Mætti styðjast við greiningu Nýja-Sjálands við mat á kostnaði og ávinningi af sóttvörnum

Í minnisblaði ferðamálaráðherra sem lagt var fyrir ríkisstjórn í síðustu viku er segir að það sé samdóma álit stjórnsýslu ferðamála og forsvarsmanna greinarinnar að ólíklegt sé að ferðamenn komi eftir að takmarkanir á landamærum voru hertar.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Auglýsing

Leggja þarf heild­stætt mat á þjóð­hags­legan kostnað og ávinn­ing af mis­jafn­lega ströngum sótt­vörn­um, ann­ars vegar á landa­mær­unum og hins vegar inn­an­lands. „Í því sam­bandi þurfi m.a. að huga að sam­spil­inu þarna á milli, þ.e.a.s. hve mikið hertar sótt­varna­að­gerðir á landa­mær­unum dragi úr líkum á að grípa þurfi til harðra aðgerða inn­an­lands. Um sum (en ekki öll) þess­ara atriða mætti t.d. hafa hlið­sjón af grein­ingu sem unnin var á Nýja-­Sjá­land­i.“

Þetta kemur fram í minn­is­blaði sem Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ráð­herra ferða­mála- iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar, lagði fram á rík­is­stjórn­ar­fundi á þriðju­dag í síð­ustu viku. Kjarn­inn hefur fengið hluta minn­is­blaðs­ins afhentan en búið er að fjar­lægja upp­lýs­ingar um þriðja aðila sem ekki þótti til­hlýði­legt að birta opin­ber­lega. 

Þar segir enn fremur að ljóst sé að fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu og starfs­fólk þeirra verði fyrir einna mestum skaða af þeim nýju ráð­stöf­unum sem gripið hefur verið til á landa­mær­un­um, og fela í sér kröfu um að ferða­menn fari í tvö­falda skimum og fimm til sex daga sótt­kví þar á milli, í þágu þess mark­miðs að lág­marka líkur á smitum inn­an­lands. Svara þurfi því hvort huga ætti að sér­tækum mót­væg­is­að­gerð­um.

Hags­munir gætu hlaupið á hund­ruðum millj­arða

Sama dag og greint var frá því frá hertum tak­mörk­unum á landa­mærum Íslands, þann 14. ágúst, greindi Kjarn­inn frá öðru minn­is­blaði, sem Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hafði kynnt í rík­is­stjórn þennan sama dag. Þar sagði að frá því um miðjan júní, þegar landa­mærin voru „opn­uð“, hefð­u um 70 þús­und ferða­menn komið til lands­ins auk um 45 þús­und íslenskra rík­is­borg­ara.

Fram­lag hvers ferða­manns á hag­kerfið er metið á 100 til 120 þús­und krónur og því var áætlað að þeir ferða­menn sem höfðu heim­sótt Ísland síð­ustu tvo mán­uði á undan hefðu lagt um átta millj­arða króna til efna­hags­lífs­ins á þeim tíma. Til sam­an­burðar gæti útbreiðsla far­ald­urs­ins dregið úr neyslu inn­an­lands um tíu millj­arða króna, líkt og gerð­ist þegar sett var á hart sam­komu­bann hér­lendis í vor.

Í minn­is­blaði Bjarna ­sagði að „efna­hags­legir hags­munir af því að kom­ast hjá hörðum sótt­varna­að­gerðum geta hlaupið á hund­ruðum millj­arða króna“. ­Ljóst er þó að minn­is­blað ráð­herr­ans upp­fyllir ekki það skil­yrði að geta kall­ast heild­stætt mat á þjóð­hags­legan kostnað og ávinn­ing af mis­jafn­lega ströngum sótt­vörn­um.

„Opn­un­in“ gagn­að­ist fyr­ir­tækjum mis­mun­andi

Í minn­is­blað­inu segir að leiða megi líkur að því að losun tak­mark­ana á landa­mærum um miðjan júní, sem oft­ast nær er talað um sem „opn­un“ þeirra, hafi gagn­ast ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækjum mis­jafn­lega vel. 

Auglýsing
Fyrstu vís­bend­ingar sem stjórn­völd hafa séð benda til þess að hún hafi vegið þyngst fyrir flug­fé­lög, gist­ingu og afþr­ey­ingu á lands­byggð­inni ásamt bíla­leig­um, en að hún hafi síður gagn­ast ferða­skrif­stof­um, hóp­ferða­fyr­ir­tækjum og hót­elum á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. 

Þar segir að seinni hópur ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækj­anna, þau sem fengu minnst út úr opn­un­inni í sum­ar, hafi eygt von um við­skipti í haust og vet­ur. Sú von hafi mögu­lega brugð­ist nú eftir að ákvörðun stjórn­valda að „loka“ í landa­mær­unum að mestu. Það sé sam­dóma álit stjórn­sýslu ferða­mála og for­svars­manna grein­ar­innar að ólík­legt sé að margir ferða­menn komi til lands­ins á for­sendum hinnar nýju ákvörð­un­ar.

Mögu­leikar til við­spyrnu versna

Staðan grafi undan mögu­leikum ferða­þjón­ust­unnar til við­spyrnu þegar aðstæður til sóknar skap­ast á ný. „Bók­un­ar­fyr­ir­vari hefur almennt styst vegna Covid og erlendir ferða­menn hika frekar við að bóka ferðir til Íslands í fram­tíð­inni á meðan óvíst er hvaða tak­mörk­unum þeir muni sæta við kom­una til lands­ins. Til að verja þau verð­mæti sem fel­ast í fram­tíð­ar­tekju­mögu­leikum grein­ar­innar er því talið þýð­ing­ar­mikið að stjórn­völd gefi sem allra fyrst út 1) hvenær standi til að end­ur­skoða sótt­varn­ar­að­gerðir á landa­mær­unum og/eða 2) hvaða við­mið muni þurfa að nást til að óhætt verði talið að slaka á þeim.“

Þá er greint frá því í minn­is­blað­inu að Ferða­mála­stofna hafi ráð­fært sig við sér­fræð­inga um end­ur­greiðslu­skyldu sem hin nýja ákvörðun kunni að valda fyr­ir­tækjum í ferða­þjón­ustu. „Áfram er unnið að mati á þessu á vett­vangi stjórn­sýsl­unn­ar. Í fram­haldi af því þarf að meta hvort ákvörð­unin kallar á mögu­legar aðgerðir af hálfu stjórn­valda eða ekki.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent