Efnahagsástandið ekki verra á Nýja-Sjálandi

Þrátt fyrir harkalegar sóttvarnaraðgerðir benda nýjustu hagtölur til þess að efnahagsástand Nýja-Sjálands sé ekki verra en á öðrum Vesturlöndum.

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands
Auglýsing

Nýja-­Sjá­land hefur verið lofað á heims­vísu fyrir að hafa náð að útrýma COVID-19 smitum með hörðum sótt­varn­ar­að­gerð­um, en ekk­ert inn­an­lands­smit greind­ist í land­inu í 102 daga í sum­ar. And­stæð­ingar hafa þó varað við lam­andi áhrif slíkra aðgerða á efna­hags­líf­ið, en nýlegar hag­tölur þar í landi sýna ekki fram á verri sam­drátt heldur en í öðrum sam­bæri­legum lönd­um. 

Í eigin búbblu

Þann 19. mars síð­ast­lið­inn lok­aði rík­is­stjórn Nýja-­Sjá­lands land­inu fyrir öllum far­þegum sem áttu ekki lög­heim­ili þar til að sporna gegn útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar. Nokkrum dögum seinna lýsti Jacinda Ardern, for­sæt­is­ráð­herra lands­ins, yfir alls­herj­ar­út­göngu­banni og sagði öllum íbúum að halda sig heima í eigin „búbblu“. 

Ardern sagði á sínum tíma að sótt­varn­ar­að­gerðir rík­is­stjórn­ar­innar væru þær ströng­ustu í öllum heim­inum en að hún myndi ekki afsaka þær með neinum hætti. Þær virð­ast einnig hafa borið árang­ur, en ekki greind­ist eitt inn­an­lands­smit í land­inu í 102 daga í sum­ar. Einnig er heild­ar­fjöldi stað­festra smita af COVID-19 í land­inu, sem hefur tæp­lega 5 milljón íbúa, innan við tvö þús­und, auk þess sem ein­ungis 22 hafa lát­ist þar af völdum veirunn­ar.

Auglýsing

Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­unin hefur lof­samað skjótar aðgerðir Nýja-­Sjá­lands og sagt þær vera fyr­ir­mynd ann­arra þjóða í því hvernig eigi að bregð­ast við útbreiðslu far­ald­urs­ins. Rík­is­stjórn lands­ins virð­ist einnig hafa ákveðið að halda í þær aðgerðir þegar smitum fór að fjölga aftur í land­inu, en útgöngu­banni var lýst yfir í borg­inni Auckland eftir að hóp­sýk­ing greind­ist þar fyrir þremur vikum síð­an. 

Umdeildar aðgerðir

Harka rík­is­stjórn­ar­innar í sótt­varn­ar­að­gerðum eru ekki óum­deild­ar, en stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn hafa gagn­rýnt þær fyrir að lama efna­hags­líf lands­ins óþarf­lega mik­ið. 

Paul Goldsmith, þing­maður nýsjá­lenska þjóð­ar­flokks­ins, sagði fyrr í sumar að hag­spár bentu til þess að efna­hags­sam­drátt­ur­inn í land­inu yrði yfir með­al­lagi OECD-­ríkja, þrátt fyrir að Nýja-­Sjá­land hefði verið betur statt en mörg önnur lönd til að bregð­ast við útbreiðslu veirunn­ar.

Minna atvinnu­leysi en á Íslandi

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, nýsköp­un­ar- og ferða­mála­ráð­herra, setti hins vegar fram til­lögur á rík­is­stjórn­ar­fundi í síð­ustu viku þar sem mælt var með því að taka mið af heild­stæðri efna­hags­grein­ingu á afleið­ingum sótt­varn­ar­að­gerða á Nýja-­Sjá­landi.

Í sam­an­burði við Ísland kemur efna­hags­ár­angur Nýja-­Sjá­lands nokkuð vel út. Um 4,1 pró­sent af vinnu­mark­aði lands­ins þáðu atvinnu­leysistengdar bætur þar í landi í júní síð­ast­liðn­um, sam­kvæmt nýrri skýrslu frá nýsjá­lenska félags­mála­ráðu­neyt­inu.

Nýjar tölur benda þó til þess að hlut­fallið hafi nær tvö­fald­ast í ágúst, en búist er við því að það nái hámarki í um 8,1 pró­sent í vet­ur. Til sam­an­burðar spáir Seðla­banki Íslands því að atvinnu­leysi hér á landi muni ná hámarki í u.þ.b. tíu pró­sentum í vet­ur. 

Aðstæður á vinnu­mark­aði hafa verið betri en búist var við á Nýja-­Sjá­landi á síð­ustu mán­uð­um. Í vor spáði hug­veita á vegum rík­is­stjórnar lands­ins því að atvinnu­leysi þar gæti náð allt að 26 pró­sentum ef útgöngu­bönn vörðu í nægi­lega langan tíma og ekk­ert væri að gert. 

Hins vegar náði atvinnu­leysi ein­ungis fjórum pró­sentum á öðrum árs­fjórð­ungi, ef tekið er til­lit til árs­tíð­ar­breyt­inga á vinnu­mark­aðn­um. 

Þungt högg í einka­neyslu

Þrátt fyrir minna högg á vinnu­mark­aði virð­ist þó kreppa vera óum­flýj­an­leg á Nýja-­Sjá­landi, rétt eins og í öðrum OECD-­ríkj­um. Lík­legt er að einka­neysla hafi Nýsjá­lend­inga beðið þungt högg á öðrum árs­fjórð­ungi, en smá­sala dróst þar saman um 14 pró­sent á tíma­bil­inu. Einnig benda nýjar tölur til þess að mik­ill sam­dráttur hafi orðið á korta­veltu í land­inu á síð­ustu vikum eftir að sótt­varn­ar­að­gerðir voru hertar þar fyrir u.þ.b. mán­uði síð­an. 

Mest hefur dregið úr efna­hags­um­svifum í Auckland, þar sem útgöngu­bann var í gildi síð­ustu þrjár vik­urn­ar, en þar hefur korta­neysla dreg­ist saman um 40%. 

Til við­bótar við minni einka­neyslu féll mið­gildi heim­il­is­tekna um 7,6 pró­sent á öðrum árs­fjórð­ungi, en þetta er í fyrsta skiptið sem slíkt hefur gerst síðan mæl­ingar hófust þar í landi árið 1998. 

Hins vegar virð­ist landið njóta góðs af hag­stæð­ari vöru­skipta­jöfn­uði en áður, þar sem útflutn­ingur á vöru hefur ekki dreg­ist saman að neinu ráði á meðan inn­flutn­ingur hefur minnkað veru­lega.

Á svip­uðu reiki og aðrir

Í hag­spá OECD, sem kom út fyrr í sum­ar, var talið að sam­drátt­ur­inn á Nýja-­Sjá­landi myndi nema um 9-10 pró­sentum af lands­fram­leiðslu. 

Þessi sam­dráttur er nokkuð meiri en í Banda­ríkj­un­um, þar sem gert var ráð fyrir að lands­fram­leiðsla muni drag­ast saman um 7,5-8,5 pró­sent, en minni en í Evr­ópu­sam­band­inu, þar sem spáð var 9-11 pró­senta sam­drætti á árin­u. 

Þá taldi OECD að lands­fram­leiðsla Íslands myndi drag­ast saman um 10-11 pró­sent í ár, en Seðla­bank­inn gerir ráð fyrir 7,1 pró­senta sam­drætti í lands­fram­leiðslu í nýjasta hefti Pen­inga­mála. Hag­spár fyrir Nýja-­Sjá­land eru því á svip­uðu reiki og í öðrum lönd­um.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi eftir að ákvörðun Ítalíu lá fyrir.
Ítalir hnykla vöðvana og ESB kinkar kolli
Sú ákvörðun ítalskra stjórnvalda að hindra sendingu 250 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca til Ástralíu er slagur sem afhjúpar það ljóta stríð sem gæti verið í uppsiglingu um dropana dýrmætu.
Kjarninn 5. mars 2021
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar