi þjón­ustu hins opin­bera hjá Staf­rænu Íslandi. „Ég hef látið þau skila­boð ganga til stjórn­mála­manna, sama hvar í flokk þau eru, tífaldið fram­lög í þetta, eða tutt­ugu­faldið þau. Þarna er því­lík skil­virkni­aukn­ing og sparn­aður fyrir opin­bera kerf­ið,“ segir Hall­dór Benja­mín, sem telur að stjórn­völd mættu ganga enn lengra í þessum efnum og til dæmis ráð­ast í að færa þing­lýs­ingu skjala á staf­rænt for­m.  

„Þú getur ímyndað þér þær vinnu­stundir sem munu spar­ast við raf­ræna þing­lýs­ingu skjala. Þetta er bara svona, „just do it“-­mál, lát­iði vaða! Þetta er það sem fyr­ir­tækin eru að ger­a,“ segir Hall­dór Benja­mín, sem telur einnig að umbætur í mennta­kerf­inu séu brýnt verk­efni í þeirri stöðu sem við glímum við núna vegna COVID-krepp­unn­ar.

Við erum föst í viðjum vanans og erum of hrædd við að gera drastískar breytingar, sama hvort við horfum inn í heilbrigðiskerfið, menntakerfið eða stjórnkerfið.

„Á end­anum þurfum við að styrkja það og gera fjöl­breytta og mín per­sónu­lega skoð­un; að styrkja raun­greina­menntun og iðn­menntun í land­inu. Það má færa mjög sterk rök fyrir því, ef við horfum 10 ár aftur í tím­ann, að við höfum ekki verið að mennta ungt fólk í þeim greinum sem eft­ir­spurn ríkir í á vinnu­mark­aði. Ég get alveg fall­ist á það sjón­ar­mið að fólk eigi að læra það sem hugur þeirra stefnir til, en síðan er líka til fólk sem er öðru­vísi inn­réttað og hugs­ar: „Ég vil mennta mig eitt­hvað sem mér finnst áhuga­vert, en atvinnu­tæki­færi fram­tíð­ar­innar skipta mig líka heil­miklu máli.“ Við þurfum líka að tala með þeim hætti gagn­vart því fólki sem er þannig inn­rétt­að, en við höfum ekki verið að gera það sem sam­fé­lag,“ segir Hall­dór Benja­mín, en varð­andi mennta­kerf­ið, eins og fleiri þætti sam­fé­lags­ins telur hann að okkur sem þjóð hafi mis­tek­ist að ná fram hag­kvæmni í því sem við erum að gera.

„Við erum föst í viðjum van­ans og erum of hrædd við að gera drastískar breyt­ing­ar, sama hvort við horfum inn í heil­brigð­is­kerf­ið, mennta­kerfið eða stjórn­kerf­ið. Ég vil meina að skipu­lag á vinnu­mark­aði sé ekki ákjós­an­legt heldur og það sé kostn­að­ar­samt og búi til sóun í kerf­in­u,“ segir Hall­dór Benja­mín og bendir í því sam­hengi á að núna, þegar eitt og hálft ár sé liðið frá því að lífs­kjara­samn­ing­ur­inn var und­ir­rit­að­ur, sé enn ekki búið að ljúka kjara­lot­unni. Mögu­leiki sé þannig á að samn­ingnum verði sagt upp án þess að búið sé að semja við öll félög á hans grunni.

Auglýsing

„Það hljóta allir að geta verið sam­mála um það að þetta er ekki ákjós­an­legt staða. Þess vegna hef ég sagt og hef talað fyrir því lengi að það eigi að vera sam­eig­in­legt verk­efni stjórn­valda, Sam­taka atvinnu­lífs­ins og verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar að færa vinnu­lög­gjöf­ina, sem að stofni til er frá 1938, inn í nútíma­horf. Ef við veltum fyrir okkur hvernig sam­fé­lagið var árið 1938, þá hefur því fleytt fram á öllum svið­um. Sama hvort litið er til rekst­urs fyr­ir­tækja, mennta­kerf­is­ins, stjórn opin­berra fjár­mála eða sam­skipta á vinnu­mark­aði. Ekk­ert þessa er með þeim hætti sem það var árið 1938 en engu að síður er lög­gjöfin frá þeim tíma. Vissu­lega var henni breytt 1995, en við höfum stigið allt of lítil skref og bara sem dæmi, ef við horfum á hlut­verk rík­is­sátta­semj­ara á Íslandi miðað við hlut­verk rík­is­sátta­semj­ara á Norð­ur­lönd­um, þá er vald­heim­ildir og vald­svið rík­is­sátta­semj­ara á Íslandi nán­ast ekki neitt. Með fullri virð­ingu fyrir því emb­ætti, sem er bara fórn­ar­lamb þess­arar lög­gjaf­ar, þá hefur rík­is­sátta­semj­ari afar tak­mörkuð tól til að grípa inn í kjara­deilur og það er hluti af því sem sam­talið á milli SA og ASÍ og ann­arra verka­lýðs­fé­laga sner­ist m.a. um í SALEK-til­raun­inni, sem við sem sam­fé­lag hljótum að gera kröfu til okkar sjálfra um að við náum þroska áfram á næstu árum.

Ég hef talað fyrir því að til dæmis ættum við í sam­ein­ingu, stjórn­völd, verka­lýðs­hreyf­ing og atvinnu­líf­ið, að setja okkur lang­tíma­mark­mið og lang­tíma­mark­mið er orð sem heyr­ist ekk­ert oft í íslensku sam­hengi. Lang­tíma­mark­mið sem væri þess efnis að ein­falda þennan raun­veru­leika við kjara­samn­ings­gerð, til dæmis með því að það þyrfti að vera ákveð­inn fjöldi ein­stak­linga sem stæði á bak við hvern kjara­samn­ing,“ ­segir Hall­dór Benja­mín.

Skipu­lags­heild­irnar treg­breyt­an­legar

Hann seg­ist ekki vera að tala um að umbylta kerf­inu á einni nóttu, en að ljóst sé að ekki sé neinum í hag að Sam­tök atvinnu­lífs­ins séu að gera kjara­samn­inga sem ná jafn­vel ein­ungis til launa­manna sem telj­andi eru á fingri ann­arrar hand­ar, eins og raunin sé.

Hann segir að hið sama eigi við um fjölda sveit­ar­fé­laga og margt annað í sam­fé­lag­inu. Það sé tregða til þess að breyta núver­andi ástandi. „Allt er breytt í heim­inum á und­an­förnum 20 árum, en þessar skipu­lags­heild­ir, þessar stoðir sam­fé­lags­ins, þær eru mjög treg­breyt­an­legar og ég hygg að þetta sé ein af þeim áskor­unum sem við stöndum frammi fyrir á næstu árum og ára­tug­um.“

Oft sé tregðan vegna per­sónu­legra hags­muna þeirra sem stýra hverju sinni. „Þrír sveit­ar­stjórar sem hitt­ast að ræða sam­ein­ingu, sjá að þetta er bara stóla­leikur þar sem einn situr eft­ir. Hver ætlar að fá stól­inn? En við eigum að vera stærri en svo og við eigum að gera meiri kröfur til sjálfra okkar en svo að þetta sé ákvörð­un­ar­þátt­ur­inn sem hefur úrslita­á­hrif. Í frum­kvæði er falið mikið vald.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiViðtal