Langur hali alþjóðasamninga bíður birtingar í Stjórnartíðindum

Síðustu 12 ár er áætlað að um 300 alþjóðasamningar hafi verið fullgiltir af íslenskum stjórnvöldum, án þess að auglýsing um fullgildingu hafi birst í Stjórnartíðindum. Utanríkisráðuneytið ætlar að vinna þetta upp á þremur árum.

Utanríkisráðuneytið
Auglýsing

Ætla má að um 300 alþjóða­samn­ingar frá árunum 2007-2018 bíði þess að vera birtir í C-deild Stjórn­ar­tíð­inda, þrátt fyrir að hafa verið full­giltir af íslenskum stjórn­völd­um. 

Þetta má rekja til þess að dregið var veru­lega úr fjár­munum til þess að birta slíka samn­inga eftir efna­hags­hrun, sam­kvæmt svari Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar utan­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnu­ráð­herra við fyr­ir­spurn Andr­ésar Inga Jóns­son­ar, þing­manns utan flokka, sem birt var á vef Alþingis í gær.

For­gangröðun við birt­ingu þeirra var end­ur­skoðuð þannig að á áhersla hefur verið lögð á að birta samn­inga þar sem birt­ing væri nauð­syn­leg for­senda rétt­ar­á­hrifa. 

Auglýsing

„Þannig hafa t.d. samn­ingar um upp­lýs­inga­skipti og tví­skött­un­ar­mál verið birt­ir, samn­ingur um rétt­indi fatl­aðs fólks og nýverið var birtur samn­ingur um ráð­staf­anir vegna útgöngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu og Evr­ópska efna­hags­svæð­in­u,“ segir í svari ráð­herra, en 10-12 ár geta liðið frá full­gild­ingu til aug­lýs­ingar í Stjórn­ar­tíð­indum ef birt­ingin hefur ekki bein rétt­ar­á­hrif.

Þarf að vera á hreinu hvaða reglur eru í gildi

Andrés Ingi segir í sam­tali við Kjarn­ann að málið snú­ist um að almenn­ingur viti hvaða reglur séu í gild­i. „Á meðan að alþjóða­samn­ingar eru óbirtir þá er það ekki alveg á hrein­u,“ segir þing­mað­ur­inn.

Í svari ráð­herra við fyr­ir­spurn Andr­ésar kemur einnig fram að fyrr á árinu hafi verið ákveðið að ráð­ast í átaks­verk­efni til að ljúka birt­ingu upp­safn­aðra samn­inga á næstu þremur árum, en aðgerða­á­ætlun verk­efn­is­ins hafi taf­ist vegna heims­far­ald­urs­ins. 

Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka. Mynd: Alþingi

Andrés Ingi segir að sam­þykkt hafi verið að ráð­ast í átaks­verk­efnið á rík­is­stjórn­ar­fundi um mán­uði eftir að hann lagði fram fyr­ir­spurn sína, en þá hafði hann fengið ábend­ingu um að ráðu­neytið væri komið með ansi langan hala af óbirtum full­gildum alþjóða­skuld­bind­ingum á eftir sér, sem vænt­an­lega hefði verið að valda ein­hverjum vand­ræðum hjá fólki, þá sér­stak­lega lög­mönn­um.

Sam­kvæmt svari ráð­herra virð­ast samn­ing­arnir þó hættir að safn­ast upp í þeim mæli sem verið hef­ur, en fram kemur að unnið sé að því að birta alla samn­inga sem full­giltir hafa verið frá 2019 og að stefnt sé að því að ljúka þeirri vinnu næsta haust.

Að með­al­tali eru um 25-30 samn­ingar full­giltir á ári hverju, en síð­ustu tólf árum hafa ekki nema 5-7 verið birtir í Stjórn­ar­tíð­indum árlega að með­al­tali. Hin­ir, sem ekki hefur þótt brýnt að birta vegna rétt­ar­á­hrifa, hafa fengið að bíða.

Í lögum um Stjórn­ar­tíð­indi og Lög­birt­inga­blað er kveðið á um að fyr­ir­mælum sem fel­ast í lög­um, aug­lýs­ing­um, reglu­gerð­um, sam­þykktum eða öðrum slíkum ákvæðum almenns efnis megi ekki beita fyrr en birt­ing í Stjórn­ar­tíð­indum fari fram, nema þau geymi ákvæði sem séu alger­lega einka­mála­eðlis og aðilar hafi komið sér saman um að skipti þeirra skuli fara eftir óbirtum fyr­ir­mæl­um. Óbirt fyr­ir­mæli binda þó stjórn­völd frá gild­is­töku þeirra.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Þórólfur: Ekki hægt að ganga að því vísu að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót
Sóttvarnalæknir hvetur til raunhæfrar bjartsýni þegar kemur að tímasetningu bólusetningar við COVID-19 á Íslandi. Það megi ekki láta jákvæðar fréttir leiða til þess að landsmenn passi sig ekki í sóttvörnum.
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Vilhjálmsson
Lítil eru geð guma – Um Landsrétt og Sjálfstæðisflokkinn
Kjarninn 3. desember 2020
Borgarfulltrúi vill ráðningarbann hjá Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg ætlar að verja milljarði króna til að búa til ný störf fyrir fólk sem annars þyrfti fjárhagsaðstoð eða færi á atvinnuleysisbætur. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, vill ráðningarbann í borginni.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent