109 virk smit – 914 í sóttkví

Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.

sólarlag
Auglýsing

Fjöldi þeirra sem greinst hefur með virkt smit af kór­ónu­veirunni hér á landi síð­ustu daga er nú orð­inn 109 sam­kvæmt því sem fram kemur á vefnum COVID.­is. Slíkur fjöldi hefur ekki verið með COVID-19 frá því í lok apr­íl. 

Sautján ný til­felli greindust inn­an­lands í gær, 13 hjá sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spít­al­ans og 4 í skimun Íslenskrar erfða­grein­ing­ar. Þá greindust þrjú smit í landamæra­skim­un. Í gær voru 795 manns í sótt­kví en í dag er fjöld­inn kom­inn í 914. Eng­inn liggur þó á sjúkra­húsi vegna sjúk­dóms­ins.

Frá því að fyrsta smitið var greint hér á landi í lok febr­úar hafa 1952 manns greinst með COVID-19.

Auglýsing

Sú breyt­ing hefur orðið á skimun Íslenskrar erfða­grein­ingar að und­an­farið hefur hún verið að skima meðal fólks sem teng­ist þeim sem þegar hafa greinst með veiruna.

Lög­reglan í Vest­manna­eyjum greindi frá því i morgun að ein­stak­lingar sem voru gest­kom­andi í Vest­manna­eyjum um versl­un­ar­manna­helg­ina hefðu greinst með stað­fest smit af COVID-19. Smitrakn­ing­arteymi almanna­varna rekur nú ferðir þeirra. 48 ein­stak­lingar sem eru búsettir í Vest­manna­eyjum eru þegar komnir í sótt­kví og er von á að þeim fjölgi þegar líða tekur á dag­inn. Eng­inn er í ein­angrun í Vest­manna­eyj­um.Veik­indin ekki mjög alvar­leg

Sótt­varna­læknir hefur sagt að veik­indi þeirra sem nú eru sýktir séu ekki mjög alvar­leg en hefur sam­tímis minnt á að það kunni að breyt­ast. Mögu­lega sé verið að greina fólk fyrr núna en í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins í vet­ur. Þá sé yngra fólk að grein­ast í meira mæli núna en þá. 

Á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna og land­læknis í fyrra­dag bar hann saman fjölda til­fella fyrstu daga fyrstu bylgj­unnar og fyrstu daga þeirra bylgju sem nú gengur yfir. Sagði hann þær mjög svip­að­ar. 

Tvö afbrigði af veirunni eru að valda sýk­ingum nú. Í annarri sýk­ing­unni hefur ekki tek­ist að rekja smit til upp­runans og það afbrigði veirunnar hefur nú skotið sér niður í öllum lands­hlut­um. Ekki hefur heldur tek­ist að tengja alla þá sem sýkst hafa.

­Þjóðin má gera ráð fyrir því að við­hafa þurfi sótt­varna­ráð­staf­anir á borð við tveggja metra reglu næstu vikur og mán­uði. „Ég held að það sé algjör­lega ljóst að ef við ætlum að halda veirunni hér í lág­marki þá munum við á næstu vikum og mán­uðum sjá hóp­sýk­ingar sem við munum þurfa að eiga við,“ sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fund­inum í gær. „Við munum þurfa sífellt að herða og slaka á þessum reglum – ef við ætlum að koma í veg fyrir útbreiddan far­aldur inn­an­lands. Þannig að við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mán­uði alla vega.“

Alma Möller land­læknir minnti á mik­il­vægi þess að koma upp­lýs­ingum um far­ald­ur­inn til ungs fólks sem væri meiri­hluti þeirra sem hefðu smit­ast síð­ustu daga. „Tæki­færið er núna til að kveða niður það smit sem er í gangi. Þannig að við verðum að taka okkur á í ein­stak­lings­bundnum smit­vörn­um, tveggja metra regl­unni og þessum aðgerðum sem við höfum sett á. Við bara verðum að fylgja því.“

Hún ítrek­aði hins vegar fyrr í vik­unni að við værum í miklu betri stöðu núna en í vetur til að sinna þeim sem veikj­ast. „Covid-­göngu­deildin heldur vel utan um alla og ef að fólk þarf inn­lögn þá búa læknar og annað heil­brigð­is­starfs­fólk yfir nauð­syn­legri þekk­ingu, reynslu, lyfjum og tækja­bún­að­i.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
„Rímar augljóslega ekki við áherslur okkar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum“
Birta lífeyrissjóður segir það hlutverk stjórnar Eimskipa að upplýsa um endurvinnslu tveggja skipa félagsins á Indlandi. Verði ekki orðið við því þurfi að grípa til „harðari aðgerða“.
Kjarninn 28. september 2020
Guðrún Johnsen
Láttu það ganga
Kjarninn 28. september 2020
Haukur Arnþórsson
Nýtt almannatryggingakerfi
Kjarninn 28. september 2020
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent