Mætti styðjast við greiningu Nýja-Sjálands við mat á kostnaði og ávinningi af sóttvörnum

Í minnisblaði ferðamálaráðherra sem lagt var fyrir ríkisstjórn í síðustu viku er segir að það sé samdóma álit stjórnsýslu ferðamála og forsvarsmanna greinarinnar að ólíklegt sé að ferðamenn komi eftir að takmarkanir á landamærum voru hertar.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Auglýsing

Leggja þarf heild­stætt mat á þjóð­hags­legan kostnað og ávinn­ing af mis­jafn­lega ströngum sótt­vörn­um, ann­ars vegar á landa­mær­unum og hins vegar inn­an­lands. „Í því sam­bandi þurfi m.a. að huga að sam­spil­inu þarna á milli, þ.e.a.s. hve mikið hertar sótt­varna­að­gerðir á landa­mær­unum dragi úr líkum á að grípa þurfi til harðra aðgerða inn­an­lands. Um sum (en ekki öll) þess­ara atriða mætti t.d. hafa hlið­sjón af grein­ingu sem unnin var á Nýja-­Sjá­land­i.“

Þetta kemur fram í minn­is­blaði sem Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ráð­herra ferða­mála- iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar, lagði fram á rík­is­stjórn­ar­fundi á þriðju­dag í síð­ustu viku. Kjarn­inn hefur fengið hluta minn­is­blaðs­ins afhentan en búið er að fjar­lægja upp­lýs­ingar um þriðja aðila sem ekki þótti til­hlýði­legt að birta opin­ber­lega. 

Þar segir enn fremur að ljóst sé að fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu og starfs­fólk þeirra verði fyrir einna mestum skaða af þeim nýju ráð­stöf­unum sem gripið hefur verið til á landa­mær­un­um, og fela í sér kröfu um að ferða­menn fari í tvö­falda skimum og fimm til sex daga sótt­kví þar á milli, í þágu þess mark­miðs að lág­marka líkur á smitum inn­an­lands. Svara þurfi því hvort huga ætti að sér­tækum mót­væg­is­að­gerð­um.

Hags­munir gætu hlaupið á hund­ruðum millj­arða

Sama dag og greint var frá því frá hertum tak­mörk­unum á landa­mærum Íslands, þann 14. ágúst, greindi Kjarn­inn frá öðru minn­is­blaði, sem Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hafði kynnt í rík­is­stjórn þennan sama dag. Þar sagði að frá því um miðjan júní, þegar landa­mærin voru „opn­uð“, hefð­u um 70 þús­und ferða­menn komið til lands­ins auk um 45 þús­und íslenskra rík­is­borg­ara.

Fram­lag hvers ferða­manns á hag­kerfið er metið á 100 til 120 þús­und krónur og því var áætlað að þeir ferða­menn sem höfðu heim­sótt Ísland síð­ustu tvo mán­uði á undan hefðu lagt um átta millj­arða króna til efna­hags­lífs­ins á þeim tíma. Til sam­an­burðar gæti útbreiðsla far­ald­urs­ins dregið úr neyslu inn­an­lands um tíu millj­arða króna, líkt og gerð­ist þegar sett var á hart sam­komu­bann hér­lendis í vor.

Í minn­is­blaði Bjarna ­sagði að „efna­hags­legir hags­munir af því að kom­ast hjá hörðum sótt­varna­að­gerðum geta hlaupið á hund­ruðum millj­arða króna“. ­Ljóst er þó að minn­is­blað ráð­herr­ans upp­fyllir ekki það skil­yrði að geta kall­ast heild­stætt mat á þjóð­hags­legan kostnað og ávinn­ing af mis­jafn­lega ströngum sótt­vörn­um.

„Opn­un­in“ gagn­að­ist fyr­ir­tækjum mis­mun­andi

Í minn­is­blað­inu segir að leiða megi líkur að því að losun tak­mark­ana á landa­mærum um miðjan júní, sem oft­ast nær er talað um sem „opn­un“ þeirra, hafi gagn­ast ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækjum mis­jafn­lega vel. 

Auglýsing
Fyrstu vís­bend­ingar sem stjórn­völd hafa séð benda til þess að hún hafi vegið þyngst fyrir flug­fé­lög, gist­ingu og afþr­ey­ingu á lands­byggð­inni ásamt bíla­leig­um, en að hún hafi síður gagn­ast ferða­skrif­stof­um, hóp­ferða­fyr­ir­tækjum og hót­elum á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. 

Þar segir að seinni hópur ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækj­anna, þau sem fengu minnst út úr opn­un­inni í sum­ar, hafi eygt von um við­skipti í haust og vet­ur. Sú von hafi mögu­lega brugð­ist nú eftir að ákvörðun stjórn­valda að „loka“ í landa­mær­unum að mestu. Það sé sam­dóma álit stjórn­sýslu ferða­mála og for­svars­manna grein­ar­innar að ólík­legt sé að margir ferða­menn komi til lands­ins á for­sendum hinnar nýju ákvörð­un­ar.

Mögu­leikar til við­spyrnu versna

Staðan grafi undan mögu­leikum ferða­þjón­ust­unnar til við­spyrnu þegar aðstæður til sóknar skap­ast á ný. „Bók­un­ar­fyr­ir­vari hefur almennt styst vegna Covid og erlendir ferða­menn hika frekar við að bóka ferðir til Íslands í fram­tíð­inni á meðan óvíst er hvaða tak­mörk­unum þeir muni sæta við kom­una til lands­ins. Til að verja þau verð­mæti sem fel­ast í fram­tíð­ar­tekju­mögu­leikum grein­ar­innar er því talið þýð­ing­ar­mikið að stjórn­völd gefi sem allra fyrst út 1) hvenær standi til að end­ur­skoða sótt­varn­ar­að­gerðir á landa­mær­unum og/eða 2) hvaða við­mið muni þurfa að nást til að óhætt verði talið að slaka á þeim.“

Þá er greint frá því í minn­is­blað­inu að Ferða­mála­stofna hafi ráð­fært sig við sér­fræð­inga um end­ur­greiðslu­skyldu sem hin nýja ákvörðun kunni að valda fyr­ir­tækjum í ferða­þjón­ustu. „Áfram er unnið að mati á þessu á vett­vangi stjórn­sýsl­unn­ar. Í fram­haldi af því þarf að meta hvort ákvörð­unin kallar á mögu­legar aðgerðir af hálfu stjórn­valda eða ekki.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent