Lífeyrissjóður verzlunarmanna þrengir lánsskilyrði – Geta ekki lánað mikið meira

Einn stærsti lífeyrissjóður landsins er hættur að lána nýjum lántökum á breytilegum verðtryggðum vöxtum, hefur þrengt lánareglur sínar mjög og lækkað hámarkslán sem hann veitir. Færri munu geta nálgast hagstæð lán fyrir vikið.

Aðgengi hluta landsmanna að hagstæðum lánum hefur verið skert með ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Aðgengi hluta landsmanna að hagstæðum lánum hefur verið skert með ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna greindi frá því í morgun að sjóð­ur­inn hefði breytt lána­reglum sínum og lækkað fasta vexti á verð­tryggðum lán­um. Breyt­ing­arnar á láns­rétt­inum fela í sér að skil­yrði fyrir lán­töku eru þrengd mjög og hámarks­fjár­hæð láns er lækkuð um tíu millj­ónir króna. Þá hefur sjóð­ur­inn ákveðið að hætta að lána nýjum lán­tak­endum verð­tryggð lán á breyti­legum vöxt­um, en þau hafa verið einna hag­kvæm­ustu lánin sem í boði hafa verið á und­an­förnum árum. Vextir þeirra lána standa áfram í stað í 2,26 pró­sentum þrátt fyrir að stýri­vextir hafi lækkað tví­vegis frá því að þeir voru festir þar í byrjun ágúst og aðrir líf­eyr­is­sjóðir hafi lækkað sína breyti­legu verð­tryggðu vexti skarpt. Lægstu slíkir sem nú eru í boði eru 1,64 pró­sent.

Auglýsing
Um er að ræða við­bragð við því að Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna sé kom­inn út fyrir þol­mörk þess sem hann ræður við að lána til íbúð­ar­kaupa. Sjóð­ur­inn greinir frá því að eft­ir­spurn eftir sjóðs­fé­laga­lánum hafi auk­ist mikið frá því að lána­reglur voru rýmkaðar fyrir nákvæm­lega fjórum árum, í októ­ber 2015. Á þeim tíma voru sjóðs­fé­laga­lán um sex pró­sent af heild­ar­eignum sjóðs­ins en þau eru nú um 13 pró­sent. Alls nema sjóðs­fé­laga­lánin nú um 107 millj­örðum króna og um 25 millj­arðar króna til við­bótar bæt­ast við þá tölu þegar tekið er til­lit til fyr­ir­liggj­andi umsókna um end­ur­fjár­mögn­un. 

Í frétt sem sjóð­ur­inn birti í morgun segir enn fremur að mán­uð­ina júlí, ágúst og sept­em­ber hafi umfang láns­um­sókna þre­fald­ast miðað við sama tíma í fyrra. „Öll fyr­ir­liggj­andi gögn benda til áfram­hald­andi vaxt­ar. Þessi vöxtur leiðir að óbreyttu til ójafn­vægis í áhættu­dreif­ingu sjóðs­ins og því óhjá­kvæmi­legt að stjórn bregð­ist við því.“ 

Því hefur verið ákveðið að þrengja mjög rétt til lán­töku hjá sjóðn­um, en áður gat hver sem er sem hafði greitt einu sinni til hans tekið þar lán. Nú þurfa sjóð­fé­lagar að hafa greitt iðgjöld í sex af tólf síð­ast­liðnum mán­uð­um, að hafa greitt iðgjöld í 36 mán­uði fyrir umsókn eða maka­líf­eyr­is­þegar þar sem maki láns­um­sækj­anda hafði átt láns­rétt. Þá er veit­ing nýs láns til end­ur­fjár­mögn­unar eldra láns hjá líf­eyr­is­sjóðnum háð því skil­yrði að við­kom­andi sé með virkan láns­rétt.

Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna hefur líka ákveðið að halda vöxtum á óverð­tryggðum lánum með föstum vöxtum til þriggja ára áfram í 5,14 pró­sent með því að breyta því hvernig þeir eru ákveðn­ir. Gömlu lána­regl­urnar voru þannig að kjörin ákvörð­uð­ust á þróun rík­is­skulda­bréfa­flokks (RIKB 31) þrjá alm­an­aks­mán­uði aftur í tím­ann með ákveðnu álagi. Miðað við útreikn­inga Kjarn­ans hefðu óverð­tryggðu föstu vext­irnir átt að lækka í tæp­lega 4,7 pró­sent ef gömlu lána­regl­unum hefði verið fylgt. Þess í stað eru þeir, líkt og áður sagði, áfram 5,14 pró­sent.

Ekki í takti við það sem lagt var upp með

Hámarks­fjár­hæð lána er lækkuð úr 50 millj­ónum króna í 40 millj­ónir króna, eða um 20 pró­sent. Þá eru fastir verð­tryggðir vextir lækk­aðir í 3,2 pró­sent en breyti­legir verð­tryggðir vextir halda áfram að vera 2,26 pró­sent. 

Ákvörðun um að hækka vexti á þeirri lána­teg­und í 2,26 pró­sent var tek­inn á stjórn­­­ar­fundi 24. maí síð­­ast­lið­inn og sam­hliða var ákveðið að hætta að að láta ávöxt­un­­ar­­kröfu ákveð­ins skulda­bréfa­­­­­flokks stýra því hverjir vext­irnir eru og í stað þess myndi stjórn sjóðs­ins ákveða þá. Þegar þessi ákvörðun var tekin voru verð­­tryggðir vextir Líf­eyr­is­­sjóð verzl­un­ar­manna þeir lægstu sem íbúð­­ar­­kaup­endum stóðu til boða.

Auglýsing
Breytingin tók gildi í byrjun ágúst og hafði afdrifa­ríkar afleið­ingar innan stjórnar sjóðs­ins. Stjórn VR, sem til­­­nefnir helm­ing stjórn­­­ar­­manna í sjóðn­­um, ákvað að leggja fram til­­lögu í full­­trú­a­ráði VR um að aft­­ur­­kalla umboð allra stjórn­­­ar­­manna í líf­eyr­is­­sjóðn­­­um. Ástæðan var sögð algjör trún­­að­­ar­brestur milli stjórn­­­­­ar­­­manna sem VR skipar og stjórnar félags­­­ins vegna ákvörð­unar sjóðs­ins um að hækka breyt­i­­­lega verð­­­tryggða vexti sem sjóðs­fé­lögum bjóð­­­ast til hús­næð­is­­­kaupa um tæp tíu pró­­­sent. 

Eftir umtals­verða reiki­stefnu tóku nýir stjórn­ar­menn á vegum VR sæti í stjórn sjóðs­ins í lok ágúst síð­ast­lið­ins. Síðan þá hafa vext­irnir sem ollu stjórn­ar­skipt­un­um, á breyti­legum verð­tryggðum lán­um, hins vegar ekki hagg­ast og nú hefur bæst við að þetta lána­form stendur ekki lengur nýjum lán­tak­endum til boða. 

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, segir að þessi staða sé ekki í takti við það sem lagt var upp með þegar skipt var um fólk í stjórn­inni. Sér­fræð­ingar sjóðs­ins hafi hins vegar kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að hann gæti ekki lánað mikið meira. „Það þarf að fara í kerf­is­breyt­ingu á útlánum líf­eyr­is­sjóða til sjóð­fé­laga og færa þau í sam­ræmi við það sem er að ger­ast í lönd­unum í kringum okk­ur.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ólafur Valsson
Þjóðaröryggi, jarðstrengir og rafmagn á Dalvík
Kjarninn 16. desember 2019
Helgi Seljan og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Forseti Alþingis minnist Helga Seljan
Steingrímur J. Sigfússon minntist fyrrverandi þingmannsins, Helga Seljan, á þingi í dag. „Helgi var einkar vel látinn í hópi þingmanna fyrir sitt glaða skap, heiðarleika og hreinskiptni í samstarfi, svo og fyrir dugnað og alúð við þingstörfin.“
Kjarninn 16. desember 2019
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er fyrsti flutningsmaður tillögu um að hækka lágmarksframfærslu almannatrygginga í 300 þúsund krónur.
Stenst ekki jafnræðisreglu að hækka lágmarksframfærslu sumra í 300 þúsund
Meirihluti velferðarnefndar segir að það myndi líklega kosta tugi milljarða króna að hækka lágmarksframfærslu almannatrygginga í 300 þúsund krónur. Það standist ekki jafnræðisreglu að taka ákveðna hópa út fyrir sviga.
Kjarninn 16. desember 2019
Ekki tímabært að fella niður ívilnun á tengiltvinnbíla
Efnahags- og viðskiptanefnd telur ekki tilefni til þess að skattaívilnunin á tengiltvinnbílum falli niður með öllu í lok árs 2020. Nefndin leggur í staðinn til að fjárhæðarmark ívilnunarinnar lækki í nokkrum áföngum.
Kjarninn 16. desember 2019
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar