Bára Huld Beck

Ýmis öfl hafa hag af því að kynda undir hræðslu og reiði

Ísland er í alvarlegri efnahagskreppu. Þess er vænst að 500 milljarða króna tap verði á rekstri ríkissjóðs í ár, tugir þúsunda sjá fram á að verða án atvinnu og mörg fyrirtæki standa frammi fyrir algjörri óvissu um hvort þau komi til með að lifa eða deyja. Kjarninn hitti fulltrúa bæði atvinnulífs og launafólks og fékk sýn þeirra á stöðu mála. Önnur í röðinni er Drífa Snædal, forseti ASÍ, en hún segir Íslendinga bera ábyrgð á öllu því fólki sem hér leggur hönd á plóg.

Hættan í svona kreppu er alltaf sú að ákveðin öfl fari af stað í þeim til­gangi að breyta sam­fé­lag­inu í grund­vall­ar­at­rið­um. Þegar kreppa steðjar að þá á allt í einu að fara að snar­lækka skatta, einka­væða, selja rík­is­eignir og svo fram­vegis – allir þessir draumar ákveð­inna hópa finna sér allt í einu far­veg og fara að ræt­ast. Það er aðal­hættan við svona aðstæð­ur.“

Þetta segir Drífa Snædal, for­seti ASÍ, þegar hún er spurð út í það við hverju megi búast í þeirri efna­hagslægð sem framundan er. 

Henni finnst að í stað­inn ætti sam­fé­lagið að styrkja stoðir sínar og grunn­kerfi. „Við verðum að vernda okkar mjólk­ur­kýr, hvort sem þær eru flug­völl­ur­inn eða banka­kerf­ið.“

Tryggja verður fram­færslu fólks

Drífa var á ferð um landið í byrjun sum­ars og það sem helst kom henni á óvart var hversu rólegt fólk hefði verið yfir því ástandi sem nú er uppi í sam­fé­lag­inu. „Maður hugs­aði: „Það er eitt­hvað svika­logn í gang­i!“ Núna vitum við það og vissum svo sem alltaf að við værum að fara inn í mjög erfitt haust. Fólk er búið með upp­sagn­ar­frest­inn sinn og von er á fleiri fjölda­upp­sögn­um.“

Auglýsing

Aðal­á­hyggju­efnið núna er að tryggja fram­færslu fólks sem missir vinn­una, að mati Drífu. „Það er stóra málið – og hvort við ætlum sem sam­fé­lag að standa í lapp­irnar og láta kerfin okkar grípa fólk eða hvort við ætlum að búa hér til ástand sem sé verra en það þarf að ver­a.“

Hún segir að þær aðgerðir sem rík­is­stjórnin er að grípa til séu mjög mik­il­væg­ar, eins og til dæmis að lengja tekju­tengda tíma­bil atvinnu­leys­is­bóta og vinnu­mark­aðsúr­ræðið svo fólk hafi tíma og aðstöðu til að mennta sig á meðan það er á atvinnu­leys­is­skrá. 

„En síðan eru svona óskilj­an­legar ákvarð­anir eins og að fram­lengja hluta­bóta­leið­ina ein­ungis um tvo mán­uði. Hún er senni­lega það sem hefur virkað best til að við­halda ráðn­ing­ar­sam­bandi. Svo þessi ákvörðun er fyrir mér óskilj­an­leg og ég vona að þetta verði tekið til end­ur­skoð­unar í þing­in­u.“

Atvinnu­leys­is­kerfið skuli end­ur­skoðað frá grunni

Drífa segir að ASÍ hafi verið að þrýsta á að atvinnu­leys­is­trygg­inga­kerfið verði end­ur­skoðað frá grunni – þ.e. grunn­bætur verði hækk­aðar og tekju­teng­ing­arnar end­ur­skoð­að­ar.

Hún seg­ist ekki skilja af hverju Sam­tök atvinnu­lífs­ins og fjár­mála­stofn­anir taki ekki undir þessi sjón­ar­mið. „Við getum þurft að horfa á rosa­leg dómínó-á­hrif ef fólk fer að missa húsin sín og getur ekki staðið við hús­næð­is­lánin og allt þetta.“

Þannig yrði kostn­að­ur­inn fyrir sam­fé­lagið miklu meiri – félags­lega og efna­hags­lega. 

Drífa segir að aðaláhyggjuefnið núna sé að tryggja framfærslu fólks sem missir vinnuna.
Bára Huld Beck
Þá hafa ýmis öfl hag af því að kynda undir þessa hræðslu. Þannig að einhvern veginn verður að taka tillit til þess að fólk sé í viðkvæmri örvæntingarfullri stöðu.

Fáum dylst að erf­iður vetur sé framund­an. Drífa segir að Íslend­ingar muni kom­ast í gegnum hann með því að gera meira en minna, en þar vitnar hún í orð fjár­mála­ráð­herra. „Við nátt­úru­lega erum í algjöru óvissu­á­standi og við verðum að vera með alls konar verk­færi til þess að kom­ast í gegnum vet­ur­inn.“

Þess vegna sé mik­il­vægt núna að styðja fólk til náms, aðstoða atvinnu­leit­end­ur, reyna að koma í veg fyrir frek­ari upp­sagnir og halda hluta­bóta­leið­inni áfram. 

Hræðsla og reiði magn­ast

Einnig þarf að vanda sig vegna þess að á ýmsum póstum magn­ast upp hræðsla og reiði í sam­fé­lag­inu, að hennar mati. „Þá hafa ýmis öfl hag af því að kynda undir þessa hræðslu. Þannig að ein­hvern veg­inn verður að taka til­lit til þess að fólk sé í við­kvæmri örvænt­ing­ar­fullri stöðu. Það þarf að mæta fólki þar sem það er og ekki búa til sam­fé­lag þar sem fólkið upp­lifi sig ekki sem hluti af því en það er stór­hættu­legt ástand – senni­leg­ast hættu­leg­asta ástandið sem við gætum farið inn í nún­a.“

Drífa rifjar upp í þessu sam­hengi brun­ann á Bræðra­borg­ar­stíg í sum­ar, þar sem þrír lét­ust. Hún segir að ákveð­inn vísir að þessu hættu­lega ástandi hafi birst eftir brun­ann. „Pól­verjar á Íslandi hugs­uðu: „Já, svona er farið með okk­ur? Af hverju eigum við að spila eftir reglum sam­fé­lags­ins þegar það fer svona með okk­ur?“.“ 

Hún telur að mikið sé til í þessum vanga­velt­um. „Að ein­hverju leyti höfum við Íslend­ingar litið á útlend­inga sem einnota vinnu­afl. Þá finnst mér svaka­legt að heyra raddir þeirra sem eiga ekki rétt á atvinnu­leys­is­bótum eða eitt­hvað slíkt vegna þess að við sem sam­fé­lag berum ábyrgð á því fólki sem hér leggur hönd á plóg. Við hefðum ekki getað rekið sam­fé­lagið ein síð­ustu árin.“

Stytt­ing vinnu­vik­unnar risa­stórt mál – Mik­il­vægt að hægja á takt­inum

Varð­andi það hvernig Drífa sér fyrir sér íslenskt sam­fé­lag í fram­tíð­inni þá bendir hún á að hér á landi hafi verið byrjað að horfa til stytt­ingar vinnu­vik­unnar áður en far­ald­ur­inn skall á. „Það er risa­stórt mál. Það er risa­stórt lýð­heilsu­mál og risa­stórt umhverf­is­mál. Með auk­inni tækni ættum við einmitt að hafa svig­rúm til að stytta vinnu­vik­una. Þannig að það er fram­tíð­ar­sýnin og eitt­hvað sem við ættum að fara að stefna aftur að. Það er fátt sem bætir lífs­gæði jafn mikið og að stytta vinnu­vik­una – að hægja aðeins á takt­in­um. Við erum léleg í því Íslend­ingar að hægja á takt­in­um,“ segir hún og hlær. „En við höfum mjög gott af því að hugsa í þessum braut­u­m.“

Drífa heldur áfram að velta fyrir sér fram­tíð­ar­sýn­inni og talið berst að meg­in­efni næst­kom­andi þings ASÍ, sem haldið verður í októ­ber. Þá verður áherslan lögð á sann­gjörn eða rétt­lát umskipti. Á ensku kall­ast hug­takið „just transition“. 

„Það er hug­mynda­fræði sem við höfum verið að vinna með – sem og alþjóða­stofn­anir og alþjóða­verka­lýðs­hreyf­ing­in. Það snýst um það hvað fer í gang þegar miklar breyt­ingar verða í atvinnu­líf­inu með tækninýj­ungum og öðrum áherslum í umhverf­is­mál­um. Þá verður að fara fram sam­tal um hvað verður um fólkið sem vinnur í slíkum störf­um; hvernig hægt sé að tryggja góð græn störf, end­ur­mennta fólk og allt þetta. 

Þetta er auð­vitað ferli og við höfum of oft lent í því hér á Íslandi – sér­stak­lega á minni stöðum úti á landi – að allt lokar og ekk­ert annað kemur í stað­inn,“ segir hún. 

Auglýsing

Íslend­ingar ekki dug­legir í lang­tíma­plönum

Þá verði að und­ir­búa stuðn­ing við almenn­ing þegar stórar breyt­ingar eiga sér stað í atvinnu­líf­inu og gefa fólki tæki­færi til að end­ur­mennta sig og jafn­vel fara fyrr á eft­ir­laun. „Oft sjáum við ýmsar breyt­ingar fyr­ir. Við getum stundum séð þær fyrir með tveggja til þriggja ára fyr­ir­vara. Það ætti að vera hægt að gera þetta sóma­sam­lega,“ segir hún. 

Drífa telur að hér á landi hafi fyr­ir­hyggjan oft ekki verið nægi­leg. „Við erum lítið dug­leg í lang­tíma­plön­um. Sem reyndar kemur sér stundum vel. Við höfum líka alveg ótrú­lega aðlög­un­ar­hæfi­leika hér á land­i.“

Tekur hún sem dæmi við­brögð við Hrun­inu 2008 þegar fólk fann aðrar leiðir til að fram­fleyta sér og bjarga. Það sama hafi einnig mátt sjá eftir Eyja­fjalla­gosið þegar margir héldu að ferða­þjón­ustan myndi hrynja en annað kom á dag­inn. „Við getum verið við­bragðs­fljót þegar við vilj­u­m.“

Mik­il­vægt að láta kjörna full­trúa end­ur­spegla sam­fé­lagið

For­ysta verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar hefur tekið tölu­verðum breyt­ingum á und­an­förnum árum og er hún nú talin af mörgum heldur rót­tæk­ari en áður. „Það þarf alltaf að vera með blöndu af reynslu­miklu og nýju fólki. Verka­lýðs­hreyf­ingin hefur legið undir ámæli síð­ustu ár fyrir að vera að ein­hverju leyti væru­kær og að ein­hverju leyti í of nánu hags­muna­sam­bandi við atvinnu­rek­end­ur. Það eru sam­tvinn­aðir hags­munir víða – því atvinnu­rek­endur og verka­lýðs­hreyf­ingin reka saman líf­eyr­is­sjóð­ina, Virk, fræðslu­sjóð­ina og fleira. 

Hvort sem gagn­rýnin hafi verið rétt eða röng þá held ég að tími hafi verið kom­inn á nýtt fólk. Síðan er að verða gríð­ar­leg kyn­slóða­skipti í hreyf­ing­unni – eðli­leg kyn­slóða­skipti. Það hefur verið mjög ánægju­legt og eitt af því besta sem ný for­ysta í Efl­ingu hefur gert er að láta kjörna full­trúa end­ur­spegla þá sem eru í félag­inu. Þau eru nátt­úru­lega með lang­flesta útlend­inga í sínu félagi, hátt í 50 pró­sent og mik­il­vægt er að gefa öllum rödd og það hafa þau gert mjög vel.“

Þá vísar hún í fyrri orð varð­andi þá hættu sem leyn­ist í því að halda fólki fyrir utan sam­fé­lag­ið. „Svo ég komi að því aft­ur, þá er mjög hættu­legt ástand ef við ætlum að halda hluta af sam­fé­lag­inu utan þess. Mjög hættu­legt ástand og við höfum tæki­færi til þess að gera það ekki.“

Síðan hef ég áhyggjur af forystu hjá Samtökum atvinnulífsins þar sem er harðari tónn en áður – en hún er beinlínis að styðja það að geta gengið framhjá hinum hefðbundnu verkalýðsfélögum og semja við önnur. Þannig að það verður barátta.
Drífa var kjörin forseti ASÍ í október 2018.
Bára Huld Beck

Átök innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar ekki ný af nál­inni

Nokkur átök hafa orðið innan verka­lýðs­for­yst­unnar og segir Drífa að ekki þurfa að draga fjöður yfir það. „Átökin hafa blossað upp við og við og á góðum dögum erum við sam­stillt og á verri dögum erum við það ekki. En það er heldur ekk­ert nýtt – það hafa alltaf verið blokkir innan hreyf­ing­ar­inn­ar. Ein­hverjir eru rót­tækir og aðrir ekki. Að halda það að eitt­hvað nýtt sé að ger­ast í verka­lýðs­hreyf­ing­unni sem ekki hafi gerst áður er ekki rétt. Áður voru þetta átök milli sós­í­alista og sós­í­alde­mókrata innan hreyf­ing­ar­inn­ar. Núna eru þetta að ein­hverju leyti líka hug­mynda­fræði­leg átök um áhersl­ur. Þetta er ekk­ert nýtt undir sól­inn­i.“

Hún telur að auð­vitað væri betra ef þau í hreyf­ing­unni gætu alltaf verið sam­stillt í öllum málum og talað einni röddu en að ekki sé hægt að ætl­ast til þess í 130.000 manna hreyf­ingu. Óeðli­legt væri að fara fram á það. „En það sem maður vill fara fram á er að fólk sýni öllum skoð­unum virð­ing­u.“ Það gangi þó upp og ofan. 

Vís­bend­ingar um að verið sé að keyra niður launin

Drífa seg­ist vera bjart­sýn að Íslend­ingar kom­ist í gegnum þær hremm­ingar sem framundan eru. „Þetta verður erf­iður vetur en ég er bjart­sýn á það að við náum við­spyrn­u.“

Hún segir um verka­lýðs­bar­átt­una sjálfa að þau í hreyf­ing­unni verði að styrkja sig sjálf til þess að geta aðstoðað félags­menn þeirra enn bet­ur. „Hvort sem það er í end­ur­menntun eða atvinnu­leysi eða hvað sem það er. Við verðum að finna ein­hverjar leiðir til þess. En verka­lýðs­hreyf­ingin er nátt­úru­lega gríð­ar­lega öfl­ug. Það er nán­ast hvergi í heim­inum eins öflug verka­lýðs­hreyf­ing, þ.e. jafn almenn aðild að félög­um. Það skiptir máli þegar valda­staðan á vinnu­mark­aði breyt­ist, eins og í kreppu­á­standi. Það er að segja þegar margir eru atvinnu­lausir þá er hætta á að fólki verði att saman til þess að bjóða vinnu­fram­lag sitt á lægra verði en næsti mað­ur. Til þess er verka­lýðs­hreyf­ingin stofn­uð; til þess að semja fyrir allan hóp­inn þannig að fólk lendi ekki í þeirri stöðu að und­ir­bjóða hvert ann­að.“

Hún segir enn fremur að þau hjá ASÍ sjái ákveðnar vís­bend­ingar þess efnis að verið sé að keyra niður laun­in. Jafn­vel sé fólki boðið upp á óvið­un­andi vinnu­að­stæður eða ráðn­ing­ar­samn­inga. Þá reyni á sam­taka­mátt hreyf­ing­ar­inn­ar. 

Harð­ari tónn hjá SA en áður

„Síðan hef ég áhyggjur af for­ystu hjá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins þar sem er harð­ari tónn en áður – en hún er bein­línis að styðja það að geta gengið fram­hjá hinum hefð­bundnu verka­lýðs­fé­lögum og semja við önn­ur. Þannig að það verður bar­átta.“

Ein aðferð til að sporna við þessum nýju aðferðum er að standa sam­an, að mati Drífu. „Með sam­taka­mætti launa­fólks og með sterkri verka­lýðs­hreyf­ingu. Að við tökum hart á móti þegar svona hug­myndir koma upp.“

Þarna á Drífa við upp­sagnir Icelandair en fyr­ir­tækið sagði upp öllum flug­freyjum félags­ins í miðjum kjara­deilum í sumar og hót­aði að semja við utan­að­kom­andi aðila. „Í því máli skipti öllu fyrir flug­freyjur að vera innan heild­ar­sam­taka. Að fá stuðn­ing frá sínum félögum í heild­ar­sam­tök­um. Þannig að ég held að þetta mál, öðru frem­ur, sýni fram á að þegar verið er að reyna að keyra niður launin og reyna að skýla sér bak við ein­hvers konar neyð­ar­á­stand eða neyð­ar­rétt þá skiptir öllu máli að verka­lýðs­hreyf­ingin standi í lapp­irnar og segi nei. Við erum ekki að fara að slá af okkar grunn­prinsippum í svona ástand­i.“

Auglýsing

Vantar jarð­teng­ingu við vinn­andi fólk

Stjórn­mál eru alltum­lykj­andi í sam­fé­lag­inu og telur Drífa að taka verði póli­tískar ákvarð­anir í mjög góðu sam­ráði við verka­lýðs­hreyf­ing­una – og launa­fólk í land­inu. Ekki sé nóg að hlusta á atvinnu­rek­end­ur. „Ég hef tölu­verðar áhyggjur af því að það skorti ein­hvers konar jarð­teng­ingu við vinn­andi fólk og almenn­ing. Þá teng­ingu er hægt að ná með því að tala til dæmis við okkur og önnur sam­tök.“

Hún segir að framundan sé erf­iður póli­tískur vet­ur. „Ég hugsa að það muni reyna mjög mikið á hug­mynda­fræði­legar stoðir flokk­anna. Á kosn­inga­vetri fara flokkar meira í kjarn­ann sinn og reyna að höfða til kjós­enda. Þetta verður auð­vitað líka mjög sér­stakur kosn­inga­vetur þar sem ekki verður kosið fyrr en í sept­em­ber á næsta ári. Hann verður mjög langur og skrít­inn.“

Aðspurð út í hug­myndir Ragn­ars Þór Ing­ólfs­son­ar, for­manns VR, um að verka­lýðs­hreyf­ingin stofni flokk þá telur Drífa það ekki vera góða hug­mynd. 

„Mér finnst að við eigum að hafa ítök í öllum flokkum og mér finnst verka­lýðs­hreyf­ingin miklu sterkara afl en nokkurn tím­ann ein­hver stjórn­mála­flokk­ur. Ef við förum að deila um allt stórt og smátt sem stjórn­mála­flokkar verða að móta sér stefnu í þá ótt­ast ég að þau átök muni fær­ast frekar inn í hreyf­ing­una og veikja okk­ur. Þess vegna er ég ekki hrifin af þeirri hug­mynd.“

Stórar hug­myndir geta komið upp úr erf­iðu ástandi

Nokkuð hefur borið á þeim hug­myndum að ann­ars konar sam­fé­lag muni rísa með öðrum gildum eftir COVID-19 far­ald­ur­inn. En telur Drífa að betra og sterkara sam­fé­lag geti orðið að veru­leika eftir þetta ástand?

„Já, ég hef trú á því að það geti gerst. Vegna þess að stórar hug­myndir geta líka komið upp úr erf­iðu ástandi og það er ekki þannig að stór­stígar fram­kvæmdir í rétt­inda­málum almenn­ings hafi endi­lega verið í góð­æri – það hefur ekki síður verið í kreppu. En þá þarf póli­tíkin nátt­úru­lega að gera sér grein fyrir því, og hún er ekki alveg þar. Ég held að póli­tíska hug­mynda­fræðin og átökin á milli þess­ara hug­mynda­fræða muni að ein­hverju leyti draga úr mögu­leikum til þess að gera eitt­hvað stórt,“ segir hún að lok­um.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiViðtal