Hlutabótaleiðin mun gilda út október og tekjutenging atvinnuleysisbóta lengd

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun þrjár aðgerðir sem eiga að mæta versnandi atvinnuástandi. Ein er sú að fólk í sóttkví getur sótt um greiðslur frá hinu opinbera, en það úrræði hefur ekki verið nýtt í samræmi við áætlanir hingað til.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Auglýsing

Hluta­bóta­leiðin verður fram­lengd í tvo mán­uði og réttur til tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta fer úr þremur mán­uðum í sex að ákveðnum skil­yrðum upp­fyllt­um. Þá munu greiðslur til ein­stak­linga í sótt­kví halda áfram, en sækja þarf sér­stak­lega um þær. 

Þetta er inni­hald frum­varps Ásmundar Ein­ars Daða­son­ar, félags- og barna­mála­ráð­herra, sem rík­is­stjórn Íslands sam­þykkti á fundi sínum í morg­un. 

Engar efn­is­legar breyt­ingar verða gerðar á fram­kvæmd hluta­bóta­leið­ar­innar og áfram verður hægt að sækja um að atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóður greiði allt að 50 pró­sent af launum þeirra starfs­manna sem settir verða á hana, líkt og verið hefur und­an­farna mán­uði. Til að byrja með, þegar flest fyr­ir­tæki nýttu sér leið­ina, var hlut­fallið 75 pró­sent.

Þegar mest var, í apr­íl, nýttu 33.637 manns hluta­bóta­leið­ina. Í júlí var sú tala komin niður í 3.862 sem leiddi af sér 300 millj­óna króna kostn­að, sam­kvæmt minn­is­blaði fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra dag­sett 14. ágúst sem lagt var fyrir rík­is­stjórn fyrr í mán­uð­in­um. Þar segir að búast megi við því að tæp­lega helm­ingur þeirra sem nýttu úrræðið í júlí hafi gert það í ágúst.

Auglýsing
Hlutabótaleiðin átti að óbreyttu að renna sitt skeið um kom­andi mán­aða­mót, en mun nú fram­lengj­ast til loka októ­ber. Hún hefur hingað til kostað 18 millj­arða króna og við­búið er að kostn­aður í ágúst verði undir 150 millj­ónum króna. 

Fram­lenga tekju­teng­ingu og laun í sótt­kví

Mark­miðið með fram­leng­ingu á rétti til tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta úr þremur mán­uðum í sex mán­uði er að komið til móts við ein­stak­linga sem orðið hafa fyrir atvinnu­missi vegna far­ald­urs­ins og munu búa við skerta mögu­leika á atvinnu næstu miss­eri. Réttur til tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta í sex mán­uði tekur gildi þegar lögin verða sam­þykkt og gert er ráð fyrir að hægt verði að nýta rétt­inn fyrir 1. októ­ber 2021. Frum­varp Ásmundar Ein­ars á enn eftir að fara í gegnum þing­flokka rík­is­stjórn­ar­flokk­anna áður en mælt verður fyrir því á þingi.

Þá verða tíma­bundnar greiðslur vegna ein­stak­linga sem sæta sótt­kví án þess að vera sýktir heim­il­aðar áfram á tíma­bil­inu 1. októ­ber 2020 til og með 31. des­em­ber 2021. 

Í fyrsta efna­hag­s­pakka rík­is­stjórn­ar­innar sem kynntur var 21. mars var gert ráð fyrir að kostn­aður rík­­is­­sjóðs vegna launa­greiðslna í sótt­­­kví yrði um tveir millj­­arðar króna og að hægt væri að sækja um slíkar greiðsl­ur.

Í áður­nefndu minn­is­­blaði fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem inn­i­heldur yfir­­lit yfir stöðu stærstu efna­hags­að­­gerða stjórn­­­valda vegna COVID-19, kom fram að alls hafi verið greiddar út 191 milljón króna vegna launa fólks sem þurft hefur að fara í sótt­kví. Því hefur nýt­ing á úrræð­inu verið undir tíu pró­sent af því sem reiknað var með.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent