Efnahagsástandið ekki verra á Nýja-Sjálandi

Þrátt fyrir harkalegar sóttvarnaraðgerðir benda nýjustu hagtölur til þess að efnahagsástand Nýja-Sjálands sé ekki verra en á öðrum Vesturlöndum.

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands
Auglýsing

Nýja-­Sjá­land hefur verið lofað á heims­vísu fyrir að hafa náð að útrýma COVID-19 smitum með hörðum sótt­varn­ar­að­gerð­um, en ekk­ert inn­an­lands­smit greind­ist í land­inu í 102 daga í sum­ar. And­stæð­ingar hafa þó varað við lam­andi áhrif slíkra aðgerða á efna­hags­líf­ið, en nýlegar hag­tölur þar í landi sýna ekki fram á verri sam­drátt heldur en í öðrum sam­bæri­legum lönd­um. 

Í eigin búbblu

Þann 19. mars síð­ast­lið­inn lok­aði rík­is­stjórn Nýja-­Sjá­lands land­inu fyrir öllum far­þegum sem áttu ekki lög­heim­ili þar til að sporna gegn útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar. Nokkrum dögum seinna lýsti Jacinda Ardern, for­sæt­is­ráð­herra lands­ins, yfir alls­herj­ar­út­göngu­banni og sagði öllum íbúum að halda sig heima í eigin „búbblu“. 

Ardern sagði á sínum tíma að sótt­varn­ar­að­gerðir rík­is­stjórn­ar­innar væru þær ströng­ustu í öllum heim­inum en að hún myndi ekki afsaka þær með neinum hætti. Þær virð­ast einnig hafa borið árang­ur, en ekki greind­ist eitt inn­an­lands­smit í land­inu í 102 daga í sum­ar. Einnig er heild­ar­fjöldi stað­festra smita af COVID-19 í land­inu, sem hefur tæp­lega 5 milljón íbúa, innan við tvö þús­und, auk þess sem ein­ungis 22 hafa lát­ist þar af völdum veirunn­ar.

Auglýsing

Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­unin hefur lof­samað skjótar aðgerðir Nýja-­Sjá­lands og sagt þær vera fyr­ir­mynd ann­arra þjóða í því hvernig eigi að bregð­ast við útbreiðslu far­ald­urs­ins. Rík­is­stjórn lands­ins virð­ist einnig hafa ákveðið að halda í þær aðgerðir þegar smitum fór að fjölga aftur í land­inu, en útgöngu­banni var lýst yfir í borg­inni Auckland eftir að hóp­sýk­ing greind­ist þar fyrir þremur vikum síð­an. 

Umdeildar aðgerðir

Harka rík­is­stjórn­ar­innar í sótt­varn­ar­að­gerðum eru ekki óum­deild­ar, en stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn hafa gagn­rýnt þær fyrir að lama efna­hags­líf lands­ins óþarf­lega mik­ið. 

Paul Goldsmith, þing­maður nýsjá­lenska þjóð­ar­flokks­ins, sagði fyrr í sumar að hag­spár bentu til þess að efna­hags­sam­drátt­ur­inn í land­inu yrði yfir með­al­lagi OECD-­ríkja, þrátt fyrir að Nýja-­Sjá­land hefði verið betur statt en mörg önnur lönd til að bregð­ast við útbreiðslu veirunn­ar.

Minna atvinnu­leysi en á Íslandi

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, nýsköp­un­ar- og ferða­mála­ráð­herra, setti hins vegar fram til­lögur á rík­is­stjórn­ar­fundi í síð­ustu viku þar sem mælt var með því að taka mið af heild­stæðri efna­hags­grein­ingu á afleið­ingum sótt­varn­ar­að­gerða á Nýja-­Sjá­landi.

Í sam­an­burði við Ísland kemur efna­hags­ár­angur Nýja-­Sjá­lands nokkuð vel út. Um 4,1 pró­sent af vinnu­mark­aði lands­ins þáðu atvinnu­leysistengdar bætur þar í landi í júní síð­ast­liðn­um, sam­kvæmt nýrri skýrslu frá nýsjá­lenska félags­mála­ráðu­neyt­inu.

Nýjar tölur benda þó til þess að hlut­fallið hafi nær tvö­fald­ast í ágúst, en búist er við því að það nái hámarki í um 8,1 pró­sent í vet­ur. Til sam­an­burðar spáir Seðla­banki Íslands því að atvinnu­leysi hér á landi muni ná hámarki í u.þ.b. tíu pró­sentum í vet­ur. 

Aðstæður á vinnu­mark­aði hafa verið betri en búist var við á Nýja-­Sjá­landi á síð­ustu mán­uð­um. Í vor spáði hug­veita á vegum rík­is­stjórnar lands­ins því að atvinnu­leysi þar gæti náð allt að 26 pró­sentum ef útgöngu­bönn vörðu í nægi­lega langan tíma og ekk­ert væri að gert. 

Hins vegar náði atvinnu­leysi ein­ungis fjórum pró­sentum á öðrum árs­fjórð­ungi, ef tekið er til­lit til árs­tíð­ar­breyt­inga á vinnu­mark­aðn­um. 

Þungt högg í einka­neyslu

Þrátt fyrir minna högg á vinnu­mark­aði virð­ist þó kreppa vera óum­flýj­an­leg á Nýja-­Sjá­landi, rétt eins og í öðrum OECD-­ríkj­um. Lík­legt er að einka­neysla hafi Nýsjá­lend­inga beðið þungt högg á öðrum árs­fjórð­ungi, en smá­sala dróst þar saman um 14 pró­sent á tíma­bil­inu. Einnig benda nýjar tölur til þess að mik­ill sam­dráttur hafi orðið á korta­veltu í land­inu á síð­ustu vikum eftir að sótt­varn­ar­að­gerðir voru hertar þar fyrir u.þ.b. mán­uði síð­an. 

Mest hefur dregið úr efna­hags­um­svifum í Auckland, þar sem útgöngu­bann var í gildi síð­ustu þrjár vik­urn­ar, en þar hefur korta­neysla dreg­ist saman um 40%. 

Til við­bótar við minni einka­neyslu féll mið­gildi heim­il­is­tekna um 7,6 pró­sent á öðrum árs­fjórð­ungi, en þetta er í fyrsta skiptið sem slíkt hefur gerst síðan mæl­ingar hófust þar í landi árið 1998. 

Hins vegar virð­ist landið njóta góðs af hag­stæð­ari vöru­skipta­jöfn­uði en áður, þar sem útflutn­ingur á vöru hefur ekki dreg­ist saman að neinu ráði á meðan inn­flutn­ingur hefur minnkað veru­lega.

Á svip­uðu reiki og aðrir

Í hag­spá OECD, sem kom út fyrr í sum­ar, var talið að sam­drátt­ur­inn á Nýja-­Sjá­landi myndi nema um 9-10 pró­sentum af lands­fram­leiðslu. 

Þessi sam­dráttur er nokkuð meiri en í Banda­ríkj­un­um, þar sem gert var ráð fyrir að lands­fram­leiðsla muni drag­ast saman um 7,5-8,5 pró­sent, en minni en í Evr­ópu­sam­band­inu, þar sem spáð var 9-11 pró­senta sam­drætti á árin­u. 

Þá taldi OECD að lands­fram­leiðsla Íslands myndi drag­ast saman um 10-11 pró­sent í ár, en Seðla­bank­inn gerir ráð fyrir 7,1 pró­senta sam­drætti í lands­fram­leiðslu í nýjasta hefti Pen­inga­mála. Hag­spár fyrir Nýja-­Sjá­land eru því á svip­uðu reiki og í öðrum lönd­um.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar