„Eitthvað einstaklega mannfjandsamlegt“ við andstöðu SA við hækkun atvinnuleysisbóta

Drífa Snædal forseti ASÍ segir að það sé „eitthvað einstaklega mannfjandsamlegt“ við það að Samtök atvinnulífsins „séu beinlínis í herferð gegn hækkun atvinnuleysisbóta“. Hún segist efast um að aðildarfyrirtæki SA styðji almennt þessa stefnu.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

Drífa Snæ­dal for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands segir að það sé „eitt­hvað ein­stak­lega mann­fjand­sam­legt“ við það að Sam­tök atvinnu­lífs­ins „séu bein­línis í her­ferð gegn hækkun atvinnu­leys­is­bóta“, en for­svars­menn SA hafa und­an­farna daga komið fram í fjöl­miðlum og sagt var­huga­vert að hækka atvinnu­leys­is­trygg­ing­ar.

Drífa full­yrð­ir, í færslu á Face­book, að und­ir­liggj­andi í þessum skila­boðum frá SA sé „ótt­inn við að hafa ekki aðgang að vinnu­afli“ og að „þurfi að svelta fólk til að það vinn­i.“

„Mann­úð­legri stefna er að tryggja að þó fólk missi vinn­una hafi það mögu­leika á að fram­fleyta sér, borga hús­næð­is­kostn­að, kaupa í mat­inn og lifa mann­sæm­andi líf­i,“ skrifar Drífa, en ASÍ hefur kraf­ist þess að stjórn­völd hækki atvinnu­leys­is­bætur þannig að grunnatvinnu­leys­is­bætur verði 95 pró­sent af lægstu launum á vinnu­mark­aði sam­kvæmt kjara­samn­ing­um, eða 318.250 krón­ur.

Auglýsing

For­seti ASÍ seg­ist eiga „erfitt með að trúa því að fyr­ir­tæki innan SA styðji almennt við þessa her­ferð sam­taka sinna.“

„Ef það á að halda fólki við hung­ur­mörk í atvinnu­leysi hefur fólk ekki mögu­leika á að versla við fyr­ir­tæki og halda þeim þannig gang­andi. Það er víta­hringur sem vert er að forðast,“ segir Drífa og vísar þannig í titil greinar sem Anna Hrefna Ingi­mund­ar­dótt­ir, for­stöðu­maður efna­hags­sviðs SA, rit­aði í Frétta­blaðið í síð­ustu viku.

Þar var­aði Anna Hrefna við því að atvinnu­lífið myndi þurfa að standa undir kostn­aði við hærri atvinnu­leys­is­bæt­ur: „Það er óábyrgt að kalla eftir nýjum lof­orðum án þess að gerð sé grein fyrir afleið­ingum þeirra og kostn­aði fyrir skatt­greið­end­ur. Enn óábyrg­ara er fyrir stjórn­mála­menn að láta undan slíku ákalli án þess að ganga úr skugga um að hægt sé að fjár­magna lof­orðin á sjálf­bæran hátt. Tekjur rík­is­sjóðs eru tak­mark­að­ar. Síaukin skatt­heimta leiðir til stöðn­unar í hag­kerf­inu sem skerðir getu hins opin­bera til að standa undir vel­ferð­ar­sam­fé­lag­inu til lengd­ar. Það er vara­samur víta­hring­ur,“ skrif­aði Anna Hrefna meðal ann­ars.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir
Segir að endurskoða þurfi afléttingar ef mörg fleiri smit greinast
Sóttvarnarlæknir segir næstu tvo daga munu gefa skýrari mynd af umfangi nýrra COVID-19 smita utan sóttkvíar innanlands. Að hans mati þyrfti að endurskoða fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnaraðgerðum ef það kemur í ljós að mikið fleiri eru smitaðir.
Kjarninn 7. mars 2021
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent