Lífeyrissjóður verzlunarmanna þrengir lánsskilyrði – Geta ekki lánað mikið meira

Einn stærsti lífeyrissjóður landsins er hættur að lána nýjum lántökum á breytilegum verðtryggðum vöxtum, hefur þrengt lánareglur sínar mjög og lækkað hámarkslán sem hann veitir. Færri munu geta nálgast hagstæð lán fyrir vikið.

Aðgengi hluta landsmanna að hagstæðum lánum hefur verið skert með ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Aðgengi hluta landsmanna að hagstæðum lánum hefur verið skert með ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna greindi frá því í morgun að sjóð­ur­inn hefði breytt lána­reglum sínum og lækkað fasta vexti á verð­tryggðum lán­um. Breyt­ing­arnar á láns­rétt­inum fela í sér að skil­yrði fyrir lán­töku eru þrengd mjög og hámarks­fjár­hæð láns er lækkuð um tíu millj­ónir króna. Þá hefur sjóð­ur­inn ákveðið að hætta að lána nýjum lán­tak­endum verð­tryggð lán á breyti­legum vöxt­um, en þau hafa verið einna hag­kvæm­ustu lánin sem í boði hafa verið á und­an­förnum árum. Vextir þeirra lána standa áfram í stað í 2,26 pró­sentum þrátt fyrir að stýri­vextir hafi lækkað tví­vegis frá því að þeir voru festir þar í byrjun ágúst og aðrir líf­eyr­is­sjóðir hafi lækkað sína breyti­legu verð­tryggðu vexti skarpt. Lægstu slíkir sem nú eru í boði eru 1,64 pró­sent.

Auglýsing
Um er að ræða við­bragð við því að Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna sé kom­inn út fyrir þol­mörk þess sem hann ræður við að lána til íbúð­ar­kaupa. Sjóð­ur­inn greinir frá því að eft­ir­spurn eftir sjóðs­fé­laga­lánum hafi auk­ist mikið frá því að lána­reglur voru rýmkaðar fyrir nákvæm­lega fjórum árum, í októ­ber 2015. Á þeim tíma voru sjóðs­fé­laga­lán um sex pró­sent af heild­ar­eignum sjóðs­ins en þau eru nú um 13 pró­sent. Alls nema sjóðs­fé­laga­lánin nú um 107 millj­örðum króna og um 25 millj­arðar króna til við­bótar bæt­ast við þá tölu þegar tekið er til­lit til fyr­ir­liggj­andi umsókna um end­ur­fjár­mögn­un. 

Í frétt sem sjóð­ur­inn birti í morgun segir enn fremur að mán­uð­ina júlí, ágúst og sept­em­ber hafi umfang láns­um­sókna þre­fald­ast miðað við sama tíma í fyrra. „Öll fyr­ir­liggj­andi gögn benda til áfram­hald­andi vaxt­ar. Þessi vöxtur leiðir að óbreyttu til ójafn­vægis í áhættu­dreif­ingu sjóðs­ins og því óhjá­kvæmi­legt að stjórn bregð­ist við því.“ 

Því hefur verið ákveðið að þrengja mjög rétt til lán­töku hjá sjóðn­um, en áður gat hver sem er sem hafði greitt einu sinni til hans tekið þar lán. Nú þurfa sjóð­fé­lagar að hafa greitt iðgjöld í sex af tólf síð­ast­liðnum mán­uð­um, að hafa greitt iðgjöld í 36 mán­uði fyrir umsókn eða maka­líf­eyr­is­þegar þar sem maki láns­um­sækj­anda hafði átt láns­rétt. Þá er veit­ing nýs láns til end­ur­fjár­mögn­unar eldra láns hjá líf­eyr­is­sjóðnum háð því skil­yrði að við­kom­andi sé með virkan láns­rétt.

Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna hefur líka ákveðið að halda vöxtum á óverð­tryggðum lánum með föstum vöxtum til þriggja ára áfram í 5,14 pró­sent með því að breyta því hvernig þeir eru ákveðn­ir. Gömlu lána­regl­urnar voru þannig að kjörin ákvörð­uð­ust á þróun rík­is­skulda­bréfa­flokks (RIKB 31) þrjá alm­an­aks­mán­uði aftur í tím­ann með ákveðnu álagi. Miðað við útreikn­inga Kjarn­ans hefðu óverð­tryggðu föstu vext­irnir átt að lækka í tæp­lega 4,7 pró­sent ef gömlu lána­regl­unum hefði verið fylgt. Þess í stað eru þeir, líkt og áður sagði, áfram 5,14 pró­sent.

Ekki í takti við það sem lagt var upp með

Hámarks­fjár­hæð lána er lækkuð úr 50 millj­ónum króna í 40 millj­ónir króna, eða um 20 pró­sent. Þá eru fastir verð­tryggðir vextir lækk­aðir í 3,2 pró­sent en breyti­legir verð­tryggðir vextir halda áfram að vera 2,26 pró­sent. 

Ákvörðun um að hækka vexti á þeirri lána­teg­und í 2,26 pró­sent var tek­inn á stjórn­­­ar­fundi 24. maí síð­­ast­lið­inn og sam­hliða var ákveðið að hætta að að láta ávöxt­un­­ar­­kröfu ákveð­ins skulda­bréfa­­­­­flokks stýra því hverjir vext­irnir eru og í stað þess myndi stjórn sjóðs­ins ákveða þá. Þegar þessi ákvörðun var tekin voru verð­­tryggðir vextir Líf­eyr­is­­sjóð verzl­un­ar­manna þeir lægstu sem íbúð­­ar­­kaup­endum stóðu til boða.

Auglýsing
Breytingin tók gildi í byrjun ágúst og hafði afdrifa­ríkar afleið­ingar innan stjórnar sjóðs­ins. Stjórn VR, sem til­­­nefnir helm­ing stjórn­­­ar­­manna í sjóðn­­um, ákvað að leggja fram til­­lögu í full­­trú­a­ráði VR um að aft­­ur­­kalla umboð allra stjórn­­­ar­­manna í líf­eyr­is­­sjóðn­­­um. Ástæðan var sögð algjör trún­­að­­ar­brestur milli stjórn­­­­­ar­­­manna sem VR skipar og stjórnar félags­­­ins vegna ákvörð­unar sjóðs­ins um að hækka breyt­i­­­lega verð­­­tryggða vexti sem sjóðs­fé­lögum bjóð­­­ast til hús­næð­is­­­kaupa um tæp tíu pró­­­sent. 

Eftir umtals­verða reiki­stefnu tóku nýir stjórn­ar­menn á vegum VR sæti í stjórn sjóðs­ins í lok ágúst síð­ast­lið­ins. Síðan þá hafa vext­irnir sem ollu stjórn­ar­skipt­un­um, á breyti­legum verð­tryggðum lán­um, hins vegar ekki hagg­ast og nú hefur bæst við að þetta lána­form stendur ekki lengur nýjum lán­tak­endum til boða. 

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, segir að þessi staða sé ekki í takti við það sem lagt var upp með þegar skipt var um fólk í stjórn­inni. Sér­fræð­ingar sjóðs­ins hafi hins vegar kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að hann gæti ekki lánað mikið meira. „Það þarf að fara í kerf­is­breyt­ingu á útlánum líf­eyr­is­sjóða til sjóð­fé­laga og færa þau í sam­ræmi við það sem er að ger­ast í lönd­unum í kringum okk­ur.“

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Allir þurfa helst að eiga heima einhversstaðar. Og flestir þurfa að taka lán til þess að geta keypt sér heimili.
Ár óverðtryggðu lánanna
Íslendingar eru að sækja meira í óverðtryggð lán en nokkru sinni áður, samhliða vaxtalækkun Seðlabanka Íslands. Hratt lækkandi verðbólga gerir það þó að verkum að verðtryggðu lánin er enn í mörgum tilfellum hagstæðari.
Kjarninn 25. janúar 2020
Matthildur Björnsdóttir
Sköpun versus það sem menn sögðu að væri almættið
Kjarninn 25. janúar 2020
Vilja að ekki verði hvoru tveggja beitt álagi og annarri refsingu vegna sama skattalagabrots
Nefnd um rannsókn og saksókn skattalagabrota leggur til að hætt verði að beita álagi við endurákvörðun skatta þegar mál fer í refsimeðferð.
Kjarninn 25. janúar 2020
Erlendum ríkisborgurum gæti fjölgað um einn Garðabæ út 2023
Útlendingum sem fluttu til Íslands fjölgaði um rúmlega fimm þúsund í fyrra þrátt fyrir efnahagssamdrátt. Þeir hefur fjölgað um 128 prósent frá byrjun árs 2011 og spár gera ráð fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á allra næstu árum.
Kjarninn 25. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Hrunadans nútímans
Leslistinn 25. janúar 2020
Kórónaveiran: Heimshorna á milli á innan við 30 dögum
Það var ekkert leyndarmál að á fiskmarkaðinum í Wuhan var hægt að kaupa margt annað en fisk. 41 hefur látist vegna veirusýkingar sem rakin er til markaðarins.
Kjarninn 25. janúar 2020
Stefán Ólafsson
Nýfrjálshyggju Miltons Friedman hafnað í Bandaríkjunum og Davos
Kjarninn 25. janúar 2020
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar