Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina

Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.

Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Auglýsing

Sjóðs­fé­lagar í líf­eyr­is­sjóðum lands­ins greiddu upp lán hjá þeim fyrir 333 millj­ónir krónum meira en þeir tóku lán í júní­mán­uði. Það er í fyrsta sinn síðan að minnsta kosti í byrjun árs 2009 sem að upp­greiðslur líf­eyr­is­sjóðs­lána eru meiri en nýjar lán­tök­ur, en lánin eru tekin af sjóðs­fé­lögum til fast­eigna­kaupa. Þetta kemur fram í nýjum tölum Seðla­banka Íslands, en sam­an­tektir hans á nýjum útlánum líf­eyr­is­sjóða til heim­ila ná ein­ungis aftur til jan­úar 2009.

Alls voru greidd upp verð­tryggð lán hjá líf­eyr­is­sjóðum fyrir 896 millj­ónum krónum meira en slík lán voru tek­in. Sjóð­irnir lán­uðu hins vegar út 563 millj­ónum krónum meira í óverð­tryggð lán en var greitt upp af slík­um.

Ástæðan fyrir þess­ari stöðu er nokkuð ein­föld, vaxta­lækk­anir stóru bank­ana þriggja: Lands­bank­ans, Íslands­banka og Arion banka, á hús­næð­is­lánum á síð­ustu mán­uðum hafa gert hús­næð­is­lán þeirra þau hag­stæðustu, ef frá eru talin hús­næð­is­lán sem Birta líf­eyr­is­­sjóður býður sjóð­­fé­lögum sín­­um. Lán Birtu eru hins vegar að hámarki fyrir 65 pró­­sent af kaup­verði á meðan að bank­­arnir lána fyrir 70 pró­­sent þess.

Auglýsing
Breytilegir óverð­tryggðir vextir á hús­næð­is­lánum Lands­bank­ans eru nú til að mynda 3,5 pró­sent.  Á sam­­bæri­­legum lánum hjá Arion banka verða vext­irnir 3,54 pró­­sent og hjá Íslands­­­banka 3,70 pró­­sent. Einu lánin í þessum flokki sem bera lægri vexti eru, eins og áður seg­ir, hjá Birtu líf­eyr­is­­sjóði. Lán með breyt­i­­legum óverð­­tryggðum vöxtum hjá Birtu eru 2,10 pró­­sent. Vaxta­­kjörin hjá þeim líf­eyr­is­­sjóðum sem bjóða upp á óverð­­tryggð lán eru almennt óhag­­stæð­­ari en hjá bönk­­un­um, en óverð­tryggð lán eru nú mun eft­ir­sókn­ar­verð­ari val­kostur en verð­tryggð lán. Verð­bólga er enda þrjú pró­sent og óverð­tryggðu lánin mörg hver hag­stæð­ari, að minnsta kosti sem stend­ur, en þau verð­tryggðu sem standa til boða.

For­skotið farið

Líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa verið með for­skot á hús­næð­is­lána­mark­aði frá haustið 2015, þegar þeir hófu að bjóða upp á skap­legri lána­skil­yrði og kjör. Við­skipta­bank­arnir töldu sig ekki geta keppt við þá vexti sem sjóð­irnir buðu upp á, og því flykkt­ust við­skipta­vinir yfir til þeirra. 

Alls lán­uðu líf­eyr­is­­sjóðir lands­ins 101,6 millj­­arðar króna í sjóðs­­fé­laga­lán á árinu 2019. Það er hæsta upp­­hæð í krónum talið sem þeir hafa nokkru sinni lánað til íbúð­­ar­­kaupa, en fyrra metið var 99,2 millj­­arðar króna árið 2017. Þegar tekið er til­­lit til verð­­bólgu síð­­­ustu tveggja ára var raun­virði útlána þó hæst á því ári. 

Framan af ári virt­ist ekki ætla að vera mikil breyt­ing á þessu. Í jan­úar voru ný útlán líf­eyr­is­sjóða 11,6 millj­arðar króna. Í febr­úar lán­uðu þeir 7,6 millj­arða króna og í mars 6,8 millj­arðar króna. Í apríl og mái sner­ist taf­lið þó hratt við og útlánin dróg­ust skarpt sam­an. Í maí námu þau 918 millj­ónum króna, sem er eitt átt­undi af því sem líf­eyr­is­sjóð­irnir lán­uðu til hús­næð­is­kaupa í sama mán­uði í fyrra. 

Ástæð­una er að finna í ann­ars vegar skar­pri stýri­vaxta­lækkun Seðla­banka Íslands, sem hafa fóru úr 4,5 pró­sentum í eitt pró­sent á 13 mán­uð­um, og hafa aldrei verið lægri. Hana er líka að finna í því að Seðla­bank­inn aflétti tveggja pró­­senta sveiflu­­jöfn­un­­ar­auka á fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki í mars. Aflétt­ingin hefur það í för með sér að aukið svig­­rúm skap­­ast til nýrra útlána.

Þá var sam­þykkt að lækka banka­skatt úr 0,376 pró­­sentum í 0,145 pró­­sent fyrir árs­lok. Það hefur aukið svig­rúm við­skipta­banka til útlána. 

Þeir brugð­ust við, líkt og áður sagði, með því að keyra niður vexti. Þetta leiddi til þess að nettó ný útlán bak­anna voru 27,5 millj­arðar króna í júní síð­ast­liðn­um, en höfðu til sam­an­burðar verið tæp­lega ell­efu millj­arðar króna í jan­úar 2020. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
„Rímar augljóslega ekki við áherslur okkar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum“
Birta lífeyrissjóður segir það hlutverk stjórnar Eimskipa að upplýsa um endurvinnslu tveggja skipa félagsins á Indlandi. Verði ekki orðið við því þurfi að grípa til „harðari aðgerða“.
Kjarninn 28. september 2020
Guðrún Johnsen
Láttu það ganga
Kjarninn 28. september 2020
Haukur Arnþórsson
Nýtt almannatryggingakerfi
Kjarninn 28. september 2020
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent