Langur hali alþjóðasamninga bíður birtingar í Stjórnartíðindum

Síðustu 12 ár er áætlað að um 300 alþjóðasamningar hafi verið fullgiltir af íslenskum stjórnvöldum, án þess að auglýsing um fullgildingu hafi birst í Stjórnartíðindum. Utanríkisráðuneytið ætlar að vinna þetta upp á þremur árum.

Utanríkisráðuneytið
Auglýsing

Ætla má að um 300 alþjóða­samn­ingar frá árunum 2007-2018 bíði þess að vera birtir í C-deild Stjórn­ar­tíð­inda, þrátt fyrir að hafa verið full­giltir af íslenskum stjórn­völd­um. 

Þetta má rekja til þess að dregið var veru­lega úr fjár­munum til þess að birta slíka samn­inga eftir efna­hags­hrun, sam­kvæmt svari Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar utan­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnu­ráð­herra við fyr­ir­spurn Andr­ésar Inga Jóns­son­ar, þing­manns utan flokka, sem birt var á vef Alþingis í gær.

For­gangröðun við birt­ingu þeirra var end­ur­skoðuð þannig að á áhersla hefur verið lögð á að birta samn­inga þar sem birt­ing væri nauð­syn­leg for­senda rétt­ar­á­hrifa. 

Auglýsing

„Þannig hafa t.d. samn­ingar um upp­lýs­inga­skipti og tví­skött­un­ar­mál verið birt­ir, samn­ingur um rétt­indi fatl­aðs fólks og nýverið var birtur samn­ingur um ráð­staf­anir vegna útgöngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu og Evr­ópska efna­hags­svæð­in­u,“ segir í svari ráð­herra, en 10-12 ár geta liðið frá full­gild­ingu til aug­lýs­ingar í Stjórn­ar­tíð­indum ef birt­ingin hefur ekki bein rétt­ar­á­hrif.

Þarf að vera á hreinu hvaða reglur eru í gildi

Andrés Ingi segir í sam­tali við Kjarn­ann að málið snú­ist um að almenn­ingur viti hvaða reglur séu í gild­i. „Á meðan að alþjóða­samn­ingar eru óbirtir þá er það ekki alveg á hrein­u,“ segir þing­mað­ur­inn.

Í svari ráð­herra við fyr­ir­spurn Andr­ésar kemur einnig fram að fyrr á árinu hafi verið ákveðið að ráð­ast í átaks­verk­efni til að ljúka birt­ingu upp­safn­aðra samn­inga á næstu þremur árum, en aðgerða­á­ætlun verk­efn­is­ins hafi taf­ist vegna heims­far­ald­urs­ins. 

Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka. Mynd: Alþingi

Andrés Ingi segir að sam­þykkt hafi verið að ráð­ast í átaks­verk­efnið á rík­is­stjórn­ar­fundi um mán­uði eftir að hann lagði fram fyr­ir­spurn sína, en þá hafði hann fengið ábend­ingu um að ráðu­neytið væri komið með ansi langan hala af óbirtum full­gildum alþjóða­skuld­bind­ingum á eftir sér, sem vænt­an­lega hefði verið að valda ein­hverjum vand­ræðum hjá fólki, þá sér­stak­lega lög­mönn­um.

Sam­kvæmt svari ráð­herra virð­ast samn­ing­arnir þó hættir að safn­ast upp í þeim mæli sem verið hef­ur, en fram kemur að unnið sé að því að birta alla samn­inga sem full­giltir hafa verið frá 2019 og að stefnt sé að því að ljúka þeirri vinnu næsta haust.

Að með­al­tali eru um 25-30 samn­ingar full­giltir á ári hverju, en síð­ustu tólf árum hafa ekki nema 5-7 verið birtir í Stjórn­ar­tíð­indum árlega að með­al­tali. Hin­ir, sem ekki hefur þótt brýnt að birta vegna rétt­ar­á­hrifa, hafa fengið að bíða.

Í lögum um Stjórn­ar­tíð­indi og Lög­birt­inga­blað er kveðið á um að fyr­ir­mælum sem fel­ast í lög­um, aug­lýs­ing­um, reglu­gerð­um, sam­þykktum eða öðrum slíkum ákvæðum almenns efnis megi ekki beita fyrr en birt­ing í Stjórn­ar­tíð­indum fari fram, nema þau geymi ákvæði sem séu alger­lega einka­mála­eðlis og aðilar hafi komið sér saman um að skipti þeirra skuli fara eftir óbirtum fyr­ir­mæl­um. Óbirt fyr­ir­mæli binda þó stjórn­völd frá gild­is­töku þeirra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent